Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992. 5 Fréttir Handaf I við vaxtalækk- un er meiningarleysa segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra um vaxtalækkunarkröfu verkalýðsforingja Verkalýðsforingjar lýstu því yfir eftir formannafund ASÍ á sunnu- dag að lækkun vaxta væri forsenda þess að þeir tækju þátt í tillögugerð til lausnar efnahags- og atvinnu- vandanum. „Ég lít ekki svo á að aðilar vinnu- markaðarins hafi gert neina kröfu um aðferð við að lækka vexti held- ur útkomuna. Handaflsaöferð við að lækka vexti er meiningarleysa,“ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra í samtali við DV. Jón sagði ennfremur að ríkis- stjómin ætlaði að skapa skilyrði í samvinnu við aðra til vaxtalækk- unar. Vextir væru eitt af þeim fyr- irbærum sem ekki þýddi að fara framan að, menn yrðu að hafa lag- ið til þess. Til þess þyrfti að draga úr lánsfjárþörf hins opinbera og líta á önnur skilyrði vaxtaákvarð- ana í bönkunum. Meðal þess væri að íslenskir atvinnuvegir hefðu aðgang að erlendu lánsfé og skil- yrðin sem Seðlabankinn setti bönk- unum við lánveitingar, svo sem bindiskyldu og fleira af því tagi. „AUt þetta verður tekið með í myndina. Ef við náum samkomu- lagi um eflingu atvinnu á grund- velh stöðugleika tel ég að takast muni að ná vöxtunum niður. Ég bendi á, vegna þess að oft er jafnað til grannlanda okkar, að við erum nú með lægri vexti en eru annars staðar Norðurlöndunum, bæði nafnvexti og raunvexti,“ sagði Jón Sigurðsson. „Ríkisstjórnin hefur eins og aðrir fullan vilja til að vextir geti lækk- aö. Til þess að svo megi verða þarf að skapast betra jafnvægi á láns- fjármarkaðnum. Sá sem tekur langmest til sín á lánsfjármarkaði er ríkisvaldið. Ef menn ætla að lækka vexti verður að draga úr lánsfjárþörf ríkisins," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. - A sama tíma krefjast aðilar vinnumarkaöarins aðgerða ríkis- stjórnarinnar til að auka atvinnu. Rekst þetta ekki hvert á annars horn? „Það verður aö skoða allar að- gerðirnar í heilu lagi. Það skiptir máh varðandi vaxtamálin hvort lán, sem rUdð tekur, er innlent eða erlent. Það reynir ekki jafn mikið á vextina ef lánið er erlent. Það eykur hins vegar greiðslubyrði komandi kynslóða. Þess vegna er erfitt að ræöa þessi mál fyrr en við sjáum tiUögurnar í heUd.“ - Að lækka vexti með handafli, er það framkvæmanlegt? „Ég hef aldrei áttað mig á hvað menn eru að fara þegar þeir tala um handaUsaðferð. Þaö er enginn vandi fyrir mig að lækka vexti á ríkisskuldabréfum niður í 1 pró- sent og sitja svo uppi með bréfin óseljanleg," sagði Friðrik Sóphus- son. -S.dór Samskip til Eimskips? Ekkirættá stjórnarfundi - segirHöröurSigurgestsson „Við fylgjumst auðvitað með hvað gerist á þessum markaði. Við eigum ekki í viðræðiun við Landsbankann og máUð hefur ekki verið rætt á stjómarfundi,“ sagði Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eimskips, að- spurður um þaö hvort Eimskip hygð- ist kaupa 85% hlut Landsbankans í Samskipum. Hörður bjóst við að stjórnarfundur yröi haldiim bráðlega og þá yrði „þetta mál rætt yfir kaffiboUa eins ogaðrirhlutir."