Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1992, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1992, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Hélgarblað 150 kr. Hagsmunaárekstrar Starfsmönnum Borgarspítalans hefúr borist bréf, þar sem þeim er gert aö sækja nokkurra daga námskeið sem skipulagt er og framkvæmt af Stjórnunarfélagi íslands. Hver starfsmaöur skal greiða sjálfur gjald fyrir þátttök- una í námskeiðinu. Nú væri þetta ekki tiltökumál nema vegna þess að undir bréfið skrifar formaður spítalastjómar, Árni Sig- fússon borgarfulltrúi, en þessi sami Ámi er jafnframt framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsms. Skýrt skal tekið fram að gjaldið rennur ekki í vasa borgarfulltrúans en er hins vegar greiðsla til þess fyrirtækis sem hann stjórnar. Fer auðvitað ekki milb mála að hér er um augljós hagsmunatengsl að ræða. Til að greiða fyrir þessum viðskiptum við Stjórnunarfélagið, þar sem Arni er framkvæmdastjóri, hefur stjórn Borgarspítalans, þar sem Árni er formaður, ákveðið að greiða niður mat fyr- ir þátttakendur meðan ráðstefnan fer fram. Óhjákvæmilegt er að hneykslast á þessu framferði. Því miður falla stundum hinir ágætustu menn í þann pytt að mgla saman skyldum sínum í opinberum störf- um við einkastörf og persónulega stöðu. Sumir borgar- fulltrúar hafa verið sakaðir um að úthluta lóðum til sjálfra sín eða styrkjum til einkanota og allt eru það mál af sama toga. Ekki kannske stór í sniðum en mis- notkun á aðstöðu. Nýlega var borgarstarfsmaður borinn þeim sökum að hafa hyglað syni sínum í verksamningi á vegum Reykjavíkurborgar. Borgarstarfsmanninum var veitt áminning. Ekki hefur heyrst að borgarfulltrú- ar hafi verið áminntir fyrir að hygla sjálfum sér eða aðstandendum sínum þótt oft hafi gefist tilefni til. Erlendis er jafnan tekið hart á slíkum málum. Fræg- ast er dæmið um borgarstjórnarmanninn í Kaupmanna- höfn sem varð það á að stinga vindlabunka í vasa sinn þegar hann yfirgaf opinbert samkvæmi. Hann var látinn segja af sér daginn eftir. Því má halda fram að sveitarstjórnarmenn eigi að geta setið við sama borð og aðrir borgarar. Þeir eigi ekki að gjalda fyrir störf sín í bæjarstjórnum eða borgar- stjóm. Þetta er ekki svona einfalt. Borgarfulltrúar bera ábyrgð. Kjósendur ætlast til að þeir láti eitt yfir alla ganga, séu óvilhallir og réttsýnir í ákvörðunum. Borgar- fulltrúar verða að hafa traust um heiðarleika, jafnræði og hlutleysi. Þeir fara með forræði yfir almannafé og mega ekki láta það henda sig að misnota það fé í per- sónulegu hagsmunaskyni né heldur að færa sér valda- stöðu sína sér í nyt til að hygla einum á kostnað annars. Spilhng er þekkt í stjórnmálum. Sem betur fer er valdaspilling ekki á háu stigi hér á landi. En hún er þó til og skýtur upp kolhnum þegar menn hafa setið lengi á valdastólum og þykjast ömggir um sig. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur setið lengi að völdum í Reykjavík. Nær óshtið allt frá upphafi kosninga frá því núverandi flokk- ar voru myndaðir. Kjósendur hafa vissulega verið dygg- ir gagnvart flokknum en spumingin er sú hvort flokkur- inn standi sína phgt gagnvart kjósendum, ef atvik, eins og þau sem að framan eru nefnd, endurtaka sig. Sumir borgarfulltrúar tala stundum eins og þeir eigi borgar- stjóm og þá peninga sem þar em til ráðstöfunar. Ég skal sjá um þessa lóð fyrir þig. Ég skal útvega þér starf hjá borginni. Ég skal redda þessu og redda hinu. Shkar setningar heyrast æ oftar og fer þá ekki milli mála hvað borgarfulltrúamir vilja fá í staðinn. Þegar slíkur hugs- unarháttur er annars vegar er stutt í siðleysi og stutt í spilhngu. EUertB. Schram „... búvörusamningarnir eru ein helsta vörn landbúnaöarins í þvi áhlaupi sem nú stendur yfir,“ segir Hákon m.a. í greininni. - Samið um búvöruna. Gíslarnir í stjórnarráðinu Frá febrúar 1990, þegar þjóðar- sáttarsamningarnir voru gerðir, hafa bændur, aðOar vinnumarkaö- arins og fulltrúar ríkisins (sjö- mannanefnd) unnið að tillögugerð um aukna hagræðingu í landbún- aðinum. Á grundvelli tillagna sjö- mannanefndar hafa verið gerðir búvörusamningar í mjólkurfram- leiðslu og sauðíjárrækt. Þessi samningar eiga að geta skil- að umtalsverðri aukinni hagræð- ingu og lægra vöruverði. í alifugla- rækt, svínarækt og garðyrkju eru hagræðingarverkefni í gangi sem sömuleiðis skapa grunn fyrir aukna hagræðingu og lækkun á verði þessara afurða. Þegar bænd- ur voru kallaðir til við gerð þjóðar- sáttarsamninganna lágu á borðinu hugmýndir um að heimila inn- flutning á eggjum, kjúkhngum og svínakjöti og var ætlunin að meta það til kjarabóta að ódýrri matvöru yrði hieypt inn í landið. Það lánaðist að ýta þessum hug- myndum