Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Halim Al er ekki Tyrkland Trúarofstæki í Tyrklandi kemur íslendingum ein- kennilega fyrir sjónir. Okkar kristni er afar umburðar- lynd og frjálslynd og fer eftir siðareglum vestræns þjóð- skipulags. Svo er ekki um alla kristni eins og við sjáum af deilum kaþólskra og mótmælenda á Norður-írlandi. Það er skammur vegur frá mótmælatrúarklerkinum Ian Paisly í Belfast til æpandi trúarlýðs fyrir utan dóm- hús í Istanbul. Hvorir tveggja ákalla guð sinn í mynd gamla testamentisins og biðja um ill örlög vantrúar- hunda. Hefðbundnar siðareglur koma þar hvergi nærri. Ofsatrúarmenn skeyta því engu, þótt þeirra maður hafi brotið lög með því að ræna bömum. Þeir telja höfuð- atriði málsins vera, að þeirra maður sé rétttrúaður, en hinn íslenzki mótaðili sé vantrúarhundur. Og þeir hafa hingað til náð sínu fram með frekju og yfirgangi. Ekki má dæma Tyrkland í heild eftir framferði og árangri minnihlutahóps. Tyrkland er mjög flókið fyrir- bæri á mörkum hins vestræna og hins íslamska heims, á mörkum nútíma og miðalda. Þar togast á miklu fjöl- breyttari þjóðfélagsöfl en við þekkjum hér á landi. Tyrkland er arftaki heimsveldis, sem var grísk-krist- ið fyrir rúmlega fimm öldum og íslamskt fyrir tæpri öld. Þar voru engar vestrænar lýðræðishefðir, þegar soldáninum var rutt úr vegi fyrir sjö áratugum. Menn höfðu mann fram af manni verið þegnar, ekki borgarar. Með handafli var reynt að gera Tyrki vestræna. Tek- ið var upp latneskt stafróf, skilið milli ríkis og kirkju, mönnum bannað að ganga með fez á höfði, svo að nokk- ur dæmi séu nefnd. Komið var á fót vestrænum lýðræð- isstofnunum samkvæmt vestrænni stjórnarskrá. í stórum dráttum hefur þetta tekizt vonum framar. Tyrkir kjósa í lýðræðislegum kosningum og stjórnmála- flokkar skiptast á um að fara með völd. Þeir sækjast eftir aðild að stofnunum Evrópu um leið og þeir telja sig geta verið brú frá framförum vesturs til íslams. Mannréttindi hafa ekki fylgt nógu vel eftir þessari vestrænu byltingu. Meðferð fólks í fangelsum er sums staðar enn af austrænum toga. Og stjórnvöldum hefur gersamlega mistekizt að gera Kúrda og Armeníumenn að gildum og sáttum borgurum í samfélaginu. Það er fyrst og fremst vegna hinnar inngrónu and- stöðu við innleiðingu vestrænna mannréttinda, að Tyrk- land hefur ekki verið viðurkennt í evrópsku samfélagi. Atburðir í bamsránsmáli Halims Als eru ekki til þess fallnir að fá Evrópu til að telja Tyrkland vera evrópskt. Ekki er öll nótt úti í barnsránsmálinu, þótt einstakur héraðsdómari í Istanbul bijóti lög og stjórnarskrá til að dæma trúarofsafólki í hag. Hæstiréttur Tyrklands í Ankara hefur miklu betra orð á sér og reynir miklu frekar að fara eftir hinum vestræna bókstaf laganna. Ástæða er líka til að taka eftir, að öll útbreiddustu dagblöðin í Tyrklandi hafa sagt satt og rétt frá máli þessu og að margir einstaklingar hafa lagt lykkju á leið sína til að styðja þann málstað, sem fluttur var af ís- lenzkri hálfu í máli barnaræningjans Halims Als. Flestir Tyrkir eru eins og fólk er flest. Þeir eru þægi- legir í samskiptum og koma vel fram við útlendinga. Skammbyssugengið umhverfis bamaræningjann er ekki dæmigert fyrir Tyrki. Það er bara dæmi um að lýðræðisbylting með handafli skilar ekki fullum árangri. Trúarofstæki er hins vegar eitt versta fyrirbæri mannkyns. Það einkennir ekki Tyrki og það er til víðar en í löndum íslams, þar á meðal miklu nær okkur. Jónas Kristjánsson Enginn snjóruðningur, engar brýr, innlend orka. Svifnökkvarnir fljóta á loftpúða. Þróun sam- gangna á íslandi Mun þróun byggöar í landinu, óhjákvæmileg þétting byggðar á komandi árum, leiöa til fækkunar hafna og fækkunar flugvalla en jafnframt öflugra vegakerfis? Þetta var meðal margra spurninga sem vöknuðu á ráðstefnu byggingar- verkfræðinga um samgöngur í for- tíð, nútíð og framtíð á Loftleiðahót- elinu um daginn. Ráðstefnan var haidin í tilefni af 80 ára afmæh Verkfræðingafélags íslands. Til þess að gera vitlega áætlun um framkvæmdir í samgöngumál- um þurfa menn að vita hvemig þeir vilja að byggð þróist. Slík mótun byggðastefnu er því lykilatriði á þessu sviði sem og svo mörgum öðram. Stefni menn