Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Kosningaspá DV
Skoðanakönnun DV og sú kosningaspá, sem unnin
er út frá niðurstöðum könnunarinnar, hefur vakið
mikla athygli. Einkum vegna útkomu Sjálfstæðisflokks-
ins. í fyrsta skipti frá því skoðanakannanir hófust hér
á landi er Sjálfstæðisflokknum spáð þriðja sæti í kosn-
ingum. Hingað til hefur Sjálfstæðisflokkurinn ávallt
verið mun stærri en aðrir flokkar, hvort heldur í könn-
unum eða spám.
Nú er því spáð á grundvelli könnunarinnar að bæði
Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið fái meiri
fylgi en Sjálfstæðisflokkur. Það hefðu einhvern tímann
þótt tíðindi.
Sjálfstæðisflokkurinn fær 26,6% fylgi meðal þeirra
sem afstöðu taka í könnuninni. Þar hefur hann örlítinn
vinning á Framsóknarflokk sem fær 25,7% og Alþýðu-
bandalagið 21,4% þeirra sem afstöðu taka. Þetta er mik-
ið risatökk upp á við hjá Alþýðubandalagi. Sama má
segja um Kvennalista sem fer úr 11,4% í 14,1% og Al-
þýðuflokkurinn stendur nánast í stað frá síðustu kosn-
ingum. Rétt er að taka fram að óákveðnir voru 43,5%
sem er í við meira en venjulega. Auk þess neituðu 5,8%
aðspurðra að svara spurningu blaðsins.
Kosningaspá DV er byggð á þessum niðurstöðum.
Rétt er að taka fram að úrtakið, sex hundruð manns,
er nákvæmlega það sama og áður í könnunum blaðsins
og fræðimenn hafa tahð það fullnægjandi fjölda til að
gefa rétta mynd. Enda hafa skoðanakannanir DV ekki
verið véfengdar af þeim sökum og verið staðfestar með
svipuðum niðurstöðum annarra skoðanakannana og
kosningatölum.
Að því er varðar Sjálfstæðisflokkinn hefur flokkurinn
jafnan reynst fylgismeiri í könnunum en 1 kosningum.
Af þeim sökum hefur blaðið gert tilraun til að gera spá
um kosningaúrslit með því að nota fasta og fyrirfram-
gefna reikningsaðferð, sem einkum byggist á því að
óákveðnir kjósendur eru færðir í stærra hlutfalli yfir á
aðra flokka. Reynslan hefur sýnt að þessi aðferð fer
nærri sanni. Á þessum grundvelli er Sjálfstæðisflokkn-
um aðeins spáð 20% fylgi.
Sú gagnrýni hefur verið sett fram að reikningsaðferð
DV um að lækka fylgi Sjálfstæðisflokksins um 6% frá
niðurstöðum könnunarinnar standist ekki að þessu
sinni, vegna þess hversu fylgi flokksins mæhst lítið. Þá
fuhyrðingu er hvorki hægt að sanna né afsanna en um
þessa aðferð má vissulega deila. Sérstaklega þegar færri
gefa sig upp sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins en áð-
ur. Þá eru að minnsta kosti meiri líkur á að hann eigi
stærri hlut meðal þeirra óákveðnu en aha jafna. Á það
sjónarmið má fahast þótt ekkert sé gefið í þeim efnum.
Aðalatriðið í þessari umræðu er þó ekki að véfengja
aðferðir heldur að nota skoðanakannanir sem mælistiku
á þróun á fylgi flokkanna frá einum tíma til annars.
Menn verða að bera saman eina skoðanakönnun við
aðra. í þeirri skoðanakönnun, sem nú er framkvæmd
og útreikningum á kosningaspá er stuðst við nákvæm-
lega sama Qölda aðspurðra, sömu forsendur og sömu
reikniformúlur og í fyrri könnunum og spám. Enginn
hefur borið brigður á fyrri kannanir. Samkvæmt þeim
hefur Sjálfstæðisflokkurinn smám saman verið að síga
í fylgi og nú síðustu mánuðina mælst með 30 til 33%
fylgi. Nú er þetta fylgi komið niður í 20%, með sömu
forsendum og fyrirvörum og áður.
Þetta eru skiiaboðin til Sjálfstæðisflokksins. Þau
verða ekki véfengd.
Ehert B. Schram
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993,
„Loftárásirnar styrkja Saddam i sessi og auka vinsældir hans.“ Saddam Hussein ræðir við þýska blaðamann-
inn Peter Brinkmann. simamynd Reuter
Að sprengja yf ir markið
Með sprengju- og flugskeytaárás-
unum á írak hefur George Bush
bundið hendur Clintons arftaka
síns og um leið minnt rækiiega á
sinn hápunkt á valdastóh, stríðið
gegn írak. Fyrir eyðimerkurstorm-
inn uppskar Bush meiri vinsældir
en dæmi eru um, yfir 90 prósent
Bandaríkjamanna studdu hann þá.
í kosningunum hafði honum tekist
að glutra þessu fylgi niður í 38 pró-
sent.
Árásirnar á írak höfðu engan
hernaðarlegan tilgang, þær voru
aðeins áréttun George Bush per-
sónulega á því að hann hefði leitt
bandarísku þjóðina til frækilegs
sigurs. Hann gerir tilkall til þess
að sín verði minnst í sögunni fyrir
þennan sigur. Með árásunum hefur
hann líka endumýjað hatur
Bandaríkjamanna á Saddam Hus-
sein.
