Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992. Merming :> Léttleiki tilverunnar - sýning Guðmundu Andrésdóttur 1 Nýhöfn Þegar Guömunda Andrésdóttir kom heim frá námi í París árið 1953 höfðu Septem-sýningamar þegar fest sig í sessi í hérlendu hstalífi sem vettvangur hinnar einu sönnu framúrstefnu; abstraktgeómetríunnar. Þannig kom hún inn í miðja hringiðu uppgjörs og uppstokkunar í myndlistarelítunni en tók þó von bráð- ar kúrs geómetríunnar og hóf að sýna á samsýningum Septem-málaranna. Fyrsta einkasýning Guðmundu var svo í Ásmundarsal árið 1956 og þá þegar var orðið ljóst að hún hafði náð að marka sér persónulegan og ljóðrænan stíl innan marka geómetrísks myndmáls sem þó hafði alla jafna orð á sér á þeim tíma fyrir að afmá persónuleg einkenni listamanna. Á þann hátt Myndlist Ólafur Engilbertsson má segja að Guðmunda Andrésdóttir hafi lagt drjúgan skerf af mörkum til að alþýða manna viðurkenndi að abstraktgeómetrían væri annað og meira en dufl og daður við form og hti; þar væri einnig að finna ljóð- ræna og persónulega taug og þar af leiðandi skírskot- anir til fortíðarmenningar þjóðarinnar. Léttir hringir og þríhyrningar Frumformin hafa ríkt í myndheimi Guðmundu ahan þennan tíma. Á sjötta áratugnum voru það fyrst og fremst þríhymings- og tíglaform sem fyhtu flötinn en á síðari hluta sjöunda áratugarins fór að bera meira á hringforminu og jafnframt einfaldari myndbyggingu. Á þeirri sýningu sem nú stendur yfir í listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti í Reykjavík og ber yfirskrift- ina „Léttleiki tilverunnar" virðist vera um samruna þessara tveggja áhersluþátta í hst Guðmundu að ræða. I samræmi við yfirskrift sýningarinnar eru formin leikandi og létt og hvítur grunnhtur verkanna eykur enn á léttleikann. Ennfremur þekur Guðmunda ekki formin ht heldur leyfir penshdráttunum að njóta sín í verkunum. Þetta hefur einkennt verk hennar frá upphafi og var í raun í mótsögn við yfirlýsta stefnu geómetríumálara um að lögmál formsins skyldu ríkja ofar tæknhegum misfehum á borð við pensildrætti sem þóttu argasti expressjónismi. Brothætta og áhyggjuleysi Það má reyndar finna annars konar tæknilegar mis- Ein mynda Guðmundu á sýningu hennar í Nýhöfn. fellur í verkum Guðmundu Andrésdóttur að þessu sinni. Verk númer þrjú og fimm sýnast þannig ófrá- gengin af hálfu hstakonunnar; htakusk og stílbrot í penshbeitingu trufla þar einfalda og brothætta hehdar- mynd. í öðrum verkum gengur brothættur strúktúr- inn betur upp, þó ávallt sé yfir myndunum blær áhyggjuleysis gagnvart forsendum hreinflatastefn- unnar. Það er einmitt þetta áhyggjuleysi sem stendur eftir hjá undirrituðum eftir skoðun sýningarinnar. Það er ekki aðeins áhyggjuleysi listamanns gagnvart hin- um ytri vandamálum umheimsins heldur einnig áhyggjuleysi gagnvart innri lögmálum hstarinnar líkt og sér stað í verkum katalónska málarans Miró meðal annarra. í verkum Guðmundu skorar ljóðið hrein- flatastefnuna á hólm og útkoman er ávallt persónuleg og hefur sennhega aldrei verið svo blátt áfram sem nú. Sýningu Guðmundu Andrésdóttur lýkur nk. mið- vikudag, 18. nóvember. Hjónin Michael (Kurt Russell) og Karen (Madeleine Stowe) eru varnar- laus í viðskiptum sínum við lögreglumanninn Pete (Ray Liotta). Bíóborgin: Friöhelgin rofrn ★★★ Ógnvænleg völd lögreglunnar Getur það verið að hinn almenni þegn sé gjörsamlega varnarlaus ef hann fær geðveikan lögreglumann upp á kant við sig? Ekki bætir úr skák að lögreglumaðurinn er þar á ofan margverðlaunaður fyrir afrek sín og skyldurækni í starfi. Þetta er meginþema spennumyndarinnar Friðhelgin rofin. Hjónin Mic- hael og Karen Carr (Kurt Russell og Madeleine Stowe) vakna upp við það eina nóttina að innbrotsþjófur er í húsinu þeirra. Þau kalla á hjálp lög- reglunnar og Pete Davis, annar af lögreglumönnunum sem koma th hjálp- Kvikmyndir