Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992. 15 Hindran eða krafa um meiri gæði Fríverslunarsamningur EB og EFTA frá 1972 átti að tryggja frelsi í vöruviðskiptum milli þessara markaðssvæöa. Ýmsar innlendar reglur, sem þjóðir settu sér til vemdar mörkuðum sínum, komu í veg fyrir það. Með samningnum um evrópskt efnahagssvæði verður reglím sú að vara, löglega fram- leidd og markaðssett í einu landi, verður ekki útilokuð frá markaðs- setningu í öðru landi vegna inn- lendra reglna. Sameiginlegar ör- yggisreglur munu þó gilda á öllum markaðnum. Sá á kvölina sem á völina Ýmsum finnst það ekki árenni- legt að þurfa að beygja sig undir reglur um staðla og prófanir og verða að samræma sína fram- leiðslu og þjónustu þeim reglum. Það er í þessu sem öðra, sá á kvöl- ina sem á völina. Ef framleiðendur ætla að standast samanburð við keppinauta sína þarf að votta gæði vörunnar eða þjónstunnar. Keppinautamir verða hér á inn- lenda markaðnum, þeir verða á okkar útflutningsmörkuðum. Sjálfsagt má finna kaupendur og markaöi þar sem ekki eru gerðar miklar gæðakröfur og það er ákvörðun út af fyrir sig að velja slíka markaði en þá er verðiö í sam- KjaUarinn María E. Ingvadóttir deildarstjóri utanlandsdeildar Útflutningsráðs íslands ræmi við gæöin. Staðreyndin er hins vegar sú að fyrir utan okkar heimamarkað eru önnur Evrópulönd okkar stærsta viðskiptasvæði. Á síðasta ári komu 74,4% okkar útflutningstekna frá ríkjum sem verða innan EES- svæðisins eða rúmir 68 milljarðar. Fyrstu sex mánuði þessa árs var þetta hlutfall 77,5%. Það er að segja, um þrír fjórðu okkar útflutnings fara til þessara landa. Þar fyrir utan er stór hluti 12,4 milljarða gjaldeyristekna okkar af erlendum ferðamönnum kominn til vegna ferðamanna frá þessu sama svæði. Annars staðar frá? Við gætum tekið þá ákvörðun að standa utan samnings um evrópskt efnahagssvæði. Það breytir því ekki að þrír fjórðu okkar viðskipta- sambanda eru á þessu svæði. Sam- keppnisstaöa okkar mundi versna. Tollar mundu ekki lækka á okkar „Við gætum tekið þá ákvörðun að standa utan samnings um evrópskt efnahagssvæði. Það breytir því ekki að þrír fjórðu okkar viðskiptasambanda eru á þessu svæði. Samkeppnisaðstaða okkar mundi versna.“ „Þar er að finna rika hefð fyrir fiskneyslu og fiskvinnslu," segir María meðal annars í greininni um Evrópska efnahagssvæðið. útflutningsafurðum. Þeir mundu ekki lækka á aöfongum, svo sem hráefni til iðnaðar, eins og verður hjá aðildarríkjunum, og við mund- um keppa við hærra hráefnisverð til okkar iðnframleiðslu. Þá má spyrja: Getum við ekki keypt hráefni annars staðar frá? Auðvitað getum við það en það er ekki tilviljun sem ræður því hvar verslað er. Þeir sem kaupa inn frá Evrópu í dag telja sig væntanlega hafa fundið þar hagstæðustu við- skiptakjörin þannig að óvist er hvort hráefnisverð flnnst betra ut- an svæðisins. Dýrmæt reynsla Þetta stærsta viðskiptasvæði okkar er áhugavert af ýmsum ástæðum. Þar býr um 361 milljón manna og þar eru um 137 milljónir heimila. Þar er að finna ríka hefð fyrir fiskneyslu og fiskvinnslu. Menning og lifnaðarhættir eru okkur hvorki framandi né ókunnir. Menntun okkar og tækniþekking stenst fullkomlega samkeppni á þessu svæði. Flutningaleiðir eru auðveldar. Við höfum nú þegar