Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. Menning DV Fjársjóðsleit Iðunn Steinsdóttir. Býr til heilan heim sem lýtur sínum eigin lögmálum. Iðunn Steinsdóttir er okkar pólitískasti barnabókahöfundur um þessar mundir. í fyrra gaf hún út söguna Þymigerðið þar sem sagt er á táknrænan hátt frá falli Berlínar- múrsins. Bókin í ár, Fjársjóðurinn í Útsölum, hefur ekki eins skýra vísun í ákveðna at- burði en minnir þó stöðugt á ástandið í fyrr- um Júgóslavíu. Eins og í Þymigerðinu býr Iðunn hér til heilan heim sem lýtur sínum eigin lögmál- um. Sagan gerist í Útsölum, landinu viö haf- ið, og íbúamir lifa á fiski, skáldskap og bóka- Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir útgáfu. Líflð snýst um fisk og bækur eins og á eynni sem við byggjum. Útsalamenn eru hka vopnlausir og hafa engan her. Það hljóta þeir þó að hafa átt einu sinni því fyrir þús- und árum lögðu þeir þetta land undir sig og hröktuþáverandi íbúa þess inn til Dyndala. Þjóð Utsala er af tveim kynþáttum, Brekum og Mömm, sem htið hafa blandað blóði í þessi þúsund ár. Þeir em ólíkir í úthti, Brek- ar smávaxnir og dökkir, Marar hávaxnir og ljósir; mannanöfn eru ólík sem bendir til að þeir hafl ekki ahtaf talað sama mál; þeir hafa ólíkan smekk í híbýlaprýði bæði utan húss og innan, en trúarrit beggja er „Bókin eina“ sem geymir spásagnir sem ýmist hafa komið fram eða eiga það eftir. Þessir tveir kynþættir hafa iðulega barist innbyrðis á umliðnum öldum, en eftir óvenjuskæöar deilur sameinaði sterkur leiðtogi þá og þegar sagan hefst hefur friður haldist í tæpan mannsaldur. í sögumiöju eru tvö ellefu ára börn, Björt af ætt Mara og Huldar af kynþætti Breka. Bæði eru af grónum fjölskyldum sem eiga sér átakamikla sögu aftur í grimmri fortíð þjóðarinnar. Foreldrar þeirra amast við vin- áttu þeirra en börnin láta það ekki á sig fá. Þegar þau fara í fyrsta skipti út á örlagablett- inn Sævarenda, þar sem forfeður þeirra börðust einu sinni hart, fá þau einkennileg boð frá anda hafsins, sem sagt er frá í Bók- inni einu: Þau eiga að finna fjársjóðinn og færa þjóöinni frið. Þessi boð veröa skiljan- legri þegar leiðtoginn deyr og hatrið mihi kynþáttanna magnast. En hver er þessi íjár- sjóður? Er átt við verðmætin sem hinir her- skáu Dyndælir segja að hafi verið rænt frá þeim fyrir þúsund árum ogþeir krefiast aft- ur, eha muni þeir leggja Útsah undir sig? Eða er átt við eitthvað sem getur sameinað þjóð Útsala innbyrðis? Baráttan í bókinni stendur því ekki einfald- lega mhh góðrar og vondrar þjóðar, Útsala- manna og Dyndæla, ekki heldur mihi vondra og góðra manna sömu þjóðar, hún lýsir tog- streitu sem á sér djúpar sögulegar og félags- legar rætur og verður ekki leyst með neinni barbabrellu. Úrvinnsla Iðunnar á þessu metnaðarfuha viðfangsefni er að flestu leyti góð. Söguþráð- urinn er þéttur og spennandi og óvenju vand- lega lýst hvernig eijumar magnast stig af stigi. Persónusköpun er sannfærandi, eink- um eru bömin tvö