Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992. 9 DV Færeylngar kunna vel að meta nýtilkomna áfengisútsölu: Hópferðir fólks úr eyjunum í „ríkið“ - áfengisverð 1 Færeyjum mun hagstæðara en á íslandi Verð á áfengi tsl. krónur- 2.080 2.300 1.358 1.700 ISIII B r © n n i v í n | Færeyjar U ísland 1.590 727 ■ Smirnoff Algengt r a u ö v í n Jens Dalsgaard, DV, Pæreyjum; Greinilegt er aö fólk hér í Færeyj- um hefur veriö oröið langþreytt á að bíöa eftir opnun áfengisútsölu því nú má daglega sjá langar biðraðir viö eina „ríki“ eyjanna í Þórshöfn. í fyrstu var taliö að ekki þyrfti að hafa opið nema frá tvö til sex eftir hádegi en nú er ákveðið að lengja opnunartímann og hefja sölu þegar klukkan tíu aö morgni. Áhuginn er mikill því svo virðist sem fólk komi í hópferðum úr nálæg- um eyjum til Þórshafnar til að standa í biðröðinni við Rúsdrekkasölu landsins eins og færeyska „ríkið“ heitir fullu nafni. Úr Suðurey er tveggja tíma sigling hvora leið með feiju til Þórshafnar en fólk lætur það ekki á sig fá og eyðir lunganum úr deginum til að kaupa góðgætið. Til stóð að opna útsölu í Klakksvík á Borðey eftir áramótin en opnun- inni verður flýtt þannig að farið verður að selja áfengi á staðnum þegar fyrir jól. Landstjórnin hefur uppgötvað að áfengissalan er helsta tekjulindin sem von er um að gefi eitthvað í aðra hönd í kreppunni. „Rikið" hefur þeg- ar skilað milljónum í landskassann þrátt fyrir að verðlag sé ekki hátt miðað við það sem gerist t.d. á ís- landi. Verð á algengum tegundum er í mörgum tilvikum þriðjungi lægra en á íslandi og í sumum tilvikum munar allt að helmingi. T.d. er flaska af ís- lensku brennivíni ríflega 700 íslensk- um krónum ódýrari í Færeyjum en á íslandi. Færeyska „ríkið“ líkist mjög þvi íslenska nema hér er af- greitt yfir borð eins og gert var á ís- landi. Færeyingum þykir merkilegt hvað þeir komast sjaldan í heimsfréttim- ar. Það tókst þó þegar ríkið var opn- að því þá fluttu allar helstu frétta- stofur af því tíðindi. Fjárhagsvand- ræði Færeyinga hafa hins vegar ekki vakið athygli umheimsins nema í htlum mæli. Útlönd Breska konungsfjölskyldan á manna sem hafa breytt henni i ekki sjö dagana sæla um þessar skemmtigarð fyrir ferðamenn. Óp- mundir. Það er ekki nóg með að eran er unnin upp úr óperettunni dagblöð séu uppfull af fréttum um um Idu prinsessu efUr Gilbert og hjónabandsörðugleika í Bucking- Sullivan. ham, heldur er fjölskyldan einnig Kvikmyndaleikstjórinn um- orðin efhiviöur í gamanóperu sem deildi, Ken Russell, á heiðurinn af veriö er að sýna steinsnar frá kon- uppfærslunni í Ensku þjóðaróper- ungshöllitmi. unni og þar veltir hann konungs- Óperan, sem hér um ræðir, gerist fjölskyldunni og Japönum upp úr árið 2002 og Buckinghamhöll er nöpruháði. komin í eigu japanskra kaupsýsiu- Reuter AMERÍSK VERSLUN Húsgagnahöllinni með húsgögn frá: Komdu og sjáðu þessi glæsilegu amerísku húsgögn - sófasett - borðstofusett - skenkar - hjónarúm - veggskápar - hægindastólar ofl. Broyhill USA Serta Lazy-boy | Stantey Industries I IOIíIíIIM SÍMINN HJÁ OKKUR ER 91-68 11 99 KERTAÞRÆÐIR ípassandi settum. Leiðari úr stálblöndu. Sterkur og þolir að leggjast í kröppum beygjum. Við- nám aðeins 1/10 af viðnámi koiþráða. Margföld neistagæði. Kápa sem deyfir truflandi rafbylgjur. SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-81 47 88 Heiðursborgarstjóri Lundúna og John Major, forsætisráðherra Bretlands, í veislu borgarstjórans i gær þar sem Major ávarpaði kaupsýslumenn. Símamynd Reuter Tvö misheppnuð sprengjutilræði ERA: Stórhert gæsla um John Major Breska lögreglan herti mjög aUa öryggisgæslu um John Major forsæt- isráöherra í gær eftir að írska lýð- veldishemum, IRA, mistókst aö sprengja tvær stórar sprengjur í Lundúnum. Götum á eins ferkílómetra svæöi umhverfis Guildhall i hjarta fjár- málahverfis Lundúna var lokað á meðan Major flutti ræðu yfir kaup- sýslumönnum og erlendum sendi- mönnum 1 árlegri veislu heiðurs- borgarstjórans. „Auðvitað eru þetta ekki eðlilegar öryggisráðstafanir," sagði einn lög- regluþjónninn við innganginn í Gu- ildhall. „En það er heldur ekki eðli- legt að fólk reyni að sprengja eins tonns sprengjur." Lögreglan gerði eins tonns sprengju óvirka á sunnudag við hæsta turn Bretlands í austurhluta Lundúna. Önnur eins tonns sprengja fannst líka á laugardag í norðurhluta borgarinnar. írski lýðveldisherinn, sem berst gegn breskum yfirráðum á Norður- Irlandi, viðurkenndi í gær að hafa átt báðar sprengjurnar og sagði að þaö hefði aðeins verið „hrein óheppni" að þær sprungu ekki. IRA varaði lögregluna við því að sprengjuherferð samtakanna mundi halda áfram þótt þessar tvær tilraun- ir hefðu mistekist. Reuter þér í góðu formi með lýsisfjölskyldunni. VÍTAMÍNLÁGT LÝSI -nýr heilsugjafi í lýsisfjölskyldunni Lýsisfjölskyldan heilsar vetrinum með því að kynna nýjung sem margir hafa beðið eftir: Vítamínlágt lýsi sem er ætlað þeim sem af sérstökum ástæðum vilja bæta við daglegan skammt sinn af fjölómettuðum fitu- sýrum án þess að auka inntöku A og D vítamína. Lengi hefur verið vitað að lýsi er mjög auðugt að fjölómettuðum fitusýrum. Vísindarannsóknir síðustu ára hafa leitt í Ijós að tvær þessara fitusýra, EPA og DHA, minnka líkurnar á kransæða- sjúkdómum, draga úr hættunni á blóðtappamyndun og vinna gegn æða- kölkun. Þá hefur reynslan sýnt að neysla þessara fjölómettuðu fitusýra í lýsi dregur úr bólgu og sársauka í liðum. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91-28777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.