Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. Sundið er mirm lífselexír - segir Benedikt Davíðsson, nýkjörinn forseti Alþýðusambandsins Benedikt Davíðsson, 65 ára, nýkjörinn forseti ASÍ, segist hafa samið við eiginkonu sína áður en hann féllst á að gefa kost á sér í embættið. „Þetta bitnar mjög mikið á fjölskyldulífinu. Þegar mest gengur á í kjarasamningum, svo maður nefni dæmi, þá kemur það fyrir að maður hugsar hvort ekki sé rétt að hafa með sér Ijósmynd af konunni og börnunum. Maður hefur lent í slíkum törnum að hafa ekki hitt börnin sin heilu vikurnar. DV-myndir GVA Fyrsta heUlaóskaskeytið, sem Benedikt Davíðsson fékk eftir að hann var kjörinn forseti Alþýðusam- bandsins, var frá Potthópnum. „Mér þótti afskaplega vænt um þetta skeyti en þetta er hópurinn sem hittist í morgunsundinu á hveijum degi. Og ég skal segja þér það að það þarf fjandi áríðandi fund til þess að fá mig tíl að sleppa því,“ sagði Bene- dikt Davíðsson, nýkjörinn forseti Alþýðusambands íslands, þegar við settumst niður til að búa tíl þetta viðtal. Frá bamsaldri Benedikt var spurður hvenær hann hefði kynnst verkalýðsmála- póhtíkinni fyrst. „Ég kynntist henni strax sem barn. Faðir minn, Davíð Davíðsson, var verkalýðsforingi á Patreksfirði þar sem ég fæddist. Þá kynntíst ég mörg- um verkalýðsforingjum af eldri kyn- slóðinni sem ég áttí svo eftir að kynn- ast í samstarfi síðar. Ég get nefnt sem dæmi Hannibal Valdimarsson og Jón Sigurðsson, síðar forseta Sjómanna- sambands íslands. Og þetta var vegna þess að þegar þessir menn komu vestur í einhveijum erinda- gjörðum þá gistu þeir alltaf heima hjá okkur. Þá sat maður og hlustaði á þá tala um verkalýðsmáUn og drakk í sig hvert orð sem þeir sögðu. Þess vegna hef ég hrærst i verkalýðs- umræðunni alveg frá bamsaldri. Umhverfi mitt hefur alveg frá því ég man eftir mér verið ákafleg póU- tískt og þá fyrst og fremst verkalýðs- póUtískt. Sem krakki veiktist ég og varð að yfirgefa heimaslóðir mínar og leggjast inn á Landakotsspítala. Þar var ég samfeUt í 4 ár. Ég fékk berkla, bæði í bein og lungu. Þá voru ekki til nein berklalyf og þess vegna varð ég að Uggja svona lengi. Vegna þess er ég ekki skólagenginn maður, eins og Guðmundur J. mundi segja,“ segir Benedikt. Berklarnir minna enn á sig en Benedikt stingur við þegar hann gengur. „A spítalanum lentí ég inni í samfé- lagi með fuUorðnum mönnum. Ég var látinn Uggja á stórri sjúkrastofu, þar sem voru tíu fuUorðnir menn. Þetta leiddi það af sér að ég komst mjög fljótt rnn í umræðu fuUorðinna. Ég var því mótaðri að þessu leyti þegar ég kom út af spítalanum en unglingar á mínu reki almennt voru.“ Þaulvanur samningamaður - En hvenær hófust afskipti þín af félagsmálum í verkalýðshreyfing- unni? „Það var nú ekki að neinu ráði fyrr en á fyrsta ári minu í Trésmiðafélag- inu. Að vísu var ég í Sjómannafélagi Reykjavíkur vegna þess að ég stund- aði sjóinn af og til, bæði á bátum og togurum, strax þegar ég kom út af spítalanum og eins á meðan ég var að læra trésmíðar. Um leið og ég lauk trésmíöanámi gekk ég í Trésmiöafé- lag Reykjavíkur, í nóvember 1949. Strax á fýreta árinu vann ég á stórum vinnustað og lenti strax í því aö verða talsmaður hópsins gagnvart félag- inu. Þá var Trésmiðafélag Reykjavíkur blandað félag sveina og meistara og okkur þótti félagið ekki vera nógu beitt fyrir okkur sveinana. Umræðan á vinnustaðnum varð