Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1992. 15 Hver ber ábyrgðina 9 Iðulega höfum við í borgarstjórn Reykjavíkur deilt um hönnunar- kostnað við byggingarframkvæmd- ir borgarinnar. Einnig höfum við kraflst skýringa á því hvers vegna framkvæmdir fara svo oft verulega fram úr kostnaðaráætlunum. Venjulega hefur orðið fátt um svör. Nýlega var haldið Mannvirkja- þing í Reykjavík þar sem einmitt þessum spurningum var velt upp. Steindór Guðmundsson, forstöðu- maður Framkvæmdadeildar Inn- kaupastofnunar ríkisins, flutti á þinginu erindi um opinberar fram- kvæmdir (Ný viðhorf). Steindór kemst að þeirri niður- stöðu að enginn munur sé á kaup- um ríkis og sveitarfélaga á arki- tekta- og verkfræðiþjónustu og kaupum á einhverri vöru eða þjón- ustu. KjaUaiinn Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknartiokksins „Mér finnst óeðlilega hátt verð sem Rafmagnsveitan greiðir fyrir verk- fræðiþjónustu, útboðslýsingu, rann- sóknir og útboðskostnað þegar ekki er um stærra verk að ræða." Fyrirspurn í borgarstjórn Athugum nú eitt nýlegt raunhæft dæmi úr borgarkerflnu. Þar er að vísu ekki um stórverk að ræða en lærdómsríkt samt. Rafmagnsveita Reykjavíkur setti í útboö síðasliðið vor málun og steypuviðgerðir á húsi RR að Suð- urlandsbraut 34. Tilboðið í máln- inguna og steypuviðgerðirnar hljóðaði upp á kr. 5.534.208. ;, Rafmagnsveitan vildi standa vel að málum og fékk Almennu verk- fræðistofuna tíl að rannsaka ástand hússins og gera útboðslýs- ingu. Mér finnst óeðlilega hátt verð sem Rafmagnsveitan greiðir fyrir verkfræðiþjónustu, útboðslýsingu, rannsóknir og útboðskostnað þeg- ar ekki er um stærra verk að ræða. Fyrir verk upp á 5,5 milljónir kr. greiðum við tæpa 1,1 milljón kr. fyrir rannsóknir og útboðslýsingu eða 20% af tilboðsverði verksins. Þetta er ef til vill ásættanlegt verð fyrir ítarlega úttekt ef allt hefði gengið vel eftir. Því miður fór ekki svo. Aukaverk upp á tæpar 900 þúsundir króna bættust við. Ég lagði fram í borgarstjórn svo- hljóðandi fyrirspurn: „Hver ber ábyrgðina á kostnaði við aukaverk upp á kr. 862.000 þeg- ar sérfræðingum eru greiddar kr. 1.089.840 fyrir rannsóknir og út- boðslýsingu?" Svarið Fyrirspurnin var ekki lögð fyrir lögfræðinga borgarinnar né borg- arverkfræðingsembættið þó eðh- legt væri að leita svara þeirra við svo brennandi spurningu. Formað- ur stjórnar veitustofnana las upp Hús Rafmagnsveitunnar við Suðurlandsbraut. - „Tilboðið í málninguna og steypuviðgerðirnar hljóðaði upp á kr. 5.534.208." svar og útskýringar frá forystu- mönnum Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Eins og venjulega var eina svarið sem mér var gefið „að fyrir- spurnin væri á misskilningi byggð". Allar tölur, sem ég nefndi í fyrirspurninni, voru þó lagðar fram á stjórnarfundi hjá RR í haust. Steindór Guðmundsson svaraði hUðstæðri spurningu þannig á Mannvirkjaþinginu að ef hönnun reynist vera gölluð eða ófullgerð, þannig að ríki (eða sveitarfélag) þurfi að greiða fyrir aukaverk þá eigi hönnuðir aö greiða þann auka- kostnað. Fyrirspurn mín var ekki sett fram í pólitískum tilgangi heldur