Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993. 3 Fréttir ■? XO<- ' Hvassviörið á dögunum rauf gat í þakið á nýja flugskýlinu á Keflavíkurflugvell. Fyrir vikið verða Flugleiðir að sætta sig við nokkra seinkun á afhendingu skýlisins. Viðgerðum er hins vegar að Ijúka og í kjölfarið mun nær allt flug- vélaviðhald Flugleiða flytjast til Keflavíkurvallar. DV-mynd Ægir Már | K ™ »5 : | : f W Txl iÍMÍ | Í | ■» 1 ■ asniii! át .# ■ Flugskýli Flugleiða á Keflavikurflugvelli: Þak sett yf ir þakið sem f auk - vmdurinn hreif á Qórða tug milljóna úr vasa bandarísks hönnuðar „Skýlið var nánast fullbúið. Það voru bara innansleikjur eftir þegar þakið gaf sig. Við erum hins vegar langt komnir með að skrúfa þakið niður og gera við götin. Síðan stend- ur til að setja nýtt þak ofan á það sem til staðar er,“ segir Páll Halldórsson, verkefnisstjóri við nýtt flugskýli Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Lokafrágangur á nýja flugskýlinu hefur tafist um rúman mánuð vegna skemmda sem orðið hafa á þakinu vegna roks. Skömmu fyrir jól rauf vindurinn gat í þakið og í byrjun þessa mánaðar endurtók atburður- inn sig. Samkvæmt samningi Flug- leiða við verktaka átti flugskýlið að afhendast í desember en vegna þess- ara skemmda seinkaði lokafrágangi á verkinu um rúman mánuð. Að sögn Páls Halldórssonar hefur hönnunarfyrirtækið Buttler í Banda- ríkjunum tekið á sig fulla ábyrgð vegna skemmdanna. Viðgerðar- kostnaður og nýtt þak muni því al- farið lenda á þessum erlendu aðilum. Alls er gert ráð fyrir 32 milljónum í þennan viðbótarkostnað. Fullfrágengið verður flugskýlið stærsta byggingin hér á landi í eigu íslendinga. Alls verður skýlið 12.500 fermetrar og 168 þúsund rúmmetrar að stærð. í skýlinu rúmast allar fimm milhlandaþotur Flugleiða í einu og þess má geta að þar gætu rúmast þxjár íþróttahallir á borð við Laugar- dalshöllina. Vegna stærðar þaksins reyndist nauðsynlegt að setja það á brautarteina til að þola hitaþenslu og á sólríkum sumardögum á það að geta stækkað um allt að 30 fermetra. Reiknað er með að nánast allt við- hald flugvéla hjá Flugleiðum færist til Keflavíkurvallar þegar nýja skýlið verður tekið í notkun. Þá mun við- hald á Reykjavíkurflugvelli leggjast af og er reiknað með að 130 stöðu- gildi hjá tæknisviði Flugleiða flytjist þá til Keflavikurvallar. -kaa Lokaritgerð í lyflafræði um steranotkun á likamsræktarstöð: 30 prósent nota stera „Niðurstöður könnunarinnar voru þær að tæplega 30 prósent af þeim íþróttamönnum sem svöruðu sögð- ust nota steralyf. Þetta er svipuð tala og maður sér í erlendum könnun- um,“ segir Solveig Sigurðardóttir sem er nýútskrifaður lyfjafræðingur. Lokaritgerð í lyfjafræði hennar fólst í könnun á notkun íslenskra íþrótta- manna á steralyfjum. Könnunin var gerð í einni likams- ræktarstöð og var 30 eintökum dreift til manna sem æfa að staðaldri. 14 svöruðu og af þeim notuðu fjórir stera. Einn var handboltamaður, tveir voru í vaxtarrækt og einn í kraftlyftingum. Þeir voru búnir að nota sterana í 3-8 ár og höfðu allir fengið aukaverkanir, einna helst ból- ur og breytingar á kynhvöt. „Þetta var lítil könnun og ekki marktæk sem slík en hún gefur vissulega einhverjar vísbendingar um ástandið. Það var mjög erfltt að kanna þetta því það eru margir sem vilja ekki svara svona spumingum en það getur bent til þess að notkun- in sé meiri en kemur fram. Ég tók líka viðtal við keppnismann sem var búinn að nota stera í tæp tvö ár. Hann sagði að það væri mjög mikið um steranotkun meðal íþrótta- manna og að nánast allir sem vildu ná einhveijum árangri notuðu þessi lyf. Hins vegar væru menn afar hræddir við aö tjá sig um þetta. Að hans sögn eru margir sem nota stera án þess að vita hvað þeir eru að gera og þeir væru í hættu. Þó vildi hann meina að það væri hægt að nota ster- ana „skynsamlega" og fá ráðlegging- ar hjá læknum," segir Solveig. Hún segir að þessi könnun veki óneitanlega upp spumingar um sið- fræði þessara íþróttamanna. Svo virðist sem íþróttaandinn sé rokinn út í veður og vind. í opinberum tölum kemur fram að einn maður hefur látist af völdum ofnotkunar á steralyfjum. Tahð er að þeir geti verið mun fleiri þar sem oft reynist erfitt er að rekja dauðs- fall beint til steranotkunar. -ból Höf ðu ekki af I í peningaskápinn Brotistvar inn í Flugstöövarbygg- inguna á ísafirði í aðfaranótt þriðju- dags og töluverðar skemmdir unnar. Þjófamir stálu skiptimynt úr sjoppunni, bratu tvær hurðir og skemmdu spilakassa frá Rauða krossinum. Svo virðist sem þeir hafi hugsað sér að hverfa á braut með peningaskáp sem var í byggingunni og rogast með hann út að dyram. Þá er eins og afhð hafi brugðist því þeir komust ekki lengra með skápinn og skildu hann eftir við dymar. -ból Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.