Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. r|j! TALES *® cpypt.. :# i -f- | '• t, - iw V, » t | * ■ * f ^ l’É^' m Ik • THE DOCTOR Útgefandi: Biómyndir: Leikstjóri: Randa Haines. Aðalhlutverk: William Hurt, Christine Lathi og Elizabeth Perkins. Bandarísk, 1991 - sýningartimi 117 mín. Leyfö öllum aldurshópum. Jack McKee (William Hurt) er virtur skurðlæknir sem hefur miklar tekjur, auk þess sem hann nýtur starfsins til fuUnustu. Sjúkl- ingamir, sem hann meðhöndlar, eru oft tilefni gamansamra um- ræðna þegar staðið er yfir skurðar- borðinu. Hvemig andleg líðan þeirra er fyrir uppskurð eða hvem- ig þeim líður við úrskurð um veik- indi er eitthvað sem honum kemur ekki við. Fyrir honum er sem sagt lífið akRúrat eins og það á aö vera þar til haim finnur fyrir verkjum í hálsi og hóstar blóði. Hann fer til sérfræðings innan sjúkrahússins sem setur hann tafarlaust í rann- sókn og þar með er McKee kominn hinum megin við borðið og á hann VVILUAM HukT DOCTOR erfitt með að sætta sig við þá með- höndlun sem hann fær en hún er nákvæmlega sú sama og sjúklingar hans fengu. Æxli finnst í hálsi hans og reyn- ist það iilkynja. Hann er hinn erfið- asti og það er ekki fyrr en hann kynnist hinni dauðvona June, sem hefði veriö hægt að bjarga ef lækn- amir hefðu ekki verið á kafi í lífs- gæðakapphlaupinu, að augu hans opnast fyrir þeirri veröld sem sjúklingar á spítölum þurfa að horfast í augu við daglega. Hættan við kvikmynd eins og The Doctor er að viðkvæmur söguþráð- ur geri myndina melódramatíska og jafnvel væmna en leikstjórinn, Randa Haines, forðast allt slíkt og er fyrri hluti myndarinnar í raun kaldur og raunsær. En eftir að June kemur til sögunnar mýkist myndin til muna. Það má kannski segja að raunsæiö víki fyrir skáld- skapnum í síðari hlutanum og hættunni sé um leið boðið heim en þá kemur afbragsleikur Williams Hurt því til leiðar að myndin dettur aldrei niður í neina meðal- mennsku. -HK Myndbönd Kvöldsögur PARKER KANE Útgefandi: Háskólabfó. Leikstjóri: Steve Perry. Aðalhlutverk: Jeff Fahey, Marisa Tomei og Zakes Mokae. Bandarisk, 1990 - sýningartimi 100 min. Bönnuö börnum Innan 12 ára. Parker Kane er fyrrverandi lög- reglumaður sem er kominn í einkabisnessinn en hefur ekki efni á skrifstofu svo hann hefur aðsetur í einu horni á veitingastað. Þegar vinur hans er drepinn fer hann að rannsaka dauða hans. í rannsókn sinni á morðinu kemst hann á spor ófyrirleitins iðnjöfurs sem grefur geislaúrgang í jörð og reisir síðan stórbyggingar á staðnum þar sem geislaúrgangurinn er. Mynd þessi er í heild margtuggin formúla og var henni ætlað að vera forveri sjónvarpsþáttaraðar sem hætt var við af skiljanlegum ástæð- um. í Parker Kane er ekkert sem vert er að endurtaka og Jeff Fahey í hlutverki töffarans Parkers Kane er kolómögulegur og lætur honum betur að leika hlutverk á borð við það sem hann lék í White Hunter, Black Heart. Töffari Mafíustælgæi BUGSY Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Barry Levinson. Aöalhlutverk: Warren Beatty, Annette Bening, Harvey Keitel, Ben Kingsiey og Joe Mantegna. Bandarísk, 1991 - sýningartími 131 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. Það er ávallt viðburður þegar Warren Beatty tekrn- sig til og leik- ur í kvikmynd en á síðustu tíu árum hefur hann aðeins leikið í fjórum kvikmyndum, Reds, Ishtar, Dick Tracy og Bugsy, allt „stór- myndir“ en misgóðar. Beatty hafði lengi langað til að gera kvikmynd um mafíuforingjann glysgjama, Bugsy Siegel, sem verður að teljast sá sem ber ábyrgð á að Las Vegas er í dag frægasta spilavítisborg í heimi. Erfitt er að sjá í fljótu bragði hvað það var í fari Bugsy sem hafði slík áhif á hann, nema þá helst að Bugsy dýrkaði og vildi vera með kvikmyndastjömum. Það var sem sagt Beatty sem átti hugmyndina að því að gera kvikmynd mn Bugsy og lá hann lengi yfir handritinu, og þegar Warren Beatty vill að eitt- hvað sé