Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. 2 Fréttir________________________________________ Flokksþing framsóknarmanna: Tekist á um afstöðu til EES-samnings brýtur gegn stjómarskránni, segir í drögum að stjómmálaályktun Vel fór á með þeim Steingrími Hermannssyni og Halldóri Asgrímssyni við setningu flokksþings framsóknarmanna í gær. Milli þeirra er þó mikill skoð- anaágreiningur i EES-málinu. Halldór er jákvæöur í garð EES en Steingrím- ur á móti. DV-mynd GVA Á níunda hundrað framsóknar- menn eru á flokksþingi í Reykjavík um helgina. Fljótlega eftir setningu þingsins í gær hófust harðar deilur meöal flokksmanna um afstöðuna til EES-samningsins og má gera ráð fyr- ir að deilumar setji mjög svo mark sitt á þingið. Djúpstæður ágreiningur er meðal fundarmanna um málið og nær hann meðal annars ixm í þing- flokkinn. í drögum að stjómmálaályktun segir að nauðsynlegt sé að lagfæra ýmis efhisatriði EES-samningsins, til dæmis hvað varðar kaup erlendra aðila á íslensku landi. Á hinn bóginn er lagt til að sú stefna verði. mörkuö, með samþykkt á Alþingi, að leitað skuli eftir tvíhliöa samningi við Evr- ópubandalagið eftir að önnur ríki hafa sótt um aðild að bandalaginu. „Þótt ofangreind atriði veröi tryggð og efnishlið samningsins talin viðun- andi telur flokksþingið ljóst að þaö stenst ekki hina íslensku stjómar- skrá að framselja til eftirlitsstofnana og dómstóls EFTA vald eins og gert er ráð fyrir 1 samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði. Flokks- þingið staöfestir því þá samþykkt miðstjómar að ekki verði unnt að samþykkja aðild íslands að hinu Evrópska efnahagssvæði þar sem samningurinn brýtur gegn íslensku stjómarskránni," segir meðal ann- ars í drögum að stjómmálaályktun. í þingflokknum em míög skiptar skoðanir um orðalagið um EES- málið. Hins vegar hafa margir ekki gert upp hug sinn þar sem enn liggur ekki fyrir hver niðurstaðan verður í sjávarútvegssamningi íslands og EB. Þeir sem fylgjandi era efnisatrið- um samningsins era þau HaUdór Ásgrímsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Valgerður Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Eftir því sem DV kemst næst vilja þau styðja samning- inn eða hugleiða að sitja hjá við at- kvæðagreiðslu um máhö á Alþingi. Steingrímur Hermannsson kveðst sumpart andvígur EES-samningnum og sumpart ekki. Ólafur Þ. Þórðar- son, Páll Pétursson, Stefán Guð- mundsson og Jón Helgason era hins vegar alfarið andvígir. Á gráa svæð- inu era þeir Finnur Ingólfsson, Jón Kristjánsson og Guðmundur Bjama- son. -kaa Dauðaslysvið Kópavogslæk Dauðaslys varð um þtjúleytið í gær þegar þritug kona ók á jjósa- staur á Hafnarflarðarvegi, rétt norðan við Kópavogslæk. Konan, sem var á bifreið af gerðinni Ford Escort, var á suð- urleið þegar hún missti stjórn á bílnum með þeim aíleiðingum að hún lenti á ljósastaur. Konan var ein s bifreiðinni og festist hún inni í bílnum við áreksturinn. KaUa varð á tækjabíl tilaðklippa bílinn í sundur og ná konunni út úr honum. Hún var flutt á slysa- deild og lést skömmu síðar af áverkum sínum. Að því er best er vitað varð ekkert vitni að slysinu. Kópa- vogslögreglan biður vitni, ef ein- hver eru, að geí'a sig fram. -ból Loftferðaeftirlitið leitar nú aö neyðarsendi sem farið hefur í gang öðra hvesju undanfama daga. Að sögn starfsmanns Land- helgisgæslunnar hafa sending- arnar verið miðaðar út og koma þær frá Reykjavíkinllugvelli. Sendingamar hafa hins vegar aldrei staðið nógu lengi yfir til að liægt sé aö miða sendinn ná- kvæmar út. Grunur leikur á að neyðarsendir í einhverri flugvél á flugvellinum sé biiaður og kvikni og siokkni á honum til skiptis. -ból ar frá Reykja- Gagnkvæmar veiðiheimildir fslands og EB: Samningur í höf n - sigurfyriríslendinga Samningar tókust í gær í viðræð- um íslands og EB um gagnkvæmar veiðiheimildir á loðnu og karfa sem er hluti að