Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. Spumingin Hvað viltu helst fá í jólagjöf? Ragnheiður Gísladóttir nemi: Nýjan bíl. Kristín Sigurðardóttir nemi: Ég vil fá tölvu og leysiprentara. Vigdís Ingólfsdóttir nemi: Sokka og nærfót. Þórunn Anna Árnadóttir nemi: Mig langar í fullt af fótum, mjúka pakka. Ragnar Kristjánsson atvinnurek- andi: Góða bók og góðan mat. Sigurður Narfi Birgisson nemi: Bara eitthvað mikið og flott. Lesendur dv Öryggismál sjó- manna og annarra Á miðunum úti af Austfjörðum er oft stór skipafloti með um eða yfir 1000 sjómönnum. Ottó Eiríksson, Seyðisfirði, skrifar: Hversu lengi þurfa sjómenn að bíða eftir markvissara öryggi um borð í skipum sínum ef slys eða veikindi ber að höndum? - Enn einu sinni var teflt á tæpasta vað, sunnud. 22. nóv. sl. Sjómaður veiktist hastarlega um borð í loðnubátnum Kap VE. Bátur- inn var staddur úti fyrir Austíjörð- um, 32 mílur N-A af Glettinganesi. Kom þá upp gamla vandamálið; þyrl- an komst ekki austur vegna veðurs við suðurströndina en fyrir austan var ágætis flugveður. Oft sigla togarar og bátar beint í land með veika eða slasaða sjómenn vegna tímans sem fer í að fá þyrlu austur ef það er þá flugfært frá Reykjavík. - Menn ræða um kaup á stórri þyrlu sem taki heila skipshöfn. Það er í sjálfu sér hið besta mál. En eftir sem áður yröi hún staðsett í Reykavík og því langt frá Austfjarða- svæðinu. Ráðamenn sem um málið fjalla gera sér ekki grein fyrir hversu stór skipaflotinn er hér fyrir Aust- fjörðum á haustin og á veturna. Þar er allur síldarflotinn og megnið af loðnuskipunum, sérstaklega eftir áramót - og þegar veður eru sem vályndust. Þarna getur verið um aö ræða um 1000 sjómenn. - Forráða- menn eru yfirleitt búnir að ráðstafa tekjum sem sjávarútvegurin skaffar fyrirfram og fyrir þessum málum er því oft talað fyrir daufum eyrum. Fleiri en sjómenn kunna að vera háðir björgun með þyrlu. - Dæmi: Þriðjud. 1. des. sl. datt rjúpnaskytta við Seyðisfjörð og brotnaði illa. Kall- að var á þyrlu til að flytja manninn og gekk það vel. Það var góð tilfinn- ing að vinna með áhöfninni á þyrl- Hafdís skrifar: Nú stendur til aö hækka meðlag og lækka mæðra- og feðralaun, ásamt því að skerða barnabætur. Allt er þetta af hinu góða. Ég er ein með bömin mín fjögur. Ég valdi þennan kost sjálf. í mínum huga velja konur alltaf stöðu sína nú til dags, nema ekkjur/ekklar. - Konur velja hvort þær verða ófrískar svo og um framhaldið. Meðlag hefur ætíð verið mikið að borga og lítið að fá. Sérstaklega þegar börnin eru mörg. Bamabætur og mæðra/feðralaun hafa ætíö verið vel útilátin. Ég er á þeirri skoðun að vel sé að einstæðum foreldrum búið. í raun höfum við það listagott, ef miðað er viö marga aðra Bjöm Björnsson skrifar: Oft og iðulega hefur verið bent á óeðlilega hátt verölag á lyfjum sem lyfjaverslanir selja. Ég hef t.d. minnst á aspirín sem reyndist 8 sinn- um dýrara á íslandi en algeng tegund í Bandaríkjunum. - Þeirri ábendingu var beint að heilbrigðisráðherra en hann lét henni ósvaraö. Nú bar svo við að ég fékk fyrir nokkm slæma magakveisu sem leiddi til þess að mér