ísak Örn Sigurðsson ar (Ray Liotta), er allur af vilja gerður að aðstoða hjónin við að halda óæskhegum aðhum frá húsinu. Smám saman færir lögreglumaðurinn sig upp á skaftið, gerir sér full- dælt við Karen og Michael gerir sér fljótlega grein fyrir að Pete er alvar- lega geðveikur. Hann biður lögreglumanninn að hætta komum sínum th þeirra og láta þau í friði en Pete hefur annað í huga. Hann fer að beita ýmsum brögðum til að koma höggi á Michael og tekst með brögðum að fá því framgengt að Michael er lokaður á bak við lás og slá fyrir upplognar sakir. En Michael á vini sem halda tryggð við hann og myndin endar á ahsherjaruppgjöri í lokin. Söguþráðurinn er meistaralega uppbyggður í myndinni og lýsir á átak- anlegan hátt þeirri aðstöðu sem saklaust fólk getur lent í í viðskiptum sínum við laganna verði. Eini gahi myndarinnar er sá hversu fyrirsjáan- leg hún er, því áhorfandinn getur þrátt fyrir allt léttilega reiknað út á hvern hátt málin enda. Senuþjófur í myndinni er Ray Liotta sem alltaf tekst vel upp í hlutverk- um sem þessum. Kurt Russel og Madeleine Stowe eru einnig góð og leik- stjórnin er mjög fagmannlega unnin af Jonathan Kaplan. Það er óhætt að mæla með þessari mynd fyrir unnendur spennukvikmynda. Friðhetgin rofin (Unlawful Entry) Leikstjóri: Jonathan Kaplan. Handrit: George D. Putnam og John Katchmer. Aðalleikendur: Ray Liotta, Kurt Russell, Madeleine Stowe, Roger E. Mosley, Ken Lerner. r á næsta sölustafl • Askriftarsimi 63-27-00 Kúplingsdiskar Pressur Legur Bjóöum einnig flest annaö eem viökemur rekstri bílsins. SKEIFUNNI 5A.SIMI 91-81 47 88 Ljóðasöngur í Gerðubergi Tónleikar voru í Gerðubergi í gærkvöldi. Ingi- björg Guðjónsdóttir sópransöngkona söng þar við undirleik Jónasar Ingimundarsonar píanó- leikara. Á efnisskránni voru verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Karl Ó. Runólfsson, Leonard Bemstein, Joaquin Turina, Giacomo Puccini og Erik Satie. Tónleikar þessir vom einnig fluttir á laugar- dag. Þeir hófust á þrem söngvum úr Pétri Gaut eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Þetta em einfóld lög í hefðbundnum stíl sem hljóma fahéga lát- laus. Lög Karls Ó. Runólfssonar, sem þarna vom flutt, hafa á sér skýran persónulegan svip og njóta vinsælda samkvæmt því. Leonard Bemstein var eins og fléstum er kunnugt fræg- ur hljómsveitarstjóri í New York. Nokkuð hefur verið gert af því að hálda nafni hans á lofti sem tónskálds. Má fuhyrða að þar nýtur hann meira frægðar sinnar í hljómsveitarstjórahlutverkinu en ágæti tónsmíðanna. Þarna voru flutt lög eftir hann sem sthuð era th bama. Þau Ihjóma meira eins og þau séu samin fyrir fuhorðið fólk en börnin höfð sem afsökun fyrir htlu hugmynda- flugi. Önnur lög Bernsteins voru skárri en hafa Tónlist Finnur Torfi Stefánsson á sér svip yfirborðsmennsku og shkt kemur mun miskunnarlausar fram í tónsmíðum en hljómsveitarstjórn. Bemstein reynir að bjarga sér úr hugmyndaskorti með því að vera sniðug- ur. Fyndni á sér oft mjög félagslega afskekktar forsendur og trúlega er það rétt hjá Nóbelskáld- inu okkar að sveitamenn í New York eru í mynd- arlegu hlutfalli við stærð borgarinnar. Lög Turinas eru í þjóðlegum sth og fljóta nokk- uð vel á einlægninni sem oft bjargar tónlist blóð- heitra suðurlandamanna frá því að vera væmin. Sönglög Puccinis, sem þarna voru flutt, vora í aha staði vel gerö og fer þar saman frjór hugur og færni. Sama má segja um Lagið eftir Satie sem hafði viðkunnanlegar ferskleika þótt það væri með söngleikjabrag. Yfirleitt var verkefnavalið af léttari gerðinni á þessum tónleikum. Söngkonan gerði þeim mjög góð skil og söng af öryggi og kunnáttu. Meira að segja í Bemstein sýndi hún thþrif sem gerðu furðu mikið úr þunnu efni. Jónas Ingi- mundarson skhaði sínu hlutverki vel svo sem hann á vanda til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.