Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. Svipmyndin Hver var maöurinn? Sá sem svipmyndin er af lét sig dreyma um að verða stjarna á Bro- adway. Hann hafði hæíileika en átti enga peninga. En kostnaður við að setja upp söngleik yrði ekki und- ir 100.000 dölum. Af tilviljun hitti hann fjárfestifrá New Jersey. Hann var reiðubúinn að leggja fram 25.000 dali. En hann setti eitt skilyrði. Ástkona hans, Ginny, yrði að fá að dansa í söng- leiknum. Sá sem hér er lýst féllst á það. Hann neyddist til að nota leiktjöld sem hentuðu ekki vel. Og það var ekki sérstaklega vandað til nótna- bókarinnar. Á allan hátt var reynt að spara peninga. Söngleiknum var gefiö nafnið „I’U Sáy She Is!“ Æfingar hófust. Og eftir viku kom fjárfestirinn með Ginny. Hún var lagleg en kunni ekki að dansa. Hún gat ekki náð einföldustu spor- um. Fjárfestinum einum fannst hún standa sig vel. Velgengni... og hrunið mikla Frumsýningin gekk vel. Ginny tók ekki þátt í henni. Einhver að- standenda söngleiksins hafði gefið henni lyf sem svæfði hana. Sá sem hér er lýst fullyrðir að það hafi ekki verið hann. En næsta kvöld var hún meö og dansaði. Fólki var brugðið. Ginny hélt ekki takti. Við lá aö hún vekti meiri hlátur en gamanatriðin. Sá sem svipmyndin er af var sjálf- ur á sviðinu. En að auki sá hann um fjölmargt sem tengdist sýning- unum. Fíárhagurinn var þröngur og fljótlega þurfti 10.000 dah til við- bótar svo að halda mætti áfram sýningunum. Aftur kom Ginny til hjálpar. Hún varð ástfangin af einum dansar- anna. Fjárfestirinn varð viti sínu fjær. Hann hét því að leggja fram 10.000 dalina ef Ginny yrði rekin. Sá sem hér er lýst fór á hennar fund með þessar slæmu fréttir fyrir hana. „Hafðu ekki áhyggjur af mér,“ sagði hún. „Ég dansa svo vel að það verður enginn vandi fyrir mig að fá starf." Ginny hætti að koma fram. En sá sem svipmyndin er af varö fræg- ur. Hann gat sér frægðar með „Dl’ Say She Is!“ Söngleikiuinn var sýndur í þrjú ár á Broadway fyrir fullu húsi. Nú var hann orðinn fjáður. Þetta var í lok þriðja áratugarins. Alhr keyptu hlutabréf. Að sjálfsögðu fór hann eins aö. Öhu gilti að vera snöggur þegar fréttist af góðum bréfum. Einu sinni hvíslaði einhver stúlka því að honum að hún hefði heyrt á tal kunnra fjármálamanna. Sá sem svipmyndin er af rauk til og keypti hlutabréf í United Corporation fyr- ir 160.000 dah. Árið 1929 sprakk blaðran. Þá varð kauphallarhrunið mikia. Hann tapaði öhu fé sínu og varð atvinnu- laus. Heimsfrægð Sá sem hér er lýst hafði byijaö feril sinn með því að koma fram í litlum leikhúsum á landsbyggðinni og þangað leitaði hann nú aftur. Þar kynntist hann öörum gaman- leikara, sérstæðum litlum manni sem gekk með hvítan flibba og svart shfsi og hafði 50 dah í laun á viku. Þeir urðu félagar. Eitt sinn ákváðu þeir að fara á vændis- kvennahús í Salt Lake City. Þar varð konan sem rak það hxifin af htla manninum. En hann sýndi henni engan áhuga. Litli maðurinn kaus heldur að leika við hundinn hennar aht kvöldið. Nokkrum árum eftir kauphahar- hrunið mikla yfirgaf sá sem svip- myndin er af New York fyrir fuht og aht. Hann hélt til Hollywood til að verða kvikmyndaleikari. Auðvitað tókst honum það. Þar hlaut hann viðurkenningu. Kvik- myndahúsgestir hrifust af honum. AUs lék hann í fjórtán kvikmynd- um og allar eru þær enn sýndar. Hann varð líka kunnur golfleik- ari. Besta