Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. 43 I kvefi komast veirur inn í frumur í slímhimnum nefsins og sýkja þær. Slímhimnurnar bóigna með tilheyr- andi vökvamyndun, slím safnast fyrir og sá kvefaði stíflast í nefinu. Börn geta fengið hverja sýkinguna á fætur annarri, mynda ónæmi fyrir einni tegund en þá kemur sú næsta og svo koll af koili. Kvefsækni eldist af fólki og verða menn ónæmir fyrir mörgum tegundum kvefs. En það eru iitlu skinnin ekki. Lítil hnáta með kvef Frændgarður Tjörva læknis er ótrúlega flölbreyttur. Ótal ættfræð- ingar, persónufræðingar og erfða- fræðingar hafa um árabil unnið við að skrá ættartölu Tjörva en lítill gangur er í verkinu. Einn frændi Tiörva er Jónas leigu- bílstjóri nokkur í Hafnarfirði. Áður var hann til sjós en hætti þvi vegna undarlegra bakmeiösla. Eftir nokk- urra ára stapp við skilningssljóa tryggingamenn og lækna, sem ekki vildu selja hann á langvinna ör- orku, hóf hann leiguakstur. Hann keyrði fyrst fyrir annan en fékk síðan sjálfur leyfi. í fram- glugganum hafði Jónas hangandi lítið, Ijótt og bleikt gæludýr. Hann var piparsveinn og fitnaði mjög með árunum af óhollu hamborgara- og sælgætisáti. Jónas hætti að ganga með peningaveski en hafði upprúli- að búnt af seðlum í bijóstvasanum að amerískri fyrirmynd. Eitt sinn um haust keyrði hann Tjörva drukknum á dansstað og sagðist þá ætla að gifta sig fljótlega. Þetta fannst Tíörva mikil tíðindi. Var honum og boöið í brúðkaupið og gaf hann hjónaleysunum skraut- lega brauðrist sem þóttu vinsælar til brúðargjafa á þessum árum. Brúðhjónin fengu 9 slíkar brauðrist- ar í gjöf. Brúðurin var vel í holdum og greinilega þunguð. Stúlka með kvef Nokkrum árum síðar komu þau með stúlkuna sína til Tiörva læknis. Hún var hraustleg, feitlagin 4 ára hnáta, klædd í litskrúðugan glans- gaUa. Jónas og frú höfðu fitnað mjög og klæddust bæði íþróttagaUa úr glansefni enda virtust engin önnur fót hæfa þeim lengur. „Hvað er að?“ sagði Tjörvi þegar þau höfðu talað Ula umfjarstadda ættingja góða stund. „Það er telpan," sagði Jónas. „Hún er aUtaf með kvef.“ Síðan lýsti hann einkennum þeirr- ar Utlu: „Hún er ekki fyrr búin að losa sig við eina kvefþestina en sú næsta fylgir í kjölfarið. Hvað á að gera? Það er eins og henni Uði aUtaf Ula, stífluð í nefi, óvær á nóttum og leiðálífinu.“ Jónas tók upp stóran snýtuklút og þurrrkaði telpunni um nefið. „Svona hefur þetta veriö í 2-3 ár!“ sögðu hjónin í kór og undirhökurn- arhristustítakt. ónæmir fyrir mörgum tegundum kvefs en það eru Utlu skinnin ekki.“ Tjörva vöknaði um augu eftir þessa löngu ræðu en hélt síðan áfram. Algengtástand „Þetta er mjög algengt ástand," sagði Tjörvi læknir spekingslega, „enda er barnið á þeim aldri að það fær urmul af kvefpestum. Nefið er Á læknavaktínni Óttar Guðmundsson læknir Aðrar ástæður „Endurtekið kvef getur stafað af of stórum nefkirtlum sem valda hindrun í nefinu svo að bamið losn- ar ekki við slím eins hratt og æski- legast væri. Slíkt bam getur átt ákaflega erfitt með að anda með nefinu og er stöðugt stíflað. Þá þarf að taka nefkirtlana með lítiUi að- gerð. Stöku sinnum stafa þessar endurteknu sýkingar af ofnæmi en það er sjaldgæft. Þá veldur ofnæmið bólgu í slímhimnum nefsins. Með- ferð slíks ofnæmis felst í því að finna ofnæmisvaldinn en stundum þarf að nota bólgueyðandi úða í nefið sem gerir einkennin viðráðanlegri eða önnur ofnæmislyf." klætt að innan með sUmhimnu sem hefur að geyma slímkirtla sem bleyta nefið að innan. í slímhimn- unni eru alúðleg bifhár sem halda eiga nefinu hreinu og finu og koma í veg fyrir að agnir og óþverri úr símenguðu andrúmsloftinu berist niður í lungun. Bifhárin ýta slíminu aftur í nefkokið og einstaklingurinn kyngir þessu stöðugt. í sUminu eru frumur sem vinna eiga á bakteríum. í kvefi komast veirur inn í frumur í shmhimnum nefsins og sýkja þær á auvirðUegan hátt. Bifhárin lamast vegna skemmda á frumunum og slímhimnumar bólgna með tilheyr- andi vökvamyndun. Slím safnast því fyrir og sá kvefaði er stíflaður