Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992.
Fréttir dv
Óljóst eftir samprófun í gær hver setti kókaínið 1 bíl tálbeitunnar:
Steinn Ármann neitar
- tálbeitan man ekki
- ákærði segir tálbeituna vera sjónhverfmgamann ef hún hefði gert það
Steinn Armann Stefánsson gengur inn í dómsalinn í Héraðsdómi Reykjavik-
ur. DV-mynd GVA
Þegar Steinn Ármann Stefánsson
og svokölluð tálbeita voru samprófuð
í kókaínmálinu í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær kom fram hjá
ákæröa að hvorki hann né tálbeitan
hefðu sett kókaín í bíl þeirra
ídómsalnum
Óttar Sveinsson
skömmu áður en þau héldu af stað
frá Faxafeni að kvöldi 17. ágúst.
Steinn segist ekki hafa sett efnin í
bílinn sjálfur og ef tálbeitumaðurinn
hefði gert það væri maðurinn sjón-
hverfingamaður.
Steinn segir hinn
hafa farið að hringja
Viö samprófunina kom einnig fram
að eftir að mennirnir komu í Faxa-
fen, þar sem kókaíninu var pakkað
saman, hefði tálbeitan fariö upp á
efri hæð þar sem hún hringdi sím-
tal, að áliti Steins. Tálbeitan sagði
Stein ekki hafa getað vitað hvað hún
var að gera því ákærði hefði ekki séð
sig.
Tálbeitan kvaðst í gær, eins og áð-
ur, ekki muna hver hefði sett kókaín-
ið í bílinn áður en þeir óku af stað
frá Faxafeni. Hann kvaðst þó vera
viss um að hafa séð efnið í bílnum
er hann lokaði afturhlera hans áður
en ekið var af stað. Maðurinn sagði
að mikil taugaveiklun hefði ríkt um
það leyti sem þetta stóð yfir.
Tálbeitan viöurkenndi að hún hefði
rætt um það við Bjöm Halldórsson
hjá fíkniefnadeildinni að bera þaö
upp við Stein Ármann að selja hluta
efnisins úr landi. Um þetta sagði
Steinn Armann: „Það sér það hver
heilvita maður að það er ekki hægt
að selja 1,2 kfió af kókaíni á íslandi
eða nokkum skapaðan hlut af því.“
Man ekki -en gæti verið
Tálbeitan kvaðst ekki neita því að
verið gæti að hún hefði aðstoðað
Stein við að pakka kókaíninu inn í
pappír í Faxafeni - en hana ræki hins
vegar ekki minni til að hafa gert það.
Tálbeitumaðurinn var greinilega
taugaóstyrkur við réttarhaldið og
drakk svo óspart úr vatnskönnu við
vitnastúkuna að sækja þurfti meira
á könnuna.
Við samprófunina kom einnig fram
að samkvæmt framburði Steins hefði
hann afhent tálbeitunni 50 gramma
sýnishom af kókaíni áöur en hin
sviðsettu viðskipti fóm fram en tál-
beitan segir það hafa verið mun
minna, 15 grömm eða jafnvel ekki
nema 7-8 grömm. Eftir sem áður
hefur mennina greint mjög á um
þetta atriði.
Dómarinn hastaði
á tálbeituna
Lögreglan afhenti tálbeitunni 80
þúsund krónur vegna kaupa á sýnis-
homunum en Steinn Armann segist
alls enga peninga hafa fengið fyrir
sýnishomin. Þegar Guðjón Mar-
teinsson héraðsdómari spurði tál-
beituna um hvað hún hefði gert við
peningana kvaðst hún hafa notað þá
að hluta til í „snatt“, að hluta í Stein
Ármann og sagði einnig að þau hefðu
„snætt saman“.
Þegar dómarinn spurði tálbeituna
um hvort og hvemig hefði verið rætt
um fjármögnun á kaupum tálbeit-
unnar á kókaíni af Steini kom til tals-
verðra orðahnippinga. Tálbeitan
maldaði mjög í móinn vegna þeirra
spuminga sem fyrir hana vom lagð-
ar en þá sagði dómarinn manninum
að vera rólegum. Maðurinn sagði síð-
an að umræður um fjármögnunina
heföu farið fram meira eða minna
allt kvöldið - tálbeitan hefði getað
útvegað hluta kaupverðsins strax.
