Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÖVEMBER 1992. Fólk í fréttum DV Þór a G. Hj altadóttir Þóra Guörún Hjaltadóttir, fyrrv. formaöur Alþýöusambands Norð- urlands, Holtagötu 9, Akureyri, hélt ræðu á miðstjórnarfundi ASÍ á sunnudag sem varð til þess að Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar, gekk af fundi. Frá þessu var skýrt íDV-fréttumígær. Starfsferill Þóra fæddist að Melstað í Miðfirði 18.5.1951 en flutti með foreldrum sínum að Hrafnagili í Eyjafirði 1954. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Reyk- holti i Borgarfirði 1967 og stundaði nám við Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði 1968-69. Á árunum 1970-80 stundaði Þóra skrifstofustörf hjá Bifreiðaverk- stæðinu Þórshamri hf. og hjá End- urskoðunarstofunni Bókend og var síðan erindreki hjá Kjördæmissam- bandi framsóknarmanna í Norður- landi eystra. Hún hóf störf sem vinnuhagræðingur hjá Alþýðusam- bandi Norðurlands 1980 og var formaður Alþýðusambands Norð- urlands 1981-91. Þóra hefur átt sæti í miðstjórn ASÍ frá 1984, er formaður skipulags- nefndar ASÍ frá 1989 og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna. Hún átti sæti í miðstjórn Fram- sóknarflokksins í nokkur ár, var um tíma í framkvæmdastjórn flokksins, var varaformaður SUF, formaður KFNE í eitt kjörtímabil og var í ýmsum öðrunj ráöum og nefndum fyrir Framsóknarflokkinn. Þóra var varamaður i bæjarstjóm Akureyrar 1978-82 og varaþingmaður 1987-91. Hún sat í stjóm Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. 1983-91. Fjölskylda Þóra giftist 8.11.1969 Gunnari Austfjörð, f. 8.11.1949, deildarstjóra á Akureyri. Dóttir þeirra er Pálína Austfjörð Gunnarsdóttir, f. 8.5.1970. Þóra og Gunnar skildu. Þóra giftist 18.5.1986 Sigurjóni Hilmari Jónssyni, f. 11.7.1947, húsa- smíðameistara, en hann er sonur Jóns Gunnlaugs Sigurjónssonar, trésmíðameistara á Akureyri, og Bimu Finnsdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Sonur Þóru og Sigurjóns Hilmars er Hilmar Þór Sigurjónsson, f. 13.3. 1986. Börn Sigurjóns frá fyrra hjóna- bandi eru Jón Gunnlaugur, f. 4.12. 1965; íris Björk, f. 16.4.1969; Birna Hrönn.f. 15.12.1972. Systkini Þóru; Bergur, f. 20.2.1948, eigandi K. Auðunsson og Normann; Ingibjörg, f. 21.5.1953, húsmóðir á Egilsstöðum; Benedikt, f. 11.8.1962, b. á Hrafnagili; Ragnhildur, f. 28.10. 1967, húsmóðir í Grímsey. Foreldrar Þóru eru Hjalti Jósefs- son, f. 28.5.1916, fyrrv. b. á Hrafna- gili í Eyjafirði, og Pálína R. Bene- diktsdóttir, f. 21.7.1925, húsfreyja. Ætt Hjalti er sonur Jósefs, lengst af b. á Bergsstöðum, bróður Guðmundar á Auðunnarstöðum, afa Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra. Jósef var sonur Jóhannesar, b. á Auðunnarstöðum, Guömundsson- ar. Móðir Jóhannesar var Dýrunn Þórarinsdóttir, systir Þuríðar, langömmu Halldórs E. Sigurðsson- ar, fyrrv. ráðherra. Móðir Jósefs var Ingibjörg Eysteinsdóttir, systir Bjöms í Grímstungu, afa Bjöms, fyrrv. alþingismanns á Löngumýri og langafa Páls, þingflokksfor- manns á Höllustöðum, Péturs, læknis á Akureyri, og Ástu, móður Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar. Móðir Hjalta var Þóra Guðrún Jóhannsdóttir, b. á Hofi í Hjaltadal, Jónssonar og Katrínar Lárusdóttur frá Langanesi. Pálína er dóttir Benedikts Líndal, óðalsb. á Efra-Núpi, Hjartarsonar, hreppstjóra