Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 22
30 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. öf fjölskyjd VEIÐIVORUR GOTT TÆKIFÆRI Til sölu lítið fyrirtæki með mikla tekjumöguleika. Hentar vel einstaklingi eða samhentum hjónum. Verð 1,5 milljónir. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á DV, merkt „Fyrirtæki 8499", fyrir 22. des. '92. Saga landsmóta UMFÍ1909-1990 „Madur yrði aó lilaupa á fullri feró og láta skeika að sköpuðu um endalokin, livort maður laumaðist œlandi út af vellinum eóa kcemist i mark"_ (Saga landsmóta UMFI) Bókin er 544 síður í stóru broti með hátt í 700 ljósmyndum Fæst í bókaverslunum Ellert B. Schram. Bókin er merk heimild um sögu landsmóta UMFÍ sem er snar þúttur í íþrótta- ogfélags- lífi landsmanna á þessari öld. Þetta er stórskemmtileg lslandssaga í nýju Ijósi. Glæsileg gjöf SA TlmÚMFÖT Popp Kuran Swing: Kuran Swing: Góður stof udjass Djass er leikinn á marga vegu og er mismunandi aðgengilegur. Sumt er það flókið að það er aðeins fyr- ir þjálfuð tónlistareyru að meðataka, annað er létt og leikandi og höfðar til breiðs hóps og slík er tónlist Kuran Swing á ágætri geislaplötu sem nýlega leit dags- ins ljós. Þar leikur hljómsveitin þekkta íslenska slag- ara og einnig mikið af frumsömdu efni sem komið er til skila án alls rafmagns og minnir tónlistin oft á tónl- ist sem eldri meistarar á borð við Django Reinhard, Stéphane Grappelli og Sven Asmussen urðu þekktir fyrir og ekki er hún verri fyrir það. Auk þess bera meðlimir Kuran Swing gott skynbragð á það sem þeir eru að gera og eru sum sólóin sem aðallega eru í hönd- um Szymon Kuran og Björns Thoroddsen frábær og útkoman verður leikandi og léttur djass sem allir, sem hafa á annað borð yndi af tónlist, ættu að hafa gaman af. í fyrstu er ekki laust við að gömlu slagararnir, sem Hljómplötur Hilmar Karlsson eru eftir Jón Múla Árnason, Sigfús Halldórsson, Hall- björgu Bjamadóttur og Óðin G. Þórarinsson, veki mesta athygli enda sérlega góð meðhöndlun hjá hljóm- sveitinni en eftir að hafa hlustað nokkuð á plötuna fara gæði þeirra laga, sem meðlimir sveitarinnar hafa samið, að koma betur og betur í ljós. í lagasmíðinni fara fremstir í ílokki Bjöm Thoroddsen og Ólafur Þórð- Kuran Swing. Létt, leikandi og áreynslulaus tónlist. arson. Lög þeirra er auðvelt að aðgreina enda tónlistar- legt uppeldi þeirra ólíkt. Björn hefur nær eingöngu leikið djass frá því hann hóf að leika opinberlega en Ólafur hefur lengstum leikið með Ríó-tríóinu sem er þekkt af annarri tónlist en sveiflutónlist. Gott dæmi um stíl Bjöms er byrjunarlagið í vetrargaröinum, sér- lega skemmtilegt lag með góðum leik og það einkenn- ir kannski lög Bjöms í heild hversu frjálsir spilararn- ir geta leyft sér að vera. Lög Ólafs eru ekki alveg eins melódísk en þegar honum tekst best upp, eins og í Gullkálfi og Römm er sú taug, tekur sveitin vel við sér. Eins og áður segir em Szymon Kuran og Björn Thor- oddsen mest áberandi en aðrir í hljómsveitinni, Ólaf- ur, Magnús Einarsson og Þórður Högnason, skila sínu einnig vel og eiga ekki sístan þátt í að allt fellur saman í heild sem ánægjulegt er að hlusta á. Tregasveitin - Tregasveitin: Gleðigjafar íslenskra blúsgeggjara Hvemig sem ég reyni man ég ekki eftir því að hrein- ræktuð íslensk blúsplata hafi verið gefin út fyrr en nú þegar Tregasveitin lætur í sér heyra með sam- nefndri plötu. Centaur gaf reyndar fyrir nokkrum ámm út plötu sem lítið bar á. En stefnan