Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. 43- e>v Fjölmidlar Ótroðnar slóðir I^oksins er kominn fram á sjón- arsviöið maöur sem lætur viö- mælendur sina skjálfa á beinun- um - og viöurkenna það í beinni úlsendingu. Þar á ég við Kirík Jónsson á Stöð 2. Eiríkur er lýðnum kunnur frá því hann var með morgunþátt Bylgjunnar og þeim sem lengra muna. Síjörnufróttir á Stjöm- mmi í gamla daga. Þar fór hann ótroðnar slóðir og geiir enn. Reyndar er missir í morgun- þáttunum hans þvi þeir höföu ofánaffyrir manni á meðan mað- ur tíndi á sig spjarímar og ók í vinnuna. Það er engin leið að vita hver næsti viðmælandi Eiríks verður en flestir þeirra koma skemmti- lega á óvart og þá oftast meöal- jóninn. Reynslusögur eíns og í gærkvöldi eru t.a.m. forvitnileg- ar, þetta er eitthvað sem ekki er Eiríkur virðist einnig hafa lag á.ogþor til, að spyrjaumþaösem fólk vill vita og höfða til Gróu á Leiti í áhorfendum sínum og hlustendum. Undirritaðri hefur þó mislíkað þegar hann auglýsir væntanleg- an viðmælanda á fölskum for- sendum eins og hann t.d, geröi er hann auglýsti nafn Steins Ár- manns leikara á sama tíma og nafni hans „kókaínmaðurinn" var á allra vörum. Vitanlega flölgar þetta áhorf- endum eitthvað en þeir eru þá að sama skapi óánægðir. Þette á ekki að þurfa þvi góðir þættir auglýsa sig mikiö til sjálfir. Ingibjörg Oðinsdóttir Andlát Ólafur Pétursson, Hátúni lOa, Reykjavík, andaðist í Kleppsspítala að morgni 16. desember. Guðrún Jónsdóttir frá Akranesi lést á Hrafnistu 16. desember. Sören Jónsson, Hrauntungu 34, Kópavogi, andaðist í Landspítalan- um 15. desember. Jarðarfarir Þorbjörn Þorbjörnsson, áður til heimilis á Skagabraut 31, Akranesi, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness þann 11. desember, verður jarðsunginn frá Leirárkirkju laugardaginn 19. des- ember kl. 14. Útför Hallfríðar Mörtu Böðvarsdótt- ur frá Hrútsstöðum, Löngubrekku 4, Kópavogi, fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 18. desember kl. 15. Kristján G. Jónasson frá Sléttu, Hlíö- arhjalla 37, Kópavogi, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 18. desember kl. 13.30. Benoný Björgvin Kristjánsson pípu- lagningameistari, Frostafold 5, er lést aðfaranótt 12. desember, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 18. desember kl. 15. Útför Evu Jónsdóttur frá Hellu, Ásvallagötu 20, Reykjavík, fer fram frá Áskirkju föstudaginn 18. desemb- er kl. 13. Fanney Haraldsdóttir, Stafnesvegi 3, Sandgerði, lést í Landakotsspítala föstudaginn 11. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 18. desember kl. 13.30. Kristín Einarsdóttir, sem lést í Landspítalanum 12. desember, verð- ur jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 22. desember kl. 15. Ragnar Hermannsson cand. ing. chemie, Hraunbæ 90, Reykjavík, lést 15. desember. Jarðað verður frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. des- ember kl. 10.30. Endurski í skam Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkviliö sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestniannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í ReyHjavik 11. des. til 17. des., að báðum dögum meðtöldum, verður í Borgarapó- teki, Álftamýri 1-5, sími 681251. Auk þess verður varsla í Reykjavíkurapó- teki, Austurstræti 16, sími 11760, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnaríjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í sima 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimihslækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartíim Landakotsspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 Og. 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aöra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspitali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Heimsóknartími: Sunnudaga kl. 15.30- 17. Vísir fyrir 50 árum Fimmtudagur 17. desember Rommel tekur ítölsku landnemana með sér. Það táknar að hann telji sig ekki eiga afturkvæmt. Þjóðverjar verja undanhaldið. Spakmæli Hæverskur maður talar aldrei um sjálfan sig. La Bruyere Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júni, júlí og ágúst alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs- ingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. . Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir viös vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokaö á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. ogsunnud. kl. 12-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keílavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, simi 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sigþurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyriningar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 18. desember Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Ef þú ætlar að ná samkomulagi í samstarfi við aðra skaltu taka málið fóstum tökum strax. Fólk er mjög upptekið af sjálfu sér í kvöld. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú ert í skapi fyrir hressilegar umræður. Varastu þó að missa þráðinn því að þá áttu mjög erfitt með að ná þér á strik aftur. Hrúturinn (21. mars-19. apríl); Smámunasemi borgar sig í dag, hvort sem þú ert að gera mikil- vægar áætlanir eða eitthvað þér til skemmtunar. Hikaðu ekki við að samþykkja framkvæmd á hefðbundnu verkefni. Nautið (20. april-20. mai): Peningar og heimilismál tengjast mjög. Gerðu því áætlanir þínar í samræmi við það. Samband, sem virðist óliklegt, gæti komið þér á óvart. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Eitthvað sem er öðruvísi hvort sem það er félagsskapur eða verk- efni hæfa skapi þínu í dag. Náin vinátta gæti breyst. Happatölur eru 8,16 og 26. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Fólk er tilbúið að hlusta á þig með opnum huga. Svo þetta er góður tími til þess að fara ótroðnar slóðir. Hópstarf reynist betra en þú áttir von á. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú verður að grípa tækifærin þegar þau gefast. Það er ekki vist að þau bjóðist nema einu sinni. Þér tekst mjög vel upp í vinahópi. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú átt það til að vera of bjartsýnn, sérstaklega varöandi peninga. Athugaðu vel þinn gang varðandi fjárfestingar. Ef þú ert í vafa skaltu frekar bíða. Vogin (23. sept.-23. okt.): Haltu þig við áætlanir þínar frekar en að ana út í eitthvað óskipu- lagt. Félagslífið er líflegt og býður upp á ýmsa möguleika. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Andrúmsloftið er mjög hressilegt og bjartsýni þin hefur góð áhrif á þá sem í kringum þig eru. Dagurinn er sérstakur fyrir ástfang- ið fólk. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Nýttu hæfileika þína til að framkvæma metnaðarfullar áætlanir þínar. Gefðu þér tíma fyrir þína nánustu. Happatölur eru 12, 22 og 30. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Haltu þig á rólegu nótunum í dag og gefðu þér tíma til að klára ókláruð verk. Þú hefur heppnina meö þér og finnur eitthvað sem þú tapaðir fyrir lögnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.