Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. Erlendbóksjá f undirheimum Margar skrýtnar persónur koma við sögu í þessum nýjasta þriller Barþöru Vine sem kunn- ari er sem Ruth Rendell, höfund- ur sagnanna um Wexford. En í aðalhlutverki í þessari sögu er reyndar alis ekki ein þessara sérkennilegu persóna heldur „The Underground" - neðanjarðarlestakerfi Lundúna- borgar. Þar ríkir andrúmsloft ógnar og óróa strax frá fyrsta blaðsíðum til þeirra mögnuðu at- burða sem grípa lesandann sterk- um tökum undir lokin. Lestimar bruna áfram um myrk neðan- jarðargöngin og þaö gera hin illu verk líka. Rauður þráður, sem tengir at- burðarásina saman, er Jarvis nokkur Stringer, sérkennilegur maður sem hefur einungis eina ást í lífinu: jámbrautarlestir. Á milli þess sem hann ferðast til annarra landa til að taka sér þar far með jámbrautarlestum, sem á einhvem hátt teljast merkileg- ar, er hann að safna efni í mikla bók sem á að verða hin endanlega saga neðanjarðarlestanna í Lundúnum. Þess vegna safnar hann frásögnum af öllum helstu slysum og glæpum sem þar eiga sér stað - og er af nógu að taka. KING SOLOMON’S CARPET. Höfundur: Barbara Vine. Penguin Books, 1992. Michael Frayn er einkum kunnur sem leikskáld. Sum leik- rita hans hafa verið færð upp víða um lönd, þar á meðal hér á landi. En Frayn er einnig afkastamik- ið sagnaskáld. A Landing on the Sun er þannig sjöunda skáldsaga hans. Hún hlaut í fyrra verðlaun sem Sunday Express veitir fyrir bestu bók ársins. Hér er um að ræða snjalla og bráðfyndna skáldsögu um emb- ættismenn. Sögumaðurinn, Jess- el, starfar í breska stjómarráð- inu. Hann fær þaö verkefni hjá yfirmanni sínum að kanna andlát annars embættismanns, Sum- merchild að nafni, árið 1974. Maö- ur þessi fannst látinn fyrir utan breska vamarmálaráðuneytið og fjölmiðlar em famir að grúska í málinu og velta því fyrir sér hvort Summerchild hafi unnið að ein- hveiju leynilegu verkefni. Þetta einfalda verkefni á eftir að hafa mikil áhrif á Jessel og raska ró hans. A LANDING ON THE SUN. Höfundur: Michael Frayn. Penguin Books, 1992. listin að skálda sögu Fáir eru sennilega hæfari til aö fræða almenning um leyndardóma skáldsagnaritunar en Englendingur- inn David Lodge. Hann hefur nefni- lega bæði reynslu af að kenna og gera. Lodge var um þriggja áratuga skeið eða svo kennari í enskum hókmennt- um við háskólann í Birmingham. Jafnframt samdi hann sjálfur snjall- ar skáldsögur - og gerir enn. Skáldsagnalistin Um árabil skrifaði Lodge vikulega stuttan dálk í enska blaðið The Inde- pentent um „The Art of Fiction" eða hstina að semja skáldsögur. Fimmtíu þessara pistla hefur hann nú betmm- bætt, lengt nokkuð og sett á þrykk í bókarformi. í hverjum þætti tekur Lodge fyrir eitt afmarkað svið skáldsagnagerð- arinnar. Eðlilega fjallar fyrsti þátturinn um upphaf skáldsögu en sá síðasti um niðurlag slíks verks. í hinum fjörutíu og átta köflunum ræðir hann um ólíklegustu viðfangsefni sem valda skáldsagnahöfundum heilabrotum er þeir sitja við tölvu sína eða ritvél og reyna að berja