Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992. 11 Sviðsljós Berglind og Benedikt með verðlaunin úr London Championships. f slenskt dans- par slær í gegn AUKABLAÐ Þakkargjörðarhátíð Amerísk helgi í Perlunni 27.-29. nóvember Fimmtudaginn 26. nóvember verður gefíð út aukablað, helgað þakkargjörðarhátíð sem haldin er í Perlunni með þátttöku Islensk-ameríska félagsins, sendiráðs Bandaríkjanna á íslandi | og samstarfsaðila. í blaðinu verður fjallaö um amerísk menningaráhrif og amer- ískar vörur á íslandi, húsgögn og húsagerðarlist, nýja og J gamla ameríska bíla, ferðalög til USA og fjölmargt fleira. Þeir sem hafa hug á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Halldóru Hauksdóttur í síma 63 27 26. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur er föstudagurinn 20. nóvember. Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir frá Nýja dansskólan- um stóðu sig mjög vel í tveimur al- þjóðlegum danskeppnum í Brent- wood á Englandi nú fyrir stuttu. Þau kepptu í flokki 12 ára og yngri og komust í fjórða sætið í samkvæmis- dönsum i London Championships og í undanúrslit í suður-amerískum dönsum í The Intemational Juvenile Latin Trophy. Benedikt, sem er 11 ára, er búinn að æfa dans í tæpt ár en Berglind, sem er 10 ára, hefur æft öllu lengur, eða í fjögur ár. Árangur þeirra í Brentwood er engin tilviljun og það sönnuðu þau með því að verða ís- Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir eru íslandsmeistar i sömbu í flokki 12 ára og yngri. landsmeistar í sömbu í flokki 12 ára og yngri fyrir fáeinum dögum. Billy Boy Arnold var aðalnúmerið á mikilli blúshátið sem Púlsinn gekkst fyrir um helgina. Fjölmargir hlýddu á bandariska blúsarann sem þótti hörku- góður. DV-mynd GVA Það var enginn barlómur í Birnu Garðarsdóttur og Ingu Láru Pétursdóttur þegar Ijósmyndari DV hitti þær á Amsterdam um daginn. Þrátt fyrir efna- hagsástandið i landinu voru þær með bros á vör og sönnuðu að enn er til fólk sem kann að lyfta sér upp. DV-mynd ÞÖK ÚRVALS LESEFNI A NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.