Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 32
40 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. Menning Enn skorar Víðir Rétt eins og síöustu 11 jól kemur ný bók í bókaflokknum íslensk knatt- spyrna út fyrir þessi jól. Bókarheitið gæti allt eins veriö „Ailt sem þú vildir vita um íslenska knattspymu áriö 1992 og miklu, miklu meira“. Þessar bækur hafa fyrir löngu skipað sér veröugan sess meðal knatt- spymuáhugamanna enda hiö merkilegasta framtak og það em ófá heim- ili í landinu þar sem aflar bækumar standa í bókahillunum, inni á milli Þórbergs og Hammonds Innes. Bókin íslensk knattspyma ’92 er mjög ítarleg og fjölbreytt og er stuðst við áralanga heíð í efnisvali og efnisumíjöllun. Hefðin er þannig svo sterk að þegar t.d. blaðsíðutalið á köflunum 17 í ár er borið saman við kaflana 17 frá því í fyrra kemur í ljós að það er nánast það sama. Þrátt fyrir þetta er greinileg þróun á milli bóka og reynt að gera bók- ina sífellt aðgengilegri með hverju árinu. Þannig má nú finna nokkra þætti, s.s. töflur og landakort, sem ekki hefur verið í fyrri bókum. Af efni bókarinnar má nefna umfjöllun um allar umferðir Ís- landsmóts síðasta sumars í öllum flokkum og deildum, umfjöllun um bikarleiki, umflöllun um landsleiki og Evrópuleiki, umfjöllun um atvinnu- mennina okkar, saga íslenskrar knattspyrnu árin 1972 og 1973 og loks viðtöl við þá sem sköruöu fram úr á síðasta keppnistímabili. Öllu þessu fylgja vel á annað hundraö myndir og þar af fjöldi litmynda. Öll ytri umgjörð bókarinnar minnir á dagblað en við lestur hennar fær maöur á tilfinninguna að maður sé aö lesa bók. Frásögnin er þrátt fyrir það spennandi og skemmtileg og maður endurlifir mörg skemmtilegustu og mest spennandi atvik sumarsins við lesturinn. Og textinn er góöur og knappur og laus við þær leiðinlegu klisjur sem svo oft má flnna á íþróttasíðum dagblaðanna. Ætli maður sér að vera með einhvern sparðatíning varðandi það sem betur mætti fara í bókinni má nefna nokkur atriði sem maður saknar (hvort sem þau atriði fara nú saman við hugmyndir höfundar eða ekki). Þannig má nefna að af öllum þeim nærri 200 myndum sem eru í bókinni er ekki ein einasta mynd sem sýnir knattspurnuáhorfendur. Þá eru nán- Bókmeimtir Magnús Ingvason ast heldur engar myndir af dómurum, þjálfurum, stuðningsmönnum lið- anna, stjórnarmönnum félaganna o.s.frv. en allir þessir hópar manna eru óijúfanlegur þáttur knattspyrnu á íslandi og ættu þvi að fá örlitla umfjöll- un í máli og myndum. Annað smáatriði sem má finna að er dálítið rughngsleg uppsetning á einstaka kafla; sérstaklega kaflanum um atvinnumennina okkar. En þá eru líka aðfinnslumar upptaldar og þykir ekki mikið þegar á heildina er litið. Það sem stendur upp úr er sú staðreynd að bókin íslensk knattspyma ’92 er hvalreki á fjörur knattspyrnuunnenda. Hún er skrifuð af einum mesta „gúrú“ íslenskrar knattspyrnu, Víði Sigurðssyni, og maður getur treyst því að ekki sé farið með staðlausa stafi. Þeir sem á annað borð hafa áhuga á íslenskri knattspyrnu ættu að hafa gaman (og gagn) af þess- ari bók en aðrir ættu að óska sér einhvers annars í jólagjöf. íslensk knattspyrna. Viðir Sigurðsson. Skjaldborg 1992. Víðir Sigurðsson. Allt um íslenska knattspyrnu á árinu sem er að líða. Annel Þorsteinsson og Sverrlr Halldórsson eiga og reka veitingahúsið Þotuna í Keflavik. Félagarnir haía verið duglegir við að fá fremstu hljóm- sveitir landsins til að troða upp hjá sér við góða undirtektir gestanna. Þaö kemur reyndar ekki á óvart enda hafa Suðurnesjamenn löngum verið áhugasamir um það sem er efst é baugi í poppinu hverju sinni. DV-mynd Ægir Már Kárason, Suðumesjum Sviplausar persónur Saga þessi