heilsteyptir einstaklingar og umhverfi þeirra lifandi. En stfllinn á bók- inni er stundum svolítiö tilgerðarlegur, tfl dæmis verður lýsingarorðið „gulhnn“ ansi væmið þegar það er ofnotað. Yfirnáttúruleg- ir kraftar grípa einum of oft í taumana þegar Uður að lokum, þá má ekki ofnota heldur. Og svo hafa höfundur og teiknari ekki gert upp við sig hvort sagan gerist á tíma ævintýr- sins eða í samtíma okkar. Þama fara sendi- boðar um með skilaboð frá yfirvöldum og Dyndæhr koma á stríðsvögnum með svört- um hestum fyrir, en á vönduðum og fahegum teikningum HUnar Gunnarsdóttur eru stúlk- ur í stuttum pflsum og fram kemur að Björt átti enga bíla þegar hún var lítfl, bara dúkk- ur (bls. 9). Iðunni er hins vegar alveg ljóst hvaða fiár- sjóður það er sem raunverulega skiptir máh í mannheimum, og þegar kemur að spurn- ingunni um hvað dýrmætast er getum við öll verið sammála henni. Iðunn Steinsdóttir: Fjársjóðurinn i Útsölum. Myndir ettir Hlin Gunnarsdóttur. 141 bls. Iðunn 1992. DeLonghi f) EKKI BARA ÖRBYLGJUOFNAR! Dé Longhi örbylgjuofnarnir fást í mörgum stærðum og gerðum. Ofnar með örbylgjum eingöngu, með örbylgjum og grilli, með örbylgjum, yfir- og undirhita og grilli eða með örbylgjum, blæstri og grilli. Sumir hafa snúningsdisk, aðrir fullkomna örbylgjudreifingu án disks. En eitt er sameiginlegt með öllum Dé Longhi ofnunum - falleg hönnun, fullkomin tækni og afar gott verð. MW-155 16.990,- stgr. 15 Itr. örb. ofn m/ 600W nýtanl. orku, 5 styrkstillingum og örbyl- gjudreifingu án snúningsdisks. Einnig geröMW-16 G m/ grill- elementi á kr. 21.980,- MW-1759 R 20.980,- stgr. 15 Itr. örb. ofn m/ 750 W nýtanl. orku, 5 styrkstillingum og snún- ingsdiski. 30 mín. tímarofi og hljóömerki, eins og á gerðum MW-155 og MW-16G. MW-2755 21.530,- stgr. 27 Itr. örb. ofn m/ 750W nýtanl. orku, 5 styrkstillingum og örbyl- gjudreifingu án snúningsdisks. 30 mín. tímarofi með hljóðmerki. ME-1755 23.990,-stgr. 15 Itr. örbylgjuofn m/ 750W nýtanl. orku, 5 styrkstillingum og örbylgjudreifingu án snúnings- disks. Elektrónískir snertirofar gefa marga möguleika. MW-1558TE 29.990,- stgr. 15 Itr. með örbylgjum, yfir- og undirhita (60-225”C) og grilli. Örbylgjuorka 560W, yfir/undirhiti 1000W, grill 1000W. Ofn með fjölþætt notagildi. MW-2750TFGE 34.400,- stgr. 27 Itr. ofn með örbylgjum, blæstri (60-210") og grilli. Orbylgjuorka 750W, blástursofn 1500W, grill 1100W. Stór ofn með fjölþætt notagildi. PIZZA & TOAST - SÆLKERAOFN Rúsínan I pylsuendanum er svo splunkunýji sælkeraofninn frá Dé Longhi. Þeir kalla hann “PIZZA & TOAST”. Lítill og nettur borðofn sem getur alla skapaða hluti. Steikir og grillar, ristar brauð og bakar kökur. Og nú getur þú bakað pizzu á hinn eina sanna ítalska máta. Ofninum fylgir sérhönnuð leirplata (steinn) sem jafnar hita og dregur í sig raka. Þú eldar án fitu - pizzur, kökur, kjöt, fisk og grænmeti. PIZZA & TOAST kostar aöeins kr. 9.480,- stgr. TILVALIN JÓLAGJÖF TIL SÆLKERA! Úrvalið er talsvert meira en að ofan