sjávarútvegssamningi vegna EES. Viðræðumar höfðu tafist mikið vegna ágreinings um það hvort miðað skyldi við raunverulegan afla eða heimildir til' veiða. Niðurstaöa varð að nást fyrir áramót svo EES- samningurinn gæti tekið gildi. íslendingar vildu að miðað væri við afla vegna þess hve loðnuveiðin get- ur verið ótrygg og vildu helst fá að veiða alla loðnuna áður en skip EB hæfu veiðar á karfanum. Niöurstað- an varð sú í gær að aðilar geta óskað eftir endurskoðun ef ekki næst aö veiða upp í heimildina og einnig ef líffræðilegar aðstæður koma í veg fyrir veiði. Gunnar Snorri Gunnarsson, skrif- stofusflóri Utanríkisviðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, sagði þessa niðurstöðu sigur fyrir íslend- inga. Nú væri fengið öraggi fyrir að skiptin yrðu á raunverulegum afla. -Ari Refir leggjast á kindur í Strandasýslu: Hryllileg aðkoma „Þetta var hryllileg aðkoma. Ref- urinn haföi lagst á 6-7 kindur sem vora fastar, lifandi í siflósköflum og gátu sig hvergi hreyft. Búið var að éta framan úr einni kindinni þannig að ekkert var eftir nema beinin og augun og önnur hafði verið bitin á háls,“ sagði Ólafur Ingimundarson, bóndi á Svanshóli í Kaldrananes- hreppi á Ströndum. í vonda veörinu, sem gekk yfir landið á mánudag og þriðjudag, lentu allmargar kindur, sem enn gengu lausar, í hrakningum á Ströndum. Að sögn Ólafs fundust flestar þeirra lifandi á miðvikudag og flmmtudag þegar farið var að leita. Á fimmtu- dagjnn fundust hins vegar flórar kindur, sem höfðu drepist úr vosbúö, og 6-7 kindur lifandi en illa famar eftir árás refa. Tveimur þeirra þurfti að lóga strax. „Refurinn hafði ráðist á allar þær kindur sem vora fastar í sköflum og ekki gátu forðað sér. Við erum nflög slegnir því þessu höfum aldrei kynnst fyrr. Við höfum áður þurft að grafa fé upp eftir óveður á þessum tíma árs. Stundum hefur ein og ein kind verið bitin en aldrei eins og núna,“ segir Ólafur. Hann segir aö mikið sé um ref núna á Ströndum og telur að sá refur, sem elst upp á Homströndum, þar sem ekki má skjóta hann, sé nú að koma suðurífæðuleit. -ból Framtíð Atlants- f lugs óviss Ekkert skýröist í gær hvort þau skilyrði sem sett era til flugrekstrar hér á landi yrðu rýmkuö. Forsvars- menn Atlantsflugs fóra þess á leit viö samgönguráðuneytið að því skil- yröi að flugfélag þyrfti að eiga nóg eigið fé fil þriggja mánaða reksturs yrði breytt. Flugráð flallaði í gær um beiðnina, að ósk samgönguráðuneyt- isins. Samkvæmt heimfldum DV var niðurstaða Flugráðs sú að ekki væri rétt að breyta núverandi reglum. -Ari Eitt af fyrstu verkum Láru Skúladóttur f sölutuminum við Suðurlandsbraut var að setja happaþrennu sem færöi heppnum kaupanda tvær milljónir. DV-mynd GVA Nýr eigandi 1 sölutumi við Suðurlandsbraut: Eitt f yrsta verkið að selja tveggja milljóna happaþrennu fyrsti vinningurinn af þeirri stærð „Ég er sannfærð um að þetta sé lukkumerki fyrir mig héma,“ sagði Lára Skúladóttir, nýr eigandi sölu- tumsins að Suðurlandsbraut 6. Hún er nýlega búin að kaupa umræddan sölutum og tók við rekstrinum sl. mánudag. Einn af fyrstu viðskipta- vinum hennar var maður sem keypti tvær hagpaþrennur á 100 krónur stykkið. Á annarri þeirra vann hann fimm hundrað krónur. Þá keypti hann flórar happaþrennur tfl viðbót- ar. Ein þeirra gaf honum tvær millj- ónir í vinning. Hinn heppni skóf ekki af miðunum 1 sölutuminum. Hhis vegar kom hann himinlifandi og sýndi Lára tveggja milljóna króna happaþrenn- una. Hún fékk síðan upphringingu frá Happdrætti Háskólans. „Eg hafði keypt nýjan bunka um leið og ég opnaði og tveggja milljóna króna þrennan var þar í,“ sagði Lára. „Ég var ægflega ánægð með að ég skyldi selja svona stóran vinning á fyrsta degi. Eftir því sem þeir sögðu mér hjá Háskólanum þá er þetta fyrsti tveggja milljóna vinningurinn sem kemur á svona þrennu." -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.