gert þá em allar gullkistur opnaðar. í fyrstu ætlaði Beatty sjáffur að leikstýra Bugsy en fékk síðan Barry Levinson, sem baðaði sig í frægðinni eftir Rainman, til að leik- stýra myndinni og eins og við er að búast þegar slíkir hæfileika- menn koma saman þá er yfirborð myndaiinnar geysiflott og leikur Smástirniö Virgina Hill (Annette Bening) og Bugsy Siegel (Warren Beatty) ræðast við. allur í hæsta gæðaflokki en niður- staðan er nú samt sú að Bugsy er kvikmynd sem skilur Htiö eftir sig. Það er tvennt í lífi Bugsy Siegel sem aðaláhersla er lögð á í handrit- inu. Draumur hans um hótel og spilavíti í Las Vegas, draumur sem rætist ekki fyrr en eftir að hann haföi verið drepinn, og samband hans við smástirnið Virginiu Hill, sem nýtti sér fegurð sína til að komast áfram í kvikmyndaheimin- um, þar til hún hittir Bugsy. Sam- DV-myndbandalistinri band þeirra varð síðan mjög stormasamt en stóð samt yfir þar til Bugsy féll. Bæði Annette Bening og Warren Beatty eru mjög góð í hlutverkum sínum og Beatty hefur sjálfsagt aldrei verið betri. En Barry Levinson hefur gert betri myndir og eftirminnilegri og má þar nefna Diner, The Natural og Rainman. -HK Ágötunni LILY WAS HERE Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Ben Verbong. Aðalhlutverk: Marion van Thin, Thom Hoffman og Monique van de Ven. Hollensk, 1991 - sýningartími 120 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. Það er sjaldgæft að hollenskar kvikmyndir rati inn á myndbanda- markaðinn en á undanfomum árum hafa Hollendingar ungað út ágætum kvikmyndagerðarmönn- um með Paul Verhoeven fremstan í flokki. Sjálfsagt er ein ástæðan fyrir því að Lily Was here kemur út á myndbandi sú að um er að ræða virkilega sterka og góða kvik- mynd en mig grunar að tónlistin eigi einnig einhvem þátt og þá sér- staklega titiUagið sem hefur heyrst mjög mikið á öldum tónvakans. Tónlistina samdi David A. Stewart sem er þekktastur fyrir samstarf sitt með Annie Lennox í Eur- ythmics. Aðalpersónan er hin sautján ára Lály sem er ófrísk eftir svartan hermann sem lætur lífið í átökum. Henni finnst lífið óbærilegt heima hjá sér og flýr til stórborgarinnar þar sem hún lendir í klónum á .. hórmangara. En Lily er staðfost stúlka og ákveðin í að eignast bam- ið sitt og þegar öll sund virðast lok- uð tekur hún til sinna ráða og ræn- ir gullverslun og verður þar með fljótt eftirlýst. Lily Was here er virkilega áhrifa- mikil og vel gerð kvikmynd. Það þarf ekki að vera að allir séu sáttir við hvemig Lily fer að því að lifa lífinu en staðfesta hennar og æðru- leysi, þegar bamið á í hlut, hrífur áhorfandann með sér. -HK TALES FROM THE CRYPT Útgefandi: Steinar hf. Leikstjórar: Tom Holland, Mary Lambert og Howard Deutch. Aöalhlutverk: Amanda Plummer, E. Emmet Walsh og Lea Thompson. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 84 min. Bönnuö bömum innan 16 ára. Á Tales from the Crypt era þrjár stuttar hryllingssögur sem era ólíkar en hafa það þó sameiginlegt að byggjast á þvi að hafa óvæntan og nokkuð subbulegan endi. Fyrsta sagan fjaUar um imga og ríka brúði sem hefúr allt annað í huga í hjóna- bandinu heldur en brúðguminn. í annarri sögunni er sagt frá eigin- konu sem þarf að velja á milh katt- ar og eiginmanns og í þriðja hlutan- um segir frá glæsistúlku sem fer að eldast á ótrúlega skömmum tíma. Þessar þrjár myndir era reglulega vel gerðar enda leikstjór- aranir, Mary Lambert, Tom Hol- land og Howard Deutch, afiir þekktir úr kvikmyndaheiminum og ekki er hægt að kvarta yfir leik- uram. Tales from the Crypt er hin besta skemmtun efdr að bömin era farin að sofa. Erfiður sjúklingur Litlar breytingar eru á efstu sætum listans þessa vikuna. Spennu- myndir skipa öil efstu sætin. í sjöunda sæti er Prince ot Tides og á myndinni má sjá aóalleikarana í myndinni, Nick Nolte og Börbru Streisand, sem elnnig er leikstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.