Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 32
Rikisskattstjóri: Á annað þús- und f yrirtæki ' írannsókn Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að gera sérstakt eftirlitsátak hjá á ann- að þúsund rekstraraðilum, þar af 680 í Reykjavík, sem skilað hafa óveru- legum virðisaukaskatti miðað við meðaltal. Sama varðar einstakhnga og fyrirtæki sem tahð hafa fram ótrú- verðugar tekjur. Átakið nær til landsins ahs, jafnt til fyrirtækja sem einstaklinga í rekstri. Meðal þeirra sem fylgst verð- ur með eru 438 heildsölur, 107 veit- ingastaðir, 131 fasteigna- oglögfræði- stofa, 94 endurskoðunarstofur, 53 sportvöruverslanir, 49 bílasölur og 21hárskeri. -kaa Akranes: Fótbrotinn eftir slagsmál Unghngspiltur hggur fótbrotinn á sjúkrahúsinu á Akranesi eftir að hafa lent í hörðum átökum við annan pht aðfaranótt sunnudagsins. Máhð er í rannsókn hjá lögreglunni á Akra- * nesi. Eftir er að yfirheyra þann fót- brotna og eins þann sem talinn er hafa slegist við hann. Lögreglunni á Akranesi barst líka um helgina tilkynning um að maður lægi í bakgarði sár eftir hnefahögg. Sá sem hringdi sagðist hafa slegið manninn eftir að hinn hafi otað ítrek- að að sér hníf og veitt sér nokkra áverka á kvið - þó ekki alvarlega. Sá sem hringdi vhdi ekki leggja fram kæru. -sme ■a mt ■ ■ m Faoirinn smygl aði en börnin seldu hassið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 66 ára karlmann, Skúla Einarsson, í 5 mánaða fang- elsi og th greiðslu 150 þúsund króna sektar fyrir að hafa fluít inn rúm- lega 2 kíló af hassi á árunum 1987 og 1988. Tvö barna hans, sonur og dóttir, voru dæmd í 2 mánaða fang- elsi og th sektargreiðslu fyrir að hafa dreift etnunum. Sverrir Ein- arsson héraðsdómarí kvað upp dóminn. Skúli var matsveinn á skipum Sambandsins á árunum 1987 og 1988. Hann var dæmdur fyrir að hafa smyglað rúmum tveimur khó- um af hassi í fjórum skipsferðum og einni flugferð. Dóttirin, 39 ára, var dæmd fyrir að hafa selt hass úr þremur smyglferðum fóðurins en sonurhm, tæplega þrítugur, fyr- ir að hafa selt um 400 grömm af hassi úr einni ferðinni. Lögreglan iagði hald á 600 grömm af hassi úr síðustu smyglferð föðurins. Efnin úr fjórum smyglferðum náðu systkinin því að selja eftir að faðir- inn hafði keypt þau erlendis og flutt þau inn. Fyrir hrot sín með sölu á efnun- um, um 1,2 kílóum af hassi, var dóttir Skúla dæmd í 2 mánaða fang- elsi og til að greiða 50 þúsund krón- ur i sekt. Sonurinn var hins vegar dæmdur til að greíöa 25 þúsund krónur í sekt th ríkissjóðs. Við refs- iákvörðun hans tók dómurinn mið af því að eftir að brotið var framið hefur maðurinn verið dæmdur í samtals tæplega níu mánaöa fang- elsi fyrir önnur brot -ÓTT LOKI Sem sagt, allt í hassi! Veðrið á morgun: Hiti nálægt frostmarki Fremur hæg suðaustlæg átt á landinu. Nokkuð bjart veður norðvestantil en él annars staðar. Hiti verður nálægt frostmarki eða undir því. Veðrið í dag er á bls. 28 algjort Hunang Forsetakjör ASI: Grétarog Örn eru enn óákveðnir 5 Aðeins Pétur Sigurðsson, formaður ASV, hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér til forseta ASÍ verði eftir því leitað við hann og það hefur ver- ið gert. Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavikur, hefur verið orðaður við framboð. Hann sagðist í samtali við DV ekki sækjast eftir embættinu og væri aht í óvissu um hvort hann gæfi kost á sér. Mjög hart er lagt að Grétari að gefa kost á 5 ser. Orn Friðriksson, varaforseti ASI, er einnig orðaður við framboð. Hann sagðist í gær ekki gefa upp fyrr en á þinginu í næstu viku hvort hann gæfi kost á sér. DV hefur fyrir því heimhdir að unnið sé að því að fá Grétar sem for- seta, Öm sem varaforseta og Ingi- björgu Guðmundsdóttur, formann Landssambands verslunarfólks, sem 2. varaforseta. Þetta þykir þó stranda á því að þeir Grétar og Öm eru báð- iriðnaðarmenn. -S.dór í Hveragerði: Glöstitruðuí jarðskjálftanum Snarpurjarðskjálfti fannst í Hvera- gerði rétt fyrir miðnætti í nótt. Fólk í bænum fann kippinn greinilega og glös og leirtau í skápum titraði. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings mældist skjálft- inn um 2,2 stig á Richter og voru upptök hans um 4-5 khómetra norð- an við Hveragerði. Einhver smátitr- ingur var fyrir og eftir skjálftann en hefur stöðvast nú. Mjög algengt er að jarðskjálftar finnist í Hveragerði en yfirleitt eru þeir mj ög vægir. -ból í Brugguðu í f isk- verkunarhúsi Lögreglan í Kópavogi handsámaði tvo bruggara um helgina sem taldir em hafa bruggað og selt hundruð htra af landa að undanfórnu. Við húsleit í Kópavogi fundust nokkrir lítrar af landa og í framhaldi var leitað í fiskverkunarhúsi í Kefla- vík.'-Þar lá mjöðurinn í geijun í tveimur 100 htra tunnum. Mennimir tveir, sem em á miðjum aldri, hafa játað athæfið og er máhð tahð upp- lýst. -ból s Kgntucky Fned Gbicken ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992. Innbrotafaraldur: Tveirhandteknir Rannsóknarlögregla ríkisins tók í gær tvo unga menn til yfirheyrslu grunaða um íjölda innbrota í Hafnar- firði að undanfornu. Að sögn lög- reglu í Hafnarfirði hefur verið óvenjumikið um innbrot undanfarn- ar vikur. Ekki hefur teljandi verð- mætum veriö stolið en mikið er um rúðubrot og rót. -ból Bílar ultu í hálku Þónokkur hálka er víða um land og em ökumenn beðnir um að fara varlega. Tveir bílar ultu í umdæmi Selfosslögreglunnar í gær, annar á Flóavegi og hinn á Gaulverjabæjar- vegi. Báðir bílarnir voru fluttir á ^ brott með kranabh en ekki urðu meiðsláfólki. -ból Vaxandi áhugi er á billjard í Hveragerði með tilkomu nýrrar billjardstofu sem var opnuð í haust. Um siðustu helgi var fyrsta snókermótið haldið og voru keppendur 24. Bergþór Jóhannesson sigraði, Daði Hrólfssonar varð í öðru sæti og Baldur Ingi Sæmundsson því þriðja. Sigurvegarinn hlaut sérstakan farandbikar. Frá vinstri: Baldur, Berg- þór og Daði. DV-mynd Sigrún Lovisa Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími $3 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.