Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. Fréttir___________________________________________________________________________________pv Stefnir 1 metár hjá fíkniefnalögreglimni: Hald lagt á f íknief ni að andvirði um 52 milljónir - hassið er aðalfíkniefnið hér á landi og hefur verið 120 ár „Það er búið að sprengja kókaínskal- ann og við erum mjög nálægt hvað varðar hassið og amfetamínið. Ég held að menn séu bara ánægðir með árangurinn. Þetta er búið að ganga nokkuð vel enda liggur mikil vinna að baki,“ segir Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar. Það stefnir allt í að árið í ár verði metár hvað varöar það magn fíkni- efna sem lögreglan hefur lagt hald á. Alls hefur verið lagt hald á tæplega 1300 g af kókaíni þaö sem af er þessu ári en aldrei hefur áður náðst jafn- mikið magn af því efni. Þá hafa náðst um 1600 g af amfetamíni og rúmlega 20 kíló af hassi. Samkvæmt útreikningum DV mun „smásöluandvirði" allra þeirra fíkni- efna sem náðst hafa á árinu nema rúmlega 52 milljónum króna. „Hassið er aöalfíkniefnið hér á landi og hefur verið það í 20 ár. Svo kemur amfetamín, síðan kókaín og LSD. Tölur um efni sem hald hefur verið lagt á gefa vissar vísbendingar en það er samt mjög varasamt að draga ályktun um markaðinn út frá þeim. Það er til dæmis ekki rétt að draga þá ályktun að nú sé komin mikil kókaínbylgja því þetta mikla magn kemur nær allt í stóra kókaín- máhnu sem á sér mjög sérstaka sögu,“ segir Björn. Það fíkniefnamál sem fengið hefur hvað mesta athygli á árinu er ein- mitt stóra kókaínmáhð þegar Steinn Ármann Stefánsson var handtekinn eftir æsilegan eltingarleik á Vestur- landsveginum með 1200 grömm af amfetamíni í bílnum. Hann hefur nú verið dæmdur í sjö ára fangelsi. Stóra hassmálið Annað stórt fíkniefnamál var í september þegar liðlega tvítugur Fíkniefni sem lögregla hefur lagt hald á’ — frá 1.1. 1979 til 11.12. 1992 íþús. gr. — 25.000 10.000 5.000 0-^2)SlE|k Sj;li 5j;il Sj 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1988 1987 1988 1989 1990 1991 1992 3 Hass [[]] Marijúana Amfetamín Kókaín *Heimild: Lögregluembættið, Rvík Stærstu fíkniefnamál ársins 1992 ' v***' | f"—' :r. t ' • 26 ára karlmaður handtekinn með 1200 g af kókaíni eftir eltingaleik. • 26 ára karlmaður handtekinn með 2 kílóaf hassi. Þrír aðrirhandtekniren tveimursleppt. • Fjórirkarlmenn handteknirog settir í gæsluvarðhald vegna innflutnings á 3 kilóum af hassi. 1 • 23árakarlmaður • 53 og 28 ára • Karlmaðurum handtekinnmeð karlmenn hand- tvítugt handtekinn I tæpthálftkílóaf teknirmeð tæp3 við komunatil | amfetamíni. Var kílóafhassi ogum Seyðisfjarðar með | viðriðinn 2 kíióa 400gafamfetam- Norrænu með tæp | hassmáliðímarsog íni. 6 kíló af hassi og 1 því undir eftirliti • 23 ára karlmaður rúm200gafamfet- 1 lögreglu. Eitt handtekinnvið amíni. Faldiefnin | stærstaamfeta- komunafrá Flórída undirgólfmottu í | mínmál landsins. með70gaf kóka- ; bílnum. | ini. • Kona um þrítugt handtekinogjátar að hafa flutt inn um 2,2 kílóaf hassi. Efnið fannst eftir þrjár húsleitir þar semsexaðriraðilar, þrír karlmenn og þrjár konur, voru handteknir. JÚLÍ ÁGÚST SEPT. NÓV. karlmaöur var handtekinn við kom- una til landsins með tæp sex kíló af hassi og rúmlega 200 g af amfeta- míni. Þetta er meö stærstu hass- skömmtum sem hald hefur verið lagt á í einu hérlendis. Maðurinn kom til landsins með Norrænu og haíði falið efnin undir mottum í gólfi bílsins. í ágúst hafði fíkniefnalögreglan í nógu að snúast. Fyrir utan stóra kókaínmálið voru tveir menn, 53 og 28 ára, handteknir á Keflavíkurflug- vehi í ágúst. Þeir voru að koma frá Lúxemborg og með í farteskinu voru tæp 3 kíló af hassi og um 400 g af amfetamíni. Þá var 23 ára karlmaður sem var aö koma frá Flórída hand- tekinn með 70 g af kókaíni. Rúmlega þrítug kona var handtek- in í nóvember. 2,2 kíló af hassi, sem hún játaði að hafa flutt inn, fundust í þremur húsleitum. 