Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Meiri samdráttur Könnun Félags íslenzkra iönrekenda og Landssam- bands iönaöarmanna á atvinnuhorfum gefur til kynna meiri samdrátt en áöur var búizt viö. Velta í almennum iönaöi hefur minnkaö um 7,3 prósent frá fyrra ári, reikn- að á föstu verðlagi. Sé stóriðja talin meö, er samdráttur- inn í heild 6,1 prósent. Starfsfólki í almennum iönaði fækkaði á árinu um 5,5 prósent samanborið viö síðasta ár. Ef sérstaklega er htiö á desembermánuð nú og í fyrra, hefur störfum fækkaö um eitt þúsund í almennum iðnaöi. Framangreind samtök gera slíkar kannanir á „iönaöarhorfum“ sameiginlega á tveggja mánaöa fresti. í þessari svörtu upptalningu er glæta. Umsvif 1 neyzluvöruiönaöi á heimamarkaöi hafa snúizt til betri vegar fyrir íslenzk iönfyrirtæki. Veltan á því sviði hefur aukizt um rúm 5 prósent miðað viö sama tíma í fyrra. En jafnvel á þessu sviöi kemur árið sem heild iha út. Allt áriö er samdrátturinn 1,6 prósent, sem þó er mun minna en á öðrum sviðum. Þarna koma fram áhrif her- ferðarinnar um, að fólk skuli „kaupa íslenzkt“. Þetta höföar til fólksins, sem hryllir viö minnkandi atvinnu í landinu. í tilkynningu iðnrekenda og iðnaöarmanna um athugun þessa segir: „Of snemmt er hins vegar aö sega, hversu varanleg þessi áhrif verða.“ Áróöurinn kann aö vara stutt, og þá gæti sótt í sama farið og áöur. Vissulega ætti fólk að „kaupa íslenzkt“ fremur en útlent til aö styrkja innlendan iönaö, en þá veröur hin íslenzka vara aö vera samkeppnishæf aö veröi og gæðum viö hina erlendu. Þaö mun ekki vara lengi, aö almenningur leggi á sig aö kaupa íslenzkar vörur, sem eru dýrari og lélegri. Hver veröur sjálfum sér næstur, og ekki er unnt að ætlast til þess af htiö efnuðu fólki á krepputímum, að það „gefi“ af litlum launum sínum. En boltinn er í höndum íslenzkra iönrek- enda, sem einfaldlega verða að spjara sig í vaxandi sam- keppni. Hins vegar má ætla, aö í mörgum tilvikum „venjist“ fólk íslenzkri vöru, þyki hún góö og sjái, aö hún er ekki of dýr. Svipuðum árangri ætti aö vera unnt aö ná meö nægilegum upplýsingum um vöruna, verö og gæði. Þannig er líklegt, að innlenda varan seljist aö jafnaöi eitthvaö betur en áöur. Kreppan fer harðnandi. í nóvember voru skráðir hér á lanch 93 þúsund atvinnuleysisdagar. Þetta er mesti fjöldi, sem skráöur hefur verið í einum mánuöi, síöan sérstök skráning atvinnuleysisdaga hófst áriö 1975. At- vinnuleysisdagamir voru nú tvöfalt fleiri en í nóvember í fyrra og um fjórfalt fleiri en verið hafa í þeim mánuöi að meöaltah síðustu fimm árin. Þetta svarar til þess, aö 4300 manns hafi verið atvinnulausir í mánuðinum, eöa um 3,3 prósent vinnuaflsins. Atvinnuleysið óx í lok mánaöarins, og voru þá um 5000 manns atvinnulausir. Þaö jafngildir um fjögurra prósenta atvinnuleysi. Eins og fyrr sagöi, hefur atvinnuleysið vaxið um yfir 100 prósent frá nóvember 1991 th nóvember 1992, en mest hefur atvinnuleysið aukizt á höfuöborgarsvæöinu eöa um 286 prósent. Aht bendir til þess, aö mjög margir eigi í miklum erfiðleikum í vetur. Fleiri en nokkru sinni leita til þeirra stofnana og félaga, sem veita einhverja hjálp þeim, sem ekki komast af án aðstoðar. Því hafa shórnvöld tekið skakkan pól í hæðina, þegar stööugt er haldiö áfram að auka byröar á almenningi í staö raunhæfs spamaðar í ríkiskerfmu. Haukur Helgason „Áhugi borgarstjóra á endurreisn gamla miöbæjarins lofar góðu og veröur spennandi að fyigjast með fram- kvæmdum,“ segir Oddur i grein sinni. Gamli miðbærinn í dag - og á morgun Ég var á rölti eftir Laugaveginuin á misvindasömu síödegi, sem ekki telst í frásögur færandi - nema hvað ég uppgötvaði allt í einu og alveg upp úr þurru (það rigndi sumsé ekki þennan dag) að Lauga- vegurinn og gamli miðbærinn eru allsendis ekki snauðir af mannlífi og dauðir úr öllum æðum, heldur langskrautlegasti og skemmtileg- asti hluti okkar ágætu (og víðáttu- brjálæðislegu) borgar. Þetta var reyndar meiri háttar uppgötvun þar sem búið er að fjasa svo mikið um að glæða gömlu Reykjavík athöfn og mannlífi á nýjan leik og trúlega ekki að ástæðulausu. Enda eru uppi hug- myndir og áætlanir um aö mið- borgin (center eða city) verði mið- borg á nýjan leik með því athafna- lífi og mannlífi sem sjá til þess að orðin „miðborg", „center" - svo ekki sé talað um „city“, séu ekki eins konar ,, Hafnarfj aröarbrand- ari“ á röngum stað. Verður ekki hannað En alveg eins og Hafnarfjörður gleður gamli miðbærinn okkar