Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Blaðsíða 9
8 .œerfl/.'j/.Ai. .22 jrjaAGiJTRö'i FOSTUDAGUR 22. JANUÁR 1993. Fjögurhutidrud flóttamenn komuáferjufrá Lettlandi Yfir Qögur hundruö flóttamenn komu nú í vikunni með gamalli ferju frá Riga í Eistlandi tii Got- lands, austan Svíþjóðar. Togar- inn var sjö daga á siglingu um Eystrasaltið áður en ákveðið var aö taka land á Gotlandi. Mikil þrong var um borð og varð að leggja átta af flóttamönn- unum á sjúkrahús. Um borð var fólk af ýmsu þjóðemi, mest Rúss- ar en aðrir voru lengra að komn- ir. Ein fjöiskylda var frá írak og hafði hún dvaliö ár í Rússlandi áður en lagt var upp vestur á bóginn. Gamall nasista- lækniríDachau formaðurheims- samtaka lækna Mannréttindasamtök lækna í Bandaríkjunum hafa mótmælt kjöri Þjóðverjans Hans Sewering til formennsku í heímssamtökum lækna. Sewering var nasisti á yngri árum og félagi í SS. Læknarnir segja að það sé heimssamtökunum mikUl álits- hnekkir að veija nasista til for- ystu enda haíi læknar í þjónustu nasismans orðið uppvísir að ótrúlegustu voðaverkum í nafni vísindanna. Sewering stundar nú störf sín í Dachau nærri Munchen í Þýska- landi. Þar voru alræmdar útrým- ingarbúðir nasista allt til loka siðari heimsstyrjaldarinnar. Viljaaðstoð Karls prinsvið rannsóknáást- arsímtalinu Eftirlitsneínd breskra fjölmiöla vill fá Karl prins til að aðstoða við rannsókn á hverníg samtal hans í sírna við Camillu Parker Bowles komst i hendur fjölmiðla. Nefndarmenn segja að engin leið sé að komast til botns í máiinu nema Karl og jafnvel Camilla líka komi til hjálpar. Enn er ósannað mál aö það séu í raun og veru Karl og Camilia sem ræða svo innilega saman á umræddri upptöku. Karl prins hefur þó ekki mótmælt því að hann sé karlmaðurinn í síman- um. Talsmaður drottningar hefur einnig þagað þunnu hljóði. GestirClintons ekkiílifshættu Lögreglan i Washington, höfuð- borg Bandaríkjanna, fullvissaði gesti, sem komu til borgarinnar vegna embættistöku Bills Chn- ton, um að engin hætta væri á að morðingjar sviptu þá lífi. Yfir- menn lögreglunnar ráðlögðu fólki þó að halda sig fjarri helstu glæpahverfúnum. Viðleitni lögreglunnar til að róa gestina þykir þó sýna betur en margt annað hvernig ástandið er í Washington. Óvíða í borgum heims er glæpatíðni eins há og í hverfum sem eiturlyfiasalar ráða yfir er enginn óhultur. Gleðskapurinn kostaðimeiraen milljarð Gleðskapurinn í Washington þá fióra daga sem Bill Chnton stóð við áður en hann sór embættiseið sinn kostaði nær hálfan annan milljarð. Veisluhöld voru mikil og dansleikir margir. Risaolíuskipið Maersk Navigator er 255 þúsund tonn að stærð og var með fullfermi á leið frá Persaflóa til Japans þegar það lenti í árekstri norðan Súmötru. Gat kom á skipið og eldar loga um borð. Simamynd Reuter Björgunarmenn ráða ekkert við elda í risaolíuskipi: Olían flasðir úr alelda skipinu - þrefalt meira af olíu um borð en var í Braer við Hjaltland Olía rennur nú í stríðum straum- um frá danska risaohuskipinu Ma- ersk Navigator eftir að það laskaðist alvarlega í árekstri norðan eyjunnar Súmötru í gær. Eldur kom upp í skip- inu við áreksturinn og hefur ekki tekist að ráða niðurlögum hans. Björgunarmenn eru komnir með dæluskip á slysstað en þeir segja að ekkert ráðist viö eldinn. í morgun náði olíuflekkurinn tvær mílur út frá skipinu. Um borð voru 255 þúsund lestir af hráolíu. Það er þrefalt meira en var í norska skipinu Braer þegar það strandaði við Ifialt- land í upphafi árs. Maersk Navigator hefur aðeins eina lest og því er enn erfiðara að eiga við eldinn og jafnvel vonlítið að ná nokkru af olíu úr skipinu. Eini möguleikinn á að ekki verði úr mikið umhverfisslys er að sem mest af