Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1992, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1992.
27
dv Fjölmiðlar
Manudagar
eru sjón-
varpskvöld
í gasrkvöldi luku göngu sinni
úrvals sjónvarpsþættir frá Bret-
landi sem heita Ráö undir rifi
hverju (Jeeves and Wooster III).
Þeir eru alveg óborganlegir félag-
amir og víst er að áhorfendur
munu sakna þeirra. Þættimir
voru aðeins sex talsins en von-
andi hafa fleiri verið framleiddir
x svo hægt sé aö njóta þeirra áfram
í fVamtlðinni.
Vandaðir breskir skemmtiþætt-
ir eru jafnan meðal þess besta
sem sjónvarpsstöðvamar geta
boðið upp á en því miður er ekki
allt efni, sem frá því landi kemur,
jafn vandað. Gott dæmi um af-
spymulélegan breskan
„skemmtiþátt" er þátturinn Sá
stóri (The Big one) sem sýndur
hefur verið undanfariö á Stöð 2 á
föstudagskvöldum. Föstudags-
kvöldin em þau kvöld sem hvað
mest er horft á sjónvarp og að
bjóöa sjónvarpsáhorfendum upp
á svo lélegan þátt á þvi kvöldi er
ekki til fyrirmyndar.
Mánudagskvöldin hafa lengi
veriö miklu skemmtilegri fyrir
sjónvarpsáhorfendur heldur en
föstudagskvöldin. í gær hóf til
dæmis göngu sína teiknimynda-
syrpan Skriðdýrin (Rugrats) frá
sömu höfundum og gerðu þætt-
ina um Simpson-fjölskylduna.
Þaö er stórgóður þáttur sem
eflaust á eftir að öölast marga
aðdáendur.
Á Stöð 2 var einnig ágætis dag-
skrá í gærkvöldi, Saga MGM-
kvikmyndaversins er míög fróð-
legur þáttur og kvikmyndin
Hroki og hömlulausir hleypidóm-
ar með Brian Dennehy var ágæt-
is skemmtun.
ísak örn Sigurósson
Andlát
Kristinn Bjarnason, Kjartansgötu 4,
Reykjavík, er látinn.
Ásgerður Einarsdóttir, Neðstutröð
2, Kópavogi, lést í Landspítalanum
laugardaginn 14. nóvember.
Bergþóra Þórðardóttir frá Patreks-
firði, Vesturgötu 55, Reykjavík, lést
í Borgarspítalanum að morgni 15.
nóvember.
Sigurður Guðmundsson, Nausta-
hlein 8, Garðabæ, lést á heimili sínu
sunnudaginnn 15. nóvember.
Jardarfarir
Margrét G. Viggósdóttir, Austur-
brún 6, Reykjavík, sem lést 8. nóv-
ember, verður jarðsungin frá Ás-
kirkju miðvikudaginn 18. nóvember
kl. 15.
Íris Brynjólfsdóttir, Laugarnestanga
9 B, verður jarðsungin frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfírði í dag, þriðjudaginn
17. nóvember, kl. 15.00.
Sigmundur Kristján Guðmundsson
frá Gelti, Súgandafirði, Ásbúð 82,
Garðabæ, verður jarösunginn frá
Garðakirkju, Álftanesi, miðvikudag-
inn 18. nóvember kl. 13.30.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og
0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími
11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 15500,
slökkviliö sími 12222 og sjúkrabifreið
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími
11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið
sími 22222.
(safjörður: Slökkviliö sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna
í Reykjavík 13. nóv. til 19. nóv., að báðum
dögum meðtöldum, verður í Apóteki
Austurbæjar, Háteigsvegi 1, sími
621044. Auk þess verður varsla í Breið-
holtsapóteki, Álfabakka 12, sími 73390,
kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á
laugardag.
Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn-
ar í síma 18888. •
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fostudaga kl. 9-18.30 og iaugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga til fimmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opið fóstudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og til skiptis annan hvem helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamames, sími 11000,
Hafnarfjörður, sími 51100,
Keflavík, sími 12222,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, simi 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miövikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuöum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi-
móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími
620064.
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna i
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavársla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heimsóknartími
Landakotsspitali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla
daga kl. 15-16.30
Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga
og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartimi.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspitalans Vífilsstaða-
deild: Heimsóknartími: Sunnudaga kl.
15.30- 17.
Vísir fyrir 50 árum
Þriðjudagur 17. nóvember
Reykjavíkurbær á að stuðla að stofn-
un nýtísku fiskbúða.
Fiskvagnarnir eiga að hverfa af
götum og torgum bæjarins.
__________Spakmæli___________
Þar sem hugur og hönd starfa ekki
saman verður engin list.
Leonardo da Vinci
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst
alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og
um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs-
ingar í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-fóstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir böm:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Einars Jónssonar er opiö
alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga kl. 11-16.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud.
kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kafft-
stofan opin á sama tima.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn Islands er opið alla daga
nema mánudaga 14-18.
J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó-
og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S.
814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn Islands. Opið þriðjud.,
fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamames, sími 686230.
Akureyri, sími 11390.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjöröur, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 27311,
Seltjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavik sími 621180.
Seltjamames, sími 27311.
Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfjörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, simi
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og L öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
Tilkynningar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10,
Rvík., sími 23266.
Liflinan, Kristileg símaþjónusta. Sími
91-676111 allan sólarhringinn.
Stjömuspá
Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 18. nóvember.
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Þú hefur mikið að gera og mátt búast við óvaentum uppákomum.
Þú færð ekki tækifæri til að slaka á fyrr en í kvöld.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Það er mikilvægt að hafa sem best áhrif á fólk til að ná góðum
árangri. Nýttu þér tækifæri í félagslífmu.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Þú hefur heppnina með þér. Það verða einhverjar breytingar þér
í hag. Leitaðu ráða hjá reynsluríkara fólki varðandi það sem þú
þekkir ekki.
Nautið (20. apríl-20. mai):
Þeir ná góðum árangri í dag sem ana ekki út í neitt óhugsað.
Einbeittu þér að því að leysa vandamálin. Happatölur eru 11, 22
og 36.
Tviburarnir (21. maí-21. júní):
Það er ekkert sjálfgefið. Gefðu þér því tima til að fara vel yfir það
sem þú ert að gera áður en þú framkvæmir. Kvöldið verður besti
hluti dagsins.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Gerðu ráð fyrir að þurfa að hlaupa úr einu í annað. Reyndu þó
að gefa þér tíma í fjárhagsáætlanir. Happatölur eru 6,19 og 32.
Ljóniö (23. júlí-22. ágúst):
Hlutimir breytast með nýju fólki hvort sem það er við leik eða
starf. Vertu á varðbergi gagnvart nýjungum þvi breytingar geta
valdið vandræðum.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Ef þú ætlar að taka þátt í einhverju máttu búast við að lenda í
samkeppni. Vertu opinn fyrir nýjungum, þú getur hagnast á sam-
böndum þínum við aðra.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Nýttu daginn til hagnýtra mála sem þú hefur á þinni könnu. Þú
gætir hagnast á breytingum sem koma óvænt upp á.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Þú hefur úr mörgu að velja. Nýttu þér orku þína og ákafa til að
klára eitthvað sem krefst einbeitingar þinnar.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Fjölskyldu- og heimilislífið ætti að hafa forgang í dag. Breytingar
kreQast skjótra úrlausna.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Þú hefur úr óvenjulega mörgum tækifærum að velja. Vertu viss
um að allir viti um breytingar sem geta orðið á heimilislííinu.