Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblaö 150 kr. Þvert á flokka Stj órnmálaumræðan hefur að mestu leyti snúist um tvö stórmál undanfama daga. Annars vegar efnahags- ráðstafanir ríkisstj ómarinnar og hins vegar afstöðuna til Evrópska efnahagsvæðisins. Stjómar- og stjómar- andstaöa deila hart eins og vonlegt er en það er ekki síður deilt innan flokkanna sjálfra og svo virðist sem stærstu og þýðingarmestu málin valdi verulegum ágreiningi í einstökum stjómmálaflokkum. Tveir flokkar halda flokksþing um þessar mundir. Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur halda flokksþing og flokksstjómarfund og þar em bæði EES og efnahags- ráðstafaniraar á dagskrá. Framsókn veitist létt að gagn- rýna ríkisstjómina í efnahagsmálunum eins og stjómar- andstöðuflokka er siður en Evrópska efnahagssvæðið flækist öllu meira fyrir flokksmönnum. Steingrímur Hermannsson og fylgismenn hans hafa reynt að beita fyrir sig stjómarskrá og formsatriðum til að þurfa ekki að lýsa yfir stuðningi við EES. Hins vegar hefur Halldór Ásgrímsson verið sagður hlynntur samningnum og hef- ur raunar þann eina fyrirvara að hann vilji sjá í höfn samkomulag um veiðiheimildimar. Samband ungra framsóknarmanna hefur nýlega ályktað um EES og þar var aðeins naumur meirihluti á móti samningnum. Þannig er Framsóknarflokkurinn klofinn í afstöðu sinni til EES og engin stefna mótuð. í Alþýðuflokknum er hart deilt um efnahagsráðstaf- animar og Jóhanna Sigurðardóttir hefur farið fyrir þeim hópi sem telur að aðgerðir ríkisstjómarinnar bitni harkalega á launafólki, jafnt í sköttum, afnámi bóta og kaupmáttarrýmun. Hér er augsýnilega deilt um áhersl- ur og ákvarðanir sem snerta sjálfa jafnaðarstefhuna og alþýðuflokksmenn sýnast sltiptast í tvær fylkingar vegna þess að Jóhanna er ekki ein á báti með andóf sitt. I Sjálfstæðisflokknum em að rísa hatrammar deilur um gjald í hinn nýja Þróunarsjóð og snerta grundvaUar- stefnumál flokksins. Krisfján Ragnarsson talar þar máh útgerðarmanna og einkaframtaksins sem alla tíð hefur átt mikil ítök í flokknum. Nýlega kom skoðanaágreiningur upp hjá Kvennaiist- anum varðandi EES og hstinn gengur þar klofinn til afgreiðslu á því máh á Alþingi. Aht ber þetta vott um ágreining sem gengur þvert á allar flokkslínur og stefnur, óhkt því sem áður var í shkum stórmálum, að stjómmálaflokkamir vom ann- aðhvort með eða móti í krafti stefnu og lífsskoðana sem þeir vom myndaðir um. Deilur innan einstakra flokka þurfa ekki að vera veikleikamerki. Sú tíð er líka sem betur fer hðin að flokksmenn séu handjámaðir af forystu flokka og svín- beygðir til fylgispektar. Kjarni þessa máls er hins vegar sá að stjómmálaflokkamir em ekki samansettir af jafn sterkum hugmyndafræðilegum forsendum og áður. Flokkaskipanin er úrelt að þessu leyti og hefur ekki annað upp á sig en að vera tæki fyrir þá menn og kon- ur sem sækjast eftir frama og forystu í stjómmálum. Bókstafir flokkanna 1 kjörklefunum er það eina sem sameinar þá. Að öðm leyti er hver höndin upp á móti annarri eins og dæmin sanna. Stóm málin 1 íslenskum stjómmálum ganga þvert á aha flokka. Meðal annars gerir það að verkum að sí- feht stærri hluti þjóðarinnar er óflokksbundinn. Fólkið íjarlægist flokkana um leið og flokkamir garlægjast fólkið. Ehert B. Schram -Repjumnman mikla er einn arfur- inn eftir Nixon Repjubardaginn mikli milli