í nefinu. Þetta getur valdið miklum óþægindum. Stundum finna hömin verulega til í eyrunum líka þar sem sUmið veldur þrýstingi í miðeyranu svo að bamið fær heUu. Vandinn með kvef er sá að tíl em um 200 veirutegundir sem aUar valda sömu einkennunum. Bam á þessum aldri getur þvi fengið hveija sýkinguna á fætur annarri. Það myndar ónæmi fyrir einni tegund en þá kemur sú næsta og þannig koU af kolh. Þetta er skýringin á því aö kvefsækni eldist af fólki. Eftir því sem tíminn Uður verða menn Meðferðvegna endurtekins kvefs „Ef nefrennsUö er gult eða grænt getur verið um bakteríusýkingu að ræða og þá þarf stundum að gefa fúkalyf. Yfirleitt þarf ekki að gefa nein lyf enda vinnur bamið sjálft á kvefveirunum með ónæmiskerfi sínu en það getur tekið tíma. Ef bömin virðast mjög stífluð og Uður Ula þarf að gefa eitthvað sem þurrk- ar upp sUmhimnumar og þá nota flestir einhveija góða nefdropa sem fástíapótekum." Tiörvi skoðaði síðan frænku sína. „Hún er bara kvefuð, það er ekk- ert við þessu að gera,“ sagði hann oghrostifaUega. Jónas hló við og sagði svo: „Ég vissi að þetta yrðu svörin sem mað- ur fengi, að þetta lagaðist af sjálfu sér. Læknar era furðuleg stétt.“ Hann beygði sig niður með erfiðis- munum, tók stúlkuna í fangið og lét hana hvíla á ístrunni. „Við sjáumst á næsta ættarmóti," sagði hann við Tiörva lækni ogfjölskyldan hvarf á braut út í kvöldhúmið eins og þrí- höfða þurs, með fjóra fætur í sjálf- lýsandi Utskrúöugum glansgaUa. íslandsmótið í handknattleik, Stöðvar 2 deildin FRAM - ÞOR AKUREYRI Laugardalshöll sunnudag kl. 20 Misstu ekki af lestinni Getum enn tekið á móti umsóknum til: Bandaríkj- anna, frönsku- og enskumælandi Kanada, Þýska- lands, Hollands, Englands, Japans og Norðurland- anna. Þú getur sótt um ef þú ert fædd/ur 1975-77 Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar á skrifstofu ASSE alla virka daga kl. 13 til 17, sími 621455. LANDSBRÉF H.F. Rækju- og hörpudiskverksmiðja Rækjuver hf. á Bíldudal hefur óskað eftir því að Landsbréf hf. kanni sölu á rækju- og hörpudiskverk- smiðju Rækjuvers hf. á Bíldudal. Um er að ræða verksmiðjuhús við Strandgötg á Bíldudal, alls um 1.600 fermetra, ásamt rækjuvinnslulínu með þremur pillunarvélum. Frigoscandia Flow Freeze lausfrysti og fullkomnum uppþíðingarbúnaði, hörpudisklínu með sjálfvirkum úrskeljunar- og hreinsivélum, Para- freeze plötufrystitæki, tveimur frystiklefum og góðri skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu. Þá fylgja 2 lyftar- ar og vörubifreið. Þeir aðilar, sem áhuga kynnu að hafa, eru beðnir að hafasamband við Albert Jónsson hjá Landsbréfum hf. í síma 91 -679200. óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýn- is þriðjudaginn 1. des. 1992 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík, og víðar. 1 stk. Nissan Sunny 4x4 bensín 1989 3 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensín 1988 2 stk. Toyota Tercel station 4x4 bensín 1985-86 5stk. Nissan Patrol 4x4 dísil 1985-87 1 stk. Nissan double cab 4x4 dlsil 1985 2stk. Mitsubishi L-200 pickup 4x4 dísil 1990 1 stk. Mitsubishi L-300minibus 4x4 bensín 1988 1 stk. Mazda 323 station bensín 1987 1 stk. Mazda E-1600double-cab dísil 1987 1 stk. Mazda 1600 pickup bensín 1982 1 stk. Man 9.150 F vöruflutningab. dísil 1989 1 stk. Arctic Cat Prowler vélsleði bensín 1990 Til sýnis hjá Landsvirkjun, Krókhálsi 7. 1 stk. Effer bílkrani, N/3 S bílkrani 19.000 tm 1983 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, birgðastöð, Grafarvogi. 1 stk. festivagn með vatnstanki, 190001 (áltankur) Til sýnis hjá Vegagerð ríksins, Höfn, Hornafirði. 1 stk. festivagn með vatnstanki, 190001. Til sýnis hjá Rafmagnsveitu ríkisins, Egilstöðum. 1 stk. Nissan Patrol 4x4 dísil 1985 Til sýnis hjá Bútæknideild Hvanneyri/Borgarfirði 1 stk. GMC pickup (ógangfær) 4x4 bensín 1977 Tilboðin verða opnuð að skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INIMKAUPASTOFIMUIM RÍKISIIMS BORGARTUNI 7 105 RfVKJAVIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.