því meira um að við þyftum að breyta þessu. Þann- ig ýttíst maður einhvem veginn inn í hringiðurra. Strax á öðm ári mínu í félaginu var ég settur í samninga- nefnd og hef verið í þessu stússi síð- an. Ég held að ég hafi verið í velflest- um ef ékki öllum samningum fyrir Trésmiðafélagið síðan." Benedikt varð síðar formaður Tré- smiðafélags Reykjavíkur. Hann var starfsmaður Alþýðusambandsins í nokkur ár. Það kom í hans hlut að koma byggingu orlofsheimila af staö og svo fólst starfið í erindrekstri fyr- ir sambandið og að standa í samning- um fyrir félögin úti um allt land. Síð- ar varð Benedikt formaður Sam- bands byggingamanna og sem slíkur átti hann sæti í miðstjóm Alþýðu- sambandsins tvö kjörtímabil. Breyttirtímar - Þú varst fulltrúi á þingi Alþýðu- sambandsins 1958. Þá stóð nokkuð svipaö á og nú í þjóðfélaginu, þaö var verið að framkvæma óvinsælar efna- hagsráðstafanir. Ríkisstjóm Her- manns Jónassonar féll eftir aö þing Aiþýðusambandsins hafði hafnað efnahagstillögum hennar. Aö morgni fyrsta þingdagsins fiú vom birtar harðar efnahagstfilögur. Viðbrögðin vom reiði manna en ekkert meira. Er Alþýðusambandið ekki lengur það afl sem það var í þjóðfélaginu? „Verkalýðshreyfingin er ennþá sama afl og hún hefur verið ef hún beitir sér. Hitt er svo annað mál að auðvitað hefur verkalýðspólitíkin breyst gífurlega á þessum rösku 30 árum sem liðin em síðan Hermann Jónasson og ríkisstjóm hans sagði af sér. Eins og kom fram í ræðu As- mundar Stefánssonar við setningu þingsins nú hefur verkalýðshreyf- ingin farið út í að sinna skipulegar og ákveðnar félagsmálaþætti kjara- málanna en áður var með samskipt- um við stjómvöld. Áður fyrr voru samskipti verkalýðshreyfmgar og stjómvalda miklu minni og sam- skiptin við atvinnurekendur yfirleitt í gegnum hörð átök á vinnumark- aði.“ Ekki sami skilningur og nú „Það má segja að breytingin hafi hafist í hinum hörðu verkfallsátök- um 1955. Þá var barinn í gegn samn- ingur um atvinnuleysistrygginga- sjóðinn fyrir verkalýðshreyfinguna í heild. Ég átti sæti í þeirri samninga- nefnd. Iðnaðarmenn náöu þá fram sjúkrasjóðum fyrir iðnaðarmannafé- lögin og tóku þess vegna einu pró- senti lægri kauphækkun en varð hjá almennu félögunum. Þetta eina pró- sent rann í sjúkrasjóðina. Við urðum fyrir afskaplega harðri gagnrýni í félögum okkar vegna þessa. Menn sögðu að við værum að skiija eftir kauphækkun til aö láta það renna inn í einhveija sjóöi. Þá var ekki sami skilningur og nú er fyrir þörf- inni á svona félagsmálabatteríi." - Upp úr þessu hófust hin svonefndu samflot verkalýðshreyfingarinnar, síðan auknir samningar við ríkis- valdið og loks þjöðarsáttin fræga. Er þetta jákvæð þróun frá því sem áður var? „Mér finnst þessi þróun jákvæð. Að vísu er það umdeilanlegt hvort hægt er að hafa mjög löng samfelld tímabil inni í sama munstrinu þegar gengið er í kjarasamninga. Ég tel að ööru hvoru verði það að vera og ég fullyrði aö ýmis tryggingamál og réttindamál, sem verkalýðshreyfing- in býr við í dag, hefðu ekki náðst fram nema vegna þessa. Við hefðum eflaust náð einhveijum samningum við atvinnurekendur um eitt og eitt atriði en með þeirri leið, sem farin hefur verið, var þetta knúið inn í löggjöf. Það er erfiðara að ná til baka frá okkur réttindamálum sem bund- in eru í lögum en ef um samningsatr- iði væri að ræða. Menn hafa verið að gagnrýna félagsmálapakkana svo- kölluðu og sagt að kaupið þyrfti aö hækka. Það er vissulega alveg rétt að kaupið þarf að hækka, en megin- hlutinn af því sem við höfum fengið í félagsmálapökkunum stendur. Þar má nefna atvinnuleysistryggingar, sjúkrasjóði, fæðingarorlof, hús- næðismálin og lífeyrissjóðina, svo ég nefni dæmi.