Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Blaðsíða 26
'34 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 19í Fólk í fréttum Gísli B. Bjömsson Gísli B. Björnsson, sem rekur Graf- íska hönnun og markaðsráðgjöf, var í DV-fréttum í gær spurður álits á fylgishruni ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Starfsferill Gísh fæddist í Reykjavík 23.6.1938 og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann 1956-59 og nam auglýsingateiknun og grafíska hönnun við Staatliche Akademie der Bildenden Ktinste í Leipzig 1959-61. Að loknu prófi stofnaði Gísli aug- lýsingastofuna GísU B. Björnsson sem síðar varð G.B.B. Hann hefur verið kennari við Handíða- og myndUstarkólann frá 1961, varð deUdarstjóri auglýsingadeildar skólans við stofnun hennar 1962 og skólastjóri skólans 1974-76. GísU var framkvæmdastjóri Gall- erí Borgar 1987-89. Hann hóf síðan aftur að starfa við auglýsingar og stofnaði með öðrum auglýsingastof- una Hér og nú 1990 en hefur rekið eigin stofu fyrir grafíska hönnun og markaðsráðgjöffráhausti 1991. Gísli var kosningastjóri Alþýðu- bandalagsins fyrir þingkosningam- ar 1983, var fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í afmælisnefnd Reykjavík- urborgar fyrir tvö hundmð ára af- mæUshátíð 1986, sat í stjórn Lands- sambands hestamanna í sex ár, var stofnandi tímaritsins Eiðfaxa og síð- an framkvæmdastjóri þess í nokkur ár, var framkvæmdastjóri fjórð- ungsmóts Landssambands hesta- manna í Reykjavík, sat í stjórn Her- ferðar gegn hungri, Æskulýðssam- bands Islands og Byggingarfélags- insFramtaks. Fjölskylda Gisli kvæntist 12.6.1959 Lenu MargrétiRist, f. 12.12.1939, kennara og nú nema í námsráðgjöf við HÍ. Hún er dóttir Jakobs Ruckert, bif- vélavirkja í Þýskalandi, sem nú er látinn, og Önnu Lárusdóttur Rist húsmóður. Dætur Gísla og Lenu Margrétar eru Anna Fjóla, f. 7.12.1960, ljós- myndari í Reykjavík, maður hennar er Kristján Gissurarson, húsgagna- smiöur og verslunarmaður, og eiga þau tvö börn; Hadda Björk, f. 22.8. 1962, meinatæknir í Reykjavík, gift KarU Kristinssyni lækni og eiga þau tvö börn; Elva Lilja, f. 28.4.1964, tón- listarkennari í Reykjavík, gift Ein- ari Sigurðssyni bassaleikara og eiga þau einn son; Edda Sólveig, f. 20.8. 1974, nemi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Systur Gísla eru Martha Clara Björnsson, f. 17.8.1941, garðyrkju- fræðingur og rekur gróðrarstöðina Mörk, gift Pétri N. Ólafssyni skóg- fræðingi og eiga þau tvær dætur; Ásta Kristín Haraldsdóttir, f. 1.5. 1952, kennari í Reykjavík, gift Sverri Guömundssyni, fiskitækni hjá Mar- el, og eiga þau þrjú böm. Foreldarar Gísla: Harald St. Björnsson, f. 5.6.1910, d. 23.5.1983, stórkaupmaður í Reykjavík, og Fjóla Þorsteinsdóttir, f. 30.4.1912, húsmóðir. Ætt Harald var bróðir Björns Th. list- fræðings. Harald var sonur Bald- vins, gullsmiðs í Reykjavík, Björns- sonar, guUsmiðs á ísafirði, Árna- sonar, b. á Heiðarbæ i Þingvalla- sveit, Björnssonar. Móðir Baldvins var Sigríður Þorláksdóttir, b. í Fagranesi, bróöur Hallgríms, lang- afa Guðjóns B. Ólafssonar, fyrrv. forstjóra SÍS. Móðir Sigríðar var Hólmfríður, systir Snjólaugar, ömmu Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Hólmfríður var dóttir Bald- vins, prests á Upsum, Þorsteinsson- ar, hróður Hallgríms, föður Jónasar skálds. Móðir Haralds var Martha Clara, dóttir Theodors Bemme, tré- smíðameistara í Leipzig, og PauUne Ernstine Hanau. Systir Fjólu er Þórhildur, móðir Sváfnis Sveinbjarnarsonar, prófasts á Breiðabólstað. Fjóla er dóttir Þor- steins, útvegsb. í Laufási í Vest- mannaeyjum, Jónssonar, b. í Guiar- áshjáleigu, Einarssonar. Móöir Þor- steins var Þórunn Þorsteinsdóttir, Gísli B. Björnsson. b. í Steinmóðabæ undir Eyjafjöllum, Ólafssonar, b. í Múlakoti, Ámason- ar. Móðir Fjólu var Elínborg Gísla- dóttir, verslunarstjóra í Vestmanna- eyjum, Engilbertssonar, b. á Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, Ól- afssonar. Móðir Elínborgar var Ragnhildur Þórarinsdóttir, b. í Neðri-Dal, Þórarinssonar, ogKatr- ínar Þórðardóttur frá Eyvindar- múla. Afmæli Svidsljós Guðbjöm Kristó- fer Ketilsson Guðbjöm Kristófer