Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992. Spumingin Heldur þú að efnahags- ástandið hér á landi eigi enn eftir að versna? Sigurpáll Grímsson hárskurðar- meistari: Nei, það versnar ekki úr þessu, leiðin á eftir að liggja upp á við. Gylfi Hafsteinsson nemi: Nei, ég býst ekki við því. Þórarinna Söebech húsmóðir: Já, ég held það. Kristjana Richter pianókennari: Nei, ég er bjartsýn á framtíð íslands. Ásbjörg Magnúsdóttir hjúkrunar- fræðingur: Já, ég er ansi hrædd um að það eigi eftir að versna. Kristin Jónsdóttir röntgentæknir: Vonandi ekki. Lesendur____________ Krókaleyf in og togarajaxlarnir Bergur Garðarsson, form. Snæfells, skrifar: Er það ekki furðulegt hvað menn láta frá sér fara? - Maður eins og Reynir Traustason, stýrimaður á Sléttanesi, talar um triUusjómenn sem hjartveika menn og hefur ekki samúð með hnignandi byggðarlagi. - Ég veit ekki betur en stór hópur okk- ar trillukarla sé fyrrverandi skips- stjórar og togarajaxlar sem hafa dregið sig í hlé frá langri útiveru og vilja vera meira með fjölskyldunni á efri árum. Mér þykja menn eins og Reynir tala fyrir fámennan hóp, ef hann ber ekki meiri virðingu fyrir sjávarpláss- um landsins en þaö að hann vilji þurrka þau út. - Þau passi ekki inn í kerfið. Hann skilur ekki að það er kerfið sem ekki passar fyrir plássin, sem mörg hver standa og falla með trilluútgerð. Reynir talar um að engar hömlur séu á smábátum. - Þaö er þriggja mánaða bann á ári til viðbótar bræl- unum og ætti nú að duga! - Hann taiar um togarajaxlinn og að trillu- sjómaðurinn eigi að sitja við sama borð með sóknarstýringu. Hvernig dettur manninum í hug að trillukarl- ar sitji við sama borð, á eins til sex tonna trillu, og fjögur hundruð til þúsund tonna togari? - Mér finnst að Reynir sé að gera sig aö litlum togarajaxh ef hann leggur þetta að jöfnu. Hann talar einnig um sukk í kvóta- sölum og kaupum. Hvar er þá sukkið mest? Hveijir hafa keypt mestaUan kvótann? Eru það ekki togarar? - Þar hlýtur þá sukkið að vera mest. Ég held að Reynir ætti að líta í eigin barm og viðurkenna að við trillu- karlar höfum ekki til skipta og varla fá þeir neitt meira þótt þeir hengi okkur. Nema þá atvinnuleysi. Við getum ekki borið saman togara og triilu. Togari kemst alltaf á sjó en trilla liggur bundin vegna brælu mikinn hluta ársins. - Væri ekki nær að reyna að styðja okkur í baráttunni við að halda lífi? Dætur Sophiu Hansen og afstaða fólksins: Aumingja allt fólkið Hildur skrifar: Það hefur gjarnan verið tilhneiging hér á landi að tengja mál dætra Sop- hiu Hansen og Halims hins tyrk- neska meintri ofsatrú í heimalandi fóöurins. En eins og allir vita er stór hluti tyrknesku þjóðarinnar múha- meðstrúar. Ég vil þó upplýsa - sem ætti að vísu að vara óþarft - að hér á landi er fjöldi barna sem býr við þær að- stæður að fá alls ekki að sjá annað foreldra sinna og sum jafnvel hvor- ugt þeirra. Hatrið er engu minna í þessum tilvikum en það sem birtist í frásögnum af foreldrum dætranna, Dagbjartar og Rúnu. - Hér á landi er þó engin ofsatrú - eða hvað? Ef foðurfólk dætra Sophiu og Hal- ims er slíkt ofbeldis- og misindisfólk sem fréttir hermdu gjaman því í ósköpunum tók þá móðirin, Sophia, í mál, að dæturnar fengju að fara utan með íöðurnum til Tyrklands í frí? Dvaldi Sophia ekki sjálf löngum stundum hjá eða í nágrenni viö þetta sama fólk? Forræöismál af versta' tagi eru í gangi hér á landi en þau eru fæst í sviðsljósinu. Allt er þetta mál Sop- hiu, Halmins og dætranna - svo og allra annarra í svipuðum aðstæðum - hin verstu mál úrlausnar en þau verða aldrei leyst á grundvelli þjóð- arumræöu. - Því segi ég bara: Aum- ingja allt fólkið. Landsbyggðarhundar, ríkis- bubbar og Þjóðarsálin Frá Stöðvarfirði. - Heimboð bréfrit- ara stendur. Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 - eða skriflð Nafn ugsínianr. verður ad fylgja bréfum Ríkharður Valtingojer skrifar: Það er ekki margt sem kemur mér úr jafnvægi en ef heimskan södd og feit tekur völdin þá fæ ég tár í aug- un. - Gerðist það í alvöru eða var það bara lélegur grínþáttur rásar tvo þegar útvarpsmaður og skipulags- fræðingur sögðu þjóðinni frá hug- myndum sínum um að flytja fólk á milli byggðarlaga? - Að vísu ekki til Reykjavíkur heldur innan sama landsfjórðungs og með aðstoð ríkis- ins! En til hvers? Og hvert? Ég skil Trausta að vissu marki. Hann hefur numið skipulagsfræði og núna vill hann njóta sín. Hrausti maðurinn. Vill skipuleggja. Ekki bara götur, hús og leikvelli. Nei, hann vill Skipuieggja búsetu og lifn- aðarhætti heillar þjóðar. Er þetta draumur skipulagsfræðings? - Væri næsta skref það að gera áætlun um að hver íslendingur ætti að flytja eft- ir ákveönu kerfi á 10 ára fresti? Hvaða þjóðfélag er það þar sem útvarpsmaöur má vera dónalegur og mótmælir fólki sem er mótfalliö hug- myndum sem fram koma í svona þætti? Hvað finnst séra Heimi um svona framkomu? Og hvað hugsar hinn venjulegi íslendingur? Hvað hugsar hinn óvenjulegi fslendingur? Hefur ekki sérhver íbúi þessa lands fullan rétt á að búa hvar sem hann sjálfur kýs, sé það í samræmi við gildandi lög? - Tilfinningar og at- vinnumöguleikar ráða oftast úrsht- um í búsetuvali. Ég held að enginn, jafnvel ekki Davíð konungur, megi taka sér það frelsi að ráðskast með búsetu fólks eða eyðileggja byggð þess. - Ef Bubbi og Trausti sjá þetta ekki þá vil ég gjarnan bjóða þeim heim til mín á Stöðvarfjörð. Trausti getur rætt við fólk, útskýrt sinn málstað og skipu- lagt brottflutning þess. Á meðan get- ur Bubbi veitt í ánni og viðrað lands- byggðarhundinn sinn. Hvaðverðurum umboðSÍS? Þorkell skrifar: Þegar Samband ísl. samvinnu- félaga er orðið rústir einar er ekki furða þótt spurt sé hvað verði um þau frábæru umboð sem SÍS hafði fyrir heimsþekkt heimilistæki, svo sem hrærivél- ar, ísskápa, þvottavélar og upp- þvottavélar? Staðreynd er að Sambandið hafði umboð fyrir einhverjar bestu heimilisvörur sem hér hafa fengist. - Það er skaði ef þessi umboð dreifast nú um borg og bý. Þaö var gott að geta fengiö þessi tæki á sama stað, svo og viðgerðarþjónustu. Fall Sambandsins er harmsaga sem óþarfi er að hlakka yfir. Það er hins vegar merki um hnign- andi þjóöfélag þegar stór fyrir- tæki leggja upp laupana, fólksins að bregðast við því ástandi. Kannski lækka þá laxveiðileyf in Ólafur Guðjónsson skrifar: í frumvarpi ríkisstjórnar um breytingu á jarðalögum eru kom- in ákvæði sem eiga að koma í veg fyrir hugsanleg kaup útlendinga eftir gildistöku væntanlegs EES samnings. Ekki myndi ég gráta þótt útlendingar ættu t.d. stærstu laxveiöiámar hér á landi. Svo svínslega hafa íslenskir veiöi- leyfahafar eöa eigendur fariö með þá sem vilja veíða hér á landi, jafnt útlendinga sem landa sína. - Kannski myndu veiðileyfin bara lækka ef útlendingar seldu þau. Til þessa hafa íslendingar hreiniega verið likt og ölmusu- menn í eigin landi gagnvart þess- um okurviöskiptum. Sérstök viðtaisbók Gunnar Kristjánsson hringdi: Ég hef nýlokiö við að lesa bók- ina Hjá Báru sem Ingólfur Mar- geirsson færði í letur, - Þetta er alveg einstök lesning, marg- slungin og fróðleg. Bókin er ekki síður skemmtileg fyrir karla en konur - og er raunar fyrir fólk á öllum aldri sem á annaö borð hefur áhuga á æviminningum manna á viðburðaríkriævi. - Það vantar ekki viðburðina og Bára virðist hafa frábæra hæfileika til að draga fram það sem máli skipt- ir til að halda lesandanum við efnið. Ég leyfi mér að kalla þetta sérstaka viðtalsbók og um leið vandaða. Bókhaldfyrirtækja G.O. skrifar: Nú eru aöilar vinnumarkaðar- ins önnum kafnir við að aðstoöa stjómvöld viö að bjarga rekstrar- grundvelli fyrirtækja landsins svo komist verði hjá meira at- vinnuleysi en orðið er. Verður mönnum þá helst fyrir að reyna aö ná dálítið meirrpeningum úr vösum almennings ef þar skyldu nú leynast nokkrar krónur ónot- aöar. En því kanna yfirvöld ekki of- urlítið betur ýmsa kostnaðarliði í bókhaldi fyrirtækja? Magnaður orðrómur er um alls konar afæt- ur af fyrirtækjum, jainvel að heimilishald sé fært sem kostnað- ur á fyrirtækið. Orðrómurinn er þaðsterkur að varla er þetta allt uppspuni. - Því má ekki kanna þetta ásamt öðru? Uppörvandi Hannes skrifar: í síðasta þætti Hemma Gunn. var rætt við skipstjórann Sigurð Þorsteinsson. Hann var einstak- lega skemmtilegur á að hlýða og sá bara jákvæðu hliðamár á mál- unum. Það var hressandi blær sem fylgdi þessum manni, sann- arlega uppörvandi skipstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.