afi- að mikilvægra viðskiptatengsla og dýrmætrar reynslu af viðskiptum á svæðinu. Við gerum okkur grein fyrir því að kröfum um vottun og prófun eru kröfur um meiri gæði. Þau gæði nást um leið og varan, eða þjónust- an, hefur öðlast viðurkenningu sem gæðavara og þar með veröur hún samkeppnisfær, ekki aðeins á Evrópumarkaði heldur einnig á öðrum mörkuðum þar sem gerðar eru kröfur um heilbrigði og öryggi. María E. Ingvadóttir Fríverslunarsamning eða framtíð í fríríki Hvað höfum við íslendingar lært á þúsund ára búsetu í landi okkar? Ýmislegt gæti bent til að nú á dög- um byggju hér mestanpart innflytj- endur sem væru smám saman að kynnast aðstæðum og möguleikum sem landið býður upp á. Tilraunir, sem gerðar hafa verið til að koma landinu á „framfæri" og kostaðar eru af skattfé borgaranna, hafa flestar brugðist. Aðeins fiskimiðin hafa reynst haldbær til varanlegr- ar framfærslu. Vatnsaflið til raf- orkuframleiðslu og gjaldeyris- öflunar bíður enn að mestu ónotað. Flestar hugmyndir um arðskap- andi framkvæmdir úr jarðhita og um nýiðnað á tæknisviði hafa dag- aö uppi. - Þó liggur landið í alfara- leið milh fjölmennra heimsbyggða. í leit að samningum Og nú líður að aldamótum. Fyrir- sjáanlegt er að ekki verður þá orð- in sú gjörbylting á atvinnuháttum sem margir væntu að myndu skapa landsmönnum ný og fleiri störf og fullvissu um að hér mætti búa við bestu kjör, svo sem flestir lands- menn hafa gert undanfama ára- tugi. - Þess vegna hefur starfstími heilu ríkisstjómanna hér að veru- legu leyti verið bundinn við það verkefni að leita eftir samningum við aðrar þjóðir og alþjóðleg fyrir- tæki sem kynnu að vilja líta með veMþa til hugsaniegs samstarfs við okkur íslendinga á sviði út- flutnings eða úrvinnslu þeirra auðæfa sem hér bjóðast, sjávarafla og vatnsafls. Einstaklingar hafa ekki legið á liði sínu en þar er við ramman reip að draga því erlend fyrirtæki sjá ekki viðlíka tryggingu í samvinnu við fjárvana einstakhnga og ríkis- sfjóm þjóðar. Og því er svo komið nú að við íslendingar eigum fárra kosta völ þegar um samningaum- leitanir um atvinnusköpun er að ræða. Samningur íslendinga um Evrópska efnahagssvæðið er ein- Kjallarinn Geir R. Andersen blaðamaður mitt afsprengi þessara vandkvæða. Verði ekki af honum einhverra hluta vegna er okkur nauðugur einn kostur að leita viðskiptasamn- inga annars staðar þar sem jafn- ræði er um markaði með hinu evr- ópska svæði. í báðar áttir? Stundum hefur skotið upp þeirri framtíðarsýn að á íslandi sjálfu verði fríverslunarsvæði þar sem þjóðir beggja vegna hafsins njóti þeirra „forréttinda" að koma með vaming sinn eða framleiðslustarf- semi og umskipa henni síðan til útflutnings. Þessi hugmynd er ekki ný og enn er unnið að athugunum á henni. Hefði þessi hugmynd verið raun- hæf, svo oft sem hún hefur verið reifuð, jafnvel af ráðamönnum sem framkvæmdamönnum í atvinnulíf- inu, væri hún líklega í höfn fyrir löngu. Fyrir mörgum árum könn- uðu japanskir aðilar hvort arðvæn- legt væri að setja hér upp samsetn- ingarverksmiðju fyrir bíla. Niður- staðan var sú að það var ekki fýsi- legur kostur. Kom þar margt tíl, bæði andstaða hér á landi gegn starfseminni sjálfri og kostnaður reyndist of mikih. Sannleikurinn er sá að það er ekki nóg að hta th flugvallar