Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 36
44 Villtir draumar „í mínum villtustu draumum er ég einvaldur á íslandi og hef að sjálfsögðu lausn á hveijum vanda," segir bréfherinn Guðrún D. Ágústsdóttir. Ummæli dagsins Heilbrigt mataræði „Ég fæ mér hafragraut með sykri og rjóma á morgnana og það dugar mér oft yflr daginn ásamt þessum fimmtíu bollum af kafíi. Ég borða aldrei grænmeti, aldrei ávexti, drekk aldrei mjólk, en borða gjarnan kjöt og rúgbrauð með kæfu,“ segir bréfberinn síungi sem jafnframt reykir hálf- an annan pakka af filterslausum PaU MaU á dag! Kínabúllur „Maður getur ekki gengið um miðbæinn án þess að finna lykt úr Kínabúllum. Á sunnudögum þegar ég ætla aö anda að mér sjávarloftinu eins og í gamla daga finn ég einungis þennan óþef,“ segir Guðrún bréfberi. Farsælda Frón „íslenskar landbúnaðarafurðir eru þær bestu í heimi og þær eig- um við að borða. Ég vil ekki sjá útlenskan mat sem kemur úr þessum eitraða skítajarðvegi þarna úti,“ segir bréfberinn jafn- framt. BLS. Atvinnaíboðí 38 Atvinna óskast 38 Atvínnuhúsnæði ..,..,,..,...,.38 Barnagœsla .38 Btlaleiga Bilaróskast Bflartilsölu 38 Bílaþjónusta 37 Bókhald 38 Dýrahald 35 Einkamál 38 Flug 35 Fyrir ungbörn 34 Fyrirveíðimenn 35 Heimilistæki 34 Hestamennska Hjól Hjólbarðar 37 Smáauglýsingar Hljóðfærí 34 Hreíngerningar 38 Húsnæði í boði 38 Húsnæði óskast 38 Jeppar Líkamsrækt Ljósmyndun 35 Lyftarar... 37 Öskast keypt 34 Parket 38 Ræstingar., 38 Sendíbílar 37 Sjónvörp., Skemmtanir Spákonur 38 Sumarbústaðir 35 Teooabiónusta 34 Tilbvaoinoa M Til sölu 34,38 Tölvur 35 Vagnar-kerrur., 39 Varahlutir 35 Verðbréf Verslun 34,39 Vetrarvörur 35 Viðgerðir 38 Vinnuvélar,..,. Vldeó 37 ......35 Ymislegt 38,39 Þjónusta 38 ftkukennsla ' Norðan stinningskaldi Á höfuðborgarsvæðinu verður norð- an stinningskaldi og smáél frameftir Veðriðídag morgni en síðan norðaustan kaldi og skýjað með köflum. Frost 2-5 stig. Búist er við stormi á austurmiðum, Austfjarðamiðum, suðausturmiðum, austurdjúpi, Færeyjadjúpi og suð- austurdjúpi. Vestaniands verður norðaustan stinningkaldi eða allhvasst og smáél frameftir morgni en síöan norðaust- an kaldi eða stinningskaldi og skýjað með köflum. Norðanlands verður all- hvöss eða hvöss norðaustanátt og víða snjókoma í fyrstu en norðaustan stinningskaldi og él þegar líöa tekur á daginn. Á Austurlandi verður snjó- koma eða éljagangur og vaxandi norðaustanátt, allhvasst upp úr há- degi en hvassviðri eða stormur seint í nótt. Suðaustanlands verður norð- austan kaldi eða stinningskaldi og víða léttskýjað í dag, en þykknar upp í nótt með norðan hvassviðri eða stormi og éljum. Veður fer heldur kólnandi. Við norðurströnd Noregs var 983 millíbara lægð sem hreyfðist norð- austur. Yfir Grænlandi var 1022 millíbara hæð sem þokaðist austur. Um 800 kílómetra vestsuðvestur af írlandi var vaxandi 980 millíbara lægð sem hreyfðist ailhratt norð- norðaustur. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -3 Egilsstaðir snjókoma -4 Galtarviti snjókoma -5 Hjarðarnes skýjað -2 Keflavíkurílugvöllur alskýjað -2 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -4 Raufarhöfn snjóél -2 Reykjavík skafrenn- -2 ingur Vestmannaeyjar léttskýjað -1 Bergen skýjað 1 Helsinki alskýjað 5 Kaupmarmahöfn þokumóða 4 Ósló skýjað 5 Stokkhólmur skýjað 4 Þórshöfn léttskýjað 3 Amsterdam þokumóða 6 Barcelona skýjað 9 Berlín þokumóða -1 Chicago snjókoma 1 Feneyjar þokumóða 5 Frankfurt þokumóöa 0 Glasgow skýjað 6 Hamborg skýjað 4 London þoka 0 í kvöld verða jólatónleikar Sinfó- níuhljómsveitar íslands. Stjórn- andi veröur