Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1992, Blaðsíða 40
I Frjálst, óháð dagblað ifii ■ ■ x if i imsinii umí uiii f 1111111 mannarap Þór Jótosoh, DV, Stokkhötaii: : ' Nasistar létu varpa Evaliii Mik- son í fangelsi hinn 25. nóvember áriö 1941 fyrir aö vera valdur aö dauða manns sem haföi verið þeim hjálparhella. Það upþlýsir eist- neska dagblaðiö Eesti Ekspress sem komist hefur yflr áður óþekkt gögn um málið i Ríkisskjala-safh- inu í Eistlandi Eftir þvi sem segir i blaðinu höföu lögreglumennirnir Mikson og Harry Mannil handtekiö mann aö nafni Otto Rödal, sem starfaði við sumarbústaðastofnun. : Hann var sakaöur um samstarf viö „tsjek- ista“ (leyniþjónustu kommúnista) og þess vegna „skotinn án tafar“. Tveimur dögum eftir aftökuna barst skipun frá þýskum herfor- ingja um að „ekki mætti snerta“ Rödai. Hann haffii reynst nasistum hjálplegur við útvegun húsnæðis. í beinu framhaldi bar yfirmaður lögreglunnar, Ervin Viks, fram fyr- irspum um hvað orðiö hefði um húsgögn Rödals og hstmuni, þvi að allt væri það horfiö. Blaðið telur þennan atburð vera orsök átján mánaða langrar fang- elsisdvalar Miksons í Aðalfangels- inu í Taliinn og hafnar skýríngum hans sjálfs. Mikson heldur því fram að hafa verið handtekinn fyrir að koma í veg fyrir að nasistar yfir- heyrðu kommúnistaleiötogann Karl Sáre og einnig fyrir þátttöku í að gera .að engu byltingaráform þeirra í Iandinu árið 1935. í Eesti Ekspress segir enn fremur aö Mikson og Mánnii hafi stjómað yfirheyrslum yfir gyðingum, kommúnistum og bröskurum, en aliir sem urðu uppvísir aö slíku „vom teknir af Iifi“. Fieiri gögn hafa komíð í leitirnar sem bendla Evaid Mikson við manndráp; glæp sem ekki fyrnist samkvæmt íslenskum lögum. Um er að ræða vitnisburði 1 þeim digra skjalamöppum um Mikson, sem innanríkisráðherra Eistlands af- henti Efraim Zuroff, forstöðu- manni Wisenthai stofnunarinnar. í þeim er m.a. að finna skráðar frá- sagnir eftir Jan Loos og Joliannes Sööru af atburðum um sumarið 1941, þegar Mikson var háttsettur í andspymuhreyfingunni Omaka- itse. Loos og Sööru voru fangar Om- akaitse í Vönnu í Tartú-héraði samtímis. Báðir bera að Mikson hafi pyntaö fanga hrottalega og myrt þá. Nótt eina hafi hann stUlt fóngunum upp í röð og skotið ung- an mann frá Piirsaare og fleiri. Sööru ber að Mikson hafi ákveðið að skjóta þriðja hvern fanga í röð- inni og næst skotiö annanmannfrá Piirsaare. Morðunum hafi haldið fram uns félagi Miksons í Omaka- itse bað hann að hætta. Þá lágu fimm í valnum. Þessir vitnisburðir eru skráðir í Eistlandi áriö 1961. : Flóðbylgjan: Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Augiýsingar - Áskrift - Dretfíng: Símt 63 27 00 LOKI Ætli það hafi enn verið líf í þeirri vestfirsku? ÖRYGGl - FAGMENNSKA LANDSSAMBAND ÍSL. RAFVERKTAKA Konan sem lést Konan sem lést í bílslysinu í Norð- urárdal í Borgarfirði í fyrradag hét Anna Hjálmarsdóttir, 41 árs, til heimilis að Varmalandi í Stafholts- tungum. Hún lætur eftir sig eigin- mannogþijúböm. -ból Á hádegi á morgun verður norð- læg átt, hvassviöri eða stormur austanlands en hægari um vestan- vert landið. Snjókoma á