var gert að taka 28 töflur af sænskri gerð. Þær verk- uðu mjög vel og náði ég fullum bata að lokhmi meðferð. - En sá galli var á gjöf Njaröar að ég greiddi 3.000 kr. fyrir skammtinn og ríkið einar litlar 9.900 kr. til viðbótar - eða samtals kr. 12.900! Fyrir gengisfellingu. Þar sem mér fannst verðiö ótrúlega hátt, hringdi ég í lyfjaverslun í Bandaríkj- DV áskilur sér rétt til aó stytta aðsend lesendabréf unni og þar vora greinilega fagmenn á ferð. Það eina sem skyggði á var tíminn sem tók þyrluna að koma austur. - Kallað var í þyrluna kl. 15, en hún kom ekki á slysstað fyrr en kl. 18.30. Ráðamenn yrðu hklega byrstir ef þeir lentu í bílslysi á „ódým“ ráðherrabílunum sem þegn- amir borga og þyrftu að bíða eftir flutningi á sjúkrahús í 5-6 klst. Ráðamenn ættu hið snarasta að þjóðfélagshópa. Mér finnst að með- lagsgreiðslur eigi að minnka ef tekin er upp sambúð því þá er kominn nýr frcunfærandi og forsendur breyttar. - Ég veit þess dæmi að feður hafa borgað til fyrrverandi kvenna, böm- in sem áttu aö fá meðlagsgreiðsluna hafa verið flutt að heiman og farin að vinna fyrir sér sjálf, jafnvel með hærri tekjur en meðlagsgreiðandinn. Ef foreldri/ar geta ekki framfleytt einu eöa tveimur bömum án þess að fá til þess ríkisstyrk flnnst mér það aumt. Ég sé ekki í hendi mér að rík- ið eigi aö greiða okkur fyrir að eiga böm. í upphafi skyldi endirinn skoða. Allmargir leggja sig fram við að svíkja út úr ríkisbákninu og telja unum, valda af handahófi. Þar reyndist þetta sama lyf - frá sænska framleiðandanum - kosta kr. 4.900. Þar sem það er stefna yfirvalda að lækka kostnað í heilbrigðiskerfinu - þá sýnist mér nærtækara að skera upp herör gegn verðlagningu lyfja en ekki ráðast gegn almenningi með því að auka hlutdeild hans í lyfja- kostnaðinum. Sighvatur heilbrigðisráðherra! Ein mesta kjarabót sjúkra hér er þessi: - ákveða kaup á tveimur þyrlum sömu gerðar og Gæslan á og staðsetja þyrl- ur síðan á þremur stöðum á landinu, eina í Reykjavík, eina á Egilsstöðum og eina á Akureyri. Þannig er öryggi sjómanna og annarra mun tryggara og þyrlumar fljótari á slysstað. Tök- um nú höndum saman og gefum sjó- mönnum, fjölskyldum þeirra og öðr- um landsmönnum jólagjöf sem gefur þeim öryggi sem þeir eiga skihð. það sjálfsagt. Samanber aha foreldr- ana sem em í sambúð en skrá sig einstæða í þeim tilgangi að fá hærri bamabætur og mæðra/feðralaun. - Viö einstæðu foreldrarnir höfum það í flestum tilvikum gott og ég er sam- mála aðgerðum ríkisstjómarinnar í þessu tilviki. Mér finnst rétt að benda ráða- mönnum þjóöarinnar á að leggja sitt af mörkum á þessum þrengingatím- um og strengja þess heit um áramót að árið 1993 verði risnulaust ár hjá þeim. - Hætta að ferðast á kostnað ríkisins og nýta sér tæknina varð- andi samskipti við aörar þjóðir. Þá verður meira í kassanum í árslok. Að sérhverjum löggiltum lyfjafræð- ingi verði heimilaö að stofna og starf- rækja lyfjaverslun á stað sem hann telur hentugan. - Ennfremur að heimiluð verði póstverslun með lyf þannig að menn geti skipt við lyfja- verslanir erlendis þegar afgreiðslu- hraði skiptir htlu