Steinn missti
trú á tálbeitunni
Skömmu áður en kom að hinni
örlagaríku eftirför á eftir bíl Steins
Armanns kvaðst ákærði hafa verið
búinn að missa alla trú á tálbeitunni
- hann hefði gmnað að í hði tálbeit-
unnar væm menn sem hann óttaðist
að myndu ráða sér bana. Um það
leyti sem leikurinn var að berast að
sundlaugunum í Laugardal, þar sem
eltingaleikurinn hófst, sagðist Steinn
hafa talið að verið væri að leiða sig
í gildra. Hann sagði að um það leyti
hefði hann talið að betra væri að efn-
in væm í vörslu tálbeitunnar en ekki
hjá sér.
Réttarhöldin í kókaínmálinu em
nú komin á lokastig. Á morgun, mið-
vikudag, verða síðustu vitnin leidd
fyrir dóminn en að því loknu hefst
málflutningur þar sem sækjandi og
veijandi halda ræður sínar áður en
málið verður tekið til dóms. Búast
má við að dómur gangi í desember.
Heiðurslaun:
Engin und-
anþága í
skattalögum
„Styrkir, heiðurslaun eða gjafir
af þessu tagi teljast til skatt-
skyldra tekna. Það er engin und-
anþága vegna þess í skattalög-
um,“ sagði Steinþór Haraldsson
hjá ríkisskattstjóra þegar DV
spurði hann hvaða reglur giltu
urn flárhæðir sem mönnum væm
veittar í heiðursskyni.
Eins og fram hefur komið í DV
ákvað Menningarmálanefnd Ak-
ureyrar á síðasta ári að heiðra
Áskel Jónsson fyrir ævistarf
hans að tónlistarmálum í bænxnn
og afhenti honum 100 þúsund
krónur að gjöf. Nú vill skatturinn
fá 40 prósent af upphæöinni.
Steinþór sagði aö öll upphæðin
væri skattskyld samkvæmt nú-
gildandi skattalögum.
„Þessi verðlaun og styrkir úr
opinberam sjóðum em undan-
þegnir staðgreiðslu. Skatturinn
er nú tekinn eftir á,“ sagði Stein-
þór. „í skattalögunum er sérstök
heimild fyrir t.d. listamenn, sem
em með ótryggar tekjur, þar sém
hægt er að sækja um dreifingu á
skattgreiðslum.“ -JSS
NóbelogNorð-
' urlandaráð
undanþegin
„Þau verðlaun sem Norður-
landaráð veitir em undanþegin
skatti samkvæmt lögum þar að
lútandi," sagði Friðrik Ólafsson,
skrifstofusijóri Alþingis, viö DV.
Þessi imdanþága er samkvæmt
lögum frá 1976. Þar segir: Bók-
mennta- og tónhstarverðlaun
Norðurlandaráðs skulu undan-
þegin tekjuskatti og útsvari, þeg-
ar þau faha íslenskum ríkisborg-
urum í skaut.
„Þegar Hahdór Laxness hlaut
nóbelsverðlaunin á sínum tíma
vom sett sérstök lög til aö undan-
skilja þau skattskyldu," sagði
Friðrik. „Mér er ekki kunnugt
um fleiri verðlaun eða styrki af
þessu tagisem njóta skattfrelsis."
-JSS
í dag mælir Dagfari
Peningana eða lífið
Hér áður fyrr kusu íslendingar yfir
sig ríkisstjómir til að stjóma með
gamla laginu. Gamla lagið var ein-
falt. í hvert skipti sem efnahagur-
inn hahaöi kom forsætisráðherra
landsins fram í hátíðarstelhngum
og tilkynnti eitt stykki gengisfeh-
ingu. Oftast vom menn ekki fyrr
búnir að skrifa undir nýja kjar-
samninga en gengiö var feht th að
eyða áhrifum kauphækkana.
Gengið var töfralausn allra ríkis-
stjóma og afar einfóld aðferð th að
leysa efnahagsvanda. Það þvældist
ekki fyrir neinum, hvorki hægri
stjómum né vinstri stjómum og í
rauninni var íslenska þjóðin komin
á þá skoðun að önnur efnahagsúr-
ræði væra ekki th heldur en hefð-
bundin gengisfelling.
Verkalýöshreyfingin kunni ekki
nein ráð viö gengisfellingum.