augað að vissu marki og ekkert síð- ur fyrir þaö að þar er ekki allt smekklegt og þaðan af síður stíl- hreint. Það væri nú líka skárri heimtufrekjan að ætlast til þess. Þetta vekur vissar hugleiðingar sem leiða til nokkuð „óvæntrar" niðurstöðu, nefnilega þeirrar að mannlíf verður ekki hannað af skipulagsfræðingum. Annað mál er að skilyrðin þurfa að vera fyrir hendi - líkt og með alla „flóru“ og „fánu“. Laugavegur- inn er ein samfelld verslunargata, meö börum, bönkum og matsölu- stöðum, og í sjálfri miðborginni er úrval huggulegra matsölustaða (þótt þeim sé, aö sjálfsögðu, gert eins erfitt fyrir af stjórnvöldum og framast er kostur), að ógleymdum börum og bönkum og annarri þjón- ustu, þar á meðal ágætum kaffihús- um, listasafni og galleríum og úti- og innimörkuðum en allt er þetta KjaHaxiim Oddur Björnsson rithöfundur forsenda fyrir fjölskrúðugu mann- lífl. Afleit pólitík En betur má ef duga skal, eins og konan sagði viö ungan elskhuga sinn. Áhugi borgarstjóra á endur- reisn gamla miðbæjarins lofar góðu og verður spennandi að fylgj- ast með framkvæmdum. Einkum er gamla hafnarsvæðið áhugavert - og hugmyndin um Hafnarhúsið (frá borgarstjóra komin, að ég held), að gera það að e.k. „vinnu- og markaðstorgi" fyrir handiðn og listir ýmiskonar og aðra þjónustu sem þar á heima svo sem veitinga- þjónustu, er spennandi og til þess fallin að glæða litríkt mannlíf og fjölskrúðugt. Þama mætti hugsa sér lista- og tónlistarskóla í bland við annað, svo sem leiklist. Allt þetta svæði virðist bíöa síns vitjunartíma og verða leyst úr álögum. En á meðan skulum við hrópa húrra fyrir nýrri hugmynd um staðsetningu tónhstarhússins (sem einnig mætti nýtast til ráðstefnu- halds) við Ingólfsgarð. Þessari frá- bæru hugmynd hefur verið komið rækilega á framfæri enda eins gott - það heyrði nefnilega undir slys að hafna henni. Og hvers vegna? í fyrsta lagi er það afleit pólitík og misskilningur að dreifa slíkum menningarmiðstöðvum um allar jarðir, enda á „útþenslustefnan" sinn þátt í að minnka þýðingu gamla miðbæjarins og gera mann- lífið dajiurlegra en það ella hefði orðið. I öðru lagi eiga bæði Þjóð- leikhús og tónlistarhöll heima í gamla miðbænum. í þriðja lagi væri einstök prýði að tónhstarhús- inu á þessum stað og ekki dónalegt að horfa þaðan út yfir sundin á „fjólubláu draumana" fyrir hand- an. Og ekki myndi það skaða inn- siglinguna þar sem tónhstarhúsið og Seðlabankinn væru táknrænt og tilkomumikið „borgarhlið" á þeim eina staö sem það ætti að vera. - Og í fjórða lagi: höfum við efni á að hafna svona frábærri hug- mynd? Ég geri mér a.m.k. vonir um að borgarstjóri og borgarstjórn séu henni hlynntir. Eiginlega er ég al- veg viss. - Taki nú allir höndum saman! Oddur Björnsson „En alveg eins og Hafnarfjörður gleður gamli miðbærinn okkar augað að vissu marki og ekkert síður fyrir það að þar er ekki allt smekklegt og þaðan af síður stílhreint.“ Skoðanir aiuiarra Þjóðin sjálf ákveður „Ekkert kerfi er svo fullkomiö aö það geti ekki bhað. Það á jafnt við um velferðarkerfið og rafmagns- kerfi landsmanna... Því eru í reynd engin takmörk sett hversu tæknilega er hægt að auka öryggi slíkra kerfa. Það væri hægt að setja upp vararafstöð við hvert hús í landinu og gera þannig hkurnar hverf- andi að nokkur þyrfti að búa nokkru sinni við raf- magnsleysi. Það kostar hins vegar mikla peninga svo fólk tekur almennt áhættima af því að búa einungis við orkukerfi hins opinbera. Svipaða sögu má segja um velferðarkerfið. Það er margt hægt að gera en það verður þjóðin sjálf sem ákveður hversu miklum fjármunum hún er thbúin að veija th aö tryggja sig fyrir öhum þeim skakkafóhum sem henda kunna á lífsleiðinni." Úr forystugrein Alþbl. 16. des. Frjáls sala á f íknief num? „Aht er á huldu um hveijir eru hinir eiginlegu viðskiptavinir fíkniefnasalanna... Frjálshyggju- menn halda því fram sumir hveijir að eðhlegt sé að gefa sölu á fíkniefnum alfijálsa. Eintakhngarnir eigi sjálfir að ráða hvernig þeir fara með eiginn skrokk og sálartetur. Aörir eigi ekki að setja neinar hömlur þar á. Ekki er mælt með því hér en þá gætu hka stórkaupmenn framvísað réttum pappírum og flutt hass inn sem hass en ekki málningu og borgaö gjöld af starfsemi sinni. Væntanlega kæmi þá ekki heldur th þess að eiturefnasalar kærðu íslenska dómskerfið fyrir mannréttindabrot og krefðu ríkiö um skaða- bætur fyrir ómannúðlega meðferð.“ OÓ í Tímanum 16. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.