“ Glettinn strákur Eins og fram kom hér að ofan fædd- ist Benedikt Davíðsson á Patreksfirði 1927 og sleit þar bamsskónum. Móðir hans, Sigurlína Benediktsdóttir, dó þegar hann var ungur. Faðir hans, Davíð Davíðsson, var mikið í burtu vegna vinnu sinnar og annarra verk- efna og ólst Benedikt því aö hluta til upp hjá móðurbróður sínum, Viggó, sem hann kallaöi fóstra sinn. Benedikt á sex systkini, þar af fjög- ur hálfsystkini sem faöir hans átti með seinni konu sinni. Benedikt stundaði sjómennsku frá Patreks- firði fyrstu starfsárin en vann líka á eyrinni sem strákur. Félagi Bene- dikts frá þeim árum segir að þegar lítið var að gera hafi þeir strákamir af og til fengið vinnu við að rústbeija gömul tundurdufl sem nota átti sem baujur. Benedikt þótti glettinn sem strákur en þó ekki sérlega stríðinn eða mik- ill prakkari. „Hann var alltaf mjög góður í sér. Þegar við ílugumst á strákamir gerðist það aldrei að við meiddum hvor annan," segir fyrrum leikfélagi. Benedikt fluttist til Reykjavíkur 1945, hóf nám í húsasmíði og vann við þá iðn til 1954 og svo aftur 1965-68. Það væri að æra óstöðugan að telja upp allar nefndarsetur Benedikts en hann hefur alla tíð verið mjög virkur í verkalýðshreyfingunni og félags- málum tengdum henni. Benedikt var formaður Trésmiða- félags Reykjavíkur 1954-57 og for- maður Sambands byggingamanna frá 1966 og þar til fyrir tveimur árum. Hann sat í miðstjóm ASÍ 1958-62 og 1980-88. Þá átti hann sæti í banka- ráði Iðnaðarbankans 1972-75 og varð síðar formaður þess. Benedikt sat í miðstjóm Sósíalistaflokksins 1959-68 og síðar í miðstjóm Alþýðubanda- lagsins. Benedikt á sex börn og einn uppeld- isson. Hann átti fjögur börn með fyrri konu sinni, Guðnýju Stígsdótt- ur, sem dó 1972. Þau em öll uppkom- in. Benedikt kvæntist síðan aftur 1978, Finnbjörgu Guðmundsdóttur og eiga þau tvö böm, 10 og 12 ára. Samdivið eiginkonuna - Þegar menn em á kafi í félagsmál- um, svo maður tali nú ekki um í verkalýðshreyfingunni, þá hlýtur það að bitna á fjölskyldunni. Þarf fólk ekki að semja við maka sína til að geta staðið í þessu? LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. 39 „Þetta bitnar mjög mikið á fjöl- skyldulífinu. Þegar mest gengur á í kjarasamningum, svo maður nefni dæmi, þá kemur það fyrir að maður hugsar hvort ekki sé rétt að hafa með sér ljósmynd af konunni og bömun- um til að taka ekki feil þegar maður kemur heim. Maöur hefur lent í slík- um tömum að hafa ekki hitt bömin sín heilu vikumar. Þetta er sérstak- lega erfitt þegar maður er með lítil börn. Þannig stendur nú raunar á hjá mér að ég er enn með lítil böm.