Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. Brot úr bók Óttars Guðmundssonar, Tíminn og tárið: Presturinn valt bindindisfélög og ritningarstaði. Kvöld eitt í maímánuði 1845 þegar hann var á leið heim til sín upp dimman stiga til herbergis síns á St. Pétursstæti missté hann sig svo illa aö hægri fóturinn gekk úr hö um ökklann og fótarbeinin hrukku í sundur og stóðu út úr hörundinu. Hann komst að sögn hjálparlaust inn til sín og hafðist þar við um nóttina. Næsta dag var hann fluttur á Frið- riksspítala í Breiðgötu og andaðist þar fimm dögum síðar aðeins 38 ára að aldri. Þjóðsagan um andlát Jónasar í eftirmælum um Jónas, sem birt- ust sama ár og hann dó í Fjölni, seg- ir þannig frá dauða hans í grein eftir Konráð Gíslason: Þegar inn var komiö til hans um morguninn og hann var spurður því hann hefði ekki kallað á neinn sér til hjálpar sagði hann að sér hefði þótt óþarfi að gjöra neinum ónæði um nóttina af því að hann vissi hvort sem væri að hann gæti ekki lifað. Því næst lét hann flytja sig í Frið- riksspítala en ritaði fyrst til etasráðs Finns Magnússonar til að fá hann til ábyrgðarmanns um borgun til spítal- ans. Þegar Jónas var kominn þangað og lagður í sæng var fóturinn skoðað- ur og stóðu út úr beinin; en á meðan því var komið í lag og bundið um lá hann grafkyrr og var að lesa í bók en brá sér alls ekki. Þar lá hann íjóra daga, vel málhress og lífvænlegur yfirhtum. En fjórða daginn að kveldi, þegar yfirlæknirinn gekk um stofumar, sagði hann við aðstoðarmenn sína þegar hann var genginn frá rúmi Jónasar: „Tækin verða að bíta í fyrramáhð, viö þurfum að taka af lim.“ Hafði læknirinn séð að drep var komið í fótinn en hins varði hann ekki að það mundi dreifast eins fljótt um allan hkamann og raun varö á. Jónas bað að ijós væri látið loga hjá sér um nóttina. Síðan vakti hann aha þá nótt og var að lesa skemmtunar- sögu sem heitir jakob Ærhg - eftir enskan mann, Marryat að nafni - þangað til að aflíðandi miðjum morgni. Þá bað hann um te og drakk það, fékk síöan sinadrátt rétt á eftir og var þegar hðinn. Það var hér um bil jöfnu báðu miðs morguns og dag- mála. Sögutúlkun Tómasar í útgáfu á verkum Jónasar áriö 1948 ritar Tómas Guðmundsson skáld ágætan formála. Tómas reynir að fanga andartakið þegar skáldið kveður þennan heim fegurðar og þjáningar og tekst það á snihdarleg- an hátt. íslensk þjóð hefur gælt við þessa mynd af banalegu skáldsins síns sem lét sér hvorki bregða við sár né bana og tók dauða sínum af stakri karlmennsku og hugarró. Bitur raun- veruleikinn „Alhr sem hafa unniö við umönn- un slasaðra og sjúkra vita að maður með opið beinbrot les ekki í bók og lætur sem ekkert sé meðan læknar og hjúkrunarhð eru að setja brotið í a Komu bjórsins fagnað í mars 1989. Ein myndanna er prýða bók Óttars Guðmundssonar. DV-mynd KAE Tíminn og tárið - íslendingar og áfengi í 1100 ár, nefnist bók sem Ótt- ar Guðmundsson hefur sent frá sér. Þar bregður þessi góðkunni læknir sér í ahra kvikinda líki og skoðar samskipti íslendinga og áfengis með augirni sagnfræðings, læknis, spaug- ara, alkohóhsta og aðstandanda hans. Þessi bók geymir sögulegan fróðleik og þar eru bæði dregnar upp broslegar og átakanlegar myndir af tvöfoldu andhti vímunnar - í sælu og kvöl. Forlagið gefur bókina út. Við birtum hér nokkra kafla úr henni. Séra Jón dettir Skáld og prestar eru fyrirferðar- mikhr í frásögnum af drykkjuskap síöustu alda. Prestar voru engir eftir- bátar skáldanna ef marka má heim- hdir frá síðustu öldum. „Af drykkjuskap presta fer mörg- um ófögrum sögum á þessari öld sem staðfestir enn frásagnir Harboes og Pipers (danskir menn sem ferðuðust um landið á 18. öld, innsk. blaðsins). Tveir voru dæmdir frá embætti fyrir „drykkjuskaparafglöp" á synodus (prestastefnu, innsk. blaðsins) árið 1723. Hafði annar bölvað fólki er komið var th kirkju á jólanóttina og rekið það úr kirkjunni, hinn hafði gefið fólki er var til altaris loðpappír fyrir brauð við útdeihnguna. (Valla- annáll). Sá hét Gissur Bjarnason og hafði fengið prestakah sitt fyrir th- stihi Odds Sigurðssonar. Séra Gissur lenti í miklum vandræðum og sigldi loks th Kaupmannahafnar og drukknaði þar í síki á páskadag árið 1727. Messufah varð hjá séra Sigurði Ámasyni í Voömúlastaðakirkju á jólanótt árið 1734. Séra