Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992. íþróttir Tekst Phil Jackson, þjálfara Chicago, að vinna þriðja árið i röð? Meistarar Chicago ekki árennilegir Meistaraniir í Chicago eru ektó árennilegir með sama bj.'rjunarlið- ið 4. áriö í röö: Jordan - Paxson - Cartwright - Grant - Pippen. Þeir fá þó örugglega harða keppni og spuraing er hvort breiddin sé nógu mikil. Þeir B.J, Armstrong og Scott WiRiams komu þó mjög sterkir út i fyrra og Rodney McGray á eftir aö styrkja liðiö. Michael Jordan, sem hefur verið stigakóngur NBA- deildarinnar 6 ár 1 röð, stefnir ör- uggiega á að jafna met Wilt Cliam- berlains sem var stigalióngur 7 ár í röð hér á árum áður. Nýir leikmenn: Rodney McCray (Dallas) Trent Tucker (Lakers) Farnir: Bobby Hansen Craig Hodges Cliff Levinston Cleveiand Cavaliers Cleveland sýndi góða takta 1 fyrra og með alla sína bestu menn í lagi gætu þeir gert góða hluti. Mark Price, John „Hot Rod“ WiRiams eru allt stjömuleikmenn og Gerald Wilkins styrkir liðið vel. Þá er Lenny Wilk- ins, þjálfari þeirra, sannferður um að Danny Ferry muni i vetur sýna hvað í honum býr!!! Nýir leikmenn: Gerald Wilkins (New York) Farnir: Enginn Indiana Pacers Það kotn eins og þruma úr heið- skýru lofti þegar Indiana seldi Chuck Person og Mickael Williams til Minnesota í sumar. Reyndar var Chuck Person oft til vandræða en ekki held ég að hlutimír gangi bet- ur með Pooh Richardsson, bak- vörðimi skotglaða, sem þeir fengu í staðinn. Ég er hræddur um að upp úr kunni að sjóða milli hans og Reggie Miller, aðalstjörnu liðsins. Detlef Sciirempf, besti 6. maður deildar- innar 2 sl. ár. stendur alltaf fynr sinu og hoUenski risinn Rik Smits Nýir leikmenn: Sam Mitchell (Minnesota) Pooh Richardson (Minnesota) Malik Sealy (nýliöi) Farnir: Chuck Person (Minnesota) Michaei Williams (Minnesota) Atlanta Hawks Án Dominique Wilkins og Travis Mays misstu þeir naumlega af úr- slitakeppninni í fyrra. Nú eru þeir báðir komnir aftur og ásamt Kevin Willis og Stacey Augmon stefna þeir ótrauðir á úrslitakeppnina aft- ur. Þeir völdu sterkan framherja Adam Keefe nr. 10 í valinu og er almennt reiknað með að hann fari beint í byrjunarlið. Nýir leikmenn: Adam Keefe (nýUði) Farnir: Enginn Charlotte Hornets Þeir voru heppnir í valinu og fengu Alonzo Mourning frá Georgetown háskólaniun. Mourning ef enn einn stjörnumiöherjinn sem keniur frá þeim skóla inn í NBA-deildína. Hinir eru Patrick Ewing og Di- kembe Mutombo sem allir þekkja. John Thompson þjálfari George- town hefur svo sannarlega lag á því að framleiða miðherja!! Það er næsta víst að Charlotte á eftir að gera góöa hluti í vetur með þá Mourning, Larry Johnson og Kendall GiO. Þeir unnu 31 leik í fyrra og eiga örugglega eftir að bæta það í vetur. Ef þeir ná í góðan leikstjórnanda verða þeim allir vegir færir. Nýir leikmenn: Alonzo Mourning (nýliði) Farnir: Enginn Detroit Pistons Nú er hún Snorrabúð stekkur!!! Tvöfaldir meistarar ’89 og ’90 mega nú muna sinn fífil fegurrL Chuck Daley er farinn td New Jersey og Jack McCloskey, hinn snjalli framkvæmdastjóri þeirra til fjölda ára, er farinn til Minnesota. Þá er John Salley farinn og þeir Isiah Thomas og Bill Lainibeer eru ári eldri. Ekki bætir úr skák að Dennis Rodman hefúr ekkert æft með lið- inu vegna óánægju roeð samning sinn. Ron Rothstein þjálfari á erfitt verk fyrir höndum og verður fróð- legt að fylgjast með gangi mála. Nýir leikmenn: Terry Mills (New Jersey) Olden Polymice (Clippers) Farnir: William Bedford (Washington) John Salley (Miami) Milwaukee Bucks í fyrsta sinn í 13 ár komst Mílw- aukee ekki í úrslitakeppnina og sýnt þótti aö breytinga var þörf. Svo sannarlega urðu breytingar. Nýr þjálfarí, Mike Dunleavy frá Lakers tók strax til starfa og árang- urinn var 7 nýir leikmenn!!!! Mesta athygli vakti salan á bak- verðinum snjalla, Jay Humphries, en hann ásamt Aivin Robertson og „gamla brýninu" Moses Malone héldu liðinu á fioti í fyrra. Óhætt mun að fullyrða að þeir eigi enga tnöguleika á úrslitasæti í ár en e.t.v. fer sólin aftur að skína á , Milwaukee á næstu árum!!! Nýir leikmenn: Alaa Abdelnaby (Portland) Anthony Avent (Ítalía) Todd Day (nýliði) Blue Edwards (Utah) j Eríc Murdock (Utah) Lee