Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. Fréttir Landsútsvar mun standa áfram: Stjórnvöld hækka enn tekjuskatt einstaklinga - tekjuskattur fyrirtækja hækkaður í 39 prósent í gærkvöldi hélt efnahags- og viö- skiptanefnd Alþingis um þaö bil 7 klukkustunda fund um tekjuöflun- arhliö fjárlagafrumvarpsins. Niö- urstaðan varö sú aö þar sem ákveð- ið er aö barnabætur veröi skertar minna en áður hafði veriö ákveöið veröi persónuafsláttur einstakl- inga til skatts lækkaöur um 350 krónur til tekjuöflunar. Þetta er talið gefa um 500 milljónir króna í ríkiskassann. Það er svipuð upp- hæð og niöurskurður barnabóta átti aö spara ríkissjóði. Þessi lækk- un gæti þó fariö í allt aö 400 krónur. Eins var ákveöið aö tekjuskattur fyrirtækja, sem átti að lækka um- talsvert, muni ekki lækka á næsta ári, heldur hækka úr 38 prósentum í 39 prósent. Og einnig var ákveðið aö leyfa fyrirtækjum áfram aö draga frá 15 prósent af tekjum fyrir skatt. Þessi prósentutala átti aö lækka í 10 prósent. Þessi skipan á aðeins aö standa á næsta ári. Kallaði Vilhjálmur Eg- ilsson, formaður nefndarinnar, þaö aölögunartíma, því tekjuskattur fyrirtækja yrði lækkaður árið 1994. Sömuleiðis var ákveöiö að skatta- afsláttur vegna hlutabréfakaupa verði ekki lækkaður. Til stóð aö lækka hann umtalsvert. Landsútsvar mun standa áfram, þótt aðstöðugjald falh niður. Sam- kvæmt heimildum DV mun Vinnu- veitendasambandið ekki ætla í málaferli vegna þess eins og þaö hafði boðaö. í gærkvöldi og í nótt sat heilbrigð- is- og trygginganefnd á löngum fundi. Eitt aðalumræðuefnið þar var að lækka þær meðlagsgreiðslur sem Sighvatur Björgvinsson heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra hafði ákveðið hækkun á. Og einnig að hækka þá aftur mæðralaun. Ekki náðist samkomulag í nótt og kemur nefndin aftur saman í dag. Samkvæmt heimildum DV verður meðlagsgreiðslan lækkuð en hve mikið er eftir að ákveða. -S.dór EES-sanmingurmn: Minnkandi líkur á afgreiðslu fyrir áramót Flestir alþingismenn, sem DV hef- ur rætt við, eru komnir á þá skoðun að EES-samningurinn verði ekki af- greiddur fyrir áramót, eins og til stóð. Þeir benda á að tíminn sé of naumur vegna þess hve mörg skatta- lagafrumvörp og fj árlagafrum varpið eru óafgreidd. Hahdór Ásgrímsson sagði í rabbi við tíðindamann DV að hann teldi útilokað að afgreiða máhð fyrir ára- mót. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra hefði lagt áherslu á að afgreiða hann fyrir áramótin svo hægt væri að benda á það í komandi viðræðum um samninginn vegna brotthvarfs Sviss úr hópnum að is- land hefði samþykkt hann. Hahdór sagðist telja að utanríkisráðherra mundi láta sér atkvæðagreiðsluna við 2. umræðu nægja. Hann gæti þá bent á það að tryggur meirihluti væri á Alþingi fyrir samningnum. Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, var ekki alveg sama sinnis. Hann sagði að enn væri stefnt aö því að ljúka afgreiðslu fyrir áramót. Óssur sagði að menn væru tilbúnir til aö halda þingstörf- um áfram mhh jóla og nýárs ef þörf krefði. En jafnvel þótt það yrði gert væri tíminn th afgreiðslu ahra þeirra mála, sem ljúka verður fyrir áramót, naumurogalltgætigerst. -S.dór Meölagsgreiöendur: Fundurklukkan níu í frétt DV í gær misritaðist hvenær stofnfundur samtaka meðlagsgreið- enda ætti að hefjast. Hið rétta er að hann hefst kl. 21 í kvöld á Hótel íslandi. Alþingismenn geispa undir löngum umræðum um EES-samninginn. 