Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. 17 Jólagetraun DV hefst á mánudag: Vinningar fyrir 304 þúsund krónur Vinningar í jólagetraun DV eru nú veglegri og fleiri en nokkurn tíma, 25 talsins. Samanlagt verðmæti þeirra er 303.800 krónur. Fyrsti og um leið glæsilegasti vinn- ingurinn er fullkomið 29 tomma Sony KV-X2953 sjónvarpstæki með Nicam-víðóm (stereo) að verðmæti 149.900 krónur staðgreitt. Mynd- lampinn í þessu tæki er afar vandað- ur, Flat&Square Hi-Black Trinitron, þar sem notast er við svokallaða Fine-Pitch tækni. Til að koma víðóma hljóðinu til áhorfenda er 2X30 vatta magnari í sjónvarpinu og tengimöguleikar fyrir aðra hátalara. Allar stjómaðgerðir koma fram á skjá en tækinu er stjómaö með afar fullkominni en handhægri fjarstýr- ingu. í tækinu er búnaður til mót- töku textavarps. Tengja má tækið við hljómtæki en í því er super VHS- tengibúnaður fyrir bæði mynd- bandstæki og.tökuvél. Önnur verðlaun eru einnig mjög glæsileg: Goldstar F303 hljómtækja- samstæða að verðmæti 52.500 krónur staðgreidd. Þetta er hljómtækjasam- stæða með öflu: 200 vatta magnara, útvarpi, geislaspilara, tvöfoldu kass- ettutæki, plötuspilara, hátölumm og fjarstýringu. Þriðju verðlaun em Goldstar CD- 250 ferðageislaspilari að verðmæti Fyrstu verðlaun i jólagetraun DV eru 29 tomma Sony sjón- varpstæki frá Japis með víðóm (stereo) að verðmæti 149.900 krónur. 15.700 krónur staðgreiddur. Þessum netta geislaspilara fylgir flarstýring. í honmn em aflir hefðbundnir mögu- leikar til að stjóma lagavali. Hann má tengja við hefðbundin hljómtæki. Til að vemda spflarann gegn hnjaski fylgir sérstök burðaraskja. 4.-13. verðlaun em Yoko útvörp 2.-25. verðlaun eru irá Radióbúðinni: Goldstar F303 hljómtækjasamstæða að verðmæti 52.200 krónur, Goldstar CD-250 feröageislaspilari að verðmæti 15.700 krónur, 10 Yoko útvarpstæki með kassettutæki og hljóönema að verðmæti 5.060 krónur hvert og 10 Yoko útvarpstæki með hljóðnema aö verðmæti 2.950 krónur hvert. með kassettutæki og hljóðnema, hvert að verðmæti 5.060 krónur stað- greitt. í útvarpinu er bæði FM- og AM-bylgja en hljóðneminn gerir manni kleift að syngja með þegar uppáhaldslögin em í útvarpinu eða spiluð af kassettu. Þá má einnig taka sönginn upp. 14.-25. verðlaun era Yoko útvörp með hljóðnema, hvert að verðmæti 2.950 krónur staðgreitt. í útvarpinu er bæði FM- og AM-bylgja en hljóð- neminn gerir manni kleift að syngja með þegar uppáhaldslögin em í út- varpinu. 4.-25. verðlaun em frá Rad- íóbúðinni. 25 heppnir þátttakendur í jólaget- raun DV munu hreppa einhvern þessara vinninga og því er um að gera aö vera með í skemmtflegri jóla- getraim sem birtast mun 10 sinnum í blaðinu frá og með næsta mánudegi. Jólagetraun DV: Hver er málarinn? Það vita kannski ekki margir en það er hins vegar staðreynd að í Jóla- sveinalandi er mjög öflugur kvöld- skóli. Þegar jólasveinamir era ekki að hamast við að búa tU og pakka inn gjöfum reyna þeir að afla sér mennt- unar í teUcningu, tungumálúm, leir- mótun og fleim nytsamlegu. En það er sparað í Jólasveinalandi eins og víða annars staðar og því hefur nokkrum námskeiðum verið skellt saman. Þar á meðal em námskeið í samtímasögu og flstfræði. Samblöndunin hefur náttúrlega haft áhrif á þessi námskeið, ekki síst þegar nemendumir hafa verið að mála eftirlíkingar af þekktum lista- verkum. Uppmnalegu fyrirmynd- imar koma mörgum kunnuglega fyr- ir sjónir en það vill vefjast fyrir jóla- sveinunum og fleirum hveijir mál- uðu þær. Jólagetraun DV gengur að þessu sinni út á að nefha listamann- inn, þann sem málaði upprunalegu myndirnar. Jólagetraim DV er í 10 hlutum. í hveijum hluta getraunarinnar birt- ist eftirlíking af þekktu listaverki í sérstakri jólasveinaútfærslu. Les- endur geta síðan valið á mifli þriggja nafna og eiga að krossa við eitt þeirra, nafn þess sem þeir telja að hafi málað upprunalegu myndimar. Til að auðvelda leikinn er oft gott að nota útilokunaraðferðina. Fyrsti hluti jólagetraunarinnar birtist mánudaginn 30. nóvember en 10. og síðasti hlutinn fostudaginn 11. desember. Krossið við það nafn sem þið teljið rétt, klipppið út og geymiö getrauna- seðlana. Það má ekki senda okkur svörin fyrr en öllum 10 getraunaseðl- unum hefur verið svarað. Skilafrestur verður tilkynntur síð- ar. Góða skemmtun! WWWWV HVAÐ ÆTLAR ÁFENGISVARNARÁÐ 0BLINAÐARBANKIISLANDS LANDSSAMBANDIÐ GEGN ÁFENGISBÖLINU RAUÐI KROSSINN UMDÆMISSTÚKA SUÐURLANDS NR. 1 VINABÆR ÞINGSTÚKA REYKJAVÍKUR - Veist þú að með tilkomu bjórsins jókst heildarneysla 13-19 ára stúlkna á áfengum drykkjum um 6%? - Veist þú að með tilkomu bjórsins jókst heildarneysla 13-19 ára drengja á áfengum drykkjum um 63%? - Veist þú að með tilkomu bjórsins hefur upphafsaldur áfengisneyslu lækkað með ógnvænlegum hraða? - Veist þú að þriðja hver fjölskylda á um sárt að binda af völdum áfengisneyslu einhvers eða einhverra í fjölskyldunni? - Er ekki tímabært að staldra við á Bindindisdegi fjölskyldunnar og spyrja sig: Hvaða framtíð kýs ég börnum minum? Hver er framtíð fjölskyldunnar? Árleg söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar hefst á Bindindisdegi fjölskyldunnar. Hvernig væri að halda upp á daginn með því að gefa andvirði einnar bjórkippu í söfnunina? Bindindisdagur fjölskyldunnar - ekki bara í dag! i. o. G. T. STÓRSTÚKA ISLANDS <SIr HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.