Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993. 11 Sviðsljós Skoðanakannanir í Bretlandi: Díana prinsessa er vinsælust Erfiöleikar bresku konungsfjöl- skyldunnar virðast hafa lítil áhrif á vinsældir Díönu prinsessu ef marka má skoðanakannanir þar í landi. Hið víðlesna tímarit Hello birtir t.d. nið- urstöður skoðanakannana sinna í nýjasta hefti blaðsins og þar koma ótvíræðir yfirburðir prinsessunnar best í ljós. Prinsessan var bæði kosin tíguleg- asta konan í Bretlandi og eins kona Gamla brýnið Margaret Thatcher komst inn á topp tíu. Fyrirsætan Yasmin Le Bon býður af sér góðan þokka. ársins og skaut þar kynsystrum sín- um úr konungsfjölskyldunni ref fyr- ir rass. Elisabet drottning komst t.d. ekki í hóp þeirra tíu efstu á fyrr- nefnda listanum en á þeim síðar- nefnda varð hún að láta sér lynda þriðja sætið. Sjónvarpsmaðurinn Selina Scott var i öðru sæti sem tígulegasta kon- an, fyrirsætan Yasmin Le Bon lenti í fimmta sæti, leikkonan Joan Collins í því áttunda og fyrrum forsætisráð- herra, Margaret Thatcher, hreppti níunda sætið. Ólympíuverðlauna- hafmn Sally Gunnell varð númer tvö í kjörinu um konu ársins í Bret- landi, skemmtikrafturinn Marti Caine í því sjötta og þremur sætum neðar á sama lista mátti sjá nafn fréttamannsins Kate Adie. Joan Collins vekur alltaf athygli. Díana er kona ársins í Bretlandi og jafnframt sú tigulegasta. Körfuboltataktar Kevins Costner Costner sýndi góða takta i upphitun- inni og skoraði síðan nokkrar körfur í leiknum áður en hann varð að yfir- gefa völlinn. Kvikmyndastjaman Kevin Costner tók þátt í körfuboltaleik nýlega þar sem gömlu skólafélagarnir hans reyndu með sér. Ágóði af leiknum rann til góðgerðarmála en engum sögum fer af úrslitimum. Costner þótti standa sig með prýði á meðan hans naut við en leikarinn varð að yfirgefa völlinn snemma í leiknum eftir samstuð og harkalega lendingu. Meiðslin eru þó ekki alvarlegri en svo að áætlanir hans um að leika í næstu mynd munu í engu raskast. Costner reyndi að harka af sér en það var til einskis og leikarinn fór snemma í baö. MITSUBISHI \ MYNDBANDST ÆKI ALLAR SKIPANIR KOMA UPP Á SJÓNVARPSSKJAINN UTSALA MITSUBISHI M34 - 4 HAUSAR Fjögurra hausa tæki með long play, bæði mynd og hljóð, 8 tíma upptöku/af- spilun, skipanir á skjá. Swift servo gerir alla þræðingu og hraðspólun mun hraðvirkari og betri, digital tracking, ýmsir leitunarmöguleikar, punktaleitun (index), tímaleitun, intelligent picture nær þvi besta úr gömlum myndböndum. ársupptökuminni, fullkomin fjarstýring, barnalæsing og fleira. Kr. 39.950,- stgr. Aaur kr. 43.950,- stBr. ÞETTA FÆRÐU HVERGI NEMA I HLJOMCO Afborgunarskilmálar sp (E) MITSUBISHI M54 - 4 HAUSAR Fjögurra hausa tæki með long play, bæði mynd og hljóð, 8 tíma upptöku/af- spilun, skipanir á skjá. Fullkomin kyrrmynd. Nicam hi-fi stereo. Swift servo gerir alla þræðingu og hraðspólun mun hraðvirkari og betri. Skipanir á skjá, digital tracking, intelligent picture nær þvi besta úr gömlum myndböndum. Ýmsir leitunarmöguleikar, svo sem punktaleitun (index), timaleitun, barnalæs- ing og fleira. Kr. 49.950,- stgr. áaw kr. 59.950,- *tgr. MITSUBISHI M55 - 4 HAUSAR Fjögurra hausa tæki með long play, bæði mynd og hljóð, 8 tíma upptöku- og afspilun. Micam hi-fi stereo, NTSC afspilun á pal-tæki, afspilun á S-VHS spól- um, punktaleitun (index), timaleitun, skipanir á skjá, ársupptökuminni. sjálfvirk hausahreinsun, swift servo gerir alla þræðingu og hraðspólun mun hraðvirkari og öruggari. Klippimöguleikar, intelligent picture nær því besta úr gomlum myndböndum. Digital tracking, fullkomin fjarstýring, barnalæsing og íleira. Kr. 62.950,- StCjr■ Áður kr. 69.950,- stgr. Vönduö verslun HWÓMCO FÁKAFENI 11 - SÍMI 688005

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.