samningamanna Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins, um styrkjakerfi í landbúnaði og við- skiptareglur, hefur undanfama mánuði teflt í tvísýnu árangri af sex ára samningaumleitunum um drýgsta skref í hálfan fimmta ára- tug til aö örva heimsviðskipti með því að aflétta viðskiptahömlum á þrettán nýjum sviöum. Eftir árang- ur síðustu samningalotu Banda- ríkjanna og EB ætlar GATT, Al- menna samkomulagið um tolla og viðskipti, að taka á ný til óspilltra málanna við að ganga frá þessu verkefni. Rætur repjubardagans má rekja aftur til ársins 1973. Þá voru evr- ópskir bændur fyrir löngu orðnir háðir innflutningi sojabauna frá Bandaríkjunum til aþ vinna úr olíu aö nota í fóðurblöndur fyrir bú- stofn sinn. En þetta ár varö upp- skerubrestur á sojabaunaekrum í Bandaríkjunum. Aö kröfu banda- rískra kúabænda setti Richard Nixon, þáverandi forseti, algert bann á útflutning sojabauna af tak- markaðri uppskeru. Evrópsku bændumir, sem gerst höfðu háðir bandarísku afurðinni, stóðu uppi með kvikfé sitt í svelti. Þessi reynsla varð til þess að evr- ópsk stjómvöld og bændasamtök tóku saman höndum um að búa svo um hnúta aö Evrópumenn væm ekki lengur svona háðir brigðulum baunasendingmn frá Bandarikjun- um. Loftslag og jarðvegur í Vestur- Evrópu henta ekki ýkja vel til soja- baunaframleiöslu en þar spretta með ágætum tvær jurtir sem bera fræ hentugt til fóðurolíuvinnslu. Þær era repja og sólblóm. Einkum hefur repjuræktun vaxið óðfluga, eins og þeir geta borið um sem séð hafa skærgular ekrur þaktar repju- blómum í Frakkiandi, írlandi og víðar. Síðari árin hefur framleiösla evr- ópskra bænda á olíufræi fariö verulega fram úr heimaþörfum og afgangurinn farið til útflutnings með útflutningsstyrkjum í sam- ræmi viö sameiginlega landbúnaö- arstefnu EB. Þessu hefur Banda- ríkjastjóm ekki viijað una, sagt sojabændur sína sæta skaða af völdum undirboða á heimsmarkaði af hálfu EB á repjufræi. Svona stóðu mál þegar banda- rísku ráðherramir Edward Madig- an og Carla Hills og framkvæmda- stjómarmenn EB Frans Andriess- en og Ray MacSharry settust aö samningaborði í Washington í síð- ustu viku. Aö tveim sólarhringum liðnum var niöurstaöa fengin, á þann veg að báöir aðilar gátu tínt til atriöi sem sýndu aö þeir hefðu haft sitt mál fram. Bandaríkjamenn féllu frá kröfu um magntakmörkun á ræktun ol- íufræja í löndum EB og tóku í stað- inn tílboði um aö fræekrur þar skyldu ekki fara yfir 5.128.000 hekt- ara og að 15% þeirra skyldu hggja í órækt á næsta ári og 10% ár hvert þaðan í frá. Framleiðsla ættí með þessu mótí að fara úr 13 milljónum tonnum í fyrra niður 1 8,5 til 9,7 milljónir tonna. Sömuleiðis náðist samkomulag um heildarlækkun framleiðslu- styrkja tíl landbúnaöar. Banda- rísku styrkimir lækka um 20% og er sú lækkun talinkomin fram nú þegar. Styrkir úr landbúnaðarsjóði EB verða takmarkaöir á tvennan hátt, bæði í framleiðslúmagni og verömæti. Næstu sex ár verður styrkt framleiðslumagn innan EB rýrt um 21% miðað viö meðaltal nýliðinna ára. Það þýðir skerðingu um 38% frá yfirstandandi ári vegna metuppskeru. Jafnframt lækka styrkir í peningum um 36% á sama árabili. Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Framkvæmdastjóm EB hefur nú staðfest og tilkynnt stjómum aðild- arríkja að niðurstaðan í Washing- ton rúmist innan þeirra takmark- ana á fiárframlögum til sameigin- legu landbúnaðarstefnunnar sem bandalagið sjálft hafði ákveðið í maí í vor. Áöur hafði franska sfiómin dregiö í efa aö svo væri. Eins og einatt endranær, þegar í odda hefur skorist út af landbúnaö- arstefnunni milli bænda í löndum EB og sfiómvalda, er það franska ríkissfiómin sem mest mæðir á. Franskir bændur eru herskáir svo af ber og hafa undanfama daga sest um ráðhús og lögreglustöðvar með heybálum og mykjuhlössum, ráöist á bandarísk fyrirtæki og bar- ist við lögreglu úti fyrir þinghúsinu í París. Þar var Pierre Bérégovoy forsæt- isráðhérra þá að mæla fyrir álykt- un um traust á afstöðu sfiómar sinnar til samkomulags fram- kvæmdasfiómar EB við Bandarík- in og til samninganna á vegum GATT. Afstaðan er í stuttu máli sú að franska sfiómin muni ekki sam- þykkja aðra niöurstöðu en þá sem fullt tillit taki til franskra hags- muna. Þetta þýöir í rauninni aö lokaaf- stööu er skotið á frest. Samninga- menn GATT ætla að taka sér tíma fram í miðjan næsta mánuð til að leysa ýmis ágreiningsmál sem enn standa eftir úr sex ára samninga- umleitunum. Síðan ætla þeir aö minnsta kostí tvo mánuöi til að ganga frá tæknilegum atriöum og endanlegum texta. Undirritun get- ur því dregist fram í mars en í þeim mánuði verður kosið til þings í Frakklandi. Við þessa tímaáætlun miðar ein- mitt franska sósíalistastjómin sína hemaðaráætlun gagnvart sfióm- arandstöðu hægri flokkanna. Sfiómin hefur af litlum vinsældiun að státa og sósíalistum er spáð verulegu tapi í kosningunum. Það gæti orðið hrun ef á undan væri farin höfuðorasta við reiða bændur með bardögum víða um landið. Eft- ir kosningar yrði það svo verkefni nýrrar ríkissfiómar hægri manna að taka afstööu til samninganna og viðbragða bænda. Gaullistar og bandamenn þeirra vilja umfram allt losna við þann kaleik og kröfðust því þess að Bé- régovoy forsætisráðherra lýsti skorinort yfir að franska sfiómin myndi beita neitunarvaldi viö sam- komulagið frá Washington í ráð- herraráði Evrópubandalagsins. Þá kröfu leiðir forsætisráöherrann hjá sér af ýmsum ástæðum. Á þessari stundu væri hótun um beitingu neihmar valds vís til að einangra Frakkland í EB og Francois Mitt- errand forseti hefur lýst yfir að slíkt megi ekki gerast. En einnig kemur til að beiting neitunarvalds í ráðherraráðinu er ekki einfalt mál. Samkvæmt sam- komulagi, kenndu við Luxemburg, verður þá að skírskota til brýnna þjóðarhagsmuna og vandi væri að sýna fram á að repjudeilan varði svo miklu. Enginn ágreiningur er hins vegar um að aukinn meiri- hluta þarf í ráðherraráöinu til að samþykkja samkomulagið við Bandaríkin en til stöðvunar þyrfti þá Frakkland að fá með sér eitt af stærri ríkjunum, svo sem Ítalíu eða Þýskaland, eða tvö þeirra smærri, til aö mynda Grikkland og Portú- gal. Og þegar á allt er litiö vill svo kaldhæðnislega til að franskur landbúnaður hefur best skilyrði í greininni í EB til að standast lækk- anir styrkja og útflutningsbóta. Búin era upp til hópa þau arðbær- ustu í bandalaginu þar sem hins vegar bændur í Suður-Þýskalandi era langtum verr settir, jarðir smá- ar og land harðbýlt enda era það þýskir bændur sem hirt hafa lang- mest hlutfallslega af landbúnaðar- framlagi EB. Magnús T. Ólafsson Pierre Bérégovoy forsætisráðherra (t.h.) ráðgast við Jean-Pierre Sois- son landbúnaðarráðherra áður en hann hefur framsögu á þingi i París fyrir ályktun um viðskiptasamningana. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.