Mayberry (nýliði) Sam Vincent (Orlando) Farnir: Jeff Grayer (Golden State) . Steve Henson (Utah) Jay Humphries (Utah) Larry Krystkowiak (Utah) Brad Lohavs Spáin: 1. sæti: Chicago 2. sæti: Cleveland 3. sæti: Atlanta 4. sæti: Indiana 5. sæti: Chariotte 6. sæti: Detroit 7. sæti: Milwaukee Einar Bollason NBA-deiIdin í nótt: Portland ósigrað Portland Trail Blazers vann í nótt sinn fimmta sigur í jafnmörg- um leikjum í NBA-deildinm í körfuknattleik, lagöi New York Knicks aö velli í Portland, 109-94. Portland er nú eina ósigraða liðið í defidinni og sigurinn var aldrei í hættu en á tímabili leiddi Portland meö 18 stigum. Cliff Robinson skor- aði 21 stig fyrir Portiand en Patrick Ewing var í aðalhlutverki hjá New York með 28 stig. Seattle tapaði sínum fyrsta leik þegar liðið sótti heim Phoenix í nótt. Hið geysisterka hð Phoenix sigraði, 117-108, og þar var sjálfur Charles Barkley í aðalhlutverki með 20 stig og 12 fráköst. Ljóst er að Portland, Phoenix og Seattle verða öll mjög öflug í vetur og bít- ast um toppsætin í Kyrrahafsriðl- inum. -SV/VS Ingvar spilar á Möltu - tveir íslenskir leikmenn leika þar í vetur deildlnni í sumar. Hann verður ann- Ingvar Ólason, knatt- spymumaöur úr Þrótti í Reykjavík, hefur skrifað undir samning við Senglea Athletic á Möltu og leikur meö liðinu í vetur. Hann er væntan- legur aftur til Þróttara í vor og leikur áfram meö þeim í 2. deildinni. Ingvar er tvítugur sóknarmaður og skoraði sex mörk fyrir Þróttara í 2. ar Islendingurinn sem leikur með Senglea en Guðmundur Baldursson úr Fylki lék með félaginu fyrir nokkrum árum. Það eru því tveir íslenskir leik- menn í knattspyrnunni á Möltu í vetur - Indriöi Einarsson úr Fylki leikur meö Hibernians í úrvalsdeild- inni. Senglea er í 1. deild. -VS Sigurður í f ínu formi Sigurður Bjarnason heldur áfram að gera góða hluti með þýska félag- inu Grosswallstadt í úrvalsdeildinni í handknattleik. Sigurður skoraði 7 mörk fyrir liðið í jafnteílisleik, 28-28, gegn Milbertshofen á sunnudaginn en hann hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með félaginu. „Það leit ekki alltof vel út hjá okk- ur í leiknum. Við vorum fimm mörk- um undir þegar ákveðið var að leika maöur á marm meö þeim árangri að við náðum jöfnu, 28-28, undir lok- in,“ sagði Siguröur Bjamason í sam- tah við DV í gærkvöldi. Grosswallstadt er í 6. sæti en Sig- urður sagði að það gæfi ekki rétta mynd af getu liðsins. „Við höfum verið klaufar og ættum ef allt væri eðlilegt að vera mun ofar.“ -JKS Sigurður Bjarnason hefur leikið vel með Grosswallstadt í Þýskalandi. John Rhodes er vigalegur á þessari myn koma boltanum ofan í körfu andstæóinganr Úrvalsdeildiní Rhodes sl John Rhodes, Bandaríkjamaðurinn snjaUi í liði Hauka, er stigahæsti leikmað- ur úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik eft- ir leiki helgarinnar. Hann gerði 30 stig gegn Tindastóli og hefur því skorað 264 stig í 10 leikjum Hafnarfiarðarliðsins, eöa 26,4 að meðaltali í leik. Guðjón Skúlason, Keflavík, var hæstur fyrir helgina en datt niður í fiórða sætið. Þessir hafa gert flest stigin í deildinni: John Rhodes, Haukum............... 264 Chris Moore, Tindast.............. 254 Franc Booker, Val...................251 Guðjón Skúlason, ÍBK................246 Alex Ermolinskij, Skallagr..........235 Dan Krebs, Grindavík................233 Teitur Öriygsson, Njarðvík..........223 Jonathan Bow, ÍBK...................218 Guðmundur Bragason, Grind..........191 Valur Ingimundarson, Tindast.......181 Pétur Ingvarsson, Haukum...........181 Magnús Matthíasson, Val.............179 Pétur Guðmundsson, UBK..............178 BirgirMikaelsson, Skallagr..........175 Jón A. Ingvarsson, Haukum...........174 Rúnar Guðjónsson, Snæfelli..........166 JóhannesKristbjömss.,Njarðv........161 Guðni Guðnason, KR..................160 Valur með flest stig í einum leik Valur Ingimundarson, Tindastóli, hefur gert flest stig í einum leik í deildinni til þessa. Valur skoraði 46 stig gegn Breiða- bliki. Guðjón Skúlason gerði 45 stig fyrir Keflavík gegn Njarðvík, Bárður Eyþórs- son 45 fyrir Snæfell gegn Grindavík og John Rhodes 40 fyrir Hauka gegn Tinda- stóli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.