____-Ari JónBaldvin: BíðumeftirSuð- urnesjamönnum „Meirihlutafulltrúar mínir í stjóm íslenskra aðalverktaka hafa Uutt þar tUlögu um stofnun eins konar fjár- festingarfélags. Það hafa enn ekki borist svör frá öhum aðUum sem þurfa að því að koma,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra um þátttöku Aðalverktaka í uppbyggingu atvinnulífs á Suður- nesjum. - Er ekki þrýstingur á ykkur frá Suðumesjum? „Það era aðilar á Suðumesjum sem þurfa að svara, við bíðum eftir svari frá þeim,“ sagði Jón Baldvin. -sme f* ^ wm 4 l ■* - lÆím Barnamyndin Fríða og dýrið var frumsýnd í Bíóhöllinni á laugardaginn. Um 100 krakkar mættu á frumsýninguna í boði Krakkaklúbbs DV. Dýrið kom að sjálfsögðu á staðinn og vakti mikla lukku meðal frumsýningargesta. DV-mynd JAK ReynirHugason: Tólf hundruð i samtokum atvinnulausra -mikilreiði „Hvorki landbúnaður né sjáv- arútvegurinn eru undirstöðuat- vinnvegir eins og nú árar. Það er iðnaöurínn aftur á móti," sagði Reynir Hugason, formaöur Landssamtaka atvinnulausra. Samtökin benda á að ef íslend- ingar kaupa innlenda vöm í stað erlendrar skapist fimm þúsund ný störf í iðnaði á skömmum tíma, en samtökin segja einmitt aö atvinnulausir séu um fimm þúsund x dag og því geti íslend- ingar keypt atvinnuleysið burt. Þá segja samtökin að við hvert eitt starf í iönaði skapist fjögur störf í öðmm greinum og að störf- um í iðnaði hafi fækkað um fjög- ur þúsund á síðustu fimm ámm. Reynir Hugason sagði að nú væm félagar í Landssamtökum atvinnulausra um 1.200. Hann sagðist verða var viö mikla reiði margra félagsmanna í garð stjómmálamanna vegna at- vinnuleysisins og hann sagði fé- lagsmenn ekki hafa biðlund eftir að eitthvaðyrði að gert. „Við vilj- um lausnir strax,“ sagði Reynir Hugason. -sme Starfsmannafélagiö Sókn: Fjórum starf s- mönnum félagsins sagt upp - launalækkun kemur til greina ' Öllum starfsmönnum Heilsurækt- ar Sóknar, fjórum talsins, hefur ver- ið sagt upp störfum. Þrír starfsmann- anna em í 70% starfi ogeinn í 50%. „Þetta er hryllingur fyrir verka- lýðsfélag að þurfa að grípa til svona aðgerða og ekkert grín en það er heldur ekki hægt að reka svona fyrir- tæki með tapi í skjóli þess að um stéttarfélag er að ræða. Gífurlegur samdráttur hefur verið í heilsurækt- irrni frá 1990. Það er ekki enn ljóst hvað verður gert, hvort fækkað verð- ur um einn starfsmann og hinir haldi fullri vinnuprósentu, eða hvort verð- ur prósentubreyting. Það liggiu- ekki fyrir fyrr en um miðjan desember,“ segir Þórunn Sveinbjömsdóttir, formaður Starfsmannafélagsins Sóknar. Þómnn sagði að 20 til 25% sam- dráttur hafi verið í rekstri Heilsu- ræktarinnar frá árinu 1990 og fram- tíðin væri ekki björt. Starfsemin hef- ur verið verulega niðurgreidd fyrir Sóknarfélaga. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, fyrr- verandi formaður Sóknar, sagðist vera afskaplega leið yfir uppsögnun- um því Heilsuræktin hefði verið óskabarn sitt. -Ari NOVEMBER TILBOÐ! 25% afsláttur í nokkra daga ^rtbd__________________ Dæmi: Áður: Nú Stakirjakkar kr. 16.900,- 12.675,- stgr. Jakkaföt kr. 24.500,- 18.375,- stgr. Úlpur kr. 26.900,- 20.175 stgr. Slq'rtur kr. 5.500,- 4.125,- stgr. 20% afsláttur fyrir korthafa [^SHl HERRflFRTflVER/LUn L*Hbirgi/ FÁKAFENI 11 - SÍMI 91-31170

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.