sem flutningshafnar, aðstöðu fyrir stór flutningaskip þarf einnig til þess að fríhafnarsvæði verði kahað því nafni. Það verður því að telja vafa- samt að við íslendingar eigum eftir að sjá framtíðina í fríríki líkt og gerist með öðrum þjóðum sem hafa verulegar tekjur af því formi við- skipta. Margir vhja þó ekki gefa hugmyndina upp á bátinn og sjáif- sagt er rétt að afskrifa ekkert í þeim efnum. Hvað gerir Clinton-stjórnin? Við erum þó engan veginn einir í heiminum og th era fleiri en eitt viðskiptabandalag. Fríverslunar- samningur er nýgerður milh Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Þar er um að ræða markað á svæði sem byggja hundruð mhljóna manna og ekki síður verðmætur en sá sem Evrópumenn ráða yfir. Sá er hér ritar hefur þráfaldlega ýjað að þessum markaði og með fyrirspumum á fundum þar sem . .við Islendingar munum ekki una því til lengdar að búa einir og afskiptir án viðtekinna viðskiptasamninga við þau stóru markaðssvæði sem verða beggja vegna hafsins.“ „Hve góð sambönd hafa íslenskir ráðherrar við væntanlega ráðamenn i Clinton-stjórninnni nýju?“ - Nýkjörnir ræðast við - Al Gore varafor- seti og Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna. stjórnmálamenn hafa setið fyrir svörum hefur verið spurt hvort þessi möguleiki hafi ekki verið ræddur. Fátt hefur orðið um svör en þó ekki örgrannt um að nokkrir stjórnmálamenn hafi tahð þennan vesturálfumarkað sem eins konar varaskeifu en til síðari tíma um- ræðu. Svörin hafa þó lengst af verið á þá leið að þetta mál aht, fríverslun- arsamningur við Bandaríkin, væri shkt stórmál og umsvifamikið að það tæki langan tíma áður en nokk- uð raunhæft gerðist. Það þykir undirrituðum þó lin speki. Hefði því fremur átt að kanna máhð jafn- hhða og miklu fyrr. - En nú hefur kviknað ljós hjá nokkrum ráðherr- um í núverandi ríkisstjóm um að láta reyna á viðræður um hugsan- lega aðhd okkar íslendinga að þess- um samningi. Spumingin er því þessi fyrir okk- ur íslendinga: Hve góð sambönd hafa íslenskir ráðherrar við vænt- anlega ráðamenn í Clinton-stjórn- inni nýju? Tveir íslenskir stjórnmálamenn, sem báðir kaha sig demókrata, að bandarískum sið fóm á flokksþing demókrata í Bandaríkjunum sl. sumar. Á slíkum samkomum tak- ast oft góð kynni og þannig gerast nú einmitt kaupin á „eyri stjóm- málanna“. En hver veit nema þar hafi fríverslunarsamning borið á góma? Og var ekki veðjað á Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna á þessari samkomu? - Reikna verð- ur með að menn í stjórnmálum sjái lengra nefi sínu. Og kannski mun utanríkisráöherra nú kanna orð- heldni flokksbræðra sinna á þing- inu góða, hafi honum auðnast aö nefna orðið „fríverslunarsamning- ur“ og bæða orðinu „ísland" aftan við. Víst er hins vegar um það að við íslendingar munum ekki una því til lengdar að búa einir og afskiptir án viðtekinna viðskiptasamninga við þau stóru markaðssvæði sem verða beggja vegna hafsins. Hvort sem hann verður í Evrópu eða í Ameríku má einu ghda. Fríversl- unarsamningur við Bandaríkin er þó vænlegri kostur fyrir okkur ís- lendinga. - Hvort stjómmálamenn telja framtíð í fríríki mikhvægari fríverslunarsamningi mun koma í ljós á ahra næstu mánuðum. Geir R. Andersen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.