Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. Skák Nýjar hraðskákreglur Alþjóða skáksambandsins: Nú má hróka „langt" á kóngsvæng Garrí Kasparov tók Argeotínumanninn Pablo Zarnicki í kennslustund f Buenos Aires í síðasta mánuði. Svo mikið lærði Zarnicki af skákinni að skömmu síðar var hann orðinn heimsmeistari unglinga. Á vinnustöðum er gjarnan teílt í matar- og kaffitímum og jafnvel þess á milli ef dauðar stundir gef- ast. Þessar „kaffihúsaskákir" vilja verða hinar æsilegustu enda ekki hundrað í hættunni ef ein skák fer illa, eða tvær. Oftast er leikið í mesta bróðemi enda þrífast svik og prettir ekki á skákborðinu - reglur um gang taflmannanna eru skýrar og auðskildar og eru enn óbreyttar frá því á miðöldum. Þess eru þó dæmi að hitnað hafi í kolunum. Einhveijum verður það á að snerta riddarann en sér sig um hönd og ákveður að leika bisk- upnum. „Snertur maður hreyfð- ur,“ segir mótherjinn og hugsar sér gott til glóðarinnar því að riddara- stökkið leiðir bersýnilega beint til glötunar. Þegar teflt er með skák- klukku geta einnig ýmis óvænt at- vik komið upp sem vert er að kunna skil á. Á kappmótum hafa „bráðaban- ar“ af ýmsu tagi rutt sér til rúms - skákir með styttri umhugsunar- tíma sem þjóna þeim tilgangi ein- um að skera úr um úrslit. Þá er því oftast þannig farið, t.d. í 30 mínútna skák að þegar annar eða báðir keppendur eiga 5 mínútur eftir gilda hraðskákreglur. Sérstakar reglur um hraðskákir þegar hvor keppandi hefur 5 mínútur til um- hugsunar á alla skákina, voru sam- þykktar í nýrri og breyttri mynd á þingi alþjóðaskáksambandsins, FIDE, í sumar. Töpuð skák við þriðja brot Margt er nýstárlegt í þessum reglum, sumt einkennilegt en ann- að fagnaðarefni. T.d. er þar að finna ýmis viðurlög sem skákstjóri getur gripið til. Þannig bætist mínúta við umhugsunartíma andstæðingsins ef keppanda verður það á að fella skákklukkuna um koll. Sá sem veltir um taflmönnum veröur að setja þá upp á sínum tíma og getur andstæðingurinn stutt á klukkuna ef honum sýnist svo. Sem fyrr verð- ur að styðja á skákklukkuna með sömu hendi og leikið er með, nema hrókfæra má með báðum höndum samtímis. Við fyrsta brot aðvarar skákstjóri þann sem leikur með hægri en styður á klukkuna með vinstri (eða öfugt). Við annaö brot fær andstæðingurinn mínútu til viðbótar; við þriðja brot er skákin dæmd töpuð. Snertur maður er hreyfður. Ef keppandi kemur við mann en leik- ur síðan öðrum, má andstæðingur- inn styðja aftur á klukkuna og krefjast þess að hann leiki þeim manni sem hann snerti fyrst. Við fyrsta brot gefur skákstjóri aðvör- un; við annað brot fær andstæðing- urinn mínútu og við þriðja brot er skákin töpuð. Ólöglegan leik verður að leiðrétta á eigin tíma. Ef keppanda verður það á að leika ólöglegan leik og styðja á klukkuna er of seint að leiðrétta hann. Andstæðingurinn verður hins vegar aö krefjast vinn- ings áður en hann hefur svarað leiknum. Ef hvorugur tekur eftir ólöglegum leik er of seint að gera eitthvað í málinu síðar. Beðið eftir drottningu Sá sem fellur á tíma tapar skák- inni en andstæðingurinn verður að taka eftir því. Áhorfendum er óheimilt aö skipta sér af skákum og mega ekki vekja athygli á því ef tíminn er runninn út. Gerist það hefur skákstjórinn heimild til þess að dæma skákina ógilda og aö hefja verði leik að nýju. Og hann getur vísað áhorfandanum málglaða úr salnum. Skákin er jafntefli ef annar kepp- anda fellur á tíma en andstæðing- urinn hefur ekki nægan liðsafla til þess að máta. Nægur liðsafli er skilgreindur þannig að mögulegt sé aö stilla upp stöðu þar sem mót- heijinn er óveijandi mát í næsta leik. Dæmi um þetta er staða þar sem báðir eiga kóng og hrók. Skák- in er jafntefli því að ekki er mögu- legt að stilla upp stöðu þar sem andstæðingurinn er óveijandi mát í næsta leik (t.d. hvítt: Kg6, Ha7; svart: Kg8, Hh8. Svartur verst máti í næsta leik með 1. - Kf8, eða 1. - Hh6+). Þá er skákin jafntefli ef sama staða kemur fram fjórum sinnum og þarf sá sem krefst jafnteflis þá að