Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992. 13 Sviðsljós Grétar Jónsson, Óskar Sigurðsson og Helgi Arnarsson létu sig ekki vanta á árshátiðina. Árshátíð Hesta- mannafélagsins Geysis Jón Þórðarson, DV, Rangárþingi: Hestamannafélagið Geysir hélt árshátíð sína að Laugalandi fyrir skömmu. Árshátíð Geysis hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess sem einn af fóstu punktunum í skemmtanalífi Rangæinga enda brást það ekki að húsið var troðfullt og stemningin góð. Fyrir dansi lék ein helsta gleði- sveit landsins, hljómsveit Geirmund- ar Valtýssonar. Veislustjóri var Fannar Jónasson. Á árshátiðinni voru veitt verðlaun þeim knapa sem hvað best hefur staðið sig á árinu. Að þessu sinni komu þau í hlut Erlends Ingvarssonar sem hlaut veglegan farandbikar til varðveislu næsta ár. Þórir Þorgeirsson afhenti bik- arinn en við hljóðnemann stendur Kristinn Guðnason, formaður Geysis. DV-myndir Jón Þórðarson Nætureró- bikk í Hress Líkamsræktin Hress í Hafnarfirði gekkst fyrir þeirri nýjimg um daginn að bjóða upp á svokallað nætureró- bikk. Þátttakendur voru á öllum aldri og var púlað fram á nótt en aö því loknu skelltu iðkendumir sér saman á ball. Góður rómur var gerð- ur að framtakinu og segjast forráða- menn Hress staðráðnir í að endur- taka leikinn. Nýlega urðu eigendaskipti á Hress og var nætureróbikkið í umsjá nýju eigendanna. Þeir segjast ætla að halda starfseminni áfram á svipuð- um nótum og sem fyrr verði höfðað til fólks á öllum aldri og þ.a.l. verði boðið upp á fjölbreytt námskeið. Þátttakendur i nætureróbikkinu slógu hvergi af en fáir tóku þó jafn hraustlega á og þessi stulka sem svitinn bókstaflega bogaði af. Eróbikk er ekkert síður fyrir stráka og þessir fulltrúar karlpeningsins eru sennilega alveg sammála því. Neytendur Græna kortið fæst með góðum magnafslætti - margir vita ekki af þessum kjörum Græna kortið fæst með 400 króna afslætti ef keypt eru 200 stykki í einu. Græna kortið fyrir strætisvagna- farþega fæst með afslætti ef þau eru keypt í ákveðnu magni hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur og Almenn- ingsvögnum. Séu keypt 50 kort fæst hvert kort á 2.700 krónur, 100 kort eru seld á 2.600 stykkið og 200 kort á 2.500 krónur stykkiö. Þessi af- sláttur var boðinn strax og græna kortið var tekið í notkun. Að sögn Haröar Gíslasonar hjá Strætisvögnum Reykjavíkur gilda engar sérstakar reglur um þá sem kaupa eitthvert magn af kortunum. Það geta verið félagasamtök, skólar eða aðrir hópar. Eina skilyrðið er staðgreiðsla. Þegar Græna kortið var tekið upp hækkuðu strætisvagnafargjöld fyr- ir eldri en tólf ára. Engin hækkun varð á fargjaldi barna, aldraöra og öryrkja. „Við viljum benda á að Græna kortiö er hagstæður kost- ur,“ sagði Hörður. „Það veitir handhafa ótakmarkaðan aðgang að vögnum SVR og Almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu. Tilkoma Græna kortsins auðveldar fólki, sem annars er á bíl, að taka strætis- vagna nokkrum sinnum í viku. Kortið er ekki skráð á einstakling og geta allir fjölskyldumeðlimir nýtt sér það.“ Töluverðrar óánægju hefur gætt meðal foreldra grunnskólabama eldri en tólf ára með þá verðhækk- un sem varð á fargjöldunum. Hafa margir þeirra bent á að óréttlátt sé að böm á skyldunámsstigi séu flokkuð með fuUorðnum. Aðspurð- ur sagðist Hörður ekki hafa saman- burð við önnur Norðurlönd en taldi fargjöldin ekki dýrari hérlendis. Skiptimiðar gilda ekki milli sveitarfélaga Áður en Græna kortið var tekið í notkun giltu skiptimiðar milh Reykjavíkur og Kópavogs. Nú gilda þeir ekki lengur og þeir sem greiða fargjald sitt með miðum eða pen- ingum verða því að borga aukalega milh þessara sveitafélaga. Að sögn Harðar var ákveðið að hafa sam- ræmi milli allra staða og þar sem skiptimiðar hefðu ekki verið notað- ir milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, Garðabæjar og Mosfells- bæjar hefði verið ákveðið að hætta með þá milh Reykjavíkur og Kópa- vogs th samræmis enda ghti