900 milljóna niöurskurðurinn: VNHiaklsfé skorið um 400 milljónir Samkomulag hefur tekist mihi stjómarflokkanna um hvaða hðir verði skomir niöur th að ná fram 900 mhljóna króna viðbótamiðurskurði á fjárlögum. Það sem munar mest um í niður- skurðinum er að fé th viðhalds opin- berra bygginga lækkar úr áætluðum 500 mhljónum í 100 mhljónir. Vegafé verður skorið um 250 mhljónir. Þá er 6. grein flárlaga, heimhdar- grein fyrir fjármálaráðherra th eins og annars, skorin niður um 60 millj- ónir. Fjármagn th fyrirhugaös mark- aösátaks vegna EES er lækkað um 50 mihjónir króna. Fé th nýbygging- ar Hæstaréttar er lækkað um 27 mhljónir. Seðlabankinn taki á sig 25 mhljóna króna aukna hlutdehd í rekstri Þjóðhagsstofnunar. Fé th byggingasjóðs lækkar um 50 mihjón- ir. Stofnkostnaður við Sölvhólsgötu 7 lækkar um 5 mhljónir, hugbúnað- aruppbygging skattstofa um 8 mhlj- ónir. Fé th viðhalds húss Þjóðminja- safnsins er lækkað niður í 10 mhijón- ir og kostnaður við launa- og verð- lagsmál veröur lækkaður um 15 mhljónir. Karl Steinar Guðnason, formaður fjárlaganefndar, sagði í samtah við DV að um þetta mál væri samstaða milli og innan stj órnarflokka. -S .dór Snjóílóðahættan: Hnífsdalur enníhættu Hætta á snjóflóðum hefur enn ekki minnkað í Hnífsdal og í gær hvatti almannavamanefnd Isa- fjarðar fólkið í þeim fimm húsum, sem í mestri hættu eru, th að halda sig áfram fjarri heimhum sínum. Veður er enn mjög slæmt á Vestfjörðum og rafmagnstruhan- ir hafa verið viða, svo sem í Ár- neshreppi, á Gjögri ogHólmavík. Þegar veðurhamurinn gekk yfir á Siglufiröi i gær og þaö birti til kom í fjós að engar hengjur voru í fjöllunum fyrir ofan bæinn. Snjóflóðahættu hefur því verið aflýst þar og fólk í sex húsum, sem þurfti að yfirgefa heimili sín í tvo sólarhringa vegna hættunn- ar, hefur nú flutt heim aftur. Veð- ur á Siglufiröi var með ágætum í gær en þó dundu þrumur og eldingarallandaginn. -ból Páll Pétursson: Frændi ráðherr- ansmed 800þúsund Mönnum hefur orðið tíðrætt um ýmis lögfræðiálit í umræðun- um um EES-samninginn á Al- þingi siðustu daga. Bréf Björns Þ. Guðmundsson prófessors til forseta þingsins varö til þess að þessi umræða kom upp. Jón Baldvin utanríkisráðherra benti á í þessu sambandi að fyrir lægi lögfræöiálit lögfræðinga þriggja ráðuneyta sem segðu EES-samn- inginn ekki brjóta í bága viö stjórnarskrána. „Einn þessara lögfræðinga er Björn Friöfinnsson, frændi Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra. Hann er nýbúinn að fá starf við EES-batterí með mánaðariaun upp á 800 þúsund krónur skattfríar. Þaö fær mig enginn til að taka mark á lög- fræðiáliti hans á EES-samningn- um. Ekki það aö ég tel Björn hæfan mann og starfhæfan. Kannski of starfhæfan þvi að ein- stöku sinnum verður hann of duglegur, en hann er verkmaö- ur,“ sagði Páh Pétursson. Hann sagðist ætla að flytja þingsálykttmarthlögu um að Al- þingi komi upp lagaráði th ráöu- neytis um lögfræðileg úrlausnar- efni. Ráðið verði skipað þremur mönnum. Einum skipuðum af Hæstarétti, einum af lagastofnun Háskólans og einum af Lögfræð- ingafélagi Islands. Kostnaöur greiðistafAIþingi. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.