Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 25
SKÍFAN: BOGART FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992, 33 Menning Er þetta ekki tómt mas? Eitt sinn var það virðulegur siður ritfærra manna sem töldu sig hafa skilað nógu ævi- starfi að setjast í helgan stein og skrifa end- urminningar sínar, segja frá samferðamönn- um með yfirsýn efri aldurs og leggja mat á lífshlaupið. í mannlífi okkar nýju heims- myndar þykir slík iðja þó helsti gamaldags og seinleg því að „fólídð viU“ fremur blaða- viðtöl sem fljóta með bókmenntum á jóla- markaði. Eitt af nýjustu viðtölunum í þess- um flokki, Guðbergur Bergsson, metsölubók, geymir spumingar Þóru Kristínar Ásgeirs- dóttur og svör Guðbergs Bergssonar. Skrautlegar en innan- tómar yfirlýsingar Guðbergur segir frá ýmsum atburðum og skeiðum lífs síns, allt frá uppvexti og bama- skólagöngu í Grindavík, erfiðisvinnu á Suð- umesjum og kennaranámi í Reykjavík, til Bókmenntir Gísli Sigurðsson náms- og þroskadvalar í Barcelona á Spáni. Á fullorðinsárum hefur hann gjaman farið til langdvala á Pýreneaskaganum og m.a. fylgst með hruni einveldis Francos og til- burðum alþýðunnar að taka í stjómartaum- ana. Hér heima kom hann bókum sínum út þrátt fyrir tregðu og seinagang útgefanda og tók þátt í listsköpun SÚM-era í bland við smávægileg afskipti af byltingarstarfi rót- tæklinga sem létu þó ekki til skarar skríða þegar færi gafst og Guðbergur beið tilbúinn til byltingar á þingpöllum! Margt í þessum köflum er ágæta skemmtilegt og víða sagt frá með athugulu auga fyrir brestum mann- kindarinnar. Það sama verður því miður ekki sagt um þá kafla þegar Guðbergur fer að setja fram undarlegar kenningar sínar um hsteðhð og gefa út almennar yfirlýsingar um hvaðeina, aðallega menningarástand á íslandi og ein- staka hsta- og menntamenn, án þess að nefna þá með nafni. Hann leggur sérstaka fæð á þá sem hafa gengið á skóla og að auki ahst upp í hvetjandi mennta- og hstaumhverfi foreldra eða ættingja. Þannig fá þeir sem eru skyldir öðrum listamönnum, sérstaklega synir rithöfunda, væna gusu af svívirðingum enda telur Guðbergur starf þeirra ekki sprottið af innri þörf heldur vera tóma til- gerð og í mesta lagi lært handverk því að hstgáfan sé náðargáfa einstakhngs, að þvi er manni skhst, óháö erfðum og uppeldi. Yfirlýsingagleðin er stundum fyndin svo- htla stund en verður fljótt að tómu masi með htið vitsmunalegt gildi eins og þegar Guð- bergur lýsir þeirri velgju sem hann fær ef minnst er á Ólaf Kárason: „Það að lesa skáld- sögu um „listamanninn" er eins og að velta sér upp úr sætsúpu á rósóttum diski sem sjötíu piparkerhngar með ljóðrænar kenndir hafa grenjað svo mikið í að guthð flýtur út á barma.“ (196) Einfari og áhorfandi Ef lesandinn rýnir í textann eftir þeim manni sem svo talar og reynir að skilja af hverju hann virðist vera svo bitur þá verður fyrst fyrir sú skýring að Guðbergur hði enn fyrir að hafa ekki notið sæmilegrar mennt- unar í æsku: að hafa verið sendur í erfiðis- vinnu strax og hann hafði minnstu burði til. Lesandinn sér fyrir sér mikinn einfara, til- finningakafara og áhorfanda að mannlífinu, sem hefur kynnst fáum á lífsleiðinni: á Spáni varla nema kennslukonu sem tók hann í Guðbergur Bergsson svarar spurningum Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur. spænskutíma á mihi þess sem hún stundaði líknarstarf hjá fátækum og bauð honum í bíltúr svo hann sá stéttaskiptingu og kjör alþýðu miklu betur en íslenskir vinstrisinn- ar sem hann segir hafa iðjaö fátt utan bjór- drykkju á meginlandinu. Guðbergur talar af miklu uppgerðarlítil- læti um að sér finnist þaö tilgerðarlegt að láta Spán koma fram í skrifum sínum: „Það mundi líta út eins og maöur vildi láta aðra vita að maður hafi átt heima í útlöndum og hafi ferðast. Versta tegund af heimalnings- hætti er það að láta aðra vita að „maður sé víðreistur" og þekki „frægt“ fólk og þykist síðan vera lífsreyndur og heimsborgari. Það kórónar tilgerðina." (189) Lítihæti af þessu tagi er einmitt thgerð þess sem ætlast undir niðri th að aðrir viti allt um hann án þess að upplýsa það sjálfur. Það þykir engin stór- frétt nú á dögum að hafa búið annars staöar en á íslandi — og það er heldur ekki gæfu- legt að reyna að upphefja sig á kostnað alþýð- unnar rétt eins og það sé frímiði á athygli heimsins að hafa slitið af sér fjötra uppruna síns í stað þess að sitja fastur í sporum hins „velgjulega" Ólafs Kárasonar. Spurningar Þóru Kristinar eru prýðhegar og leiða samtalið oft mjög vel áfram en bókin er ofhlaðin af innantómum yfirlýsingum og einkennist af beiskju sem spihir miklu þegar okkar helsti nútímarithöfundur rifjar upp það sem margir myndu lýsa sem frækilegum höfundarferh. Þar til Guðbergur varö verð- launaskáld voru það að vísu einkum íslensk- ir menntamenn og bókmenntafræðingar sem héldu verkum hans á loft en sá hópur fólks fær nú hinar háðulegustu kveðjur fyrir dóm- greindarleysi úr munni þess manns sem braut blað í íslenskri bókmenntasögu með Tómasi Jónssyni, metsölubók — og maður spyr sig: Er það kannski sjálfur Tómas sem talar? Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Guöbergur Bergsson, metsölubók (viðtalsbók, 227 bls.). Forlagiö 1992. f • i ' •'•.. • ' ■* r ■. , ■ ■ Urval af ólum, snúrum, strengjum, kju&um, kiuðapokum simbalapolcum o.m.fl, Mikið úrval af nólum, kennslubókum og myndböndum Pli KAWAI hljómborö Munnhörpur i urvali Þióölagagítarar vlö allra næfi. e'°Man^nS ^íass' Gítar og bassamagnarar. : ■ I L . í : REYKJAVIKUR Laugavegi 96 - Sími: 600935 -..........,.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.