“ - Gerðir þú þá ekki samning við eig- inkonuna áður en þú gafst kost á þér til forsetastarfsins? „Jú, ég gerði það. Enda verður þetta mikið álag á konuna mína. Við eigum 10 og 12 ára gömul böm. Eins og Pétur Blöndal sagði einhvem tím- ann fer um einn þriðji af vinnu for- eldra í að vera einkabílstjóri fyrir bömin, við að aka þeim á milli nám- skeiða og sérskóla. Þessi þriðjungur af vinnunni, sem við hjónin höfum skipt á milli okkar, lendir nú alfarið á eiginkonunni." Sundið er lífselexír - Þú minntist áöan á skeytið frá Pottflokknum. Ég veit af langri reynslu að það er ekki hægt að ná þér í síma milli klukkan sjö og átta á morgnana vegna sundsins, hefurðu stundað þessa íþrótt lengi? „Ég veiktist aftur og var frá vinnu 1968 til 1970. En eftir að ég komst á lappir aftur hef ég farið í simd hvern einasta dag áður en ég fer í vinnuna á morgnana. Ég tel þetta vera bráð- nauösynlegt fyrir mig, bæði andlega var að koma inn fyrir 40 árum. Þá var fullt af fólki sem bjó við svipaðar aðstæður og ég, hafði ekki farið í neitt langskólanám og var að gera hvort tveggja í senn, að vinna fyrir sér og að reyna að skapa það um- hverfi fyrir sjálft sig og félaga sína í hreyfingunni sem það sá fyrir sér í draumnum. Nú höfum við svo mikið af ungu og vel menntuðu fólki sem er búið að fara í gegnum hvers konar sérfræðinám. Það fólk er sparara á sig vegna þess að þaö þekkir betur takmörk sín en við gerðum. Við fór- um þetta meira af viljanum en þekk- ingunni og mættinum. Út á það feng- um við auðvitað reynslu. Það er rétt að ég kem úr svipuðum grunni og Eövarð Sigurðsson, sem þú nefndir áðan. Hann var ekki lang- skólagenginn maður en ég tel að hann hafi verið fjölmenntaður. Hann hafði gríðarlega mikla þekkingu á öllu sem viðvék verkalýðsmálum, bæði hér heima og erlendis." Byggði mitt hús sjálfur „A mínum ferh reyndi ég að gera eitthvað í líkingu við þetta því ég hafði aldrei tækifæri til að fara í langskólanám. Ég var strax kominn á fullt í atvinnulífinu og í félagsmála- störfunum. Auðvitað hefði maður átt að gefa sér tíma til að sækja sér ein- hverja menntun en ég gerði það ekki. Samtímis þessum félagsmálastörfum var ég að byggja upp fjölskyldu og heimili. Þá gengu menn ekki inn í félagslegt íbúðakerfi, menn byggðu Nýkjörinn forseti ASÍ ræðir við forvera sinn, Ásmund Stefánsson, og Láru V. Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra Alþýðusambandsins. og líkamlega. Líkamlega vegna þess að ég má ekki stirðna og get ekki setið mjög lengi vegna þeirra líkam- legu áverka sem berklamir skildu eftir sig. Andlega vegna þess að ég sæki upplyftingu til vina minna í Pottflokknum og það er mér afar mikilvægt.“ Síðasti móhíkaninn - Ef við víkjum aðeins að kjöri þínu hér á þinginu. Sumir segja að þú ættir frekar að vera að kveðja sem forseti ASÍ en að hefia ferilinn. Ertu að bjarga einhverri foringjakreppu í verkalýðshreyfingunni? „Ég tel að það sé mjög mikið af ,ungu og hæfu fólki sem er að koma upp innan verkalýðshreyfingarinn- ar. Það hef ég fundiö hér á þinginu. Margt af Jiví kom inn nýtt á síðasta þingi ASI. Margt af þvi hefði getað tekið þetta starf að sér. Það telur sig hins vegar ekki vera tilbúið til þess, vill fá lengri aðlögunartíma og meiri reynslu. Mér finnst ég vera að taka að mér að gefa því þennan aðlögun- artíma. Ég sé fyrir mér á næsta þingi, eftir þrjú og hálft ár, að það verður ekki vandamál að fá menn. Það verð- ur frekar vandi að velja úr.“ - Það sagði við mig þingfulltrúi að þú væri sá síðasti úr hópi verkalýðs- foringja, vel gefinna manna, sem ekki áttu þess kost að fara í lang- skólanám en hefðu stundað sjálfs- nám. Hann talaði þar um menn eins og Eðvarð Sigurðsson og Bjöm Jóns- son. Hann taldi að þú værir sá síð- asti úr þessum hópi, þú værir síðasti móhíkaninn? „Það eru auðvitað allt aðrar að- stæður í þjóðfélaginu nú en þegar ég húsin sín sjálfir. Mitt hús byggði ég alfarið sjálfur, gróf grunninn, sló upp, steypti, pússaði og málaði. Það eina sem ég sá ekki um voru lagnim- ar í húsinu. Sem betur fer hefur þetta breyst á þessu 40 ára tímabili sem ég hef reynslu af. Og það hefur breyst fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingar- innar.