saman nýja sögu. Fróðleiksmolar Hann vitnar gjaman máli sínu til stuðnings í eitt ákveðið skáldverk hverju sinni en þó með tilvísunum í önnur eftir atvikum. Greinar hans eru því í senn praktískar leiðbeining- ar og fræöilegar útskýringar á vinnubrögðum þekktra höfunda sem rita á enska tungu. En hann notar tækifærið til að koma á framfæri í leiðinni margs konar forvitnilegum fróðleiksmolum um einstakar bækur eða höfunda. Lodge íjallar í mörgum þessara pistla um grundvallaratriði svo sem ólíkar tegundir skáldsagna gegnum tíðina. Af því tilefni tekur hann ýmis dæmi um fjölbreytileika í stíl og frá- sagnartækni. En hann grípur einnig á afmörkuðum þáttum eins og til David Lodge: höfundur og kennari. DAVID* ^LODGE dæmis þeim ólíku áhrifum sem lýs- ingar á veðri geta haft í skáldsögum. Þá fjallar hann um praktísk atriði sem skipt geta verulegu máh svo sem hvað felst í vah á nöfnum söguper- sónanna og svo að sjálfsögðu sjálft heiti skáldsögimnar. Hið síðast- nefnda getur reyndar flækst fyrir bestu mönnum; jafnvel Charles Dic- kens varð aö hripa á blað fjórtán titla á eina skáldsögu sína áður en hann valdi endanlega nafnið - Hard Times! Umhugsunarefni Eins og Lodge bendir sjálfur á geta lesendur gripið niður í bókinni hvar sem er aht eftir því hvaða viðfangs- efni höfðar til þeirra hverju sinni, en hver kafh hefur ekki aðeins númer heldur líka nafn eftir efninu. Það er því nánast hægt að fletta upp í bók- inni eins og alfræðiriti. Fyrir áhugamenn um skáldsagna- gerð og bókmenntir yfirleitt er þetta ágætis lesning, fróðleg og skemmti- leg. Hér kemur einnig margt fram sem gæti orðið verðandi rithöfund- um th gagnlegrar umhugsunar. THE ART OF FICTION. Heimsmálin á leiksviði Margir leikritahöfundar semja leikverk sem taka á atburðum samtímans, ekki síst í alþjóða- málum. The Gulf Between Us eftir breska leikritahöfundinn Trevor Griffiths tekur á Persaflóastríð- inu mhh íraks og umheimsins. Hann fylgdist með loftárásum bandamanna á írak í beinni út- sendingu í sjónvarpinu, eins og svo margir aðrir. En samúð hans var ekki með andstæðingum Saddams Hussein heldur óbreytt- um borgurum á jörðu niðri í írak. Þaö endurspeglast í verkinu sem gerist á ótílgreindum stað þar í landi daginn sem loftárásirnar hefjast og lýsir samskiptum og átökum nokkurra einstaklinga og harmleUi hins óbreytta borgara. Austur og vestur Leikritin tvö eftir Richard Nel- son eru ekki alveg eins ný af nál- inni - samin á árunum 1983-1985. Between East and West fjallar um útlegð og leiðina heim. Per- sónumar eru tvær, tékknesk hjón á sextugsaldri. Þau hröktust úr heimalandinu vegna yfirgangs kommúnistastjómarinnar og búa í lítilli íbúð í New York. En þeim gengur ekki alltof vel að ná fótfestu í þessu nýja gjör- ólíka þjóðfélagi. Gamla landiö; - ættingjarnir, vinimir, æsku- stöðvarnar - hafa seiðmagnað aðdráttarafl, ekki síst þegar illa gengur, þótt þeim sé auövitað fyllUega ljóst hvað í raun bíður þeirra ef þau snúa aftur heim. Sá á kvölina sem á vöhna... Einræðið Principia Scriptoriae er af aht öðrum toga. Árið 