Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 22. JANOAR 1993.
Klakinn virðist smakkast vel hjá
þessum Kópavogsstúlkum. Ekki
er víst að toreklrar kætist við
þessa iðju barnanna en aí mis-
jöfnu þrífast börnin best, sagði
einhvers staðar. DV-mynd GVA
Skóverk-
smiðjan
Strikið til
Skaga-
strandar
Gyifi ExistjánsBon, DV, Akureyri:
íslandsbanki hefur ákveðið að
selja Skagstrendingi á Skaga-
strönd skóverksmiðjuna Strikiö á
Akureyri, enfyrirtækið var tekið
til gjaldþrotaskipta á síðasta ári.
Til stóð að endurreisa verk-
smiöjuna á Akureyri og hugðist
Akureyrarbær leggja fram vélar
verksmiðjunnar enda taldi bær-
inn sig eiga veð í þeim. Það veð
reyndist hins vegar ekki tekið
giit af skiptastjóra og svo fór að
Islandsbanki keypti tæki og lager
verksmiðjunnar.
Reiknað er með að skóverk-
smiðjan taki til starfa á Skaga-
strönd í vor, og þar starfi um 15
manns.
SjóhæfniHerjólfs:
Skipið stend-
urfyrirsínu
- segirframkvæmdastjóri
„Skipið hefur staðið fyrir sínu
og ekkert komið fyrir það. Fyrsta
ferðin sem við höfum orðið að
felia niður var vegna ófærðar á
landi í síðustu viku. Reyndar kom
það fyrir einu sinni í ágúst á síð-
asta ári að skipiö titraðiþegar það
sigldi móti vindi í snarvitlausu
veðri. Úr þvi varð mikið fjölmiöl-
afár en síðan þá hefur það staðið
af sér öll veður,“ segir Magnús
Jónasson, framkvæmdastjóri
Herjólfs.
Miklar umræður urðu um sjó-
hæftú nýja Heijólfs efttr að í Ijós
kom mikill titringur um borö i
slæmu veöri síöastliðið sumar.
Skipiö var þá nýkomiö til lands-
ins en það hóf áætlunarferðir 23.
júni. Kaupveröið á þessu 2.222
brúttótonna og 500 farþega skipi
var um 1,2 miUjarðar,
„Þetta hefur gengið mjög vel og
skipið er alltaf að sanna sig betur
og betur. Vanir sjómenn segja að
þetta sé listagott skip í sjó,“ segir
Magnús. -kaa
5
Fréttir
Lokaáfangi sjúkrahússins á ísafirði:
Heilbrigðisráðherra
kostar ríkið milljón
ákvörðun Sighvats að hafna lægsta tilboði vekur furðu embættismanna
Sighvatur Björgvinsson heilbrigö-
isráðherra hefur ákveðið að hafna
lægsta tilboðinu sem barst í loka-
áfanga byggingar sjúkrahússins á
ísafirði. Næstlægsta tilboðinu verður
hins vegar tekið þrátt fyrir að Inn-
kaupastofnun ríkisins og verkfræði-
stofa á vegum fjármálaráðuneytisins
mæli með lægsta tilþoðinu. Valdið
er hins vegar í höndum Sighvats þó
það komi til með að kosta ríkissjóð,
og þar með skattgreiðendur, hátt í
milljón krónur aukalega í þetta sinn.
Kostnaður ríkissjóös kann jafnvel
að verða enn hærri, því með ákvörð-
un sinni hefur Sighvatur brotið út-
boðsskilmála sem fólu í sér að lægsta
tilboði yrði tekið hjá þeim aðilum
sem teldust hæfir í verkið. Ekki er
talið útilokað að lægsti tilboðsaðOi
höfði mái gegn ríkinu vegna þessa.
Samkvæmt heimildum DV ríkir
megn óánægja með ákvörðun Sig-
hvats í fjármálaráðuneytinu. Friðrik
Sophusson ijármálaráðherra hefur
sett sig náið inn í málið en treystir
sér ekki til að kljást við Sighvat. Hjá
Innkaupastofnun ríkisins eru menn
furðu lostnir enda nánast einsdæmi
að ráðherra hundsi álit stofnunar-
innar og velji dýrari kost. Ymsir þeir
aðilar, sem DV hefur rætt við vegna
málsins, telja póhtíska lykt af því;
Sighvatur sé í raun að hygla félögum
sínum í Alþýðuflokknum.
AIls bárust ílmrr tilboð í verkið á
ísafirði, það lægsta frá Auðuni Guö-
mundssyni hf. upp á tæplega 57,9
milljónir. Næstlægsta tilboðið kom frá
Eiríki og Einari Val sf og hljóðaði það
upp á tæpar 58,8 milljónir. Auk þess-
ara verktaka bauð Naglinn hf. tæpar
63,4 milljónir í verkið, JFE-bygginga-
félagið bauö rúmar 66,9 milljónir og
Ágúst og Flosi hf. buðu tæpar 67,8
milljónir. Samkvæmt upphaflegri
kostnaðaráætlun var gert ráð fyrir að
verkið myndi kosta 55,7 milljónir.