telja upphátt og stöðva síðan klukkuna eftir að staðan kemur fram í fjórða sinn. í reglunum segir einnig aö skákin sé jafntefli komi fram „dauð“ staða, án þess það sé nánar skilgreint en væntanlega er átt viö stöðu þar sem hvorugur getur nokkuð aðhafst. Margir kannst við það, þegar peði er leikið upp í borð á síðustu sek- úndunum og ætlunin er að vekja upp drottningu. En engin drottning er tiltæk og því flýgur peðið um taflborðiö í næstu leikjum í drottn- ingarlíki. I nýju hraðskákreglunum segir að ef peði er leikið upp í borð, megi hvor keppandi sem er stöðva klukkuna, þar til búið er að finna uppvakning. Keppandinn ræður því hvort hann vekur upp riddara, biskup, hrók, eða drottningu. Skákstjóri ákveður til hvorrar handar skákklukkan snýr en svartur ræður hvorum megin við borðið hann situr. Þriggja leikja reglan Nú verða skákmenn að gæta þess vel að rétt sé raðað upp í byijun Umsjón Jón L. Árnason tafls. Eftir þriðja leik í skákinni er ekki hægt að krefjast þess að hefja leikinn að nýju og gildir þetta þótt upphafsstaðan sé röng, taflborðið snúi vitlaust, eða ef láðst hefur að stilla klukkuna. í þessu samhengi er þess getið í nýju reglunum að ef í ljós kemur að kóngur og drottning hafa óvart skipt um sæti (t.d. hvítur kóngur á dl, hvít drottning á el) er heimilt að hróka „stutt“ á drottningar- væng, eða hróka „langt“ á kóngs- væng! Þessi regla er nokkuð skond- in og jaðrar við að vera breyting á mannganginum. Hvað sem þessu líður, þá er eng- inn vafi á því að hraðskákreglur þurfa að vera ítarlegar enda margt óvænt sem gerist þegar tíminn er að fjara út. Skemmst er að minnast skákar Karpovs við Tsjemín í bráðabana á stórmótinu í Tilburg á dögunum. Tsemín lék lævísan kóngsleik með fráskák frá hrók sem Karpov gætti sín ekki á - báð- ir alveg að falla á tíma. Karpov snerti drottninguna en sá þá að kóngurinn stóð í skák. Hann varð því að leika drottningu sinni á milli í opinn dauðann og þetta varð til þess að Tsjemín sló hann út úr keppninni. Heims- meistaraglíma Klukkufjöltefli Garrí Kasparovs við argentínska landsliðið í Buenos Aires í síðasta mánuði hafa verið gerð nokkur skil í DV. Hann tefldi þar tvöfalda umferð á sex borðum, vann 4-2 og 5-1 - tapaði aðeins einni skák, fyrir Ricardi. Meöal andstæðinga Kasparovs var hinn 19 ára gamli Pablo Zamicki sem skömmu síðar sigraði á heimsmeistaramóti unglinga. Zamicki hélt jöfnu í fyrri skákinni gegn Kasparov en varö að játa sig sigraðan í þeirri síðari. Tafl- mennska Kasparovs í þeirri skák var raunar afar lærdómsrík og hef- ur efalítið verið Zamicki.gott vega- nesti á heimsmeistaramótið. Kasparov sýnir á sígildan hátt hvemig svara skal ótímabærri framrás á kóngsvæng. „Sókn á væng skal svara með sókn á mið- borði,“ segir gamalt máltæki, sem Kasparov kann bersýnilega góð skil á. Hvítt: Pablo Zarnicki Svart: Garrí Kasparov Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Be2 Be7 7. 0-0 0-0 8. f4 a6 9. Be3 Dc7 10. Del?! Enn var ekki of seint að leika 10. a4 og spoma við framrás svarts á drottningarvæng. Það er óná- kvæmt að leika biskupnum svona snemma á e3 í þessu afbrigði. Svartur fær nú þægilegt tafl. 10. - b5 11. Bf3 Bb7 12. a3 Rbd7 13. Dg3 Hac8 14. Hael Ba8 15. Khl Kh8 16. Df2 Db8 17. Bcl Hvítur gerir sér grein fyrir að biskupinn stendur afleitlega á e3 og opnar sjónlínu hróksins. 17. - Rb6 18. g4? Liður í áætluninni en svartur er vel undir þetta búinn. ABCDEFGH 18. - d5! 19. e5 Re4! 20. Rxe4 dxe4 21. Bxe4 Þiggur peðsfóm heimsmeistar- ans en eins og framhaldið leiöir í ljós varö hann að reyna 21. Bg2. 21. - Bc5! 22. c3 Ekki 22. Kgl Hfd8! 23. c3 Bxd4 24. cxd4 Hxcl 25. Hxcl Bxe4 með vinn- ingsstöðu á svart. 22. - Bxd4 23. Dxd4 Hc4 24. Dd3 Hd8 25. Df3 Hxe4! 26. Hxe4 Ra4 27. b4 Hvað annað? Svartur hótaði 27. - Rc5 og 27. Be3 var svarað með 27. - Db7 og hrókurinn fellur. 27. - Hc8! Og hvítur gafst upp. Ekki fer á milli mála að hvítur mátti alls ekki þiggja peðsfóm svarts. Lærdóms- ríkt! -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.