til að kalla á ný viðhorf hjá borgar- yfirvöldum. Borgin ver háum upphæðum á hverju ári í aðkeypta vinnu og þjónustu arkitekta- og verkfræði- stofa. Sigrún Magnúsdóttir Ljóstýra í skammdeginu Það má treysta Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni til að koma manni í gott skap þegar hann opnar sig á almannafæri. - í DV hinn 8. desember kemst Hannes að þeirri skarplegu niðurstöðu að vinstri menn eigi nú sitt málgagn í Heims- mynd. Hannes segir m.a.: „í tíma- ritinu Heimsmynd hafa Mánudags- blaðið og Þjóðvihinn sálugu endur- holdgaít í eitt." Ég er afskaplega forvitinn um endurltoldgun og vildi því gjarnan fræðast af Hannesi um það fyrir- brigði sem hann kallar að „endur- holdgast í eitt". Spurningin er hvort þessi tegund endurholdgunar getur einnig átt við um mannssálir, þ.e. að tvær endurholdgist í einni? Þó að kennsla Hannesar í Háskól- anum sé á sviði stjórnmálafræði Kjallarínri Heimsmynd vinstri manna Sennilega haía vinstri rnenn flýtt sér of mikio. þegar þeir stomuou VtkubWUe. Þeir baut þeor etgnut ipiipjn Þafler tímarítiö lieiott- mynd. aem Herdii Þortjeindótnr sefur ÚL tv vírtist ekkert blrutt um stjómiuíl eoa tfnahaKunil, nema það koroi núverandi rikis- stjórn tlla. - Utum snöBVMt i jóla- herböíir. Ád«Uaá*4omlna Fyrsta íretrdn t hefttnu er eftir dr. Guðmund S. Atfreðeson þjóö- rettarfrsBÖing- Hann tehir sunn- Inginn um Evrópeka eftuhags Kjaflarinn Sliónwrikióh, MvaliU og Evrop.10n.i50c uaiDworauwiN i öuum svhwa Wemliiijiarir 'ossoeinkonn gfflfflffllL. — Dr. Hanm* HóknsMiwi 1*1*1 fcnr na hnfl nn n-jfllli „t>að má treysta Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni til að koma manni I gott skap..." segir greinarhöfundur. Örnólfur Árnason rithöfundur „En Hannes gerir strangari kröfur. Og hann er sjálfum sér samkvæmur og setur tímaritið Heimsmynd, rétt eins og Morgunblaðið, undir sama mæli- ker." kemur maður hvergi að tómum kofunum hjá honum. Það sést til dæmis á því að hann er ekki í vand- ræðum með að færa fram lærðar skoðanir á sálarlífi minu í kjallara- grein sinni þó að við séum rétt hattkunnugir. Allttil vinstri viö Hannes ' Skarpskyggni Hannesar ef mér löngu h'ós en hann kom mér samt enn einu sinni á óvart með því að taka Mánudagsblaðið sem dæmi um vinstri blöð. Satt að segja var ég svo glámskyggn að telja að úr því að Mánudagsblaðið var til hægri við McCarthy, íranskeisara og Francisco Franco, hefði það ver- ið hægri sinnað blað. - En Hannes gerir strangari kröfur. - Og hann er sjálfum sér samkvæmur og setur tímaritið Heimsmynd, rétt eins og Morgunblaðið, undir sama mæli- ker. Það er gott til þess að vita að ein- hver hafi eftirlit með fjölmiðlum og bendi á þá óhæfu að birta grein- ar sem, eins og Hannes segjr í DV, „koma núverandi stiórn illa". Hannes er vinur vina sinna. Ég fæ því til tevatnsins hjá honum fyrir að hafa bendlað Davíð Odds- son við gjaldþrotaleiöina. „Þetta eru hin herfilegustu öfugmæli," segir Hannes. Hvaöa sögur? En í hita leiksins eignar Hannes mér dálítið sem hann getur ekki hugsanlega staðið við. Hann segir um mig; „Nú beinir hann brandi sínum að Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra. Hann segir afar óvið- kunnanlegar sögur af drykkjuskap hans, sem ég veit að eru allar rang- ar." Ekki dreg ég í efa að Hannes væri í stakk búinn að vitna um hugsanlegt sannleiksgildi allra sagna um efnið sem hann tilgreinir hér að framan. En svo bregðast krosstré sem önnur tré því þannig vill til að drykkjusögurnar um þennan tiltekna mann, sem Hannes vill kveða niður, er ekki að finna í grein minni í Heimsmynd. Þær hefur hann, eins og aðrir, sjálfsagt heyrt annars staðar. Að lokum þakka ég vísindamann- inum og háskólakennaranum fyrir skemmtunina. örnólfur Árnason Meðog ámóti Meðlög oflág Jón Sasmundur Slgur- jonsson. „Meðlögeru einfaldlega of lág. 7.551 króna af hendi föður tiiframfærslu síns barns er svo lítill hluti af hugsanleg- um fram- færslukostn- aði barnsins að á þessum tímum er varla hægt að ætlast tö þess að rikið taki svo stóran hluta á sig á móti, auk móðurinnar. Nú er það svo að pað eru sömu aðilar sem fá mæðra- og feðralaun og meðlag. Þegar ríkið tekur tíl hendmni við að skera niður kostnað og útgjöld og mæðra- og feðralaun eru tekin og skorin niöur þá er ekki hægt að gera þaö þannig að niður- skurðurmn iendi á móðurinni sem hefur aila jafna með fram- færslu barnanna að gera. Fram- færslan lendir því í hækkun með- Íaga, haö veröur ekki hjá þvi komist. Meðlagið, sem fer upp i 11.300 krónur, er eftir sem áður ekki nema brot af framfærslu- kostnaði barnsins, eins og áður Erfiðar aöstæður meðlags- greiðenda með lág laun og erfiðar fiölskylduástæðurspila hinsveg- ar þarna inn í og gera málið allt mjög flókið. Ég vona svo sannar- lega að það vakni upp umræða um meðlagsgreiðslur og ööl- skyldumál af þessum toga. Það er tvímælalaust mikil þörf á því. Algjor svívirða „Hækkun á f ________Xl>:_ K Savar H. Ptlursson. um er algjör svívirða, eins oghúnersett jfrarn, Það er verið aö brjóta á barnafólki með þessu og ýta vanda þjóðfélagsins yfir á þá sem greiða. Það er sið- ferðilega rangt. Þessar aðgeroir stiórnvaláa mimu koma mörgum á kaldan klaka og gera þá að skuldurum, suma til æviloka. AlUr vita aö di-áttarvextir eru mjðg háir. Það hefur verið talaö um aö lækka þá vegna þess að þeir eru miðaðir við núkla verðbólgu en ekkert hefur veriö gert. Þessi hækkun mun hafa þær afleiðingai- aö meðlagsgreioend- ur geta ekki gert eins vel við borrán sín og hverju foreldri er eiginlegt. Menn verða að bregðast við og mótmæla þcssu kröftu^- lega. Nái þetta að fara í gegnum ir langt út fyrlr landsteinana. Frumhlaup heilbrigðisráö- herra í þessum efnura kemui- mjog á ovart, svo og skihúngs- leysi á afleiöingum þessaj-a ráð- stafana fyrir meðlagsgreiöendur og viðtakendur. Þetta er afturför og ólýðræðlslegt og illa aö þessu staðið. Þetta lýsir vanþekkingu á málefnum fólksins sem fyrir þessu veröur. Þaðverður aðfinna réttlátari lausn á fjái-lagavanda þjóðarinnar. Sanngjörn niður- staða gæti til dæmis falist í þvi að laun meðlagsgreiðanda yrðu tekin til skóttunar eftir að hann hefði greitt það meðlag sem hon- umber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.