44 ára gömul kona var svo handtekin fyrr í þessum mánuði með tæp 2 kíló af hassi. Ólafur Guðmundsson hjá forvarn- ardeild lögreglunnar leggur vara viö að fólk sefji samasemmerki milh neyslu fíkniefna á íslandi og þess magns sem lagt er hald á. Hann legg- ur einnig áherslu á að ekki sé sam- band á milli þess magns af fíkniefn- um sem næst og þeirrar vinnú sem lögregla leggur í við að ná efnunum. Björn Halldórsson tekur undir það. „Það efnismagn sem lögreglan nær hveiju sinni þarf ekki að vera mæh- kvarði á þaö hvaö lögreglan er að gera. í sumum tilfellum er þetta bara heppni og stundum er unnið mjög mikið í málum til án þess að takist að leggja hald á eitthvað." -ból I dag mælir Dagfari Betra fyrir Breta Fólk er önnum kafið við að skilja víðs vegar í heiminum. Satt að segja finnst Dagfara stundum að það sé meira um skhnaöi en hjóna- vígslur sem getur þó ekki verið rétt vegna þess að fólk verður að giftast til aö geta skhið. En hjónak- skhnaðir eru daglegt brauö og vekja htla athygli nú orðið. Engu að síður þótti það heims- frétt hér um daginn þegar thkynnt var úr Buckinghamhöh aö þau Karl krónprins og Díana eiginkona hans væru skilin að boröi og sæng. Hvernig mátti það véra aö þetta elskulega fólk væri aö skhja aö skiptum þegar konungdæmið blas- ir við og Díana er frægasta brúöur aldarinnar og Ralh hefur ahtaf ver- ið öfundaður fyrir kvonfangið? Dagfari segir fyrir sig að hann hefði verið harðánægöur með Dí- önu sem eiginkonu vegna þess að hún er snotur kona og fónguleg og myndast vel, jafnvel þótt hún hafi horað sig niður fyrir hættumörk. Eins heíði Dagfari verið ánægður fyrir hönd Díönu að vera gift Karh sem er krónprins og erfir ríkið ef Elísabet fehur einhvem tímann frá sem reyndar er ekki hægt að gar- antera. Auk þess eru Karl og kon- ungsfjölskyldan með ríkara fólki í heiminum og ekki amalegt að hafa allt sitt á þurru í þeirri miklu kreppu sem ríkir á Bretlandi. Þannig að skilnaður er ekki fýsheg- ur kostur og harla skrítinn og oft hefur fólk lafað saman í hjónabandi af minna tilefni. En svona er þetta nú samt og ekki er hægt að draga aðra ályktun en þá að þau hjónin hafi verið orð- in svo yfir sig leið hvort á öðra að jafnvel skhnaður hafi verið óumf- lýjanlegur. Spumingin er sú hvort Kalh hefur veriö leiöur á Díönu eða Díana á Karli. Margt bendir th að síðari kosturinn sé líklegri, enda hefur þeim drottingarbörnum haldist iha á mökum. Anna skhdi, Andrés skildi og í báðum tilvikum er sagt að makar þeirra Önnu og Andrésar hafi gefist upp. Þá er spumingin hvaðan krakkarnir hafa þennan eiginleika að vera svona leiðinlegir. Er það frá.Philip drottningarmanni eða frá Elísa- betu? í því sambandi má riíja það upp að systir Ehsabetar, Margrét, fékk skhnað frá manni sínum og fóðurbróður Elísabetar, Játvarður, giftist frú Simpson á sínum tíma og lenti í ógöngum vegna þess hjónabands. Niðurstaðan er sem sagt sú að þetta sé aht konungsfjölskyldunni sjálfri aö kenna og þaö er ekki við Díönu aö sakast þótt Karl sé svona leiðinlegur og raunar er það heldur ekki við Kaha aö sakast þótt hann sé leiöinlegur því þetta er í ættinni! Nú er sagt að Karl geti ekki oröið kóngur af því að Díana sagði skihö við hann. En þá vaknar sú spum- ing hvort hægt sé að taka konung- dæmið frá Kaha fyrir þaö eitt að Díana asnaöist th að játast honum án þess að hafa kynnt sér það fyrir- fram hvort hann væri leiðinlegur eða ekki. Ekki er þaö Karh að kenna ef Díana hleypur á sig og giftist leiðinlegum manni. Ekki er það sök Kaha ef Díana vhl ekki sætta sig við að hann sé leiöinleg- ur. Og er það ekki bara betra fyrir Breta að hafa Kaha einan í hásæti heldur en hafa hann með eigin- konu sem þykir hann svo leiöinleg- ur að hún sjálf er dottin í stans- lausa leiðindafýlu? Ekki er það vænlegt fyrir Bretaveldi að hafa þau hjónin bæði í fýlu. Það er þá skömminni skárra að hafa kónginn í fýlu en drottninguna í fýlu hka! En sem sagt, þaö á að refsa Karli fyrir skilnaðinn með því að taka konungdæmið frá honum og nú er talaö um að Vilhjálmur sonur hans verði næsti Bretakonungur. Vil- hjálmur er ekki nema tíu ára svo ekki er ennþá vitað hvort hann hefur erft eiginleika ættarinnar og þaö er heldur ekki vitaö hvort hann muni gifta sig og ahs ekki hvort hann muni skhja. Hvað ætla Bretar að gera ef Vilhjálmur tekur upp á því að gifta sig og missir svo konu sína í skhnað áður en hann verður kóngur? Nei, þá er það betra sem Díana stingur upp á að hún haldi áfram að haga sér eins og prinsessa og væntanleg drottning og Karl verði áfram krónprins eins og ekkert hafi iskorist og þá þurfa þau hjóna- leysin ekki að hittast nema við há- tíðleg tækifæri sem era leiðinleg- ustu athafnir konungsfjölskyld- unnar hvort sem er og öhum heim- ht að vera leiðinlegir án þess að það kosti skhnaði. Það væri betra fyrir Breta. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.