“ Að róa á trillu -Það er ef til vill út í hött að spyija jafn störfum hlaðinn mann og þú ert hvort þú eigir þér einhver tóm- stimdamál? „Já, ég á þau. Ég hef afskaplega gaman af að fara á sjó. Ég geri það flest sumur að komast á handfæri á trillu. Það þykir mér eitt þaö skemmtilegasta sem ég geri. Ég nýt einnig þeirra forréttinda að eiga hlut í gömlum bæ, sem er sumarhús norð- ur á Homströndum. Fyrri kona mín, sem dó fyrir 20 árum, var ættuð frá Homi á Homströndum. Ég og bömin okkar höfum haldið bænum við. Og fátt veit ég betra en að kúpla mér út úr öllu amstri, fara vestur á Hom- strandir og dunda mér þar. Betri sumarfrí þekki ég ekki.“ - Lokaspuming til nýkjörins forseta Alþýðusambands íslands. Em verk- fóll orðin úrelt baráttutæki? „Verkfall er og hefur alltaf verið neyðarúrræði. Stundum verður aö leysa neyð með neyðarúrræðum. Þess vegna em verkfóll ekki úrelt. Við getum þurft að gripa til þeirra. En við viljum fyrst og fremst leysa öll mál eftir skynsemisleiðum en ekki bara af því afli sem við vitum að býr í verkalýðshreyfingunni." -S.dór/hlh Ur frændgarði Benedikts Davíðssonar forseta ASÍ Guðm.J.Guðmundss. form. Dagsbrúnar Sólveig Jóhannsd. húsm. í Rvk Jóhann Jóhanness. b. í Heysholti Sólveig Gísladóttir húsfr. á Narteyri Össur Kristinsson stoðtækjasmiður h Lilja Össurardóttir 1 húsm. í Rvk Jóna M. Sigurðard. húsfr. ÍTungu Benedikt Davíðsson forseti ASÍ Benedikt Sigurðsson skipstj. Patreksfirði Sigurður Gfslason bókbindari í Botni _______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________: Gísli Ólafsson pr. í Sauðlauksdal ] Sigríður Magnúsd. húsfr. í Sauðlauksd. 1 Ingibjörg Sigurðard. húsfr. í Botni Elín Sveinbjörnsd. húsm. á Patreksfirði Gísli Sveinbjörnsson b. á Uppsölum Sveinbjörn Magnuss. b. ÍTungu, Tálknaf. Magnús Magnússon b. á Hærri-Vaðli Hervör Asgeirsdóttir húsft á Hærri-Vaðli Steinunn Gísladóttir húsfr ÍTungu , Gísli Jónsson || b. i Skálmarnesmúla I r .......................1 Arni Friðriksson fiskifræðingur í Rvk Friðrik Sveinsson b. á Króki, Arnarf. Sveinn Gíslason b. á Klúku Guðný Sveinsdóttir húsfr Skálmarnesm. Elín Ebenesersdóttir húsfr. Vinamóti Elin Jónsdóttir húsfr. á Vaðli Ebeneser Þórðarson b.áVaðli Þórður Jónsson b. í Haga, Barðastr. Ingibjörg Jónsdóttir | húsfr. i Haga Davið J. Jónsson smiður á Geirseyri Sigríöur Bjarnadóttir húsfr á Geitagili Sigríður Bjarnadóttir húsfr. á Bakka Bjarni Torfason b. á Bakka, Tálknaf. Jón Hjálmarsson Hjálmar Sigmundss. 1 b. á Geitagili b. á Stökkum Elín Ólafsdóttir Ólafur Magnússon 1 Kristin Siamundsd. | húsfr. i Stakkadal 1 b. í Naustabrekku 1 Anna G. Torfadóttir húsfr. Stakkadal l Gunnar Guðmundss. fv. hafnarstjóri i Rvk María Torfadóttir húsfr. Breiðuvík Leifur Þórarinsson tónskáld i Rvk Halldóra D. Torfad. húsfr. að Lambavatni Torfi Jónsson Jón Torfason b. í Kollsvík b. í Hænuvík I Þórarinn Kristjánss. sfmritari á Seyðisf. Kristín Þórarinsdóttir læknisfrú á Seyðisf. Þórarinn Guðmundss. | Guðm. Jónsson kaupm. á Seyðisfirði 1 pr. f Árnesi IPVI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.