Verkalýðshreyfingin stóð vamar-
laus gagnvart þessu einfalda vopni
og brátt urðu verkalýðsforingjar
með slíka fóbíu fyrir gengisfehing-
um að þeir fómuðu höndum og
báðu um aht annað, samþykktu
aht annað og gáfust hreinlega upp
fyrir áhrifamætti gengislækkunar
og það var þá sem þeir geröu þjóð-
arsáttina og köhuöu yfir sig krepp-
una. Nú hefur ríkt hér þjóðarsátt
um kreppuna í rúm tvö ár og það
má ekki nokkur maður heyra
minnst einu orði á að hrófla við
þessari þjóðarsáttarkreppu. Dag-
fari vekur th að mynda athygli á
því að öh viðleitni á vinnumark-
aðnum þessa dagana gengur út á
það eitt hvemig menn geta lifað
kreppuna af. Það dettur engum í
hug að gera ráðstafanir sem eyða
kreppunni, hvað þá að brjóta upp
þjóðarsáttina sem skhaöi okkur
kreppunni. Menn em jafnvel að
tala um það í fuhri alvöra að gera
nýja þjóðarsátt th að varðveita
gömlu þjóðarsáttina.
Það er af þessum sökum sem
verkalýðsforingjamir sitja nú með
sveittan skallafin th að finna út
hvemig megi skattleggja launþeg-
ana svo að blessuð fyrirtækin lifi
kreppuna af. Það gengur fyrir að
vemda fyrirtækin. Launþegar geta
blætt. Allt er betra en gengisfehing,
segja forystumenn launþega og
sitja heha helgi th að finna leiðir
th að forðast hana.
Ríkisstjómin, sú sem nú situr, á
náöuga daga. Hún þarf ekki annað
en að hvísla í eyra þjóðarinnar að
gengisfelling sé á næsta leití. ef
verkalýðshreyfingin býr ekki th
nýja þjóðarsátt um kreppuaðgerð-
ir. Ríkisstjómin þarf meira að segja
ekki að hafa fyrir því að ræða efna-
hagsmál á fundum sínum. Ríkis-
stjómin bíður bara átekta og hótar
gengisfellingu og verkalýðshreyf-
ingin hristist og skelfur af hræðslu.
Guðmundur J. Guðmundsson
kahar þetta terrorisma. Guðmund-
ur segist ekki láta terrorista segja
sér fyrir verkum. En honum var
nær. Gvendur jaki er einn af höf-
undum þjóöarsáttarinnar um
kreppuna og það var hann sem
eyðilagði þau tækifæri sem ríkis-
stjómir íslenska lýðveldisins höfðu
á sínum tíma th að feha gengið th
að viðhalda hagsældinni og vel-
ferðinni á íslandi. Það var hann
sem heimtaði fast gengi og stööug-
leika í kreppuna og kaupið. Það var
hann sem bjó th terroristana.
Nú er svo komið að ríkisstjómin
þarf ekki lengur að sætta sig við
kauphækkanir og kjarabætur th
að fella gengið. Ríkisstjórnin er
búin að búa th pakka handa verka-
lýðsforingjunum sem felur í sér
skerðingu á orlofi og veikindadög-
um, skattlagningu á lifeyrissjóði,
jafnvel kauplækkun. Ef verkalýðs-
forystan samþykkir ekki þennan
pakka orðalaust fer forsætisráð-
herra ekkert í felur með þær fyrir-
ætlanir sínar að gengið verði feht.
Annaöhvort peningana eða lífið,
segir Davið og miðstjóm Alþýðu-
sambandsins segir: ekki meir, ekki
meir og biður um lengri frest th
að sætta sitt fólk við hengingaró-
lina.
Það hlýtur að vera þæghegt að
stjóma landinu við þessi skilyrði.
Og ekki versnar það þegar Gvend-
ur jaki rýkur á dyr og neitar að
vera með í þjóðarsáttinni. Þá þvæl-
ist hann ekki fyrir á meðan. Eftir-
lifandi verkalýðsforingjar hafa þá
friö fyrir Jakanum th aö semja við
ríkisstjómina um pakkann sem er
í boði og forða sjálfum sér frá þeirri
framtíð að kreppunni létti og þjóð-
arsáttin springi í loft upp. Þá vhja
þeir heldur áframhaldandi kreppu
heldur en gengisfehingu. Þá er
terrorisminn skárri en þau ósköp
að þeir hafi ekki lengur stjóm á
kreppunni. Dagfari