Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. 11 x>v Fangelsaður fyriraðberja mððursína Dómstól í Trelleborg í Svíþjóð hefur dæmt ungan mann í 22 mánaða fangelsi fyrlr að berja móður sína til óbóta. Maðurinn kom í heimsókn til hennar og sijúpíööur síns í haust og þáði hjá þeim kaíö. Hann kvaddi en kom skömmu síðar og réðst á móður sína og misþyrmdi henni illa. Enga skýr- ingu var að hafa á hvers vegna hún var leikin svo grátt. Eftir ill- virkið reyndi hinn dæmdi að svipta sig lifl en mistókst, Hvalveiðum mótmælt með 300 þúsustd bréfum Norska utanríkisráðuneytiö hefur síðustu vikur fengið um 300 þúsund bréf með mótmælum við fyrirhuguðum veiðum á hrefnu næsta sumar. Bréfm koma úr öll- um áttum og hafa í þaö minnsta 125 þúsund borist til sendiráðs Noregs í Þýskalandi. Hungrlð hefur gengið nærri mörgum Sómölum og er þeim sem verst eru farnir vart hugað tif. Símamynd fieuter Maturflutturá Fjölþjóðaherinn í Sómalíu hef- ur að nokkru rekið af sér slyðru- orðið síðasta sólarhring með flutningum á mat og lyfjum út á landsbyggðina eftir aö hafa beðiö að margra mati of lengi í höfuð- borginni Mogadishu. Útlagabærinn Baidoa er á valdi hersins og þaðan er nú stjórnað flutningum um landsbyggðina í suðurhluta landsins. Bærinn var tekinn í gærmorgun og síðdegis voru flutningabílar með hjálpar- gögn komnir á staðinn. Enn er eftir að ná til norðurhéraðanna. Þar er hungur tilfinnanlegt. TT, NTB og Reuter Útlönd Tvær sprengjur sprungu í London: Allt lék á reiðiskjálfi írskir skæruliðar sprengdu tvær sprengjur í Oxfordstræti í Lundún- um um hádegisbilið í gær þegar þar var krökkt af fólki að gera jólainn- kaupin. Fyrri sprengjan sprakk inni á karlaklósetti í versluninni John Lewis, einni af stærstu verslunum borgarinnar, sem var full af við- skiptavinum. Hin síðari sprakk í ruslafötu á Cavendishtorgi sem er þarskammt frá. „Ég heyrði hvell og byggingin lék á reiðiskjálfi," sagði Jennifer Fair- less. „En við höfðum samt tíma til að hringja og kaupa sælgæti áður en okkur var fylgt út um bakdyrnar, og þá sprakk seinni sprengjan. Fjórir hlutu sár vegna íljúgandi glerbrota eftir sprengingarnar í gær. Markmið skæruliðanna er að valda sem mestum usla fremur en að drepa saklausa borgara. Þrjár viðvaranir voru gefnar áður en sprengjumar spmngu og skutu þærfólkiskelkíbringu. Reuter Lögregla lokar Regent Street eftir sprengingarnar i London í gær. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.