Græna kortið á öhum þessum leiðum. Grunnskólar kaupa ekki Græn kort Neytendasíða DV hringdi í nokkra grunnskóla á höfuðborgar- svæðinu og spurðist fyrir um hvort þeir hefðu haft milhgöngu með kaup á Græna kortinu með af- slætti. Kom fram að skólamir væru hverfisskólar og því þyrftu nem- endur ekki á strætisvögnum að halda í og úr skóla. Þegar auka- tímar eru í öðrum hverfum, eins og sund, fá nemendur strætis- vagnamiða afhenta. Hins vegar gætu foeldrafélög skólanna tekið sig saman með kaup á afsláttar- kortum telji þau börnin nota vagn- ana það mikið aö það borgi sig. Ágústa Kristófersdóttir, ritari nemendafélags MH, sagði að magn- kaup á Græna kortinu hefðu komið th tals hjá nemendafélaginu en ákveðið að leggja ekki í þann kostn- að. „Við þorðum eiginlega ekki að taka áhættuna. Okkur þótti líkur á að við sætum uppi með fjölda korta ef okkur tækist ekki að koma þeim út. Rúmlega helmingur nemenda í MH labbar í skólann og notar sjald- an strætó," sagði Ágústa. Hún sagði að töluverður fjöldi nemenda væri á eigin bhum eða á bh foreldra. „Flestir nota aldrei strætó á kvöld- in eða um helgar því þeir hætta að ganga svo snemma.“ Ágústa notar sjálf Græna kortið því hún býr í Arbæjarhverfi. Háskólastúdentar á afslætti í frétt í nýútkomnu Stúdentablaði er sagt frá því að Grænu kortin með afslætti hafi runnið út. Hiá Bóksölu stúdenta fengust þær upp- lýsingar að kortið væri selt á 2.500 krónur th þeirra sem framvísa stúdentaskírteini. Á nemendaskrifstofu Iðnskólans í Reykjavík varð Haraldur Har- aldsson gæslumaður fyrir svörum og sagði hann að enginn í stjórn þar vissi um þessi afsláttarkjör. Hann taldi marga nemendur skól- ans nota strætó daglega og því myndi þessi kostur verða skoðað- ur. Eins og áður sagði geta ahir keypt Græna kortið með afslætti í þessu thtekna magni. Því geta starfs- mannafélög, verkalýðsfélög, fyrir- tæki, skólar og fleiri nýtt þennan kost fyrir starfsmenn og félaga og sparað hverjum einstaklingi aht að 4.800 krónur á ári. -JJ íslenska lyfjabókin í 3. útgáfu - fæst ódýrari ef þeirri gömlu er skilað Nú er komin út þriðja úigáfa ís- lensku lyfjabókarinnar en hún kom síðast út fyrir fjórum árum. Yfir 200 ný lyf hafa bæst við síðan síðast og fjöldi lyfja fahið út og ugplýsingar um önnur breyst. í sérstökum kafla í bókinni er fjallað um nýjungar á lyfjamark- aðnum. Þar eru dregnar saman á einum staö upplýsingar um ýmsar merkar nýjungar sem komið hafa fram síðan bókin kom síðast út. Gamla útgáfa bókarinnar er þannig orðin úrelt og mikhvægt að fólk skipti henni fyrir þá nýju. Það er hægt með því að skila henni í apó- tek og fá nýju útgáfuna með 40% afslætti. Fullu veröi kostar bókin 2.460 krónur. í bókinni er ítarlegur kafh um afgreiðslu lyfja þar sem m.a. eru útskýrðar nýjar reglugerðir um lyf og greiðslur fyrir lyf. Fjahað er um lyfjakort, ókeypis lyf og fleira. Einn kafli er um samheitalyf. Fólk getur ÍSLENSKA LYTJA íslenska lyfjabókin er komin út í 3. sinn. Hún fæst ódýrari i lyfjabúð- um ef þeirri gömlu er skilað. flett upp lyfinu sínu og athugað hvort það er sambærhegt því gamla. * Það er nýmæh í þessari bók að aukaverkunum lyíja er skipt í al- gengar og sjaldgæfar. Þetta er gert th að forðast rughng og gera fólki kleift að átta sig betur á aukaverk- unum. í bókinni eru fróðleikskaflar um ýmsa lyfjaflokka, svo sem svefnlyf, sykursýkislyf, geðlyf og getnaðar- vamarpihur. Nú hafa bæst við kaflar um lyf við háum blóðþrýst- ingi og hjartaöng. Sérstakur kafli er um náttúrumeðul á sama formi og um lyf og getið aukaverkana og fleiri atriða sem fólk veit sjaldnast um. Kafli er um þá lyfjaflokka sem alkohólistum ber að varast að nota. Einnig er fjallað um ferðalög er- lendis með tilhti th sjúkdóma og lyfja, einnig um bólusetningu, bæði fyrir ferðalanga og böm á íslandi. í bókinni er fjallað sérstaklega um hvemig lyf em flokkuð eftir verk- un þeirra á hkamann og það út- skýrt á myndrænan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.