Norðaust- ur- og Austurlandi en él á Norð- vesturlandi og Vestfjörðum. Veðrið 1 dag er á bls. 44 Veðriðámorgun: Hvassviðri eða stormur á Austurlandi Egilsstaðir Milljónatjón ístórbruna Milljónatjón varð þegar eldur kom upp í verslunarhúsnæði við Lyngás á Egilsstöðum í nótt. Kona, sem býr á efri hæö hússins, varð vör við hávaða og skraðninga um fjögurleytið í nótt og leit út um glugga. Þá sá hún að eldtungur stóðu út um glugga á neðri hæð hússins og kallaði strax á slökkvfiiðið. Tvær verslanir era á neðri hæð hússins, Krummafótur og Krambúð- in, og er húsnæðið um 150 fermetrar að stærð. Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í Krambúðinni og er hún mikið skemmd. Skóverslunin Krummafótur slapp að mestu við eld en miklar skemmdir urðu vegna hita (Og reyks. Innbú skóverslunarinnar var tryggt en Krambúðin var ótryggð. Eldsupptökeraókunn. -ból FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1992. Dagmæður: Halla formaður Halla Hjálmarsdóttir var í gær- kvöldi kjörin formaður Samtaka dagmæðra í Reykjavík. Halla bauð sig fram gegn Súsönnu Haraldsdótt- ur varaformanni samtakanna en formaðurinn, Selma Júlíusdóttir, gaf ekki kost á sér tfi endurkjörs. Um 140 dagmæður mættu á aðal- fúndinn í gærkvöldi. Hlaut Halla 76 atkvæðienSúsanna58. -IBS Tekjuskattshækkun: Hærri prósenla- lægri frádráttur Persónuafsláttur frá tekjuskatti verður skertur um 350 krónur sam- kvæmt nýjustu tillögum stjórnarliða í efnahags- og viðskiptanefnd Alþing- is. í staðinn verður falhð frá skerð- ingu bamabóta. Samkvæmt áformum ríkisstjórn- arinnar á tekjuskatturinn líka að hækka úr 39,85 í 41,35 prósent um áramótin. Gangi þessi áform efdr lækka skattleysismörk einstaklinga úr 60.258 í 57.226 krónur á mánuði. Fyrir einstakling með 100 þúsund — -króna mánaðarlaun er um að ræða skattahækkun upp á 1.850 krónur á mánuði. Sjánánarbls.2. -kaa Skuggalegt að horfaáþetta I gær voru litlu jólin hjá sex ára nemendum i Foldaskóla. Þar var náttúrlega jólasveinninn mættur eins og vera ber og nemendur og kennarar dönsuðu í kringum jólatréð. Þessa siðustu daga vikunnar eru víða litlu jóiin og jólaböll í skólum landsins. DV-mynd Brynjar Gauti Sjómaöur slapp naumlega er snjó- flóð féll í sjó fram úr Norðureyrar- hlíð gegnt Suðureyri í Súgandafirði. 500 metra breið og 1,5 metra há flóðbylgja myndaðist og gekk á land við Suðureyri. Aldan braut flot- bryggju og hvolfdi hiuta hennar. Guðbirni Kristmannssyni, sem var í bát sínum við bryggjuna, tókst aö skera á landfestar og stíma burt. „Það var skuggalegt aö horfa á þetta,“ segir Sigurvin Magnússon sjómaöur sem var í trfilu skammt frá þegar flóöiö reið yfir. Hann stökk upp á bryggjuna og horfði á bát Guð- björns. „Aldan kom fyrst og kastaði öllum bátunum að landinu en svo myndaðist gífurlegt sog til baka. Sem betur fer brotnaði polli og landfestar aö aftan losnuðu. Guöbjöm náði að skera á landfestar að framan og stíma út. Ég var mjög hræddur um hann og það heföi farið illa hefði pofiinn ekki brotnað og landfestar losnað áður en hluti bryggjunnar snerist við,“ segir Sigurvin. B

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.