Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. DV Vinir Peters Nýjasta kvikmynd Kenneth Brannagh heitir Peter’s Friends og hefur hún fengið lofsamlegar viðtökur í Englandi þar sem hún var fhunsýnd fyrir stuttu. Mynd- inni hefur verið líkt við kvik- mynd Lawrence Kasdans, The Big Chill, og rétt er að margt er sameiginlegt með þessum mynd- um. Báðar flaila þær um klíku háskólanema sem hittast nokkr- um árum eftir að námi lýkur og eiga stundir þar sem skiptast á skin og skúrir, Aö sjálfsögðu leik- ur Kenneth Brannagh eitt aðal- hlutverkið ásamt eiginkonu sinni, Emma Thompson, sem leikið hefur í öllum þremur myndum hans. Aörir leikarar eru ekki mjög þekktir á alþjóðamæii- kvarða en eru góðir vinir Ken- neths og Emmu. Meðal þeirra eru Stephen Fry og Hugh Laurie sem betur eru þekktir hér á landi sem Jeeves og Wooster. Breytingarhjá WoodyAllen Þrátt fyrir erfiðleika í einkalíf- inu gefur Woody Allen ekkert eftir í kvikmyndagerð og er hann þegar hyrjaður vinnu við sína næstu mynd, Manhattan Murder Mystery. I myndinni leikur Ailen bókaútgefanda. Hann, ásamt eig- inkonu sinni, grunar aö nágranni þeirra hafi myrt eiginkonu sína og ásamt vini sínum fer hann að rannsaka málið. Mia Farrow átti að leika eiginkonuna en i staðinn fékk Allen gamla vinkonu, Ðiane Keaton, til að hlaupa í skarðið. Alan Alda leikur vin hans sem á í ástarsambandi við rithöfund sem Anjelica Huston leikur. í byijun var hlutverk Huston skrifað fyrir mun yngri.konu en Allan sá þann kost vænstan að bæta nokkrum árum á persón- una. Frankenstein næstur Nýlega eru hafnar sýningar á Dracula sem Francis Ford Copp- ola leikstýrir og þykir myndin nokkuð góð skemmtun. Mikið umtal um Dracula hefur gert það að verkum að nú er farið að und- irbúa mynd um Frankenstein. Coppola var boðið að leikstýra myndinni, hann hafnaði því en bauðst til að vera einn framleiö- anda. Coppola vill að Roman Pol- anski verði fenginn til að leik- stýra myndinni og verði þar með fyrirgefnar gamlar syndir og fái að koma til Bandaríkjanna sem frjáls maður og er verið að vinna að þeim málum. William Dafoe hefur verið ráöinn til að leíka brjálaöa læknirinn. Robin Williíims talar Teiknimyndin í ár vestanhafs er Aladdín sem byggð er á ævin- týrinu um Aladdín og töfralamp- ann. Búið er að vinna að þessari mynd í þijú ár og hefur ekkert verið til sparað. Það eru sömu sem sfjóma gerð þessarar mynd- ar og gerðu Little Mermaid og Beauty and the Beast, Alan Menkin semur tónlistina og texta gerir Howard Ashman, en hann lést úr eyöni meðan á gerð mynd- arinar stóð og var Tim Rice (Evita) fenginn til að klára texta- gerðina. Miklar sögur fára af frammistöðu Robin Williams I hlutverki andans í lampanum en þar nýtir hann einstæða radd- hæfileika sem komu svo beriega fram í Good Moming Vietnam. Aðstandendur bjá Disney fyrir- tækinu gera sér meira að segja vonir um að hann verði tilnefnd- ur 01 óskarsverðiauna þrátt fyrir að hann sjáist aldrei. Kvikmyndir Jack Nicholson f hlutverki Jimmys Hoffa. Þann 30. júli 1975 hélt frá heimili sínu í Detroit James Riddle Hoffa, einn af valdamestu mönnum í Bandaríkjunum í nær þijá áratugi. Ætlunin var að fara í nálægt veit- ingahús. Enginn sá hann framar og enn þann dag í dag er ekki vitað með vissu um afdrif hans. Hvarf þessa manns, sem ávallt var orðaður við mafiuna og stjómaði stærsta verka- lýðsfélagi Bandaríkjanna og átti í frægu stríði við Robert Kennedy, er eitt af dularfyllstu óleystu sakamál- um í Bandaríkjunum. Þegar frægir menn eru drepnir eða hverfa stendur ekki á mönnum að hefja sjálfstæðar rannsóknir en hingað til hefur enginn þorað að rannsaka hvarf Hoffa af mikilli festu. Jimmy Hoffa, eins og hann var ávallt kallaöur, ólst upp í skugga- hverfum Detroit borgar og úr rústum einum byggði hann stærsta verka- lýðsfélag í heiminum með 2,3 millj- ónum meðlima úr mörgum stéttum verkafólks. Þrátt fyrir volduga vini og mikla baráttu fyrir frelsi sínu tókst honum ekki að fbrðast dómstól- ana og kom það í hlut þáverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Roberts Kennedy, að koma honum undir lás og slá og var það byrjunin á falh þessa valdamikla manns. Upp úr sögu þessa manns hefur leikarinn og leikstjórinn Danny De- Vito gert kvikmynd sem einfaldlega ber nafnið Hoffa og leikur Jack Nich- olson titilhlutverkiö. Verður myndin frumsýnd í Bandaríkjunum um miðjan desember. Handritið skrifaði David Mamet sem meðal annars hef- ur fengið Pulitzerverðlaunin fyrir skrif sín. Danny DeVito leikur sjálfur stórt hlutverk í myndinni, mann sem er náin vinur Hoffa. Margartilgátur Engin rannsókn hefur farið fram á afdrifum Hoffa, en margar tilgátur hafa komið fram. Hjá FBI er því hald- Kvikmyndir Hilmar Karlsson ið fram að einhver mjög nákominn Hoffa hafi svikið hann (mögulega guðsonur hans) í hendur á leigu- morðingjum mafíunnar. Rithöfund- urinn Stephen Brill, sem skrifaði um Hoffa í bók sinni Teamster, efast um þessa útskýringu og telur að mafían hafi alls ekkert þurft aö óttast Hoffa og setur fram aðra kenningu. Síðan hafa ýmsir glæpamenn komiö undir nafni eða nafnlausir og sagst hafa átt þátt í að drepa Hoffa og hann á að vera grafinn i ipplbik í New York, drekkt í ám og vijjnum með fætuma stéypta í steinsteypu og bútaður í sundur og bútunum dreift, svo eitt- hvaö sé nefnt. David Mamet tekur enga afstöðu til sögusagna en býr til persónuna Bobby Ciaro sem DeVito leikur og segir hana sambland af mörgum sem unnu með Hoffa og lætur hann vera lykilmann í hvarfmu. Önnur tilbúin persóna er D’Allesandro sem Ar- mand Assante leikur. Aðrar persón- ur, sem koma fyrir í myndinni, hafa allar verið til, má nefna Robert Kennedy sem Kevin Anderson lelkur og eiginkonu Hoffa sem leikin er af Nataliu Nogulich. J.T. Walsh leikur svo Frank Fitzsimmons, manninn sem Hoffa vaidi til aö leysa sig af meðan hann sat í fangelsi en Fitz- simmons neitaði síðan að gefa eftir starfið þegar Hoffa var sleppt. Hoffa er þriöja kvikmyndin sem Danny DéVito leikstýrir. Svartur húmor var þemað í Throw Momma from the Train og The War of the Roses, en Hoffa er aftur á móti dramatísk kvikmynd og verður spennandi fylgjast með hvemig þess- um vinsæla gamanleikara tekst að snúa við blaðinu. -HK Jimmy Hotfa (Jack Nicholson) og náinn vinur Bobby Ciaro (Danny DeVito) hlusta á ákærur í réttarsalnum. Hoffa Spánskir kvikmyndadagar: Fiðrildavængir og •• •• svanasongur operusongvara Háskólabíó mun í dag hefja sýn- ingar á tveimur spænskum kvik- myndum, Alas de Mariposa (Fiðr- ildavængir) og Romanza Final (Gayerra) í tílefni spánskra daga. Alas de Mariposa er leikstýrt af Juanma y Eduardo Bajo UUoa. í sumar fékk mynd þessi gullverð- launin á kvikmyndhátíðinni í San Sebastian. Fjallar myndin um Ami, sex ára stúlku. Móðir hennar, Carmen, er óskaplega upptekin af þvi aö fæða eiginmanni sínum son, ekki síst vegna þess að faðir hennar hafði stöðugt veriö aö hamra á þvi hversu nauðsynlegt það væri í hjónabandi aö sonur væri á heimil- inu. Sambandið við dótturina versnar með hveijum deginum. Ottí móðurinnar viö hugsanlega afbrýðisemi dótturinnar veldur henni mikilli sektarkennd og leyn- ir hún því Ami að hún sé ólétt. Þegar hún svo fæðir soninn verður Ami afskiptalaus og einangrar sig og um leið fara dularfullir atburðir að gerast. Þaö er enginn annar en stór- söngvarinn Jose Carreras sem leik- ur aðalhlutverkið í Romanza Final (Gayerra) sem gerð var 1986, en myndin segir frá ævi spánska ten- órsins Julián Gayarre (1844-1890) sem á sínum bestu árum var sagð- ur mestur tenóra í heiminum. Fylgst er með honum frá bam- æsku, en frægðaárunum gerð mest skil. Áður en sönghæfileikar hans uppgötvuöust var Gayarra jám- smiöur og lofaöur Aliciu sem Sydne Rome leikur. Leiðir þeirra skilur þegar þekktur óperumaður uppgötvar hversu góða rödd jám- smiðurinn hefur og leiö Gayerra hggur til Madrid en þau hittast aft- ur þegar hann er orðinn frægur söngvari. Leikstjóri myndarinnar er JoseMariaForqué. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.