á Efra-Núpi, Benedikts- sonar, hómópata í Hnausakoti, Ein- arssonar, b. í Núpsdalstungu, Jóns- sonar. Móðir Pálínu er Ingibjörg, systir Skúla, fyrrv. ráðherra. Ingibjörg er dóttir Guðmundar, b. á Svertings- Þóra Guðrún Hjaltadóttir. stöðum í Miðfirði og síðar kaupfé- lagsstjóra á Hvammstanga, Sigurðs- sonar, b. á Svertingsstöðum, Jónas- sonar. Móðir Guðmundar var Ólöf Guðmundsdóttir, b. og smiðs á Síðu, Guðmimdssónar. Móðir Ingibjargar Guðmundsdóttur var Guðrún Ein- arsdóttir, b. og gullsmiðs á Tann- staðabakka í Hrútafirði, Skúlason- ar. Afmæli Jón Ingimar Magnússon Jón Ingimar Magnússon stýrimaö- ur, Einigrund 26, Akranesi, er fimmtugurídag. Starfsferill Ingimar fæddist að Norður-Botni á Tálknafirði og ólst þar upp. Hann stundaði sjómennsku frá árinu 1958 og var á ýmsum bátum Hraðfrysti- húss Tálknfirðinga til ársins 1978. Ári síðar fluttist hann til Akraness og er í dag stýrimaður á sements- flutningaskipinu Skeiðfaxa. Fjölskylda Ingimar kvæntist 6.10.1963 Ást- hildi Theódórsdóttur, f. 8.4.1942, starfsstúlku. Hún er dóttir Theódórs Ólafssonar, f. 29.5.1918, og Kristínar Karólínu Sigurðardóttur, f. 19.5. 1911, d. 9.4.1977. Börn Ingimars og Ásthildar eru: Ágúst Grétar, f. 10.8.1963, netagerð- armaður, unnusta Guðríður Sigur- jónsdóttir og eiga þau soninn Rúnar Frey, f. 8.1.1992; Brynjar, f. 13.9. 1965, sjómaöur, unnusta Guðmunda Valdimarsdóttir; Guðrún, f. 13.3. 1973, nemi, unnusti Ólafur Ingólfs- son. Bróðir Ingimars er Halldór, f. 8.3. 1945, verkamaöur á Tálknafirði, og áhanntværdætur. Hálfbræður Ingimars, sammæðra, eru: Öm S. Sveinsson, f. 6.5.1948, skipstjóri á Tálknafirði, kvæntur Margréti Guðlaugsdóttur og eiga þau íjögur börn; Sigurbjörn Björg- vinsson, f. 1.6.1951, verkamaður á Tálknafirði, kvæntur Joan Eliza- beth Charlton og á hann einn son. Hálfsystkini Ingimars, samfeðra, eru: Jóna, f. 27.3.1948, búsett á ísafirði og á hún fjögur börn; Er- lendur, f. 6.7.1949, d. 10.1.1970, sjó- maður; og Aðalheiður Soffía, f. 15.11. 1950, búsett í Reykjavík, gift Birgi Einarssyni og eiga þau fjögur börn. Faðir Ingimars var Magnús Valdi- marsson, f. 4.8.1916, d. 7.3.1972, verkamaður á Bíldudal, Guðbjarts- sonar, húsasmiðs á BOdudal, ogk. h., Bjamfríðar Tómasdóttur. Móðir Ingimars er Guðrún Jóna Jón Ingimar Magnússon. Torfadóttir, f. 11.6.1924, húsmóðir á Tálknafirði, Ólafssonar, f. 18.9.1888, d. 4.4.1967, b. á GOeyri og síðar Eysteinseyri, og k. h„ Ehsabetar Guðjónsdóttur, f. 15.1.1897, d. 8.9. 1986. Guðrún Jóna er gift Björgvini Sigurbjörnssyni, f. 7.7.1928, ogbúa þau á Tálknafirði. Bróðir hennar er Andrés, b. og verkamaður á GOeyri. Ingimar tekur á móti gestum að heimili sínu laugardaginn 21. nóv- emberfrákl. 15. Halldóra linda Ingólfsdóttir HaOdóra Linda Ingólfsdóttir hús- móðir, Austurströnd 2, Seltjamar- nesi.erfertugídag. Fjölskylda HaUdóra fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Á árunum 1976-83 var hún búsett í Hafnarfirði en síðastliðin níu ár hefur HaOdóra búið í Noregi. Halldóra giftíst 12.6.1976 Guð- mundi Rúnari Kristmannssyni, f. 27.5.1953, verkamanni. Hann er son- ur Kristmanns Guðmundssonar, ökukennara í Sandgerði, og Snjó- laugar Sigfúsdóttur húsmóður. Dóttir Halldóru og HaOdórs Jón- assonar er Margrét Erla, f. 1.5.1969, húsmóðir í Reykjavík, og á hún son- inn Þorstein ísak Axelsson, f. 17.8. 