Tilboðið, sem tekið verður, er frá
Eiríki og Einari Val. Þessir verktakar
hafa áður notið forgangs í verk á
ísafirði þrátt fyrir aö hagstæðari til-
boð hafi borist. Nýlegt dæmi er bygg-
ing þjónustuíbúða fyrir aldraða á
staðnum en þá munaði nokkrum
milljónum á lægsta tilboðinu og til-
boði Eiríks og Einars Vals. Þótti
mörgum sýnt að þar hefðu kratar,
flokksbræður Sighvats, haft óeðlileg
afskipti af málinu. -kaa
Það hefur verið sannkallað vetrarveður á Norðurlandi að undanförnu. Pollurinn á Akureyri er ísi lagður og Gríms-
eyjarferjan Sæfari var að snúast i isnum við Torfunefsbryggjuna. DV-simamynd gk
Skipstjórinn á Frigg:
Sýknaður
af ólöglegum
veiðum
- ríkissaksóknari áfrýj ar
Héraðsdómur Suðurlands hefur
sýknað Jóhann Magna Jóhannsson,
skipsfjóra á togskipinu Frigg VE 41,
af ákæru um ólöglegar veiðar.
Jóhann Magni var ákærður fyrir
fiskveiðibrot og sakaður um aö hafa
þann 13. janúar verið á botnvörpu-
veiðum á svæði við Hrollaugseyjar
þar sem fiskveiðar með flot- og botn-
vörpu eru bannaðar.
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað
dómiHéraðsdóms. -ból
Lögmaður Sophiu Hansen höfðar mál fyrir mannréttindanefnd Evrópuráðsins:
Hasip vann áfangasigur
gegn tyrkneska ríkinu
- fjórir skjólstæðinga hans urðu fyrir barsmíðum og pyntingum öryggissveita
Mannréttindanefnd Evrópuráðs-
ins lýsti því yfir með úrskurði 12.
janúar að mál sem tyrkneskur lög-
maður Sophiu Hansen, Hasip Ka-
plan, sé tækt til efnislegrar umfjöll-
unar hjá henni. Málið snýst um
meint alvarleg brot yfirmanns örygg-
issveita úr tyrkneska hemum gagn-
vart fjórum borgurum úr þorpinu
Yesilurt í Austur-Tyrklandi. Þeir
sem þekkja til málsins í Tyrklandi
telja að Hasip hafi með þessum úr-
skurði unnið áfangasigur gegn tyrk-
neska ríkinu.
Hasip skaut málinu til mannrétt-
indanefndarinnar fyrir hönd fjór-
menninganna en þeir telja að tyrk-
neska ríkið hafi brotið á sér mann-
réttindi í meðferð sinni á máli þeirra.
Þeir hafa borið að öryggissveitafor-
inginn hafi auk barsmíða atað þá
mannasaur þegar menn hans smöl-
uðu öllum íhúum þorpsins saman á
torg í þorpinu þegar leita átti að
þremur hryðjuverkamönnum.
Daginn eftir atburðinn lögðu fjór-
menningamir fram kæru á hendur
yfirmanninum. Opinber stofnun sem
rannsakaði máhð komst að þeirri
niðurstöðu að höíða bæri mál gegn
honum fyrir oíbeldi en taldi ekki
unnt að sanna hinar ásakanimar.
Öryggissveitaforinginn var eftir
þetta dæmdur í samtals 10 mánaöa
fangelsi fyrir barsmíðarnar. Dóm-
stóll breytti síðan dóminum og
ákvarðaði manninum „skilorðs-
bundna sekt“ og leysti hann frá starfi
í 3 mánuði.
Fjórmenningamir hafa árangurs-
laust leitað allra leiða í Tyrklandi til
að fá leiðréttingu á sínum málum -
gagnvart refsingu ákærða og því að
þeir gagnrýna mjög að ekki hafi ver-
ið tekið á „þeirri alvarlegu og við-
bjóðslegu pyntingu" að vera ataður
Hasip Kaplan sem einnig er lög-
maður Sophiu Hansen, vann
áfangasigur gegn tyrkneska ríkinu.
mannasaur.
Talsmenn ríkisstjómar Tyrklands
hafa mótmælt kröfum fjórmenning-
anna fyrir mannréttindanefndinni
og benda á að þeir hafi ekki hreyft
mótmælum í málinu á réttum tíma
gagnvart viðkomandi sýslustjóm í
Tyrklandi - þeir heíðu auk þess látið
hjá líða að höíða skaöabótamál.
Mannréttindanefndin hefur lýst
því yíir að hún muni kanna lögmæti
málssóknar fjórmenninganna og
mun leita leiða til að sátt náist í
málinu í samræmi við ákvæði í
mannréttindasáttmála. Náist sættir
hins vegar ekki mun nefndin taka til
athugunar hvort tyrkneska ríkið
hafi brotið ákvæði mannréttinda-
sáttmálans. Ef nefndin kemst að
þeirri niðurstöðu að um brot hafi
verið að ræða verður málinu skotið
til mannréttindadómstólsins.
-ÓTT/GB