gerist í sjávarþorpi á íslandi, nú á dögum að því er best verður séð. En ýmsar furður lyfta henni nokkuð út fyrir stað og tíma. Hér fer mest fyrir sjó- mannskonu og uppkomnum bömum hennar, syni og þremur dætrum. Framan af er faðirinn íjarri, á ein- hverju skipi, en síðar kemur hann við sögu. í nálægu húsi býr ung stúlka með ömmu sinni. Þessum persón- um tengjast svo 3-A aðvífandi karlmenn. Gervitíðindi „Tengjast" ber að taka í líkamlegum skilningi eink- anlega, og fer meira fyrir samkynja tengslum, konur með konum, karlar með körlum. Þessu fylgja ýmis afbrýðisátök, giftingar, fangelsanir, jafnvel morð. En það er eins og ekkert af þessu skipti verulegu máh, ekkert leiðir til neins. Sbr. t.d. kaflann „Þjóðhátíðar- dagur“ (bls. 237): „Svifflugmaðurinn nálgast en líka þrímannhæöahár risahrafn sem kemur ofan frá torginu, lahar í hægðum sínum niður Háveg í átt að höfninni. Þegar skref hans heyrast tekur fólk andköf. Og minnstu börnin gráta.“ Seinna nær þessi risahrafn í smábam og hlær, og þar með er hann úr sögunni. Svona er oft byijað á einhveiju sem virðist eiga að verða eitthvað sérstakt, en gufar bara upp. Bókin skiptist í mjög stutta kafla, þar sem mest fer fyrir samtölum og bréfum. hvarvetna ber mikið á ómerkilegustu fyrirbærum. Dæmi er sam- tal hjónanna (bls. 115): „Ég get ekki að þessu gert Hjálmar en það skemmti- Bókmenntir Örn Ólafsson legasta sem ég sauma á þig eru náttfot. Finnst þér það ekki skrítið? En ég á engar nærbuxur. Mér flnnst skrítið að þú saumir ekki á mig nærbuxur. En það er svo skrítið að ég kann ekki að sauma nærbuxur auk þess sem þær klæða ekki þína mann- gerð. Aldrei nokkurn tímann er ég í nærbuxum. Aldr- ei nokkum tímann. Þú færð engar nærbuxur hjá mér þó þú hafir týnt þeim öllum. TÝNT? Það var nú hún dóttir þín sem stal þeim frá mér. Taskan hefur aldrei komið í ljós. Og seldi hinni dóttur þinni þær. Dætur þínar skipt- ast á nærbuxunum þínum hkt og frímerkjum. Finnst þér það ekki skrítið? Hvað ertu að segja Sólveig? Seldi hún nærbuxurnar mínar?“ O.s.frv. Þetta tal, þrungið endurtekningum, leiðir ekki tíl neins, og því síður sýnir það persónusér- kenni. Þannig er það bókina í gegn, persónur verða því ahar sviplausar, þótt þær séu mismunandi í t.d. framkvæmdasemi, frekju og hávaða. T.d. einkennast tíöar samfaralýsingar sögunnar af óljósum köldum staðhæfingum, í andstöðu við þá tilfinningaólgu sem Kristin Ómarsdóttir. Skiptir sögu sinni í marga stutta kafla. jafnan fylgir slíku, t.d. (bls. 137-8): „Selma tekur um munn Fjólu og ríöur henni hægt og sígandi djúpt. Þú ert svo mjúk innan í þér einsog fjólublað. Þess vegna ber ég nafnið. Komdu fastar. Hertu. Ég herði. Gott. Kremdu mig. KREM KREM“ Andstæður Aht þetta ástríðuleysi sögunnar mætti minna á drauma, rétt eins og samhengisleysiö, að sagan ræðst ekki af orsakakeðju. En þá vantar alveg þá dul sem fylgir óræðum draumum. Lýsingar og samtöl eru mjög staglsöm bókina í gegn, og sthl sérkennilegur, ein- kennist af stuttum brotakenndum málsgreinum. Þetta er ágengt, vekur athygh lesenda en veitir sjaldnast neitt. Erfiðara er að sjá th hvers þetta er, nema hvað sagan einkennist almennt mikið af misræmi milli efn- is og hvernig það er sett fram. Sjálfsagt er að meta það við höfundinn að hann skuh ótrauður leggja í slík- ar bókmenntathraunir - og við forlagið að vilja styðja slíkt þótt spurningin um eðhleg mörkl shks gerist áleit- in við lesturinn. Hitt þykir mér augljóst að tilraunin bar ekki árangur, það er síst af öllu neitt ferskt eða lifandi við útkomuna. Kristín Ómarsdóttir. Svartir brúðarkjólar. Mál og menning 1992, 255 bis. Vegleg endurútgáfa tímamótaverks Ýmis vegleg ritverk sem út eru gefin fyrir