Sigurður var svo drukkinn við messuna að hann valt út af á kórgólfið fyrir altarinu. Tóku kirkjugestir hann síðan og lögðu á kórbekkinn. Varð ekki meira af guðsþjónustu í bih en prestur var ekki heldur fær um að messa á jóla- dag. Annar prestur var svo drukkinn við embættisgerð á allrahehagra- messu árið 1734 aö hann datt við alt- arið á kórgólfið og var svo lagður á bekk þar í kirkjunni. Var hann síðar kahaður séra Jón dettir. Auknefnið ber sérstakri kímnigáfu íslendinga gott vitni. Einn bænda las texta dags- ins meðan prestur svaf en hann raknaði síðan úr rotinu og tók að útdeha sakramenti. Ekki tókst þó betur th en svo að hann gleymdi að blessa vínið og brauðið. Þessum sama presti láðist eitt sinn sakir ölv- unar að vígja hjónaefni sem komu th hans þeirra erinda. Þjóð í afneitun í bókinni bregður Óttar stundum óvæntu Ijósi á sögu íslendinga. Þar á meðal er frásögn hans af endalok- um hstaskáldsins góða, Jónasar Hahgrímssonar. „Drykkjuskapur háði Jónasi aha tíö. Á ánmum í Reykjavík var hann talinn vínhneigður og í Kaupmanna- höfn virðist hann hafa drukkiö mjög mikið. Þegar Fjölnismenn stofnuðu bindindisfélag var hart lagt að Jón- asi að ganga í það. Hann ritaði Brynj- ólfi Péturssyni bréf og sagði þá: „Láttu nafniö standa; ekki er vert að draga mig út, þó ég hefði heldur viijað hófsemd en tótalóh (algjört bann). Ég held enginn vhji vera í veislunni okkar, lagsmaður!“ En Jónas lét sér ekki segjast og hélt áfram drykkjuskap þrátt fyrir Líkið var krufið sólarhring eftir andlátið og er skráö um það löng og nákvæm skýrsla. Helstu atriði henn- ar eru þessi: Drep var komið í brot- inn sköflunginn og blóðeitrun þaðan út um líkamann. Svæsin lungna- bólga var í vinstra lunga með graft- arígerð í bijósthimnunni. Höfuðkúp- an var opnuð og kom þá í ljós byij- andi hehabólga. Lungnabólga hefur magnast heiftarlega og svo bættist hehabólga við. Líkið var innanfeitt og lifrin nærri tvöfalt stærri og þyngri en heilbrigt er, 2875 grömm. Svona mikil fitulifur er mjög fátíð nema eftir langvinna áfengiseitrun og kemur það heim við umsögn læknanna um ástandið í legunni þar sem gefið er upp aö sjúklingurinn hafi fengið delirium tremens." Árið 1945 birti Gunnlaugur Claess- en læknir grein um raunverulega dánarorsök skáldsins í timaritinu Heilbrigt líf. Skýrsla Gunnlaugs er . . . „óravegu frá rómantískri lýsingu Konráðs og túlkun Tómasar Guðmundssonar á því hvernig dauða hans bar að höndum. En frásögn Konráðs leiðir athygli frá drykkju- skap skáldsins og hörmulegum af- leiðingum hans og beinir sjónum á aðrar brautir. Tryggð íslendinga við þjóðsöguna er skýrt dæmi um afneitun hehlar þjóðar á alkohóhsma ástsælasta skálds síns. Hann hverfur út úr ís- lenskum bókmenntum á þroska- braut sinni miðri. Bakkus karUnn kóngur hafði enn einu sinni greitt íslenskri menningu þungt högg. Aukin fíkn í áfengi og átyllur í kafla undir nafninu AlkóhóUsmi eða stjómleysi bregður Óttar upp meðal annars mynd af tveimur drykkjumönnum, Sigurði Breiðfjörð, einu þekktasta og afkastamesta rímnaskáldi 19. aldar, og Starkaði, tilbúinni persónu sem að sögn Óttars er að hluta hann sjálfur, vinir hans og kunningjar í einni persónu. „Smám saman verða menn mjög uppteknir af áfengi og hugsun um það. Helgamar snúast um drykkju með vaxandi tilhlökkun á fimmtu-. degi og föstudegi og hún nær há- marki á föstudagskvöldi þegar drykkja hefst. Menn finna fyrir auk- inni fíkn í áfengi og era hræddir um að fá ekki nóg að drekka. Sumir fara að taka með sér htla pyttlu þegar kórgólfið réttar skorður. Bókálestur tíðkast heldur hvergi í aðgerðarstofum sjúkrahúsa. Konráð segir að Jónas hafi lesið skemmtunarsögu fram í andlátið og Tómas tekur þetta upp eins og fjölmargir aðrir sem skrifað hafa um Jónas. Þá átti hann að hafa vitað að æghega kvalafuh aðgerð væri fyrirhuguö næsta dag. Kaldrifj- aður hefur Jónas verið ef þetta er satt. Konráð getur hvergi um heim- hdarmenn, enda segja sjúkraskrár spítalans ailt aðra sögu um banalegu skáldsins. Frásögnin er því sennilega hreinn uppspuni til að halda minn- ingu Jónasar sem fegurstri og leggja áherslu á karlmennsku hans á þess- um rómantísku tímum. En shkar lýsingar á látnum hafa tíðkast um aldir. Sjúkraskrá og krufning ofurölvi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.