árangri sínum náði hann á golfveUi í San Francisco. Eftir sextíu og fjögur högg var komið að sjöundu holu. Kúlan skyldi slegin af hæð. í nágrenninu var mikið um slæmar hindranir. Vinur hans mælti með því að hann notaði jámkylfu númer fimm. Sá sem svipmyndin er af taldi það ráð. Hann náði fullkomnu höggi! Kúlan flaug eitt hundrað fimmtiu og fimm metra og rann beint í holuna. Hann haföi náð holu í höggi! Blöðin fréttu af þessu. Sagt var frá afrekinu undir stórum fyrir- sögnum á íþóttasíðunum. Frétta- menn hringdu í þann sem hér er lýst og hann hét þeim því að sýna sig aftur á vellinum eftir nokkra daga. Þegar hann kom á völlinn var þar fyrir hópur áhugasamra áhorf- enda. Ásamt fréttamönnum söfn- uðust þeir saman við sjöundu hol- una. í það sinni náði hann þangaö í tuttugu og einu höggi. Hann sagöi sjálfur að því hefði mátt þakka hve vel honum gekk með „púttið". Það voru einstök geta hans og leikhæfileikar sem færðu honum velgengni. En hann fékk líka að- stoð bræðra sinna. Saman tóku þeir öllum öðrum fram á sínu sviði. Hann var líka þekktur sem einn frægasti vindlareykingamaður heims. Hver var hann? Svarið er á bls. 56 Matgæðingur vikuimar_e Finnskt matbrauð „Finnar boröa brauð með öllum máltíðum, það er hreinlega ekki lagt á borð öðruvísi en bera fram brauð. Þessa uppskrift, sem ég gef hér, lærði ég af móöur minni. Þetta er matarmikið og gott brauð sem ég baka oft,“ segir Astrid Öm Aöal- steinsson, húsmóðir á Vopnafirði, matgæðingur vikunnar aö þessu sinni. Astrid er frá Finnlandi og fannst tilvalið aö gefa lesendum uppskrift að finnsku matbrauði. Það sem þarf í matbrauðið þarf: 21 mjólk eða vatn 2 msk. salt 75 g ger 1350 g rúgmjöl 1400 g heilhveiti 2 dl haffamjöl 500 g hveiti egg og mjólk Mjóirhringir Vökvinn þarf að vera volgur þeg- ar gerið er sett út í stóra skál, má Astrid örn Aðalsteinsson. alls ekki vera of heitur (þægileg velgja ef putta er stungið í). Þá era eggin sett í og hrært. Þá er þurrefn- unum bætt í hveiju á fætur öðra og deigið hnoöað í skálinni (sem þarf að vera vel stór). Gott er að væta haframjölið áður en því er bætt í. Deigið er hnoðaö þar til það losnar frá skálinni. Þá er smá- hveiti stráð yfir deigið, stykki lagt yfir skálina og deigið látið hefast í um klukkustund. Þá er deigið tekið og flatt út í smáskömmtum. Gerðir era um 3 sentímetra þykkir deighringir sem ekki era stærri en rúmlega 20 sentí- metrar í þvermál (gott að miða við pottlok). Úr deiginu fást þannig 10-12 brauð. Ofninn er hitaður í 225 gráöur. Fyrst era tvö brauð sett inn neðst í ofninn, hvort á sína plötuna, og látin bakast í 6-7 mínútur. Aö því loknu era brauðin færð upp í miðj- an ofh og ný brauö sett neðst. Þann- ig era brauðin bökuð í aðrar 6-7 mínútur og síðan koll af kolli þar til öll brauðin hafa verið bökuð. Athugið að þau lyfta sér lítið. Ekki þarf að nota blástursofh þó að fleiri en eitt brauð séu inni í einu. Þegar brauðin era bökuð er gott að pensla þau með eggi og mjólk sem hrært hefur verið saman og leggja yfir þau stykki meðan þau kólna. Astrid segir þessi brauð góð með öllum mat. Astrid skorar á Svandísi Hannes- dóttur, bamfóstra á Vopnafirði, að vera matgæðingur næstu viku. -hlh Hinhliðin Skemmtilegast í stofunni heima - segir Sigurður B. Stefánsson, stórkapelán Stórstúku íslands „Bindindis.dagurinn var fyrst haldinn í fyrra og tókst þá