Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDÁGUR 28. NÓVEMBER 1992. 15 SLANPS Þing Alþýðusambands Islands á Akureyri var augljóslega samkoma hreyfingar I kreppu, íjyfl * mM ' IK c'Ps* WjgjL ■-f ISKp rrl— tí » iKn 81»^ ijm’ sjk ■ • -■- . jS 'tm&'. '&rm.f »/'.p y§8& wfnlwB rmf V jí’ 'Sr'' . ■ iMWSfiÍtegJrall ■-•■.' * . ? jSLinli mj l 1 M* \ m •- ÉeIhSnÍ Pólitískt svarthol? íslenska verkalýðshreyfingin er í mikilli lægð. Hún á við alvarleg vandamál að stríða, jafnt innan eig- in vébanda sem út á við í þjóðfélag- inu. Þing Alþýðusambands íslands, sem haldið var á Akureyri í vik- unni, var augljóslega samkoma hreyfingar í kreppu. Það vantaði svo sem ekki fjölda þingfulltrúanna á Akureyri. Ekki heldur hressilegar yfirlýsingar margra þeirra í ræðum og ályktun- um. En aö baki standa fjöldasamtök sem skortir innri styrk. Hreyfing sem hefur ekki og getur ekki varið Kjör félaga sinna - hvað þá bætt þau. Spumingin er bara hvort verka- lýðshreyfingin hlýtur sömu örlög og samvinnuhreyfingin - að falla inn í sjálfa sig eins og útbnmnin stjama. Verða pójitískt svarthol. Forystukreppa Vandi verkalýðshreyfingarinnar er margþættur. Leitin langa að leiðtoga á þinginu á Akureyri undirstrikaði einn þátt- inn; skort á foringjum. Fjöldahreyfing, sem telst hafa um sjötíu þúsund félagsmenn og hefur notið forystu þjóðmálaskörunga á borð við Jón Baldvinsson og Hannibal Valdimarsson, er nú án ungra sjálfstæðra foringja sem viija fóma sér fyrir kjarabarátt- una. Margt kemur til. Ein ástæðan er sú að forysta í stéttarsamtökum höfðar einfald- lega ekki lengur til dugmikilla manna sem vilja hafa áhrif á gang þjóðmálanna. Enda er kjarabarátt- an fyrir alinokkm orðin að kontór- isma sem einkum snýst um að reikna út kjaraskerðingu en ekki kjarabætur. Af eðlilegum ástæðum höfðar slík iðja lítt til dugmikils imgs fólks. Verkalýðshreyfingin geldur einnig áratuga vanrækslu eldri kynslóðar verkalýðsforingja. Þeir hafa ekki sinnt því að þjálfa ungt fólk til ábyrgðarstarfa. Það sem verra er - þeir hafa jafnvel tekið því unga fólki illa sem þó hefur verið til í slaginn - ekki síst ef flokksliturinn var ekki réttur. Þess vegna horfði þjóðin upp á hallærislegan vandræðagang þings sjötíu þúsund manna hreyfingar sem varð að lokum í eins konar örvæntingu að kalla til forseta- starfsins mann sem var í reynd búinn að draga sig í hlé í verkalýðs- baráttunni. Hugsjónin dauð íslensk verkalýðshreyfing á ræt- ur að rekja til fyrstu félagslegu andsvara almennings við fátækt og gróflegri misskiptingu þjóðarauðs- ins í afar stéttskiptu þjóðfélagi. Hún var tilraun fátækrar alþýðu til að bæta eigin kjör og búa til betra þjóðfélag fyrir bömin sín. Þá brann mönnum í brjósti eldur hugsjóna um fyrirmyndarþjóðfé- lagiö. Þeir vom reiðubúnir að leggja mikið í sölumar, hver og einn, til að gera draumsýnina að veruleika. Hörð barátta undir forystu dug- mikilla og ósérhlífinna leiðtoga skilaði brátt verulegiun árangri. Launakjörin bötnuðu. Aimenning- ur fékk margvísleg félagsleg rétt- indi. Velferðarhugsjónin varð ríkj- andi í þjóðfélaginu. En þegar mikilvægustu áfang- amir vom að baki breyttist verka- lýðshreyfingin smátt og smátt í staðnað stofnanabákn með hlið- stæðum hætti og samvinnuhreyf- ingin. Hugsjónimar dóu. Félagsmennimir misstu trúna á gildi verkalýðssamtakanna sem urðu að fámennisstofnunum undir stjóm manna sem era sjálfir á allt öðrum og betri launum en fólkið sem þeir em að semja fyrir. Nú á tímum vita margir launþeg- ar það eitt um stéttarfélagið sitt að það hirðir reglulega af launum þeirra, hvort sem þeim líkar betur eða verr, rífleg félagsgjöld til að halda skrifstofubákninu gangandi. Almennt launafólk tekur yfirleitt engan þátt í starfsemi verkalýðsfé- laganna. Smákóngaveldi Verkalýðshreyfingin er afar íhaldssöm stofnun. í áratugi hefur verið reynt að breyta skipulagi hreyfingarinnar til að hún væri betur í stakk búin að ná árangri í / Laugardags- pistiU Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri gjörbreyttu þjóðfélagi. Það hefur alltaf