Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. 39 Smáauglýsingar Jólatilboð á Ibíza sturtuklefum m/sturtu botni, blöndunartœkjum, sturtustöng og dreifara. Allt á kr. 29.776. Raðgreiðslur upp í 12 mánuði. A & B, Skeifunni llb, s. 91-681570. ■ Verslun Stórar stelpur, veröandi mæður. Mikið úrval af fatnaði og gjafavöru í stærð- unum 44-60 og einnig fyrir verðandi mæður, frá stærð 34. Tískuverslunin Stórar stelpur, Hverfisgötu 105, sími 91-16688. ÓDÝRAR JÓLAGJAFIR • Skiðamittistöskur, kr. 990. • Skíða- og skópokasett, kr. 3.500. •Skíðagleraugu, kr. 690. •Skíðahanskar og lúffur frá kr. 790. Sportleigan við Umferðarmiðstöðina, sími 91-19800. Vélsleðakerrur - jeppakerrur. Eigum á lager vandaðar og sterkar stálkerrur með sturtum. Burðargeta 800-2.200 kg, 6 strigalaga dekk. Yfirbyggðar vélsleðakerrur. Allar gerðir af kerrum, vögnum og dráttar- beislum. Veljum íslenskt. Opið alla laugard. Víkurvagnar, Dalbrekku 24, s. 91-43911/45270. Jólagjöfin hennar, gullfallegur undir- fatnaður á frábæru verði, s.s. náttkj- sett, samfellur, brjósthsett, korselett, sloppar o.m.fl. Ath., 15% afsl. á öllum fatnaði til jóla. Sjón er sögu ríkari. Rómeó & Júlía, sími 91-14448. Opið kl. 14-22 v.d., kl. 10-20 laugard. Dugguvogi 23, sími 91-681037. Fjarstýrð flugmódel, þyrlur og bátar, einnig mikið af aukahlutum. Allt efni til módelsmíða. Sendum í póstkröfu. Opið 13-18, v. daga, laugard./sunnud. Fréttir Girðingarstríð við Kringluna: Girðingin tekin upp og sett niður á víxl - kaupmenn í stríði við íbúa og gatnamálayfirvöld „Við ætlum að setja girðinguna upp aftur og þarna skal hún vera,“ sagði Sigurður Ingi Skarphéðins- son gatnamálastjóri við DV um girðingu við Kringluna, sem ágreiningur er risinn upp út af. Starfsmenn borgarinnar höfðu sett upp girðingu til að girða af graseyjar í nágrenni Kringlunnar. Tilgangur þessarar girðingar var tvíþættur, að sögn gatnamála- stjóra, annars vegar til að auðvelda lögreglunni umferðarstjóm og hins vegar til að vernda grænu svæðin fyrir skemmdum og átroðningi. Kaupmenn í Kringlunni hafa viljað nýta þessi svæði undir bílastæði í jólaösinni. Þeir tóku sig því til fyrir fáeinum dögum og rifu girðinguna niður. Gatnamálastjóri hefur gefið fyrirskipun um að setja hana upp aftur. „Það hefur risið upp ágreiningur milli kaupmannanna annars vegar og íbúa austan við Kringluhúsið,“ sagði gatnamálastjóri. „íbúarnir hafa mótmælt því mjög harðlega að graseyjarnar, sem eru næst hús- um þeirra, verði teknar undir bíla- Starfsmenn borgarinnar settu i gær upp girðinguna, sem kaupmenn höfðu áður rifið niður, og lögreglan festi vel merkta borða allt um kring. DV-mynd ÞÖK stæði. Á milli þessara aðila eru deilumál í gangi.“ Gatnamálastjóri kvaðst hafa fengið bréf frá lögreglunni í Reykjavík eftir að kaupmenn rifu girðinguna niður. Þar heíði þeim tilmælum verið beint til gatna- málayfirvalda að girða af umferða- reyjar við Kringluna, þar sem slíkt liðki mjög fyrir umferð. Farið yrði að þeim tilmælum. -JSS - segir Skúli Jóhannesson „Gras er íyrir beljur en ekki kaupmenn. Eg hef aldrei skilið hvers vegna allir þessir grasblett- ir þurfa að vera á bílastæðum. Þegar borgarstarfsmenn eru búnir að skreyta miðbæinn koma þeir hingað og girða verslunarm- iðstöðina af. Viö köllum þetta víg- girðinguna." segir Skúli Jóhann- esson, kaupmaður í Tékk-Kristal í Kringlunni, um „stríðið" sem hefur geisað miili kaupmanna i Kringlunni og borgarinnar vegna }>ess að borgin hefur brugöið á það ráð að veija grasbletti og gangstéttir með þeim hætti að strengja bönd í kring svo bílstjór- ar geti ekki lagt upp á. „Þetta er nú bara réttí kringum jólin sem svona mikið er að gera. Af hverju má ekki leggja uppi á grasinu nokkra daga í desember meöan það er hvort sem er frosið? Skortur á bíiastæðum kemur augljóslega til með að minnka verslunina,“ segir Skúli. -Ari Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11 Jólagjöfin sem kemur þægilega á óvart. Stórkostlegt úrval af stökum titrur- um, settum, kremum, olíum o.m.fl. f. dömur og herra. Sjón er sögu ríkari. Ath. allar póstkr. dulnefndar. Erum á Grundarstíg 2. Sími 91-14448, opið 14-22 virka daga, 10-22 laugard. smáskór Stráka mokkasiur, stærðir 31-36, breiðar, verð kr. 2.590. Smáskór, Skólavörðustíg 6B, sími 91-622812. Mikið úrval af kertastjökum á góðu verði. Sérsmíðum hvað sem er. Smíða- galleri, Ægisgötu 4, s. 625515. ■ Húsgöqn Þýskir svefnsófar. 2 og 3 sæta svefn- sófar úr taui, v. 44.550 stgr. 3 sæta leðursvefnsófar m/rúmfatageymslu, v. 74.000 stgr. Visa/Euro. Kaj Pind, Suð- urlandsbr. 52 v/Fákafen, s. 682340. ■ Vaqnar - kerrur Dráttarbeisli. Höfum til sölu vönduð og ódýr dráttarbeisli frá Brenderup undir flestar tegundir bifreiða, viður- kennd af Bifreiðaskoðun Islands. Ryðvamarstöðin sf., Fjölnisg. 6e, 603 Akureyri, s. 96-26339, Ryðvörn hf., Smiðshöfða 1, Rvík, s. 91-30945. Bíll- inn, Bakkast. 14, Njarðvík, s. 92-15740. ■ Ymislegt Kjarabót heimilanna 991313 TILBOÐALÍNAN Hringdu og sparaöu þúsundir • Frábær sértilboð til jóla á •jólatrjám, •dömuundirfatnaði, •bílaviðgerðum, • skartgripum, •kaffivélum og • gæða-ferðatækjum. 15-50% afslátt- ur. Hringdu í síma 99-13-13 og fáðu nánari uppl. Mínútugjald er kr, 39.90. Ferðáklúbburinn Opið hús i kvöld kl. 20 í Mörkinni 6. ■ Líkamsrækt Þær tala sínu máli! Ótrúlegt en satt. Heilsustúdíó Maríu býður upp á Trim-Form, sogæða/cellónudd, fitu- brennslu, vöðvaþjálfun og GERnétic- meðferðir. Gerðu þig glæsilega(n), þú átt það skilið. Tímapant. í síma 36677. A MYNDBANDALEIGURIDAG ■■ SEL-MYNDBOND Austurströnd 10 • 170 Setjarnarnesi Símar 611533 og 611633 • Fax 616415

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.