1970 sitja tveir ungir rithöfundar, BUl sem er bandarískur og Emesto, í fang- elsi í ótílgreindu einræðisrUd í Suður-Ameríku. Þeim verður vel til vina og dreymir, þrátt fyrir pyntingar, um bjartari framtíð. Síðari hluti verksins gerist fimmtán árum síðar. Þá hafa gjörólík öfl tekið við stjóminni í þessu suður-ameríska landi. BUl er í sendinefnd rithöfunda sem kemur tU landsins I því skyni að reyna að fá þekkt skáld leyst úr fangelsi - og Emesto er þá éinn þeirra sem sitja hinum megin við horðið. Þeir hafa haldið í ólíkar áttir þessi fimmtán ár og þurfa að gera upp málin á ný. THE GULF BETWEEN US. Höfundur: Trevor Griffiths. PRINCIPIA SCRIPTORIAE/BETWEEN EAST AND WEST. Höfundur: Richard Nelson. Faber & Faber, 1992. Höfundur: David Lodge. Penguin Books, 1992. Metsölukiljur Bretland THE FEATHER MEN. 5. Erma Bombeck: , „ (Byggt á The Sunday Tlmc*) WHEN VOU LÖOK UKE YOUR PASS- Skáldsoyut. Rnnrinríkin port photo, rrs time to go home. 1« Stöphw Fry: THE UAR. SEX, AHT AND AMERtCAN CULTURE. 2. Terry Pratchetl: öMcnusuyui« 7. D.L. Barlett & 4.B. Steete: WITCHES ABfiOAO. 1. Dean Koonfcc AMERICA: WHAT WENT WRONG? 3. Slephon Klng: HIDEAWAY. 8. Molly Ivtns: NEEDFUL THINGS. t. V*C. Andrews: MQLLY IVINS CAN’T SAY THAT, 4 Colh.rlne Cookaon: MiDNIGHT WHISPERS. CAN SHE? THE RAG NYMPH. 3. Norman Mactean: 9. Doborah Tannen: 5. Joanna Trotlopo: A RIVER RUNS THROUGH IT. YOU JUST DON T UNOERSTAND. THE CHOIH. 4. John Grlsham: 10. M. Scott Peek: 6. Joanna Trollopo: THE FIRM. THE ROAD LESS TRAVELLED. THE RECTOH'S WIFE. 5. Barbara Taylor Bradlord: (Byjgt * New York Times Book Revlew) 7. Wllllam Horwood: REMEMBER. OUNCTON TALES $. John Gríaham: A TiME TO KILL. Danmork KISSING THE GUNNEH'S DAUGHTER, 7. Amanda Qulck: Skáldsögur: 9. Ellzabeth Jane Howard: RECKLESS. 1. Henrik SLangerup: MARKINQ TIME. 8. Jonathan Kelterman: SROOER JACOB. PRIVATE EYES. 2. John Irving: THE DECEIVÉR. 9, Norman Mactoan: VANDMETODEN. A RIVER RUNS THHOUGH IT. 3. öetty Mahmoody: 10. Alevandra Rlptoy: FOR MIT BARNS SKYLO. SCARLETT. 4. BIBLEN. 1. THE SECRET OIARY OF JOHN MAJOH 12. Jane Smllay: 5. Erlk Foenea Hensen: ■ AQED 47»/,. A THOUSAND ACRES. SALME VED REJSENS AFSLUTNING. ULA: an inouiry into MORALS. THE HELLION BRIDE. MVTEN OM OEN DÁRLIGE MOR. THE OFFICIAL POLITICALLY CORRECT THE LAST OF THE MOHICANS. DtNAS BOGr DICTIONARV and HANDBOOK. 1S. Sldney Sheldon: 9. Laura Esquivet: 4. Slmon Mayo: THE DOOMSOAY CONSPIRACY. HJERTER I CHILI, FUHTHEH CONFESSIONS. 16. Denlelle Steel: 9. Tlne Bryld: 5. Qíll Watterson: NO GREATER LOVE. TALKSHOW. THE INDISPENSABLE CALVIN AND 10. Max Frtoch: hobbes. 6, Mlchuol Pallm Rlt almenns.eðlls: HOMO FABER. (Byggt á Politiken Sendag) AROUND THE WORLD IN ÍO DAYS. 7, Hannah Hauxwell: 1. Ro*» Perefc ■: • UNITED W6 STAND. HANNAH: THE COMPLETE STORY. ; S. PeMr Mayto: PDTTING FEOPUE RRST. A YEAR IN PROVENCE. 9. Peter Mayle; THE AUT08IÖGRAPHY OF MALCOLM X. TOUJOURS PROVENCE. 4. suean Faludl: 10. Ranutph Ftonn**: ' BACKLASH. "; ■ . Umsjón: Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.