greinir, því við bjóðum um 20 gerðir af hvers konar ofnum, stórum og smáum. Góðir greiðsluskilmálar: EURO og VISA raðgreiðslur til allt að 18 mánaða og MUNALÁN með 25% útborgun og kr. 3.000,- á mánuði. /FOniX Fyllirfissaga Ragga Bjarna Þegar ég fékk í hendur bókina Lífssögu Ragga Bjama, söngvara og spaugara, varö ég glaður. Ragnar hefur í áratugi veriö í uppáhaldi hjá mér sem dægurlagasöngvari. Aö mínum dómi var hann einn besti dægur- lagasöngvari heims þegar hann var upp á sitt besta. Því miður breyttist gleöi mín yfir bókinni í dapurleika þegar ég hafði lesið hana. Bókin er ekki ævisaga Ragnars Bjarnasonar, hún er fylliríis-, ferða- og skemmtisögur, sagðar af Ragnari Bjamasyni. Það vantar ekki að margar sögumar eru smellnar, enda Ragnar gamansam- ur maður og kann vel að segja frá þannig að maður geti brosað. Sem ævisaga þessa dáða söngv- ara er bókin lítils virði. Það er ljóst að Eðvarð Ingólfsson, skrásetjari sögunnar, hefur ekki haft neitt taumhald á Ragnari. Hvergi stopp- ar hann Ragnar í frásögn hans af fylliríis- og gamansögum tfl þess að spyrja út í svo margt sem skipt- ir máh í ævisögu. Sem dæmi má skemmtisögur en engin lífssaga. nefna: Ragnar segir frá því í örstuttu máli að æskuheimili hans hafi verið miðstöð tónhstarlífs í Reykjavík. Þar vantar ítarlega frásögn af þessari tónhstarmiðstöð, hverjir komu þar, hvemig var heimflislífið? Það vantar mun nákvæmari frásögn af foreldrum Ragnars, ekki síst af fóður hans, hinum kunna tónhstarmanni Bjarna Böðvarssyni. Ragnar söng með KK sextett, einhverri bestu danshljómsveit sem til hefur verið hér á landi. Hvernig var unnið í KK sextettinum? Hvemig var æíð og undirbúin hin vel unna tónlist sem hljómsveitin flutti? Ragnar er tvígiftur. Hvemig var fyrra hjónaband hans, hvernig var heimflislífið og hvers vegna skildu þau hjónin? Síðan giftist Ragnar danskri konu sem kom með honum tfl íslands eftir tveggja ára útivist hans á Norðurlöndunum. Hvemig gekk henni að aðlagast íslensku lífi með manni sem öll þjóðin átti með henni. Hvemi'g hefur líf þeirra hjóna Bókmenntir Sigurdór Sigurdórsson verið? Þetta eru bara fá dæmi. Það mætti tína miklu fleira upp sem nauð- synlegt hefði verið að segja frá ef bókin á að vera lífssaga Ragnars eins og bókartitilhnn segir hana vera. Margar sögumar sem Ragnar segir í bókinni em fyndnar og skemmtfleg- ar sem shkar. Nokkrar þeirra hefðu prýtt ævisöguna. En ævisaga manns getur ekki byggst á fylliríis-, ferða- og skemmtisögum. Það er útilokaö. Því miður hefur skrásetjarinn algerlega misst stjóm á verkefni sínu. Auk þess er frásögnin of flöt. Ragnar er ýkjusögumaður eins og flestir góðir sögumenn. Skrásetjarinn nær allt of sjaldan tökum á frásagnarflug- inu hjá Ragnari. Margt í bókinni er skemmtflegt aflestrar en ef einhverjir halda aö þetta sé ævisaga Ragnars, þá er það ekki rétt. Eðvarö Ingólfsson Lifssaga Ragga Bjarna, söngvara og spaugara Æskan, 1992 HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.