Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. 23 Félagar í Irönsku hl|ómsveltinnl Les Ejedés voru á lerö hér um daglnn og léku af (ingrum fram áHótel íslandi. Frörwk popptónlist kemur ekkl oft fyrir eyru Islendinga og unnendur hennar voru þvi fjölmennir á tón- leikunum. ÐV-mynd ÞÖK Sviðsljós Mörgum hefur hlekkst á að taka myndir úr öðrum bókum og prenta þær síðan á upp og ofan pappír. Yfir þessa fallgryfju komast útgefendur merki- lega vel. Pappirsgæði bókarinnar leyfa ágæta myndprentun og vel hafa myndagerðarmenn legið yfir mörgum fágætum myndum sem nú finnast aðeins i bókum og blöðum. Tíminn Umbrot og prentun Frjáls fjölmiðlun Þverholti ir Vfsnaþáttur Ragnheiður Runólfsdóttir Yfirgripsmikil og skil- merkileg lýsing á merku íþróttastarfi. Ég er veru- lega hrifin af þessari bók. IBIFT Trúarfestan einstæð er Næsta vísa er eftir Bjama Jónsson frá Gröf og er fyrirsögn hennar: Blaðasennur Prestar hafa höndum tveim hrifsað blaðapennann, þeir vita allt um annan heim, en ekki neitt um þennan. Hvað sem því líður hefur Káinn þó tahð sig eiga eitthvað vantalað við sinn prest er hann kvað: Prestinn mig fýsir að finna, fara ég ætla til messu, Bókin er 544 síður í stóru broti, með hátt í 700 ljósmyndum í bókinni eru dregnar upp margar skemmtilegar og ógleymanlegar lýsingar af mönnum, viðureignum og af- rekum. Þessar lýsingar eru oft svo lifandi að lesandinn getur tæpast slitið sig frá þeim. Morgunblaðið Bókin er í senn íþrótta- annáll, sagnfræðirit, þjóð- lífslýsing, persónusaga og skemintirit Víkurblaðið Einar Vilhjálmsson Myndmál vandað og texti framúrskarandi vel gerður. Bók sem lýsir keppnisanda og kcppnis- hörku nánast á hverrí síðu. „Hver maður, sem hugsar um eilífðarmálin, hugsar aðeins fyrir sjálfan sig“. Það var Sigurður Bemdsen kaupsýslumaður sem lét þessi orð falla og ég held að ég verði að taka undir þau með honum. Þeir eru alltof margir sem ætlast til þess af öðrum að þeir lifi í sam- ræmi við trú og siðgæðisvitund þeirra sjálfra og þeir sem það gera vinna naumast marga hugsandi menn á sitt band. Það kann ekki góðri lukku að stýra að láta aðra hugsa fyrir sig. Þeir sem það gera eiga ekki lengur neina sjálfstæða hugsun, það em tíifinningatengsl við aðra sem ráða ferðinni. En þetta á á engan hátt við þann sem Jónas Jónsson frá Grjótheimi sendi svohljóðandi skeyti á áttræðisaf- mæli hans, séra Arna Þórarinsson frá Stóra-Hrauni: Trúarfestan einstæð er, andann best þú metur. Áttrætt nesti endist þér öllum prestum betur. Haraldur Bjömsson búfræðingur frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd lýsir viðhorfi sínu þannig: Tökum það dæmi að trúin sé veik og tilgangur verði ekki séður. Þá er að gera sér lífið að leik og láta svo ráðast hvað skeður. Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi saknar liðinna stunda: Fyrrum klerkar kunnu að beita kjamyrðum úr gömlum skræð- um. Nú er að mestu horfið heita helvíti úr þeirra ræðum. Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka hefur verið óvenjuþungur í skapi er hann kvað svo: Nú er fremur illt í efni, orðið langt til næsta manns. Fyrir drottins dóm ég stefni djöflinum og þjónum hans. Kristindóminn mikils met ég á margan hátt og jafnvel finn að óvini mína elskað get ég alla nema djöfulinn. Karl Sigtryggsson á Húsavík: Drottinn lætur skin og skúr skiptast á að vonum. Mér hefur lítið orðið úr öllu er kom frá honum. Friðbjörn Björnsson í Staðar- tungu veit hvert vísa skal mönn- um, sem troða illsakir við hann (en hvert skyldu þeir, sem þangað em komnir, segja þeim að fara, sem þeim sinnast við?): Eigðu lítið illt við mig, annars þrýtur friður, og ég hlýt að yrkja þig í helvíti niður. Valdimar Pálsson gerði eftirfar- andi athugasemd viö afstöðuna mundu nú eftir að minna mig á að gleyma ekki þessu. Séra Páll Jónsson skáldi, sem var prestur í Vestmannaeyjum (f. 1799 - d. 1846), var sagður gáfumaður en þótti reikull í ráði og drykkfelld- ur. Frá honum er þessi forskrifl komin: Hnossin geymum þessi þrenn - það ríður á að muna - frið við guð og frið við menn og frið við samviskuna. Ellert B. Schram Bókin er merk heimild um sögu landsmóta UMFÍ sem er snar þáttur í íþrótta- og felagslífí landsmanna á þessari öld. Þetta er stór- skemmtilcg íslandssaga í nýju Ijósi. Pálmi Matthíasson Loksins er mcnning og saga gerð skemmtileg í einni bók. Bókin vekur helgar minningar í öfíugu æskulýðs- og íþrótta- starfí. Áhugaverð bók fyrir alla Ijölskylduna. Vísnaþáttur milli kirkju og fjóss á einhveriu fornu frægðarsetri: Mikið er hve mállaust dýr metur trúarljósiö. Það hljóta að vera kristnar kýr með kirkjuna bak við fjósið. Því verður varla haldið fram að Stefán Stefánsson frá Móskógum hafi verið yfir sig hrifinn af klerki þeim sem fékk þennan vitnisburð hjá honum: Kúri ég í kirkjutetri, kjaftæðið er lítils virði, en það er varla von á betri veiði úr slíkum tálknafirði. Og erindi gesta í kirkju er, að hans mati, eins og hér segir: Kynslóðirnar koma og fara, klerkarnir af trúnni státa, en kerlingamar koma bara í kirkju til að hósta og gráta. Ekki hefur Jón S. Bergmann ver- ið ýkja hrifinn af þeim presti sem fékk þennan vitnisburð frá honum: Það er eins og andleg pest eyrun gegnum skríði, þegar ég á pokaprest prédikandi hlýði. Hafsteinn Stefánsson skipasmið- ur og skipaeftirlitsmaður í Vest- mannaeyjum lýsir andlegri fátækt sinni þannig: Mig langar stimdum ákaft til að yrkja um undurfagurt líf og sumar- blóm, en verð þá eins og góð og gömul kirkja sem grætur yfir því að vera tóm. Þórarinn Jónsson (f. í Öxl í Þingi 1866 - d. 1943) var trúmaður. Hann kvað til prests sem var talinn sýna með breytni sinni að hann væri mikill Mammonsvinur: Lát mig svarið hiklaust heyra, hef ég til þess sterka lyst, vita hvorn þér metið meira Mammon eða Jesúm Krist. En hver skyldi hafa átt skilið að fá þennan vitnisburð og hver er höfundurinn?: Hann á verði varla sefur, verkin njóta lýðsins hylli. Fermir, skírir, giftir, grefur, gerir sitthvað þess á milli. Valdimar Örnólfsson Stórmerk íþróttamenn- ingarsaga. Fallega myndskreytt og brád- skemmtileg. Þorgrímur Þráinsson Bókin segir sögu þúsunda íþróttamanna um allt land. Stórskcmmtileg rit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.