Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 30
42 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. Vildi ekki fara láréttu leiðina inn á leiksviðið - segir Rósa Ingólfsdóttir um sukk í leikhúsinu í bókinni Rósumál Til aö þjálfa ástarlífsfantasíuna segir Rósa gott aö vera frumlegur. Hið óvænta getur til dæmis falist I að .. hún hvíslar því að honum, þegar þau eru að borða á Hótel Holti, að hún sé í engum undirfötum undir fína sparikjólnum." Rósumál - lif og störf Rósu Ingólfs- dóttur heitir ný bók sem skráö er af . Jónínu Leósdóttur blaðamanni. í bókinni ræðir Rósa um líf sitt og störf. Eins og fyrri daginn er hún ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hún tjáir sig um samferða- menn sína og ýmis málefni. Bókin er prýdd fjölda mynda og er skipt í 19 kafla. Á undan hverjum kafla fer ræða Rósu um ýmis mál. Við byrjum á einni slíkri: Ekki lifað neinu klausturlífi „Ég hef afskaplega takmarkaða reynslu í kynlífsmálum þótt ég hafi auðvitað ekki lifaö neinu klaustur- lífi. Æth mín reynsla af ástarlífi sé ekki svipuð og táningsstelpu sem er að byrja... Ég get því með sanni sagt að ég er nánast ónotað hljóðfæri! Þau örfáu ástarsambönd, sem ég hef átt í, hafa ekki þróast lengra en á kossa- og keliríisstigið. En það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki áhuga og skoðanir á máhnu! Mér finnst til dæmis skipta sköpum fyrir gott kynlíf að parið noti fjöl- breytnina til að halda sem mestum hita í kolunum. Það er alveg nauð- synlegt að leggja sig fram við að finna upp á einhveiju nýju af og til. í því skyni verður fólk stundum að sýna dáhtla fyrirhyggju og undirbúa eitt- hvað sniðugt til að koma makanum á óvart. Eiginlega þyrfti hvert ein- asta par að hafa það sem algjört for- gangsverkefni í upphafi sambands að þjálfa sig í ástarlífsfantasíuspuna. Og ekki sakar að eiga einhver hjálp- artæki til þess að kynlífið staðni ekki. Ekki svo að skilja að það þurfi ahtaf einhveijar græjur! Aðalatriðið er að vera frumlegur. Hið óvænta getur til dæmis einnig fahst í því að þegar eiginmaðurinn kemur úr vinnunni tekur konan á móti honum, angandi af ilmvatninu, sem honum þykir besta lyktin af, og í pels einum fata. Eða þá að hún hvíslar því að honum, þegar þau eru að borða á Hótel Holti, að hún sé í engum undirfötum undir fína sparikjólnum. Bláarmyndir Einnig getur verið mjög skemmti- legt að horfa á bláar myndir. Á því lærir maður kannski einhveijar nýstárlegar útfærslur og hugsar með sér: „Já, þetta er hægt að gera!“ eða „En sniðugt að gera það svona!“ Mér finnst svona vídeómyndir líka hafa mikiö skemmtanaghdi. Það getur verið alveg bráðfyndið að horfa á þær - og það er ekki htið atriði að hafa kímnigáfuna í lagi þegar kynlíf er annars vegar. En auðvitað má öhu -ofgera og fólk verður að kunna sér eitthvert hóf varðandi hjálpartæki ástarlífsins." í leiklistarskóla Árið 1967 kom Rósa fram í sjón- varpsþætti í umsjón Jóns Múla Ámasonar og söng tvö lög eftir Burt Bacharach. Eftir þáttinn fékk hún uppliringingu frá Guðlaugi Rósin- kranz Þjóðleikhússtjóra sem hvatti hana eindregið tU að koma í Þjóðleik- húskórinn. „Þetta símtal frá Guðlaugi kynti enn frekar undir leikhstaráhuga mínum því ég gekk til Uðs við kórinn en eins og kunnugt er tekur hann oft þátt í sýningum leikhússins. Þar með var ég sem sagt komin upp á leUcsvið! Ég söng