máh. Vonandi kemur einhvem tíma sá tími þegar menn geta farið í Bónus eða í Hagkaup og keypt þar lyf á við- ráðanlegu veröi. Svona gerumvið -íumferðinni Einar Ólafsson skrifar: Það kemur vel fram þjóðareðh okkar íslendinga (mitt sem ann- arra) þegar fylgst er með öku- mönnum sem verða uppvísir aö því að brjóta á samferðamönnum í umferðinni. Ökumenn, sem t.d. hafa svínað á götuljósum, gang- brautum eða annars staðar þar sem þeir áttu aö stöðva, þótt ekki væri nema bara af tilhtssemi, hta alltaf í aðra átt er þeir sjá mistök sín. Þetta á raunar líka við um gangandi vegfarendur sem æða yfir götu í órétti Þeir hta hka í allt aðra átt en þeir ættu að gera, sem sé frá umferöinni! Sparisjóðsblús Ragnar skrifar: Við hjónin skrappum inn í menningarmiðstöð Hafnarfjarö- ar þar sem líka er eitt af betri kaffihúsunum á öllu höfuðborg- arsvæðinu. Þar var þá ókeypis skemmtun á efri hæðinni þar sem Sparisjóður Hafnarfjaröar bauð upp á tónleika, djass og blús leik- inn af fingram fram. Aldeilis frá- bær skemmtun þar sem Bjöm Thoroddsen og félagar léku við góðar undirtektir. - Áður höfðu Carl Möller og hans menn leikið en af þeim hluta misstum við. Hafi Sparisjóðurinn í Hafnarfirði þakkir fyrir framtakið. Kvörtuðu við út- varpsstjóra! A.Þ. hringdi: Einkennlegt hvað menn geta gert htið úr sér. Nýlega birtist frétt um að þrir þingflokksfor- menn hefðu gengið á fund út- varpsstjóra til að kvarta yfir þingfréttaritara Sjónvarpsins. Þetta minnir á göngu íslend- inga á konungsfund til að kvarta undan embættisfáerslu fyrr á öld- um. - Mátu þingmennirnir þetta virkilega sem erindi fyrir út- varpsstjóra? - Furðulegt uppá- tæki í lok 20. aldar. Senda ekki gegn póstkröfu Jenný hringdi: Ég var á ferð í Reykjavík nýlega og skoöaði ýmsar vörur og í mörgum verslunum. Þar á meðal skoöaði ég í IKEA hillusamstæðu f unghngaherbergi. Ég vildi bíða með kaupin þar til ég hefði ráðg- ast um máhð við viðkomandi. Þegar ég svo hringdi og ætlaði aö panta vöruna gegn póstkröfu eins og maður hefur vanist var svarið þaö, aö ekki væri lengur sent gegn póstkröfu. Ástæöan var sögð slæm reynsla af þessum við- skipíaháftum. - Enginn annar kostur var boöinn í stöðunni. Ég sneri mér því annað þar sem mér var tekið sem góðum og gildum viðskiptavini. Rusiávíðavangi Holgi og Daniel i Fosvogsskóla skrifa: Þótt allir hafi heyrt um meng- unina hér á landi eru ekki alhr sem reyna að draga úr henni. Talið erað fjórði hver landsmaö- ur hendi ruslí á víðavangi. Hver fjölskyldaá landinu hendir papp- ír árlega sem nemiu- sex tijám. - Plastumbúðir era utan um vörur. Viö vinnslu plastumbúða era notuð eiturefni sem skaða um- hverfið. Til vinnslu salemispapp- írs þarfklór sem er skaölegt og í úðabrúsum er ósoneyðandi efni en ósonið vemdar okkur fyrir útíjólubláum geislum sólar. - Ef þetta heldur svona áfram leggst jörðin í eyöi. Við hvefjum alla til að kaupa endurunnar vörur, spara pappfrinn og flokka og end- urvinna sorpið. Allir einstæðu foreldrarnir Ný stef na í lyfjamálum Vonandi lika f Bónusi og Hagkaupi, segir bréfritari m.a.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.