Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. 4»Alternatorar ^ Startarar Ótal gerðir og tilheyrandi varahlutir. Hagstætt verð. 12 mán.ábyrgð. FAX/MODEM - SÍMADEHIR Þú þarft ekki auka símalínu þó að þú fáir þér fax eða tölvumótald, DEILIR sér um það. Frábært verð, aðeins kr. 7900. Útsölustaðir: Akureyri: EST. O.T. tölvuþjónusta. Radiónaust. Egilsstaóir: Jón Arngrims- son. Eskifjöróur: Rafvirkinn. Húsavik: Öryggi. Reykjavik: Aco. Heimilistæki, Tæknibær. G.K. Vilhjalmsson. Smyrlahrauni 60, Hafnarflrði Simi/fax 91-651297 Utlönd Serbnesk kona í Bosniu tók kúna sina með sér þegar hún flúði heimili sitt undan stríðsátökunum þar um helgina. Símamynd Reuter Sókn Króata í Krajina er lokið Sáttasemjararnir Cyrus Vance og Owen lávarður ætla að halda áfram samningaviðræðum í dag til aö reyna að binda enda á styrjaldarátökin í Bosníu í þeirri von að endurnýjuð átök í Króatíu verði ekki til að gera friðarumleitanirnar að engu. Talsmaður friðarráðstefnunnar um fyrrum Júgóslavíu, sem fram fer í Genf, sagði að íslamstrúarmaður- inn Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, ætlaöi að ræða við Mate Boban, leið- toga Króata í lýðveldinu, um skipt- ingu Bosníu að stríðinu loknu. Stjórnarerindrekar, sem fylgjast með friðarráðstefnunni, sögðu að bardagarnir í Króatíu, þegar króat- ískar sveitir réðust inn í Krajina hérað sem er á valdi Serba en undir umsjón Sameinuðu þjóðanna, á föstudag vörpuðu skugga á viðræð- urnar. Franjo Tudjman, forseti Króa- tíu, sagði að sókninni hefði lokið þeg- ar króatískar hersveitir náðu á sitt vald mikilvægum vegi sem tengdi saman norður- og suðurhlutann. Leiðtogar Júgóslavíu vöruðu þá Vance og Owen við að þeir mundu ekki sitja aðgerðarlausir hjá ef Serb- um í Króatíu yrði ógnað. Reuter ÞEGAR MEST Á REYNIR... Q Q

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.