út af borðinu og ná þess í stað samstöðu um að bæta rekstr- arskilyrði innlendrar framleiðslu og gera hana samkeppnishæfari. Andstaða Alþýðuflokksins Þessi niöurstaða vakti htla hrifn- ingu þeirra sem áhuga höfðu á inn- flutningi, m.a. ýmissa ráöamanna Alþýðuflokksins. Á iokaspretti bú- vörusamninganna í sauðfjárfram- leiðslunni í mars 1991 reyndu ráð- herrar Alþýðuflokksins hvað þeir gátu th að koma í veg fyrir að samningar tækjust, enda var þeim vel ljóst að slíkur samningur myndi verða þeim erfiður ljár í þúfu við að ná stefnu sinni fram. Það er líka að koma í ljós að bú- vörusamningamir eru ein helsta vöm landbúnaðarins í því áhlaupi sem nú stendur yfir. Ríkisvaldið hirðir afraksturinn í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir stórfelldum nið- urskurði til landbúnaðarmála, m.a. KjáUarinn Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóri Stéttarsam- bands bænda að dregið verði úr endurgreiðslu virðisaukaskatts á eggjum, kjúkl- ingum, svínakjöti og nautakjöti. í nýjustu tillögum ríkisstjómarinn- ar um aðgerðir í efnahagsmálum er enn hert á og ráðgert er að skera niður um 250 mihjónir th viðbótar. Ef þessi niðurskurðaráform, sem nú em á borðinu, ná fram að ganga er ljóst að ríkisvaldið hrifsar th sín nær allan þann ávinning sem orðið hefur af hagræðingarátaki því sem unnið hefur að verið í landbúnað- inum í stað þess að hagræöingin skih sér í lægra vöruverði til neyt- enda og bættri samkeppnisstöðu innlendra búvara á markaðnum. Auk þess eru niðurskurðaraðgerð- imar á góðri leið með aö lama stoð- kerfi landbúnaðarins (bændaskól- ana, rannsóknir og leiðbeiningar, framlög th búfjárræktar o.fl.) og veikja möguleika hans th að aðlaga sig að því breytta rekstrarumhverfi sem framundan er. Þessi þróun er óskastaða fyrir innflutningsöflin í Alþýðuflokkn- um sem geta nú bent á að th einsk- is sé að lappa upp á landbúnaðinn. Hann sé með öhu ófær um að tak- ast á við aukna hagræðingarkröfu og breytt rekstrammhverfi og verði áfram dragbítur á hagvöxt og bætt lífskjör almennings. Það sé bara tímasóun að bíöa með að opna fyrir innflutning ódýrra búvara. Ekkert geti komið sér jafnvel fyrir atvinnulausa og aðra sem að kreppir í þjóðfélaginu og lagað lífs- kjör ahs almennings. Gísl í eigin ríkisstjórn Engu líkara er en að Sjálfstæöis- flokkurinn sé í gíslingu Alþýðu- flokksins í þessu máh og með öllu ófær um að koma í veg fyrir þau óhappaverk sem verið er að vinna með þessum aðgerðum. Þrátt fyrir að forsætisráöherra hafi í útvarpsviðtah þann 18. nóv- ember sl. lýst því yfir aö „óheiðar- legt og ósanngjarnt" sé að leggja meiri byrðar á bændastéttina en þegar hefur verið gert er flokkur hans nokkrum dögum síðar neydd- ur th að faUast á stórfelldan nýjan niðurskurð á framlögum til land- búnaðarins. Hákon Sigurgrímsson „Ef þessi niðurskurðaráform, sem nú eru á borðinu, ná fram að ganga er ljóst að ríkisvaldið hrifsar til sín nær allan þann ávinning sem orðið hefur af hag- ræðingarátaki því sem unnið hefur verið að 1 landbúnaðinum.. Skoðanir annarra Ný störf á tæknisviðinu „Meö þátttöku íslands í hinu Evrópska efnahags- svæði opnast hér nýir möguleikar fyrir íslenska verkfræðinga að sækja verkefni út fyrir landstein- ana. Sem dæmi má nefna verkefni á sviði þróunar og framleiðslu iðnvarnings ýmiss konar, ráðgjafar og hönnunar, verktöku, o.fl.... Segja má að íslenskt efnahagslíf sé nú keyrt á auðhndamörkum í nýtingu lands og sjávar. Orka faUvatnanna og jarðhitans og auður sá sem felst í menntun og þekkingu eru hins vegar vannýttar auðlindir. í ljósi slæmrar stöðu í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar er mikhvægt að leggja áherslu á nýtingu þessara auðlinda. Reynslan sýnir að ný störf á tækni- sviðinu skapa ný atvinnutækifæri á öðrum sviðum." Snæbjörn Jónsson, í stjórn Stéttarfélags verkfræðinga. - Mbl. 10. des. Framboð og eftirspurn á greftrun „Allir þeir sem efni hafa á að jarða sig geta nú borgað frjálst í þau fyrirtæki sem smíða líkkistur og reka. Mikið held ég að líkin verði glöð.... eðlileg- ast væri að allir gætu komið sér ofan í jörðina látn- ir fyrir ekki neitt og að þessi óhjákvæmhegi þáttur mannssögunnar yrði þannig á kostnað aUra. En það stríðir að sjáUsögðu gegn frelsinu. Þess vegna verða svona gamaldags jafnréttissjónarmið brátt úrelt hjá stjórnvöldum, þó að meirihluti þjóðarinnar aðhylhst það sjónarmið eins og kunnugt er.... Rökrétt fram- hald þessa máls væri svo að sjálfsögðu það, að fram- boð og eftirspurn-réði verðlaginu á greftrunum; þannig lækkar verðið væntanlega þegar drepsóttir geisa, en hækkar þegar hehsufarið batnar.“ Svavar Gestsson alþingism. í Mbl. 9. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.