þessi jól hljóta að styrkja unnendur fræðilegra og síghdra bók- mennta í þeirri trú að ekki verði lát á útgáfu vand- aðra fræðirita hér á landi þrátt fyrir að Bókaútgáfa Menningarsjóðs leggi upp laupana. Nú í ár sýnist mér sérstök ástæða til að hrósa bókaút- gáfu Máls og menningar fyrir þá viðleitni sína að gera síghdar bækur okkar íslendinga aðgengilegar nútíma- lesendum. Ber þar hæst útgáfuna á Grágás, sem áöur hefur verið íjallað um hér í blaðinu, og það rit sem hér er th umsagnar: Reisubók Jóns Indíafara. Þá er og útgáfan á 1. bindi nýrrar ítarlegrar bókmenntasögu sérstök rós í hnappagat Máls og menningar. Útgáfa Reisubókarinnar er kannski ekki alveg sama stórvirkið og útgáfa Grágásar, en ekki síður kærkom- in. Hér hefur Völundur Óskarsson tekið sér fyrir hend- Bókmermtir Gunnlaugur A. Jónsson ur að gera útgáfu Sigfúsar Blöndals frá 1908-9 á Ævi- sögu Jóns (en svo nefndi Sigfús hana) aðgenghega nútímalesendum og farist það vel úr hendi. Er þetta í þriðja sinn sem bókin er prentuð á íslensku, og er hún verulega aukin að skýringum frá fyrri útgáfum. Byggjast skýringamar talsvert á ítarlegri enskri út- gáfu bókarinnar þó mun víðar sé leitað fanga. Skýring- amar, sem fylla um 70 bls., em aftast í bókinni, og dregur það vissulega úr notaghdi þeirra. Skýringar neðanmáls hefðu komið að meiri notum, jafnvel þó þær hefðu verið eitthvað minni að vöxtum. Reisubók Jóns Indíafara (1593-1679) er klassískt framlag íslendinga th ferðasagna endurreisnaraldar, og ekki er ofsagt að hún marki þáttaskh í íslenskri menningarsögu. Þannig telst hún vera fyrsta sjálfsævi- sagan (endurminningabókin), sem rituð er af íslensk- um manni, en sú grein bókmennta hefur löngum síðan notið alveg óvenjulegra vinsælda hér á landi. Með Reisubók Jóns er lagður gmnnur að tveimur nýjum bókmenntagreinum, sjálfsævisögum og ferðabók- menntum. Hafa þær greinar bókmenntanna löngum síðan lifað sérlega góðu lífi hér á landi og þó sér í lagi sú fyrrnefnda. Segja má að Jón Indíafari sé Marco Polo okkar ís- lendinga. En Marco Polo (1254-1324) var, sem kunnugt er, einn helsti brautryðjandi ferðabókmenntanna. Hann lagði upp frá Feneyjum árið 1271 í fylgd með föður sínum og fóðurbróður áleiðis til Kína og kom ekki heim aftur fyrr en 25 árum síðar. Jón Indíafari lagði hins vegar af stað frá íslandi árið 1615 og sneri aftur árið 1626, og átti þá að baki meðal annars mikið og strangt ferðalag th Indlands og kom lerkaður og lemstraður úr þeirri för. Hér er ekki rúm th að rekja innihald þessa sígilda rits, enda mörgum bókmenntaunnendum vel kunn- ugt. Það sem sérstaka athygli vekur við lestur ritsins er sú sterka trú á Guð sem skín þar ahs staðar í gegn. Jón Indíafari segir snemma í bókinni: „Ég má segja Guð hafi varðveitt mig í lofti, á jöröu, í vötnum, við mararbotn og í eldi, undir skruggum og reiðarslög- um.“ Gætu þessi ummæli hans staðið sem nokkurs konar samnefnari fyrir innihald bókarinnar þvi alls staðar er Guð með í för. Jón var oft mjög hætt kom- inn, hafði verið dæmdur th að hálshöggvast í Dan- mörku en var sýknaður af konungi og í Indlandsfór- inni varð hann fyrir mjög alvarlegu slysi en „hjarnaði smám saman fyrir Guðs náð og vhja, eftir því sem á leið, þó ég stóra þraut th þyldi, bæði hiö innra og ytra, svo ég fæ þar ei nóglega um talað - og eigi þóttust mínir vaktarar vitað né séð hafa að mig hefði svefn runnið í ellefu vikur.“ Það er mikið fagnaðarefni að þessi síghda ferða- og lífssaga Jóns Indíafara er út komin í svo aðgenghegum og vönduðum búningi. Relsubók Jóns Ólafssonar Indíafara. Völundur Óskarsson annaðlst útgáfuna. Mál og menning 1992 (417 bls.).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.