strandað á íhaldssemi og sér- hagsmunum. Verkalýðshreyfingin er frá fomu fari bútuð upp í smáeiningar sem hver um sig hefur samnings- og verkfallsrétt. Þar em hundmð smákónga sem ríkja hver á sínu eylandi. Á hveijum vinnustað em þannig flölmörg verkalýðsfélög sem hvert um sig er að serpja fyxir afmarkaðan hóp starfsmanna. í marga áratugi hafa legið fyrir ýmsar tillögur um að breyta þessu fyrirkomulagi. Sumir vildu gera vinnustaðinn að einu samningssvæði, jafnvel að allir sem störfuðu hjá sama fyrir- tæki væm í einu félagi. Aðrir vildu einbeita sér að því að gera landshlutasambönd að virk- um samningsaðilum. Að öll stéttar- félög, til dæmis á Vestfjörðum eða Austflörðum, sameinuðust í einu landshlutasambandi sem hefði samningsrétt um kaup og kjör allra launþega á svæðinu. Fleiri tillögur hafa séð dagsins ljós. En kerfið er óbreytt. Sama er að segja um lífeyrissjóð- ina sem eru að verulegu leyti undir stjórn stéttarfélaganna. Þeir em fjöldamargir í dag, hver með sína stjórn og sitt skrifræði. Áratugum saman hefur verið reynt að sam- eina þá í einn sjóð með einni stjórn. Það hefur ekki tekist. Smákóngamir blífa. í klóm fjórflokksins í eina tíð var verkalýðshreyfmgin hluti Alþýðuflokksins. Þegar þau bönd rofnuðu hófst flokkspóUtísk styijöld innan hreyf- ingarinnar þar sem hart var barist um stjóm einstakra félaga og heild- arsamtakanna. Á sjöunda áratugnum var samið flokkspólitískt vopnahlé í verka- lýðshreyfingunni. í stað þess að flokkamir væm alltaf að beijast um völdin ákváðu þeir einfaldlega að skipta þeim á núlli sín. Þetta fjórflokkakerfi er enn við lýði í hreyfingunni. Það kom greinilega í Ijós í forsetafarsanum og miðstjómarkjörinu á þinginu á Akureyri. Enda var opinskátt talað um flokkspólitísku fylkingamar og tilkall þeirra til hefðbundinna valdastóla. Pétri Sigurðssyni var til dæmis hafiiað sem forseta Alþýðusam- bandsins fyrst og fremst af flokks- pólitiskum ástæðum. Hann er al- þýðuflokksmaður og þar með ekki gjaldgengur sem forseti ASÍ að mati Alþýðubandalags og Fram- sóknar. Þess vegna varð að finna einhvem á móti honum. Nánast hvem sem var - bara að hann væri í réttum flokki. Ljóst er að mörgum almennum fulltrúum á þinginu sveið undan höggum þessarar flokkspólitísku svipu. Sú reiöi kom í Ijós í kjörinu um fyrsta varaforseta þegar vem- legur hluti þingfulltrúa greiddi Bimu Þórðardóttur atkvæði sitt. En þau mótmæli vora látin nægja. Þegar kom að sjálfu miðstjómar- kjörinu hafði fjórflokkurinn aftur handjámað sitt fólk. Enga óþekkt- aranga í miðstjómina, nei takk. Mistök annarra Launamenn hafa að undanfórnu fylgst með því í fjölmiðlum hvemig forystumenn samtaka þeirra hafa undirbúið skerðingu lifskjaranna. Þótt ekki næðist þar samkomulag á lokasprettinum skorti ljóslega ekki viljann til að láta launafólk taka á sig auknar byröar. Ekki að- eins sinn skerf vegna minnkandi afla, sem vissulega er mál allrar þjóðarinnar. Nei, launþegar eiga líka að borga að mestu leyti reikn- ing hrikalegra mistaka við stjóm atvinnuveganna - mistaka sem launafólk ber þó enga ábyrgð á. Hvers vegna á launafólk að taka á sig himinháa reikninga vegna fjárfestingarfyllirís forstjóra og stjómmálamanna, til dæmis í sjáv- arútvegi, fiskeldi, loðdýrarækt og orkuverum? Jú, til að draga úr atvinnuleysinu segja þessir menn. Og svo er gripið til hastarlegrar kjaraskeröingar með ráðstöfunum sem allir vita að ekkert duga til að draga úr atvinnuleysi. Forystusveit verkalýðshreyfing- arinnar hefur hvorki kraft né vifja til að stöðva hrunadans lífskjara- skerðingarinnar. Hún sendir að vísu frá sér ályktanir. Samþykkir svo harðorð mótmæli að ef launa- menn gætu lifað á innantómum orðum foringjanna væm þeir allir ríkir. En ekkert breytist nema til hins verra. Skattamir hækka. Kjörin versna. Atvinnulausum flölgar. Félagsleg þjónusta minnkar. Heim- ilin þrengja enn að sér með því að draga úr útgjöldum eða safna enn meiri skuldum. Og verkalýðsforingjamir halda áfram að imiheimta félagsgjöldin. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.