að ákveðinni þróun byggðar er ljóst hvaða samgöngur þarf að efla og forgangsröðun verð- ur auðveldari. Þróun byggðar-samgöngur Af byggðastefnu hlýtur að leiða samgöngustefna en ekki öfugt. Sé stefnan ekki skýr er hætta á óskipulögðum og röngum fram- kvæmdum í samgöngumálum. Sumir nefna dæmi flugvöllinn í Stykkishólmi en áætlunarflug hef- ur lagst af til Stykkishólms og Blönduóss. Aðrir nefna „loönufé" til Blöndu- óss o.s.frv. En samgönguþættirnir hafa líka áhrif hver á annan. Þannig hefur endurbætt vegakerfi mikil áhrif á flugsamgöngur. T.d. er tahð að áætlunarflugvöllum muni fækka með aukinni jarðgangagerð. Flugmálastjóri taldi líklega þró- un að færri flugveliir mundu í framtíðinni þjóna stærri svæðum. Meira yrði um notkun minni flug- véla og ferðir tíðari. Vöruflutning- ar í flugi mundu minnka og fjár- hagsleg afkoma flugrekenda væri áhyggjuefni. Aðstoðarvegamálastjóri lýsti at- hyglisverðum áfongum í vegagerð. Fyrst að byggja vegi til að komast á leiðarenda, síðan að byggja þá upp úr snjónum og síðan bundið shtlag. Jarðgöng og fjarðaþveranir, umferöarmannvirki á höfuðborg- arsvæðinu og hálendisvegir. Stærstu umferðarmannvirki í aug- sýn eru hklega gatnamót Suður- landsvegar og Vesturlandsvegar viö Grafarholt og gatnamót Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. Jón Birgir upplýsti að nú þyrfti um 70-100 mihjarða króna til þess KjaHarinn Guðmundur G. Þórarinsson varaformaður Verkfræðinga féiags íslands að koma vegakerfinu í „æskilega stöðu“ en fjárveiting er um 3 millj- arðar á ári og svo geta menn reikn- aö. 25-30 ár líklega. Jón Birgir taldi að hálendisvegur mundi kosta um 2,5 miUjarða króna, þ.e. 6,5 m breiður vegur með klæðingu. Trausti Valsson, sá mikli hug- myndasmiður, ræddi ítarlega um hálendisvegi og vildi byrja á því að gera þá ódýrari, ýta upp sandinum. Vandi einkavæðingar Fram kom að vegir hafa mikil áhrif á hafnir líka. Brúin yflr Ölf- usárósa hefur leitt til þess að hafn- irnar á Eyrarbakka og Stokkseyri eru ekki notaðar en starfsemin hefur verið flutt tfl Þorlákshafnar. Hafnirnar eru líklega of margar. Forstöðumaður tæknisviðs Vita- og hafnamálastofnunar taldi að þróunin yrði meir í átt að hreinum flutningahöfnum, hreinum fiski- höfnum og hreinum smábátahöfn- um. Framkvæmdastjóri verktaka- sambandsins gerði einkavæðingu í samgöngukerfmu mjög að umtals- efni. Hann nefndi tvöföldun Reykjanesbrautar og göng undir Hvalfjörð. Ermarsundsgöngin miklu eru dæmi um einkavæðingu í ganga- gerö. Hvalfjarðargöngin eru taUn munu kosta um 4,7 milljarða króna. Vandi einkavæðingar er að menn þurfa helst að eiga annan kost en vegaskattinn, þ.e. möguleika á ann- arri leið. Erfitt er að segja Reyknesingum að þeir verði að greiða vegaskatt til þess að komast heim og eigi ekki kost á annarri leið. Vegagerðin taldi reyndar að mest áríðandi framkvæmdih í vegakerf- inu væri tvöföldun Reykjanes- brautar milli Breiðholts og Hafnar- fjarðar. Líklega erfitt að koma við einkavæðingu og veggjaldi þar. Þjóðhagsleg hagkvæmni er atriði sem meira þarf að gefa gaum við röðun framkvæmda. Snjólfur Ólafsson dósent ræddi kostnaöar og nytjagreiningu og sýndi meðal annars reikninga sem gerðir voru á hagkvæmni Borgar- ijarðarbrúarinnar á sínum tíma. í þessu efni eru mörg atriði sem pen- ingalegi kvarðinn nær ekki til. Samgönguráðherra tók virkan þátt í umræðum í annríki sínu og því umsáturskerfi sem ráðherrar búa við. Voru menn að vonum mjög ánægðir með hans þátt. Framtíðin Margir telja að olíubirgðir verði á þrotum í heiminum á seinni hluta næstu aidar. Þar kemur að bensín- verð mun hækka mjög og umhverf- isáhrif verða æ skaðvænlegri. íslendingar veröa að leita leiða til þess að nýta innlenda orku í samgöngukerfmu, rafvæða sam- göngukerfið. Á ráðstefnunni varpaði Rafagna- tækni hf. fram hugmyndinni um rafdrifna svifnökkva með hhðar- braut sem þjóta beint yfir hálendið. Rök voru nefnd: ekkert vegasht, engin hálka, engin snjóruöningur, engar brýr, innlend orka. Svifnökkvamir fljóta á loftpúða. Guðmundur G. Þórarinsson „Islendingar verða að leita leiða til þess að nýta innlenda orku 1 samgöngukerf- inu, rafvæða samgöngukerfið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.