vel. Til- gangur hans er meðal annárs að vekja fólk til umhugsunar um það sem snýr að bindindi og jákvæðum lífsstíl. Við viljum vekja foreldra til umhugsunar um uppeldi bama sinna og styrkja vímulausa ímynd fjölskyldunnar," segir Sigurður B. Stefánsson, stórkapelán Stórstúku íslands, en bindhidisdagur fjöl- skyldunnar er í dag. Stórstúka ís- lands stendur að deginum í sam- starfi við Ungmennafélag íslands og Hjálparstofnun kirkjunnar. Sigurður játar að stundum fyllist templarar svartsýni og finnist bar- áttan vonlaus en það sem haldi starfinu gangandi sé þrátt yfir allt óbilandi bjartsýni á betra ástand í áfengismálum. „Við viljum ekki boða bönn. Viö viljum færa félagsskapinn nær fólkinu og boða góða ímynd tengda vímuleysi. Við höfum náð nokkr- um árangri í þeim efnum,“ segir Sigurður sem hefur verið banka- maður í 7 ár og alltaf verið bindind- ismaður. Hann sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Sigurður Benedikt Stef- ánsson. Fæðingardagur og ár: 5. október 1967. Maki: Enginn eins og er. Böm Engin heldur. Bifreið: Ford Sierra 1988. Starf: Bankamaður, starfa í ís- landsbanka. Laun: Þokkaleg. Áhugamál: Félagsstörf, sérstak- lega þau sem tengjast bindindis- málum. Svo hef ég áhuga á íþrótt- um. Sigurður B. Stefánsson. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Hef einu sinni feng- ið fiórar tölur réttar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að sinna störfum í þágu templara. Þá er starfið í bankanum líka áhugamál. Hvað fmnst þér leiðinlegast að gera? Að leysa úr vandamálum annarra. Uppáhaldsmatur: Steiktur ham- borgarhryggur með brúnuðum kartöflum. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og kaffi. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Knatt- spymumaðurinn Amar Gunn- laugssson. Uppáhaldstímarit: Ég hef gaman að öllum viðskiptatímaritum, til að mynda Fijálsri verslun. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Claudia Erdorf, þýsk vinkona mín. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Ég held ég sé orðinn andvígur henni. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Helmut Kohl, kanslara Þýskalands. Uppáhaldsleikari: Clint Eastwood er alltaf góðm-. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep. Uppáhaldssöngvari: Sgríöur Bein teinsdóttir. U ppáhaldsstj órnmálamaður: Steingrímur Hermannsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Roadrunner, sá sem segir bara bíb- bíb. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir, íþróttir og breskir og kanadískir framhaldsþættir. Ertu hlynntur eða andvigur veru varnarliðsins hér á landi? Andvíg- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Eins og stendur þá er FM 95,7 efst á blaði. Uppáhaldsútvarpsmaður: ívar Guðmundsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Eg horfi mun meira á Sjónvarpið, Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ólöf Rún Skúladóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Stofan heima hjá mér. Uppáhaldsmatsölustaður: Geri ekki upp á milli þeirra. Uppáhaldsfélag í íþróttum: ÍA. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að sinna þeim markmiðum sem ég hef sett mér og að halda mínum lífsstíl. Hvað gerðir þú i sumarfríinu? Ég ferðaðist vítt og breitt um landið en var þó aðallega í Galtalækjar- skógi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.