Ketilsson bóndi, Hamri í Hörðudal, verður níutíu ára á morgun, laugardag. Starfsferill Guðbjöm fæddist í Bakkabúð á Helhssandi og ólst þar upp. Hann fór ungur að árum að Dunki í Hörðu- dal, til Ólafs Jónssonar og Jóhönnu Maríu Jónsdóttur er bjuggu um tíma að Dunki og síðar á Hamri. Guðbjöm vann landbúnaðarstörf á bæjum í sveitinni á unga aldri en flutti að Hamri árið 1932 og hefur búið þar síðan. Hann keypti jörðina af Hörðudalshreppi árið 1939. Guðbjöm hefur alla tíð verið mik- ill hestamaður og er í dag heiðursfé- lagi í Hestamannafélaginu Glaði. Hann dvelur nú á Dvalarheimibnu Fellsenda í Miðdölum. Fjölskylda Systkinin í Bakkabúð voru átta talsins en í dag á Guðbjöm aðeins einn bróður á lífi. Bróðir Guðbjörns er Gísli, f. 24.12.1915, fyrrv. bílstjóri sem rak Olíustöð Esso á Helbssandi í mörg ár og býr nú á Helbssandi. Hin systkini hétu: Guðbjöm eldri, en hann dó ungur; Þorvarður, var kvæntur Jóhönnu EUasdóttur sem nú er látin; Jóhanna, var í sambúð með Kristni Karlssyni frá Vopna- firði sem nú er látinn; María Krist- rún, var gift Eiríki Kúld Andréssyni sem nú er látinn; Súsanna, var gift Guðlaugi Alexanderssyni sem nú er látinn; og Böðvar, ókvæntur. Faðir Guðbjörns var Ketill Björns- son frá Rifi, f. 21.7.1860 d. 14.10.1981, sjómaður og b. Bakkabúð og Stakka- bergi á Hellissandi, Bjömssonar, bátsformanns sem fórst á Rifi og k.h. GuðrúnarÁrnadóttir. Móðir Guðbjörns var Kristín f. 20.2.1871 d. 28.10.1949, húsmóðir frá Hellnum á Arnarstapa, Þorvarðar- dóttir, Þórðarsonar og k.h. Kristínar Teitsdóttur. Guðbjörn Kristófer Ketilsson. Guðbjörn tekur á móti gestum í FélagsheimiU Suðurdala á mUU kl. 14 og 17 á afmæUsdaginn. 85 ára Óskar Sæmundsson, Hringbraut 50, Reykjavik. 80 ára Nanna Bjarnadóttir, Hólabraut 6, Höfn í Homafirði. Sigurborg Sigurðardóttir, Álfatúni 13, Kópavogi. 75 ára Ferdinand Rósmundsson, Lóni, Víðvíkurhreppi. Ferdinand d velur nú á sj úkrahús- inuáSauðárkróki. Margrét Magnúsdóttir, Hölðastig 7, Bolungarvik. Vilhjálmur Oddsson, Hátúni 10 B, Reykjavík. 4 mvu umuviii/ uu% juuuui Sigriður Samúelsdóttir, Tóvegg, Kelduneshreppi. Seljugerði 8, Reykjavík. Jón Dan Jóhannsson, Hvammshlíð 5, Akureyri. Bára Pétursdóttir, Steinholtsvegi 11, Eskifirði. Rafn Kjartansson, 70 ára Ágúst Helgason, Hrauntúni 36, Vestmannaeyjum. Ágúst verður aö heiman á aímælis- daginn. Byggðavegi 134, Akureyri. 40 ára 60 ára Jakaseli 7, Reykjavík. Heiðar Halldórsson, Matthías Ingibergsson, Vesturvegi 30, Vestmannaeyjum. Magnús Sigurðsson, Hlíð,Tálknafirði. Ingibjörg Karlsdóttir, Selvogsgötu 13, Hafnarfiröi. Bugðulæk 16, Reykjavík. BrynjaÞ. Erlendsdóttir, Kringlumýri 22, Akureyri. Heiðar Sigvaldason, Túngötu I7b, Húsavík. Sigríður Einarsdóttir, Skipasundi 49, Reykjavík. Sigurður Guðnason, 50 ára Týsgötu 3, Reykjavík. Magnús Kristjánsson, Furuvöllum 7, Egilsstöðum. Helga Sigþórsdóttir, Guðfinna Björnsdóttir, sem varð i öðru sæti i einstaklingskeppninni í fyrra, sýnir listir sínar. Félagsmiðstöðin Tónabær og ÍTR: íslandsmótíð í fijálsum dönsum Undirbúningur fyrir íslands- meistarakeppni ungUnga í frjálsum dönsum (freestyle) er nú í fuUum gangi. Þetta veröur í 12. skipti sem Félagsmiðstöðin Tónabær og ÍTR standa fyrir keppninni en hún er fyrir löngu orðin geysivinsæl á meðal ungUnga. AUir ungUngar á aldrinum 13-17 ára (fæddir 1976-79) hafa rétt tU þátttöku en keppt verður í tveimur flokkum, einstaklings- og hóp- dansi. Undankeppnir fara fram á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Akranesi, ísafirði, Blönduósi, Ak- ureyri, Neskaupstað, Selfossi og Vestmannaeyjum. Skráning er haf- in og væntanlegir keppendur geta haft samband við félagsmiðstöðv- arnar í sínum kjördæmum en við- komandi staðir voru nefndir hér á undan. í Vestmannaeyjum er það reyndar FélagsheimUið og í Reykjavík er skráning í Tónabæ en þar fer fram undankeppni bæði fyrir krakkana í höfuðborginni og á Reykjanesi. ÚrsUtakeppnin verður í Tónabæ í byijun mars og á sama stað verð- ur keppni í frjálsum dönsum fyrir aldurshópinn 10-12 ára nokkrum dögum síðar en skráning fyrir þá keppni er einnig hafin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.