Hákon Leifsson en þetta er í fyrsta skipti sem hann stjómar opinberlega tónleikumhjá Sinfóníunni. Hákon Leifsson hóf ungur tón- listarnám. Hann lagði stund á homaleik bæði hér heima og viö Konunglega tónlistarskólann í Maður dagsins Kaupmannahöfn. Tónsmíðar nam hann hjá Atla Heimi Sveinssyni, í Vínarborg og um tveggja ára skeið stundaði hann nám í djasstónsmíö- um í Bandaríkjunum. Áriö 1989 lauk Hákon meistaragráðu í hljóm- sveitarstjóm við New England Hákon Leifsson. Conservatory í Boston í Bandaríkj- unum. Einnig hefur hann sótt einkatíma i því fagi hjá Jorma Pan- ula og Gunther Schuller. Hákon hefur stjómaö tónlistar- hópum af ýmsu tagi, meðal annars íslensku hljómsveitinni, Nýja mús- ikhópnum, Kammersveitum á Listahátíð 1988 og 1992. Einnig stjómaði hann uppfærslu á Systur Angelicu hjá Ópemsmiðjunni. Efhisskráin er fjölbreytt á jóla- tónleikunum í Langholtskirkju. Fluttir verða jólasálmar og jólalög eftir ýmsa höfunda, auk verka eftir Bach, Wagner og Tsjakofskíj. Þess má geta aö tónleikarnir marka ekki aðeins tímamót hjá Hákoni heldur einnig bassasöngvaranum Tómasi Tómassyni sem verður einsöngv- ari. Myndgátan Fastur viöskiptavinur Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Sófasport yfirjólin Þegar líða tekur að jólum verð- ur rólegra í íþróttunum eins og annars staðar enda þurfa íþrótta- menn sinn jólaundirbúning eins og aðrir. Það eru helst landsliðs- mennirnir okkar í handknattleik íþróttir í dag sem ekki fá frið því að á milli jóla og nýárs em þrír landsleikir fyr- irhugaðir hér heima gegn lands- liði Frakklands, Það er þó alltaf eitthvað að ger- ast í íþróttaheiminum og þeir hörðustu fá íþróttir sínar í gegn- um sjónvarp. í kvöld er það íþróttasyrpan sem vert er að minna á. I íþróttasyrpunni er að jafnaði farið um víðan völl heima og erlendis en í kvöld verður einnig farið í heimsókn í íþrótta- skóla barnanna. Skák Þrátt fyrir hörmungar í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu halda skákmenn sínu striki. Stórmeistaranum Zdenko Kozul frá Bosníu og Herzegóvínu tókst nýlega að sleppa frá Sarajevo og naut við það aðstoðar skákunnenda í óvinaherj- um. Hann hóf taflmennsku að nýju með glæsibrag - sigraði á sterku móti í Osijek í Króatíu með 7 v. af 10 mögulegum. Stór- meistaramir Cvitan, Króatíu, og Dizd- erevic, Bosníu, komu næstir með 6,5 v. Kozul hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu frá mótinu gegn Cvitan: 1 lé fi ii 1 1 A JÍL: w A A s <á? ABCDEFGH 29. Hxg7 +! Kxg7 30. Db7 + ! Kh8 31. Bh6 Hg8 32. Bd2! og svartur gafst upp. Engin vöm við hótuninni 33. Bc3 + ásamt máti. Jón L. Árnason Bridge Ávallt skal íhuga vömina frá byrjun til enda strax í upphafi spils. Þú situr í austur og færð aðeins að skoða hendur norðurs og austurs í upp- hafi. SpOuð er sveitakeppni og norð- ur er gjafari. Norður hefur sagnir á einum tígh, þú segir eitt hjarta og suður stekkur í 2 grönd sem lýsa jafnskiptri hendi og 13-15 punktum. Norður lyftir þeirri sögn í 3 grönd og félagi í vestur sphar út hjartaáttu. Sagnhafi setur sjöuna og nú er kom- ið að þér: * 10432 V 82 ♦ K32 + 8652 ♦ 765 ¥ Á7 ♦ DG1098 + ÁGIO ♦ K98 V KD1094 ♦ Á7 + 743 ♦ ÁDG V G653 ♦ 654 + KD9 Það er rétt spOamennska að setja hjartatíuna í upphafi þar sem sagnir gefa í skyn að félagi í vestur eigi ekki nema í mesta lagi 3 punkta. Þá verð- ur þú að vonast til að þeir hggi á tíg- ulkóngnum. Nauðsynlegt er að halda samganginum opnum fyrir vörnina. Eins og lesandinn getur séð er það eina leiðin til að hnekkja þremur gröndum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.