í átta ár með Þjóð- leikhúskómum og samneytið við allt það frábæra tónhstarfólk, sem þar var samankomið, reyndist mér dýr- mætur skóli. Þó tókst þeim aldrei að kenna mér að lesa nótur og þaö kann ég ekki enn þann dag í dag þótt ég hafi samið ótal lög... Ég á Guðlaugi Rósinkranz mikið aö þakka. Það var ekki nóg með að hann kæmi mér í kórinn heldur hvatti hann mig líka tíl að fara í Leik- hstarskóla Þjóðleikhússins. Honum var jafn umhugað um mig eins og ég væri dóttir hans. Sigurlaugu Rós- inkranz, eiginkonu Guðlaugs, kynnt- ist ég einnig htiUega þegar ég tók þátt í óperunni Brúðkaup Fígarós ásamt félögum mínum í Þjóðleikhús- kómum. Hún er fegursta kona sem ég hef nokkum tímann séð á sviði! Mér fannst hún alveg sniðin í aðal- hlutverkið í óperunni þótt Guðlaug- ur sætti mikilh gagnrýni fyrir að koma henni þama á framfæri. Álitu Sigurlaugu hálfgerðan hálmhaus Andrúmsloftið á æfingunum var bókstaflega rafmagnað vegná þess- ara deilna um Sigurlaugu svo stemmningin varð vægast sagt und- arleg. Það komu flestir fram við þessa indælu manneskju eins og hún væri eitthvert fífl. Hún var áhtin hálfgerður hálmhaus - algjörlega að ósekju. Fólk gerði í því að sniðganga hana og þegar hún var fjarstödd var hæðst óspart að henni. Hún var sögð ganga fyrir lyfjum og ég veit ekki hvað... Að vísu þurfti að fá mann í þaö að ýta henni inn á sviðið á réttum stöðum en það var ekki hægt að ætl- ast til þess að hún væri með þetta aht á hreinu. Vesahngs konan var að stíga sín fyrstu spor í faginu. En þrátt fyrir andstyggilega fram- komu flestra í leikhúsinu bar Sigur- Gallhörð baráttusaga „Eftir nokkrar tilraunir bóka- útgefenda öl að koma mér á bók lét ég th leiðast og svaraði játandi þegar Jónína Leósdóttir hringdi í mig á vegum Fróða. Ég hef hreinan skjöld, hef ekkert að fela. Mér þykir vænt um þjóöina og hef gaman af að gantast með hana,“ segir Rósa IngólMóttir. Hún segir bókina ekki reiða uppgjörsbók heldur lýsir henni sem léttri samveru með þjóðinni „En þetta er þó gahhörð baráttu- saga konu sem opnaði líf sitt gagnvart umheiminum 20 ára gömul, með ekkert utan óbilandi bjartsýni í farteskinu. Hún ætlaði sér að sigra og stóð uppi sem sig- urvegari." Rósa hefúr grennst töluvert. Hún játar því hins vegar hvorki né neitar að hún hafi einsett sér að léttast um ein 20 kíló fyrir myndatökm* vegna bókarinnar en segist nota hvert tækifæri til aö sinna sjálfri sér, þar á meðal ídjassdansi. -hlh laug sig alltaf vel. Hún var algjör hetja og allt of faheg fyrir þetta fólk!“ Hætti á Sjónvarpinu Við upphaf annars námsársins í Leikhstarskóla Þjóðleikhússins varð Rósa að horfast í augu við þá blá- köldu staðreynd að það eru einungis tuttugu og flórar klukkustundir í sólarhringnum. Hún gat einfaldlega ekki bæði stundað námið og verið í heilsdagsstarfi hjá Sjónvarpinu. Annað hvort varð að víkja og leik- húsbakterían hafði yfirhöndina. Sukk og spilling í leikhúsinu „Margir af leikhstarnemunum voru duglegir við að hanga úti í Þjóð- leikhúsi en ég tók strax ákvörðun um að láta það vera. Þar viðgekkst nefnilega hehmikið sukk á þessum árum enda var þetta áður en AA samtökunum óx fiskur um hrygg. Þjóöin var ennþá dáhtið hressilega maríneruð - ekki síst listamennimir - og það var ekki farið að tala jafn kinnroðalaust um aikóhóhsma og væga flensu, eins og nú er. Það var ennþá slík leynd í kringum