Allt síðan kommúnisminn hvarf
úr sögunni og Sovétríkin hættu að
vera ímyndaður eöa raunveruleg-
ur óvinur Bandaríkjanna hefur
Bandaríkjamenn sárlega vantað
sameiginlegan óvin og sameining-
artákn. Saddam Hussein er nú
þjóðaróvinur númer eitt. Það hefur
verið ítrekað með árásunum á
Bagdad og með þeim hefur Bush
tryggt að Clinton á erfitt um vik
að breyta um stefnu. Slíkt væri allt
að því pólitískt sjálfsmorð.
Bush vildi tryggja arfleifð sína
og hann hefur grunað, eins og
fleiri, að Clinton hefði ekki sama
persónulega hatrið á Saddam og
hann sjálfur. Clinton hafði líka gef-
ið í skyn í viðtali við New York
Times að hann gæti hugsað sér
eðlilegt samband við írak undir
stjóm Saddams, svo framarlega
sem hann hlýddi skilyrðislaust öll-
um ályktunum Sameinuðu þjóö-
anna. Slíkt er villutrú í augum
Bush sem hefur haft þá stefnu að
forsenda fyrir samskiptum við írak
sé að Saddam Hussein fari frá. Því
Kjallariim
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
er 19 milljónum manna haldið í
spennitreyju efnahagslegra refs-
iaðgerða. - Allt hatrið á írak snýst
um persónu eins manns.
Persónulegir óvinir
Bush verður minnst sem manns
sem lét allt reka á reiðanum heima
fyrir sem umsjónarmaður þeirrar
arfleifðar sem Reagan skildi eftir
sig en átti í persónulegu stríði við
óvini sína utanlands og innan.
Gegn Dukakis 1988 háði hann sví-
viröilegustu og persónulegustu
kosningabaráttu sem um getur á
seinni tímum. Honum tókst að gera
persónulega óvild sína í garð
Manuels Noriega, forseta Panama,
að stefnumáli Bandaríkjanna og
stóð fyrir því fáheyrða ofbeldi að
gera innrás í Panama og drepa þar
þúsund manns til að handtaka
Noriega og dæma hann eftir banda-
rískum lögum sem glæpamann.
Slíkt geta risaveldi leyft sér, inn-
rás íraka í Kúveit var gerð vegna
persónulegrar reiði Saddams í garð
Sabahfurstanna en hann komst
ekki upp með slíkt fremur en al-
þjóðalög mundu leyfa neinum öðr-
um að láta persónulega óvild fá
útrás í innrásum.
Öfug áhrif
Clinton getur ekki annað en sætt
sig við orðinn hlut í írak en sú
stefna sem þar er fylgt er stefna
Bush, ekki hans sjálfs. Það mun
koma í ljós hversu lengi hann lætur
fyrirrennara sinn binda hendur
sínar. Það er löngu tímabært að
endurskoða refsiaðgerðir gegn írak
sem þjóna engum tilgangi.
Svo á að heita að verið sé að refsa
Saddam Hussein en þetta bitnar
ekki á honum heldur almenningi.
Loftárásimar hafa öfug áhrif á við
það sem til er ætlast, þær styrkja
Saddam í sessi og auka vinsældir
hans. Þær efla fjandskap við
Bandaríkin meðal araba og seinka
fyrirsjáanlega því yfirlýsta
markmiði Bandaríkjastjórnar að
flæma Saddam Hussein frá völd-
um.
Gunnar Eyþórsson
„Með sprengju- og flugskeytaárásun-
um á Irak hefur George Bush bundið
hendur Clintons arftaka síns og um
leið minnt rækilega á sinn hápunkt á
valdastóli, stríðið gegn írak.“
Skoðaiiir aimarra
Forsetaskiptin vestra
„Miklar vonir eru bundnar við Bill Clinton enda
hefur hann sýnt aö hann er stjómandi góður, maður
raunsær og sveigjanlegur. í Bandaríkjunum jafnt
sem erlendis er þess vænst, að Clinton taítist að koma
hreyfingu á efnhagsmálin vestra og að uppgangur
þar muni verða til þess að lina efnahagskreppuna,
sem gengið hefur yfir hinn vestræna heim á undan-
förnum missemm. Þessar vonir eiga einnig við hér
á íslandi."
Úr forystugrein Mbl. 21. jan.
Lækkandi dánartíðni
„Gögn rannsóknarstofu Hjartavemdar sýna, aö
alkunnir áhættuþættir kransæðasjúkdóms hafa látiö
undan síga. Það dregur úr reykingum, kólesteról í
sermi fer lækkandi, íslendingar eiga Evrópumet í
fiskneyslu og meðferð háþrýstings fer sífellt batn-
andi. Líklega skýra þessar staðreyndir lækkandi
dánartíðni að verulegu leyti. Vafalaust má þó telja
að ýmsar lækningaaðgerðir eigi einnig ríkan þátt.“
Þórður Harðarson prófessor í ritinu Hjartavernd.
Helfför Bosníu-múslima
„Helfór múslima í Bosníu-Herzegovinu er mesta
smán Evrópu eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk.
Tugþúsundum óbreyttra borgara hefur veriö slátrað;
hundmö þúsunda eru flóttamenn. Nú er búið að
svipta bosnísku múslimana því landi sem öll voldug-
ustu ríki heims viðurkenndu sem sjálfstætt og full-
valda fyrir tæpu ári. Múslimar hafa enn ekki sam-
þykkt friðaráætlun erindreka Sameinuðu þjóðanna
og EB. En þeir eiga fáira kosta völ.“
Úr forystugren Alþbl. 21. jan.