1991. Dóttir Halldóru og Vals Jóhanns- sonar verslunarmanns er Bryndís Ösp, f. 16.9.1974, verslunarskóla- nemi, búsett í Reykjavík. Synir Halldóru og Guðmundar Rúnars eru Kristmann Rúnar, f. 10.11.1978, grannskólanemi í Nor- egi, og Hafsteinn Þór, f. 9.4.1980, grunnskólanemi í Noregi. Halldóra á fimm hálfsystkini, sammæðra. Böm Þóra og Sigurþórs Hallgrímssonar. Þau era: Ágústa Hafdís, f. 30.9.1955, tækniteiknari, búsett á Akranesi, gift Viöari Gunn- arssyni og eiga þau fjögur börn; Guðbjöm, f. 12.7.1961, verksfjóri, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Guðmundu Þorbjamardóttur og eiga þau tvö böm; Þóra Björk, f. 13.5.1962, skrifstofumaður, búsett á Seltjarnarnesi, gift Ragnari Erlings- syni og eiga þau tvö böm; Sigurþór, f. 13.5.1962, trésmiður, búsettur á Seltjamarnesi, kvæntur Solfrid Jo- hansen og eiga þau tvö böm. Fyrir átti Sigurþór eina dóttur; Oddný Hildur, f. 18.1.1965, fósturnemi, bú- sett í Reykjavík, gift Þorsteini Ás- geirssyni og eiga þau tvö böm. Faðir Halldóra var Ingólfur Haf- steinn Sveinbjörnsson, f. 26.3.1931, d. feb. 1954. Móðir hennar er Þóra Þorsteinsdóttir, f. 30.10.1933, starfs- stúlka á veitingahúsi. Þóra er nú gift Sigurþóri Hallgrímssyni, f. 30.1. 1933, pípulagningameistara. Halldóra tekur á móti gestum að Austurströnd 2 eftir kl. 16 á afmæl- isdaginn. ERT ÞÚ ÖRUGGLEGA ÁSKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTARGETRAUN . . . OG SÍMINN ER 63 27 OO Til hamingju með afmælið 17. nóvember 90 ára Guðmunda Gísladóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. 85 ára Kristín Ingibjartardóttir, Skipholti 44, Reykjavík. 75 ára María Tryggvadóttir, Reynimel 80, Reykjavík. Jófríður Jóhannesdóttir, Skólabraut35, Akranesí. 60 ára Bjami Guðbrandsson, Ljárskógum 4, Reykjavík. Hjalti Jóhannesson, Austurvegi 6, Þórshöfn. Ingþór Guðmundur Haraldsson, Víghólastíg 21, Kópavogi. 50 ára Guðmundur Haraldsson, Vesturbergi 130, Reykjavík. Guðríður Pálsdóttir, GUjaseli 11, Reykjavík. Örn Wilhelm Zebitz, Dalseli 31, Reykjavík. Sigurður I. Ingimarsson, Árvöllum 16, ísafirði. Sveinbjöm Jónsson, Skálholtsvík I, Bæjarhreppi. Sigurður Einarsson, Dísarási 13, Reykjavík. Fríða Ragnarsdóttir, Grenigrund39, Akranesi. Kristján Norraan Óskarsson, Klébergi 10, Þorlákshöfn. 40ára_________________________ Grettir Öm Frímannsson, Vestursíðu2c, Akureyri. Hrefna Karlsdóttir, Sunnubraut 40, Keflavík. Garðar Þór Guðmundsson, Lækjargötue, Hvammstanga. Jenný Þorsteinsdóttir, Suðurbraut 18, Hafnarfirði. Einar Ingi Rey nisson, Setbergi27, Þorlákshöfn. Tryggvi Einar Geirsson, löggiltur endurskoðandi og form- aöur Knattspyrnufélagsins Þrótt- ar, SólbrautS, Seltjamarnesí. Tryggvitekurá móti gestumí Drangey, fé- lagsheimUi Skagfirðingafé- lagsins, Stakka- lUíö 17, Reykjavík, föstudaginn 20. nóvember á milli kl. 18 og 21. Sviðsljós Þriðja ráð ITC á Islandi gekkst fyrir ráðstefnu að Laugalandi í Holtum fyrir skömmu. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, sem hér er í ræð- upúlti, var annar frummælenda en mjög fjörugar umræður urðu eftir erindi hennar og hins frummælandans, Hansinu Stefánsdóttur frá fræðsludeild Iðntæknistofnunar. Á sjötta tug kvenna frá fjórum ITC- deildum sátu ráðstefnuna. DV-mynd Jón Þórðarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.