ol- íunni brenni í skipinu. Að öðrum kosti er fiölbreytt dýralíf í hættu. Skipið er statt nær 80 mílur norður af Súmötru. Nokkur tími kann því að hða áður en oha berst að landi verði hún ekki öh brunnin áður en að því kemur. Umhverfissérfræðing- ar á Súmötru segja að hundruð fugla- tegunda og fiska séu í hættu vegna olíunnar. Slysið varð með þeim hætd að Maersk Navigator rakst á annað minna olíuskip sem einnig laskaðist. Eldur kom einnig upp í því en áhöfn- inni tókst að slökkva hann. Áhöfn danska skipsins, 24 mönnum, var bjargað um borð í þýskt flutninga- skip og slasaðist enginn. Maersk Navigator var á leið frá Persaflóa til Jajians með fullfermi af olíu. I dag er ætlunin að sérfræðingar í baráttu við olíuelda verði fluttir um borð í skipið og kanni hvað hægt er að gera. Sem stendur er sjó dælt á skipið en það virðist hafa htil áhrif. Reuter Díana prinsessa missti óvænt sUórn á skapi sínu Díana prinsessa missti óvænt sfiórn á skapi sínu þegar hún kom af samkomu í Lundúnum í gær- kveldi. Ljósmyndari að nafni Duncan Raban sat fyrir henni og hóf þegar að mynda. Prinsessan vatt sér snúð- ugt að honum og var hvassyrt: „í guðanna bænum, láttu mig í friði,“ sagði Díana og var í sýnilegri geðshræringu. „Hættu að kvelja mig,“ bætti hún við og þóttust nær- staddir heyra að hún væri með grát- stafinn í kverkunum. Raban er einn þeirra ljósmyndara sem situr fyrir frægu fólki og mynd- ar það í von um að geta selt blöðum áhugaverðar myndir. Af þessu geta réttir menn á réttum stað haft góðar tekjur en atvinnugreinin er illa þokkuð. Sjaldgæft er að Díana skipti skapi þegar ókunnugir eru í návígi. Reuter Áhugaljósmyndarinn Duncan Raban (ékk á snúðinn hjá Díönu prinsessu í gær. Lögreglan flutti hann ringlaðan á brott. Simamynd Reuter 9 ______________Útlönd Fyrstirepjuolíu- strætóinntilbú- inn á götuna Borgarstjómin í Lundi í Svlþjóð hefur varið nokkru fé í aö láta hanna strætisvagn sem gengur fyrir repjuohu. Fyrsti vagninn er nú tilbúinn á götuna eftir tveggja ára þróunarstarf. Oiían er unnin úr fræjum fóð- urrepju sem mikið er ræktaö af í Suður-Svíþjóð. í ohuna er bland- að vínanda til að gera hana með- færilegri. Lundarmenn vonast til að spara nokkuð með þessari nýjung auk þess sem mengun er minni af repjunni en venjulegri dísilol- íu. í ýmsum borgun Norðurlanda er verið að gera tifraunir með nýjar gerðir af strætisvögnum. Einkum horfa menn til rafknú- inna vagna en í Lundi á aö fara aðra leið. Nóaflóðið drekktiölluí Síberíufyrir12 þúsundárum Bandarlskir vísindamenn hafa fundið út að eini þekkti vatns- flaiunurinn, sem jafnast á við lýs- ingu Bibbunnar á Nóaflóðinu, hafi gengiö yfir Síberíu fyrir 12 þúsund árum. Þetta var í lok ísaldar þegar mikfi klakastífla i Altaifiöllum brast og 18 mfiljón rúmmetrar af vatni runnu á hverri sekúndu niður á sléttur Siberíu. Fremur eru menn þó vantrúað- ir á að þarna sé komin fyrir- myndin að sjáJfu Nóaflóðinu því ólíklegt er að nokkur maður hafi orðið vitni aö hamförunum. Rudolfs Núrejev lést úr eyðni. Eyðninvarð Ru- dolfNúrejevað aldurtila Læknir rússneska ballettdans- arans Rudolfs Núrejev hefúr staðfest aö eyðni hafi orðiö hon- mn að aldurtila. Læknirinn segir að Núrejev hafi smitast skömmu eftir 1980. Ekki fæst uppgefiö með hvaða hætti það var. Hjartabilun varð banameinið en hana mátti rekja til þess að mótstöðuafl líkamans var lamað. Nánustu vmir Nurejevs vfija þó enn trúa aö þeirra maður hafi ekki verið smitaður. Sjálfur sagð- ist hann fyrir andlátið eiga marga eyðnisjúka vim. ÆVINTÝRAEYJA Ein vika á Madeira frá 350 enskum pundum fyrir tvo. Hafið samband við Hörpu Hauksdóttur - sími 91-24595 eða faxnr. 17175.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.