á henni var frekar blúsrokk en hreinræktaður blús. Þá gáfu Vinir Dóra út kassettu meö blús fyrir tveimur árum eða svo. Hún kom út í takmörkuðu upplagi og fór því óvíða. - Vinir Dóra mættu gjarnan gefa kassettuna út aftur og þá jafnframt á plötu. Blúsvinir þægju það með þökkum. En sem sagt: allt bendir til að Tregasveitin ríði á vaðið í blúsplötugerð hér. Platan er níu laga. Tvö em innlend. Annað er eftir Pétur Tyrfingsson. Hitt samdi Guðmundur, sonur hans. Hin lögin sjö em frá Vestur- heimi, eftir kappa úr úrvalsdeild blústónlistarinnar. Auðvitað er mestur fengur að fmmsömdu lögunum. Það er því miöur afar sjaldgæft að íslensk blúslög séu gefin út. Helst að Magnús Eiríksson hafi sent slíka ópusa frá sér á plötum Mannakorns. Á heildina litið kemst Tregasveitin vel frá sinni fyrstu plötu. Guðmundur Pétursson ber að sjálfsögðu af í hljóðfæraleiknum. Pétur karlinn stendur sig einn- ig með ágætum. Sóló hans eru einföld og nett og fingra- Hljómplötur Ásgeir Tómasson leikfiminni í hóf stillt. Þá syngur Pétur blúsinn einnig ágætlega, sér í lagi sitt eigið lag, Broken Heart Blues. - Aðrir Tregasveitarmenn eiga einnig bærilegan dag og skila góðu verki. Síðan platan var hljóðrituö hafa reyndar orðið bassa- og trommuleikaraskipti í hljóm- sveitinni. Það er því ástæða til að óska Tregasveitinni til ham- ingju með að vera loksins búin að senda fyrstu plöt- una sína á markaðinn. Vonandi eiga þær eftir að verða fleiri í framtíðinni. Graíík-Sí ogæ: Þögnin rof in Hljómsveitin Grafík hefur fengið hlustendur sína til að lyfta brúnum allnokkrum sinnum á ferlinum. Sennilega lyftust brúnir þó aldrei hærra en þegar plat- an Leyndarmál kom út fyrir fimm árum. Á henni kom Andrea Gylfadóttir fyrst fram á sjónarsvið popps og rokks, nýútskrifuð úr Söngskólanum. Ekki spillti fyrir að á plötunni var hvert lágið ööru betra. Leyndarmál Hljómplötur Ásgeir Tómasson var að mati þess er þetta ritar besta plata ársins 1987 og raunar ein sú besta sem var gefin út hér á landi á níunda áratugnum. Rúnar Þórisson og Rafn Jónsson, þeir einu sem hafa starfað með Grafík frá upphafi, ijúfa nú þögnina sem ríkt hefur síðan Leyndarmál kom út. Á Sí og æ eru áfján lög. Þar af fjórtán áður útgefin. Nýju lögin fjögur eru dæmigerð Grafík-lög. Þeirra áheyrilegast er Minn- ingar sem sómt hefði sér vel á Leyndarmáli um árið. Hin eru einnig vel yfir meðallagi að gæðum. Vel var við hæfi að fá Helga Björnsson, gamla Grafíksöngvar- ann, nú í Síðan skein sól, til að syngja lagið Sóhn skín. Litlu er hægt að kvarta yfir við val á áður útgefnu Ein siðasta útgáfan af Grafík, en þá var Andrea Gylfa- dóttir söngvari hljómsveitarinnar. efni. Rúnar og Rafn völdu þá leið að hafa með það sem mestra vinsældir hefur hlotiö með Grafík. Sí og æ er því frekar það sem kallað er í enskumælandi löndum Greatest Hits en Best Of. Það er að segja safn vinsæl- ustu laga en ekki bestu. Hins vegar er það klárt mál að í mörgum tilfellum hefðu lög af Sí og æ sloppið í gegn- um síu Rúnars og Rafns ef þeir heföu valið á plötuna þá tónhst sem þeir telja besta meö Grafík. Lög eins og Prinsessan, Þúsund sinnum segðu já og Presley, svo að dæmi séu tekin. Vonandi er Sí og æ ekki svanasöngur hljómsveitar- innar Grafíkur. Þótt ekki hafi hún verið áberandi hin síðari ár sýnir hún og sannar með nýju lögunum ijór- um að hún á fullt erindi við rokkunnendur enn þann dag í dag. Það lifir lengi í gömlum glæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.