AA að það minnti helst á Frímúrarana. Síð- asta árið okkar í skólanum byijaði Hjalti Rögnvaldsson tíl dæmis að sækja fundi með Jónasi Jónassyni útvarpsmanni og það var alveg hrikalegur feluleikur í kringum það. Við, sem vissum af þessu, fórum með það eins og mannsmorð. Sukkinu í leikhúsinu fylgdi alls kyns spUling og klíkuskapur. Þeir karlar, sem einhver völd höfðu, voru allir meira eða minna bhndfuUir - þótt þeir séu reyndar flestir orðnir þurrir og „heilagir" menn í dag - og ungar leikkonur gerðu í því að gera sér dælt við þá. En það var allur gangur á því hvort þessir karlar efndu síðan loforðin sem gefin voru í hita leiksins. Sumar stelpurnar fengu ekkert út úr þessu nema skít og skömm og niðurlægingu. Kannski eitt htiö hallærishlutverk með örfá- um setningum. Ég vUdi ekki koma nálægt slíku vegna þess að ég bar virðingu fyrir sjálfri mér og hafði ekki áhuga á að fá hlutverk út á eitt- hvað annað en hæfileikana. Mér fannst ekkert smart að fara láréttu leiðina inn á leiksviðið! Ég fór því aUtaf beint heim eftir skólann í stað þess að dingla utan í gömlum, útlif- uðum nautnaseggjum í þeirri von að þeir myndu koma mér á framfæri. Framhjáhald og grátur Þetta brennivíns- og framhjáhalds- rugl gekk meira að segja svo langt að við uppsetningu á Fiðlaranum á þakinu fór einn af aðstandendum sýningarinnar að halda við erlenda leikstjórann fyrir framan nefið á öh- um nærstöddum - þar á méðal eigin- konu sinni sem fór með hlutverk í verkinu. Og á meðan turtildúfumar skruppu afsíðis tU þess að athafna sig varð samstarfsfólkið, sem sumt var vel við skál, að hlú að frúnni baksviðs en hún grét auðvitað og lét öhum Ulum látum yfir þessu fram- ferði. Þetta minnti helst á ógeðsleg- ustu senumar úr kvikmyndum Fel- linis! Sjálf lenti ég hins vegar aldrei í því að leitað væri á mig af þessum saurlífisseggjum. Ég gaf þeim ein- faldlega ekki færi á því og hélt þann- ig reisn minni." ÓfrískeftirGeir Þegar Rósa var í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins kynntist hún Geir Rögnvaldssyni og við upphaf annars námsársins var hún orðin ófrísk. „Geir var og er stórglæsUegur og sjarmerandi maður sem höfðaði gíf- urlega tU mín. Hann var hins vegar á leið til náms í Þýskalandi og ég var ekki búin með Leikhstarskólann. Auðvitað hefðum við þó leyst máhð einhvern veginn ef tilfinningarnar hefðu verið nógu heitar. En þær voru það ekki og við vorum einfaldlega ekki tílbúin tU að festa ráð okkar af þeirri einu ástæðu að við ættum von á bami. Pabbi og mamma beittu mig heldur engum þrýstingi í þessu sam- bandi. Þau voru tilbúin tíl að aðstoða mig fyrst niðurstaöa okkar var sú að stofna hvorki tU sambúðar né hjónabands. Andköf Garðars Á öðru árinu í LeikUstarskóla Þjóð- leikhússins gekk ég því með eldri dóttur mína undir belti og hún fædd- ist síðan þann 11. mars árið 1971. Það var örugglega agalegt fyrir skólafé- laga mína að leika á móti mér, kas- óléttri með bumbuna út í loftið, en þeir létu mig þó aldrei finna það. Ég man samt eftir andköfunum sem Garðar Cortes tók þegar ég stökk í loftköstum eftir sviðinu. Garöar var þama nefnilega sem gestanemandi þetta ár. ÆtU hann hafi ekki verið dauðhræddur um að ég dytti og eign- aðist barnið svo á sviðinu fyrir fram- an aUa viðstadda!" (Millifyrirsagnir eru blaðsins.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.