Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. 5 Fréttir 11 nýir HlV-smitaðir árið 1992: Óttast aukið smit fíkniefnaneytenda - segir Haraldur Briem, smitsjúkdómalæknir á Borgarspítala „Fjöldi nýsmitaöra er búinn að vera svo til óbreyttur í nokkur ár en um þaö bil einn sjúklingur greinist HIV- smitaöur á mánuði. Viö höfum verið heppin aö því leyti aö ekki hefur verið hröð útbreiösla í hópi fíkni- efnaneytenda. Við höfum þó miklar áhyggjur af þeim vegna þess að lifr- arbólgusjúkdómur breiöist hratt út á milli þeirra og sá sjúkdómur smitast á nákvæmlega sama. hátt og eyðni, þaö er með samforum og nálanotkun. Ef einn úr þessum hópi smitast af eyöni getur hann breitt sjúkdóminn hratt út,“ segir Haraldur Briem, smitsjúkdómalæknir á Borgarspítal- anum. Haraldur segir aö undanfarið hafi um 3(M0 manna hópur eiturlyfja- neytenda smitast af lifrarbólgu á ári. „Lifrarbólgan veldur gulu og hita en líður svo hjá. Hún hefur verið eins og faraldur meðal eiturlyfjaneytenda og það er áhyggjuefni því það gefur til kynna að þessi hópur sé ekki að passa sig og þá getur eyðni verið handan við hornið,“ segir Haraldur. Á síöasta ári greindust 11 nýir ein- stakhngar með HlV-smit. Þá er fjöldi smitaðra íslendinga kominn í 80, þar af 69 karlmenn og 11 konur. Flestir, eða 32, eru á aldrinum 20-29 ára. Samanlagður fjöldi einstaklinga með eyðni frá upphafi 80 alls 43 Skipting eftir áhættu- hópum Húsavlkurbær: Tekjur bæjarsjóðs um 432 milljónir Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar hefur verið afgreidd eftir fyrri um- ræðu. Samkvæmt áætluninni verða heildartekjur bæjarsjóðs og bæjar- fyrirtækja 432 milljónir króna sem er um 8,2 milljónum lægri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun síðasta árs. Álagningarhlutfall út- svars er 7,5% sem er óbreytt taia frá síðasta ári sem og álagning fasteigna- gjalda. Heildarrekstrargjöld bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja eru áætluð 340 millj- ónir króna sem er svo til óbreytt upphæð miðað við siðasta ár. Aætlað er að verja til framkvæmda og fjárfestinga hjá bæjarsjóði og bæj- arfyrirtækjum rúmlega 233 milljón- um króna sem er lækkun um 14% frá síöasta ári. Til hafnarframkvæmda fara 97,6 milljónir, 47,7 milljónir til gatna- og holræsaframkvæmda og tæpar 15 milljónir til framkvæmda við dvalarheimili aldraðra. Aðrar framkvæmdir eru mun umfangs- minni. Voðalega er ég lítil i öllum þessum snjó. Þessi litla stúlka, sem var við hús i Engimýri á Akureyri, var ansi smávaxin I öllum snjónum við heimili sitt og tók þann kostinn að halda sig í göngunum sem búið var að moka frá húsinu út á götuna. DV-simamynd gk Að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis leikur grunur á að smitaðir einstaklingar séu allt að 2-3 sinnum fleiri en vitað er um. „Útbreiðsla eyðni hefur ekki aukist eins hratt á íslandi og áður hafði verið gert ráð fyrir. Þróunin hér hef- ur verið mjög svipuð og í Svíþjóð. Þetta hleður jafnt og þétt utan á sig en það er engin sprenging sem betur fer,“segirMatthías. -ból Missið ekki af þessu stórkostlega tækifæri. Eigum aðeins nokkra leður svefnsófa eftir 4 litir. Mikil verðlækkun. Ath. Aðeins þessa viku. IS-lliat sími 624510 —^^^^^^^nonabiau^^^MTomm^^^norTabrau^^Hvertisyotu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.